Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 26
Kvennalistinn og umhverfismál eftír Sigrúnu Helgadóttur Á því kjörtímabili sem nú er að ijúka hafa verið sex kvennalistakon- ur á Alþingi, 24 kvenár. Við lauslega athugun sýnist mér að þingmál Kvennalistans í úmhverfísmálum, og þá í þrengstu merkingu þess orðs, séu vel yfír 30. (Ef sjálfstæðismenn væru jafn virkir í umhverfísmálum þá hefðu þeir lagt fram 120 þing- mál um umhverfísmál.) Mal Kvenna- listans eru t.d. um umhverfís- fræðslu, einnota umbúðir, endur- vinnslu úrgangsefna, umhverfísráð- uneyti, vemdun vatnsbóla, það að tekið sé tillit til umhverfís bæði í orkustefnu og í útreikningum á þjóð- hagsstærðum, um framleiðslu vetn- is, friðlýsingu Hvítár og Jökulsár á Fjöllum og svæðis undir Jökli, ráð- stafanir gegn umhverfísmengun af völdum rafhlaðna og rafgeyma, mælingar á geislavirkni á Islandi, endurunninn pappír, náttúruvemd- arlög, landnýtingaráætlun og svona mætti lengi telja. Ótalin em Qöldamörg þingmál um friðarmál, um frystingu kjamorku- vopna, Iq'amorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, friðarfræðslu og mörg fleiri, sem auðvitað eru í eðli sínu umhverfismál, og ótaldar eru líka allar þær ræður sem kvennalis- takonur hafa haldið, og þau orð og álit sem þær hafa sett fram um umhverfismál við hvert tækifæri sem gefíst hefur. Umhverfismál er afstaða kvenna Þessi áhersla á umhverfísmál er kvennalistakonum svo eðlileg og sjálfsögð að það sýnist nær óþarft að rökstyðja hana, enda er fyrsta setningin í stefnuskrá okkar: „Kvennalistinn er stjómmálaafl sem vill breyta samfélaginu og setja virð- ingu fyrir lífi og samábyrgð í önd- vegi.“ Róttæk stefna í umhverfis- málum skilst líka ef það er haft í huga, að við leggjum megin áherslu á réttindin og þarfír bama, ekki bara rétt þeirra til að lifa heldur til þess að njóta lífsins og lífsins gæða, líkamlega, menningarlega og and- lega. Ekki bara í nútíð, heldur ekki síður í framtíð. Konur hafa frá örófí alda annast og útdeilt mikilvægustu auðlindinni, fæðunni. Þær hafa gætt þess, hver innan sinnar fjölskyldu, að þörfum allra sé fullnægt ef kost- ur er, og þegar þröngt er í búi þá minnka konur sinn eigin skammt til að bömin fái nóg. Þetta virðist vera konum í blóð borið, a.m.k. hefur það verið samofíð störfum þeirra og menningu, líklega í milljónir ára. Það er nákvæmlega þetta sem þarf að gera núna bæði á þjóðarheimilinu og í stórfjölskyldu heimsins. Það þarf að jafna fæðu, jafna lífkjör fólks og þjóða, þannig að allir fái nóg. Það vitum við, skynjum og skiljum, en á sama tíma sjáum við að það em ræningjar í búrinu, sem með græðgi taka miklu meira en þeir þurfa, matarforðinn minnkar stöð- ugt eða er skemmdur, gengið er á auðlindir heimsins og þær mengað- ar. Við vitum að með sama áfram- haldi rýrna lífskjör, e.t.v. ekki þeirra sem nú eru á miðjum aldri, en örugg- lega barna okkar og ekki síður barnabama. Og böm sín verja kon- ur, vilja ekki annað, geta ekki ann- að. Því hljóta þær, vilja þær og geta ekki annað en lagt áherslu á um- hverfísmál. Tvö mikilvæg mál Kvennalistinn hefur lagt fram ít- arlega stefnuskrá í öllum málum. í umhverfísmálakaflanum hennar er lögð áhersla á fjölmarga mikilvæga þætti en hér verða aðeins tveir eftir Kristínu Einarsdóttur Nú eru liðin 8 ár frá því að Kvenn- alistinn fékk sínar fyrstu konur kjömar á Alþing. Við buðum fram sérstakan kvennalista vegna þess að við vildum hefja kvenfrelsissjón- armið til vegs og virðingar í stjóm- málum sem og annars staðar í þjóð- félaginu. Kvennalistinn gengur til þessara kosninga með sömu áherslur og við höfum áður gert. Launamálin eru þar efst á blaði. Það er algert sið- leysi að fólki sé ætlað að lifa af laun- um sem ekki duga til framfærslu. Við leggjum áherslu á hækkun lægstu launa og hækkun skattleysis- marka. Nú er komin röðin að þeim sem hafa orðið að bera þyngstu byrðar þjóðarsáttarinnar svokölluðu. Þjóðarsátt sem hefur gert hina fá- tæku fátækari og hina ríku ríkari. Nú er kominn tími til að snúa við blaði. Launafólk, atvinnurekendur og ríkisvaldið verða að taka höndum „Þrátt fyrir fagurgala þá er reyndin sú að sljórnvöld, bæði um- hverfis- og mennta- málaráðuneyti, hafa mjög lítið stutt og nær ekkert gert til um- hverfisfræðslu. Því verður að breyta.“ nefndir. Kvennalistakonur hafa alltaf lagt á það áherslu að komið yrði á lagg- imar umhverfísráðuneyti. Hug- myndir okkar koma m.a. fram í til- lögu til þingsályktunar sem flutt var í hittifyrra og átti án efa stóran þátt í að loksins fór eitthvað að hreyfast í því máli, þótt langt sé frá að tak- markinu sé náð. Við viljum að allar stofnanir og starfsemi á sviði um- hverfismála falli undir ráðuneytið t.d. hafrannsóknastofnun, land- græðslan, skógræktin, orkustofnun o.s.frv., og að vægi umhverfisráðu- neytis sé svipað og fjármálaráðu- neytis, munurinn sá að fjármálaráð- uneytið haldi utan um peninga, en „ Við vonum að í kosn- ingunum á laugardag fáum við þann stuðning sem við þurfum til að breyta áherslum í ís- lenskri pólitík.“ saman og vinna að bættum kjömm þeirra lægst launuðu. Við Kvennalis- takonur munum ekki hika við að takast á við það verkefni og skomm á aðra að vinna að því með okkur. Eitt af forgangsmálum Kvenna- listans er öryggi og velferð barna sem verður að tryggja m.a. með leik- skóla fyrir öll börn, lengingu skóla- dagsins og máltíðum í skólum. Við viljum vinna að því að þetta geti orðið að vemleika. i atvinnumálum leggjum við áherslu á atvinnuuppbyggingu sem er í sátt við landið og fólkið sem þar býr. Þess vegna höfnum við meng- andi stóriðju en viljum að íslending- ar hasli sér völl í framleiðslu á vetni Sigrún Helgadóttir umhverfisráðuneytið um hinn raún- vemleg verðmæti, náttúm lands og sjávar. í framhjáhlaupi má svo geta þess, að það sem eftir væri af ráðu- neytum landbúnaðar, iðnaðar og sjávarútvegs viljum við sameina í öflugt atvinnuráðuneyti. En hvað er brýnast að gera? Á því er ekki nokkur vafí. Það næst aldrei neinn raunvemlegur árangur Kristín Einarsdóttir sem ætlað er að verði notað sem eldsneyti í framtíðinni jafnvel strax í upphafí næstu aldar. Treysta þarf undirstöður atvinnulífsins með rann- sóknum og þróunarstarfi og auka fjölbreytni. Við höfum bent á fjöl- margar leiðir í atvinnumálum en mikilvægast er að virkja þann mikla kraft og fmmkvæði sem víða er að fínna meðal fólks, sérstaklega Nú er dömufrí í umhverfismálum nema umhverfís- vitund fólks aukist. Sagan sýnir að það er ekki nóg að vísindamenn hafí þekkingu, ekki nóg að stjórn- málamenn hafí líka þekkingu, heldur þurfa allir að þekkja og þá ekki síð- ur að skilja, virða og skynja um- hverfí sitt og náttúm. Hin vestræna menning hefur um árþúsundir slitið fólk frá náttúru, talið fólki trú um að það sé ekki hluti náttúrannar, heldur yfír hana hafíð, talið fólki trú um að hag þess sé borgið, ekki ef það skilur náttúruna heldur ef það stjórnar henni. Þessi afstaða verður að breytast og það gerist ekki nema með fræðslu og aftur fræðslu. Sú fræðsla verður að opna augu fólks fyrir því, að mannkyn er á rangri leið og verði að snúa af braut auð- lindasóunnar og mengunar. Fræðsl- an verður að breyta lífsgildum og verðmætamati og hún verður að kenna nýja lífshætti þannig að fólk geti lifað við þær aðstæður sem munu ríkja í framtíðinni. Þrátt fyrir fagurgala er reyndin sú að stjórnvöld, bæði umhverfis- og menntamálaráðuneyti, hafa mjög lítið stutt og nær ekkert gert til umhverfísfræðslu. Því verður að breyta. Höfundur er náttúrufræðingur og skipar 7. sæti V-listans í Reykjavík. kvenna. Við viljum fá tækifæri til að hlúa að atvinnulífi sem tryggir gott mannlíf, virðingu fyrir náttúr- unni og framtíð komandi kynslóða. Virðing fýrir umhverfínu er ráuð- ur þráður í gegnum okkar tillögur og lausnir. Við höfnum þeirri hag- vaxtartrú sem hefur verið ríkjandi og tekur ekkert tillit til umhverfísins og eyðingar auðlinda. I utanríkismálum leggjum við áherslu á friðsamlegar lausnir deilu- mála og gott samstarf við aðrar þjóð- ir um leið og við viljum tryggja efna- hagslegt og menningarlegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Þess vegna höfn- um við aðild að EB og evrópsku efnahagssvæði sem er ekkert annað en fordyrið að EB. Við verðum að koma í veg fyrir að siglt verði í faðm miðstýringarinnar í Brussel. Þetta eru aðeins nokkur atriði úr stefnu Kvennalistans. Við vonum að í kosningunum á laugardag fáum við þann stuðning sem við þurfum til að breyta áherslum í íslenskri pólitík. Nú er kominn tími til að konur fái tækifæri til að ráða ráðum í landinu. Nú er dömufrí. Höfundur er þingmaður og skipar 2. sæti Kvennalistans í Reykjavík. Rógburður þingmanns um starfsvettvang sjómanna eftír Eyjólf Pétursson Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um brot á svokölluðum vökuiögum á togveiðiskipum og að- allega að þau hafi verið brotin á frystitogumm landsmanna. Þeir menn, sem látið hafa heyra í sér, hafa jafnvel líkt þessu við galeiðu- þrælkun á þessum skipum. Keyrði um þverbak í þessum rógi, þegar Ámi Gunnarsson, þingmaður krata í Norðurlandskjördæmi eystra, tók þetta upp á þingi og lét síðan hafa eftir sér í DV 16. janúar 1991, að hann gæti ekki nefnt ákveðna togara en sagðist hafa heyrt um málið frá Vestmannaeyjum og bein- ast því spjótin tvímælalaust að mér undirrituðum, þar sem ég er skip- stjóri á eina frystitogaranum í Vest- mannaeyjum. Jafnframt sagðist Ámi hafa heyrt, að ef sjómenn kvörtuðu yfír styttingu frívakta væri þeim einfald- lega sagt að taka pokann sinn. Nú hljóta allir, sem vökulögin þekkja, að hugsa: Er maðurinn eitt- hvað skrítinn? Það getur ekki verið, að hann hafi lesið lög um hvíldatíma á íslenskum botnvörpuskipum. En þau hljóða nákvæmlega svona: „Lög um hvíldartíma á íslenskum botnvörpuskipum (nr. 53. 27. júní 1921, og 1. nr. 51956). 1. gr. Þegar botnvörpuskiþ, sem skrásett er hér á landi, er í höfn við fermingu, eða affermingu, fer vinna háseta eftir því, sem venja hefur verið, nema annars sé getið í ráðn- ingarsamningi háseta. 2. gr. Þá er skip er að veiðum með botnvörpu eða á siglingu milli erlendra hafna og fiskimiða, skal jafnan skipta sólarhringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helmingur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eiga hvíld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klst. á sólarhring hverjum til hvíldar og matar. Samningar milli sjómannafélaga og útgerðarmanna um lengri vinnu- tíma en fyrir er mælt í lögum þess- um, skuiu ógildir vera. 3. gr. Engin af fyrirmælum 1. og 2. gr. gilda, þá er skip er í sjávar- háska eða líf skipshafnar í hættu. „Er maðurinn eitthvað skrítinn? Það getur ekki verið, að hann hafi lesið lög um hvíldatíma á íslenskum botnvörpu- skipum.“ 4. gr. Skipstjóri og útgerðarmaður bera sameiginlega ábyrgð á því, að fyrirmælum þessara laga sé fylgt, og varðar ítrekað brot skipstjóra stöðumissi. 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, frá 5.000-50.000 kr. Mál út af slíkum brotum skulu rekin sem almenn lögreglumál." Þetta em lög, sem höfð hafa ver- ið í heiðri á íslenskum togurum síðan þau vom sett, sama hvort um er að ræða skip, sem veiða í ís eða full- vinna aflann um borð. En takið eftir. í lögunum er talað um botnvörpunga. Ég vil nú upplýsa það, að botnvörpungur er skip, sem dregur botnvörpu (öðru nafni troll) á eftir sér til að reyna að veiða físk, Eyjólfur Pétursson sem oft gengur ákaflega misjafn- lega. í lögunum er ekki nefnd einu orði stærð botnvörpunga svo þessi lög spanna yfír allar gerðir togara og togbáta. Það stendur jafnframt í lögunum að samningur milli sjómannafélaga og útgerðarmanna um lengri vinnu- tíma en fyrir er mælt í lögum þess- um, skulu ógildir vera. Held ég, að Ámi Gunnarsson hafí miðað bogann of hátt að þessu sinni. Hann hafí frekar átt að miða bogan- um neðar, sem sé á litlu togarana og reyna að fá svör við því, á hve mörgum togbátum vökulögin séu virt. Er ég viss um, að hann geti gleymt stærri togveiðiskipunum, því þar standa menn 6 og 6 tíma enda ráðnir skv. lögunum um hvíldartíma. Skilst mér, að upphaflega hafi þessi rógur hafist með fyrirspurn til ráðherra um það, hver fylgdist með, að þessum lögum væri framfylgt, þar sem þingmaðurinn taldi, að brot á vökulögum og kvótakerfið væru orsök fyrir auknum slysum á físki- skipum landsmanna. Það má vel vera, en að þingmaðurinn skuli taka þar einn flokk skipa út, sem sé fryst- iskipin, fínnst mér lýsa því best, að þama hefur þingmaðurinn farið af stað með fullyrðingar eftir einhverj- um kjaftasögum. Ámi Gunnarsson er nú kominn úr Norðurlandi eystra til Suðurlands og sækist þar eftir kjöri til Alþingis. Miðað við málflutning Áma Gunn- arssonar um málefni sjómanna og ekki síst með tilliti til þess, að hann stendur að stefnu Alþýðuflokksins um gjaldtöku af fískveiðum og þá um leið auðlindaskatt, sem er fyrst og fremst skattur á landsbyggðina og sjávarplássin, þá skora ég á Sunnlendinga að gleyma A-listanum í komandi alþingiskosningum en styðja þess í stað D-listann. Höfundur er skipstjóri á togaranum Vestmannaey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.