Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 55 KOSNINGAR Hin harða hægri stefna Sj álfstæðisflokksins eí'tir Kristján Pétursson Landsfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins kusu sér nýjan formann. Ýmsir fulltrúar flokksins létu í veðri vaka að borgarstjórinn væri sjálfkjörinn í þetta embætti sökum manngildis og foringjahæfileika. Töldu reyndar að Þorsteinn ætti að víkja með sama hætti og Friðrik Sophusson á síðasta landsfundi. Þorsteinn Pálsson og flestir þingmenn flokksins voru á öndverðum meiði og ákváðu að spyrna við fótum og láta á það reyna í kosningum á landsfundinum hvort borgarstjóri hefði nægjanlegt fylgi til að fella formanninn. Borgarstjórinn marglýsti því yfir fyrir kosningar, að framboð hans væri ekki tilkomið vegna málefnalegs ágreinings við formanninn, heldur réði því mikill þrýstingur frá flokks- mönnum í Reykjavík og af lands- byggðinni. Ljóst er nú að hér var um hreinar blekkingar að ræða, hinn harði hægri kjarni flokksins hefur undanfarin ár verið að leita að for- ingjaefni, sem sameinað gæti þau öfl í flokknum sem beijast fyrir svo- nefndri fijáls- og hægrihyggju, byggða á miskunnarlausri markaðs- trú. Þá greindi borgarstjórinn frá því „Reykjavíkurborg skortir ekki fé, allt sem þarf er skipulag, vilji, víðsýni og þekking hvernig á að byggja upp heilbrigt borgar- samfélag.“ að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sl. tuttugu ár verið lengst af utan ríkis- stjórna og mátti af orðum hans ráða að því hafi valdið ómarkviss stefna forustumanna flokksins. Á þessu yrði breyting ef hann tæki við flokknum, með nýjum manni koma nýir straum- ar og áherslubreytingar. Fyrirmynda í þeim efnum væri að leita í stjórn Reykjavíkurborgar, þar sem máttur hins sterka fær notið sín. Valdahroki og yfírgangur eru afar slæmir eigin- leikar, en valdafíkn þó sýnu verri. Að hve miklu leyti þessir eiginleikar endurspeglast í fari borgarstjórans verður hver og einn að meta, en ætla má að forustumenn annarra stjórnmálaflokka munu kanna vel að kosningum loknum hvort Sjálfstæðis- flokkurinn sé æskilegur samheiji með Davíð við stjórnvölinn. Samstarf hans við minnihlutaflokkana í borgarstjórn Kristján Pétursson gefur vissulega tilefni til að ígrunda vel starfsaðferðir hans og hugmynda- fræði. Viðbrögð hans við málflutningi og tillögugerð andstæðinga sinna bera sterk einkenni valdhroka og lítilsvirðingar á verkum annarra. Svo virðist sem borgarstjóri haldi að góð og nýtileg mál geti aðeins orðið til í hans eigin hugarheimi eða verði að ná fram að ganga undir hans for- merkjum svo honum verði helgaður heiðurinn. Þessi sviðssetning um ímynd borgarstjórans fellur vel að glansmyndum og yfirborðskenndum draumórum fijálshyggjumanna, en Raunhæfar o g réttlátar úrbætur í skattamálum eftir Örn Egilsson Á undanförnum árum hefur gætt vaxandi óánægju meðal almennings hvað varðar störf þingsins og þeirra ríkisstjórna sem setið hafa við völd. 1987 braust þessi óánægja fram er íhaldið gerði aðför að Albert Guð- mundssyni. Það er athygli vert að þeir sem þá stofnuðu Borgaraflokkinn til að mótmæla óréttinum komu ekki ein- vörðungu úr Sjálfstæðisflokknum, heldur var hér um að ræða fólk úr öllum gömlu flokkunum. Sá sigur sem þetta fólk vann í kosningunum er merki þess að fólk lætur ekki endalaust troða á sér og er búið að fá nóg af sviknum loforð- um og misheppnuðum ríkisstjórnum. Eins og menn muna var svo mynd- uð ríkisstjóm undir forsæti Þorsteins Pálssonar með þátttöku Framsóknar og Alþýðuflokks. Það ætti öllum að vera í fersku minni hvernig þessari ríkisstjórn reiddi af. Litlu mátti muna að undirstöðuat- vinnuvegir þjóðarinnar færu á haus- inn jafnframt því sem verðbólgan æddi upp úr öllu valdi. Við tók stjóm Framsóknar, Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags auk hins nýja stjórnmálaafls, Borgara- flokksins, sem var kjölfesta ríkis- stjórnarinnar. Árangur þessarar ríkisstjómar í efnahagsmálum er einstakur og hon- um verður að viðhalda með öllum tiltækum ráðum. Það' hefði hér áður fyrr verið saga til næsta bæjar að verðbólga á Is- landi færi úr tveggja stafa tölu í eina, svo ekki sé minnst á það að verð- bólga á íslandi er nú minni en í allf- lestum nágrannalöndum okkar. Þessi árangur leiddi m.a. af sér þjóðarsátt- ina sem hefur svo verið kjölfesta í því að viðhalda stöðugleika í sam- skiptum launþega og atvinnurek- enda. Eitt af helstu baráttumálum Borg- araflokksins var að fá matarskattinn illræmda felldan niður, en það er viðurkennt, að lífsnauðsynjar á ís- landi eru dýrar. Því miður báru hinir þrír stjórnarflokkamir ekki giftu til að fallast á þetta brýna hagsmuna- mál almennings, en þó að hluta til. Sú kjarabót sem þar náðist skilaði sér til heimilanna í lægri matarreikn- Örn Egilsson „Stefna Frjálslyndra, sem er framhald af stefnu Borgaraflokks- ins í skattamálum, er að fá skatta á helstu lífsnauðsynjar fellda niður eða lækkaða.“ ingi sem nemur um 2,2 milljörðum króna. Stefna Fijálsiyndra, sem er fram- hald af stefnu Borgaraflokksins í skattamálum, er að fá skatta á helstu lífsnauðsynjar fellda niður eða lækk- aða. Þetta mætti gera með því að hafa virðisaukaskatt í 2 þrepum. í lægra þrepi, sem hæst yrði 6%, yrði öll matvara og helstu lífsnauðsynjar, en í hærra þrepinu, hæst 20%, yrði allt annað, vörur og þjónusta. Hins- vegar yrði svo frumframleiðsla í hefðbundnum íslenskum landbúnaði þ.e. kjöt, mjólk, fiskur og grænmeti skattlaus. Skattlagning á fjármagns- tekjur hinna auðugu sem sífellt bæta við auð sinn myndu hæglega standa undir þeirri útgjaldaaukningu, sem óhjákvæmilega yrði. í yfirstandandi kosningabaráttu hafa allir flokkarnir veifað um slag- orðum varðandi persónufrádráttinn, en aðeins einn flokkur, flokkur Fijálslyndra, hefur lagt fram þraut- hugsaðar tillögur í þessu efni sem ekki valda útgjaldaauka fyrir ríkis- sjóð. Eru þær byggðar á viðamiklum er ekki vænleg til ára'ngurs í starfi flokksleiðtoga né ráðherraembættis. Þessi dæmalausa persónudýrkun fyrir foringjahæfileikum manns, sem aðeins hefur stjórnað meirihluta sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, sýnir berlega hvaða kröfur flokkurinn ger- ir til síns leiðtoga. Að visu skortir flokkinn leiðtoga með sterkan per- sónuleika, en ef grannt er skoðað má þar finna hæfileikamenn með ábyrgar skoðanir í landsmálum eins og Einar Odd Kristjánsson, Magnús Gunnarsson, Vilhjálm Egilsson og Víglund Þorsteinsson. Þrátt fyrir að þessir valdamiklu áhrifamenn stæðu með Þorsteini um formannsslaginn dugði það ekki til. Hægrihyggju- postulum Davíðs tókst að raska hefð- bundum starfsháttum þingsins og rugla andstæðinga sína. í þessu um- róti steytti Þorsteinn á skeijum og leitaði lags í grýttum bás. Illa og óverðskuldað farið með góðan dreng, sem leitt hafði sundraðan flokk til sameiningar og átti góðu gengi að fagna a.m.k. í skoðanakönnunum. Hvers má þjóðin vænta af núver- andi formanni Sjálfstæðisflokksins? Hefur dugnaður, áræði og stjórnviska einkennt störf hans og hafa hags- munir almennings setið í. fyrirrúmi? Skoðum þetta nánar. Margir telja að bruðl á almenningsfé í gæluverkefni eins og Perluna, ráðhúsið og einka- umsvif borgarstjórans sé ekki leiðin til almenningsheilla og lækkunar skatta, sem hann þó gumar af. Bið- listar þúsunda barna til vistunar á dagheimilum borgarinnar og 4—5 klukkustunda viðvera barna giftra foreldra er dæmi um stjórnleysi og mann sem ekkert erindi á í pólitík. Skortur á húsnæði og rándýrum íbúð- um fyrir aldraða (ca. 30% yfir mark- aðsverði) er einnig dæmi um mann sem ekkert erindi á í pólitík. Borgar- hverfi án sundlauga, skortur á hús- næði fyrir grunnskóla (skúrabygg- ingar við Arbæjarskóla), útivistar- svæði fá og illa skipulögð (Laugardal- ur undanskilinn). Reykjavíkurborg skortir ekki fé, allt sem þarf er skipu- lag, vilji, víðsýni og þekking hvernig á að byggja upp heilbrigt borgarsam- félag. Vandamál ungmenna eykst ár frá ári, rán, morð, innbrot, fjársvikamál og hvers konar ógnanir er orðið dag- legt brauð. Hér er um samvirkandi vandamál margra aðila að ræða, en því miður hafa viðbrögð borgaryfir- valda einkennst áf ráðleysi, uppgjöf og undanhaldi. Aðgerðarleysi borgar- yfirvalda í miðborginni, þar sem þús- undir ungmenna koma saman, er dæmigert fyrir þetta getuleysi. Þar er engin aðstaða fyrir hendi, ekki einu sinni salerni. Ungmennin gera þarfir sínar í húsasundum og sjá má þá spræna utan í skrautbúna verslun- arglugga og spellvirkjar leika þar lausura hala. Engum einum verður þó kennt um hvernig komið er en eftir höfðinu dansa limirnir og það eru einmitt slíkar strengjabrúður, sem Davíð hefur í safni sínu. Líttu þér nær hr. borgarstjóri og skoðaðu betur þá innviði sem hafa brostið. Farðu á þá staði þar sem fátækt, einmanaleiki, vonleysi og of- beldi eru daglegir viðburðir. Reyndu að setja þig í spor þessa fólks og láttu síðan þjóðina vita hverhig þér er innanbijósts eftir að hafa ráðstaf- að 4 milljörðum af fjármunum borg- arbúa í ótímabærar framkvæmdir við Perluna og ráðhúsið. Villandi og röng svör borgarstjórans um að þessir fjár- munir skaði og teíji ekki aðrar fram- kvæmdir eins og uppbyggingu dag- vistarheiniila, húsnæði fyrir aldraða, skólabyggingar o.fl. sýnir fádæma virðingarleysi fyrir skoðunum og dómgreind fólks. Höt'undur er fyrverandi deildarstjóri á Kefla víkurflugvelli. útreikningum á grundvelli upplýs- inga sem fengnar voru hjá embætti ríkisskattstjóra. í stuttu máli ganga tillögur okkar Frjálslyndra út á það að tekjumörk fulls persónufrádráttar miðist við 150 þús. kr. tekjur. Við hveijar 10 þús. krónur sem tekjurnar lækka, hækkar per- sónufrádrátturinn um 2 þús. krónur, uns skattleysismörkum er náð sem þá yrðu um 87 þús. krónur í stað um 57 þús. krónur á dag. Á sama hátt til mótvægis myndi persónufrádrátturinn minnka um 2 þús. krónur fyrir hveijar 10 þús. krónur sem laun myndu hækka um- fram 150 þús. krónur og við 260 þús. króna tekjur yrði persónufrá- drátturinn uppurinn, en þá tæki við neikvæður persónufrádráttur. Hér er á ferðinni stórt hagsmuna- og réttlætismál fyrir almenning sem verður að ná að ganga fram. Á sameiginlegum framboðsfundi á Vopnafirði sem haldinn var 11. þessa mánaðar kom fram áskorun frá fisk- vinnslufólki um að skattleysismörkin yrðu a.m.k. hækkuð upp í 80 þús. krónur. Það var mér því mikið ánægjuefni að geta skýrt fundinum frá því að ekki einungis væru Fijáls- lyndir sammála þessu, heldur værum við einnig með fullmótaðar tillögur í þessu efni. Það bar hinsvegar lítið á málflutningi gamla fjórflokksins á fundinum, enda er þetta sjálfsagt eitt af þeim málum sem flokkast undir aukaatriði í stjórnmálavafstri þeirra. Með fulltingi ykkar gefast vonir um að við náum þessu réttlætismáli fram í þinginu. Lifið heil. Höfundur er 1. nmóurá listn Frjálslyndra í Austurlandskjördæmi. Kœli - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 FRAMBJOÐENDURIREYKJAVIK SITJA FYRIR SVÖRUM virka daga frá kl. 1 6.30-1 8.00 á Laugavegi 1 7, 2. hæð, símar 622908-620277. Verió velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.