Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 47
I(M!I JÍH°A .61 5JU0/GUTSÖ'I GiaAJH/.UOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. APRIL 1991
Kjósum um kjaramálin
eftir Önnu Ólafsdótt-
ur Björnsson
Langar einhvern til að reyna að
framfleyta sér og sínum á fimmtíu
þúsund krónum á mánuði? Varla.
Langar einhvem til að vinna fjórtán
tíma á sólarhring fyrir nauðþurft-
um? Auðvitað ekki. Um þetta hefur
þó verið samið fyrir fjölda fólks.
Þessi óréttláti samningur gengur
undirnafninu „þjóðarsátt". Það er
skiljanlegt að slíkar aðstæður verki
lamandi á fólk. Ekki síst þegar full-
trúar allra stjómmálasamtaka
nema Kvennalistans hafa lengi
sungið þann söng að ekki sé hægt
að gera neitt til að bæta kjör hinna
lægst launuðu. Það er hægt að
breyta gangi mála. Það er hægt
að kjósa um kjaramálin á laugar-
daginn kemur. Hvert atkvæði er
dýrmætt.
Ábyrgð, ekki svik
Öll stjórnmálasamtök hafa ein-
hvern tíma lofað að bæta kjör hinna
lægst launuðu ef þau kæmust í
stjórn. Öll stjórnmálasamtök sem
nú eiga fulltrúa á þingi, nema
Kvennalistinn, hafa farið í stjórn
án þess að taka á láglaunamálun-
um. Kvennalistakonur hafa sýnt þá
ábyrgð að hafna stjórnarþátttöku
frekar en svíkja loforðin um úrbæt-
ur í launamálum. Til þess þarf hug-
rekki. Það er ekki síst vegna stað-
festu sinnar sem Kvennalistinn á
erindi í stjórn. Ætli af muni veita
að minna þá sem nú lofa öllu fögru
rétt fyrir kosningar á stóm orðin?
Kvennalistinn hefur úrræði
Úrræðaleysi stéttarfélaga og vilj-
aleysi stjórnvalda veldur því að
ástandið í launamálum er orðið
mjög alvarlegt. Þetta átakanlega
bjargarleysi er alveg óþarft. Kvenn-
alistakonur hafa bent á ýmis úr-
ræði í launamálum og lagt þau fram
á þingi. Aðrir hafa ekki treyst sér
til að styðja þau. Sum þeirra svo
sem hækkun skattleysismarka,
hafa aðrir nú gert að sínum og er
það vel. Hækkun skattleysismarka
dugar hins vegar ekki hinum lægst
launuðu. Það verður því að gerast
samhliða að hækka lægstu launin
og skattleysismörkin. Afnám mat-
arskattar myndi líka verða veruleg
kjarabót fyrir hina lægst launuðu.
Réttlátara skattkerfi
Ef fmmvarp Kvennalistans um
lögbindingu lágmarkslauna hefði
verið samþykkt væru lægstu mán-
aðarlaun nú um 75 þúsund krónur.
Þau laun eru rétt við nauðþurfta-
mörkin, matvara hefur nefnilega
hækkað umfram annað verðlag að
undanförnu. Það er spurning hvort
ekki væri nær að tala um 80 þús-
und krónur. Nú líðst að greiða laun
sem ekki duga til framfærslu fyrir
fulla vinnu og ætti ekki að þekkjast.
Ef tillögur Kvennalistans um
hækkun skattleysismarka hefðu
verið samþykktar væru tekjur und-
ir 75-80 þúsund krónum nú skatt-
lausar. Við viljum að þeir greiði
skatta sem hafa efni á því og lögð-
um því til að tekið yrði upp hátekju-
þrep á tekjur sem samsvara nú 200
til 250 þúsund krónum. Það er mik-
ill munur á þessum hugmyndum
og því að setja hátekjumörkin við
500-600 þúsund krónur eins og
aðrir hafa gert. Slíkt skilar litlu í
kassann og meðan ætlast er til að
menn lifi á 50 þúsund króna fjöl-
skyldutekjum er hrein móðgun að
segja að menn séu ekki aflögufærir
fyrir en þeir hafi 500 þúsund króna
tekjur á mánuði.
Konur eru stærsti
láglaunahópurinn
Firring ýmissa stjórnmálamanna
og verkalýðsforkólfa við kjörum
fólksins í landinu er átakanleg.
Hvers vegna skyldi Kvennalistanum
vera betur treystandi en þeim sem
ráðið hafa ferðinni hingað til? Fyrst
og fremst vegna þess að kvenna-
listakonur eru þær einu sem hafa
sett launamálin í forgang. Það er
vegna þess að það eru konur sem
„Urbætur í launamál-
um myndu áreiðanlega
verða besta úrræðið í
fjölskyldumálum, koma
flestum til góða. Styttri
vinnutími og betri kjör
gefa fjölskyldum tíma
og svigrúm til að vera
saman.“
töxtum! Tvær af hveijum þremur
konum eru á töxtum, einn af hveij-
um þremur körlum. Ög þessir taxt-
ar eru lágir. Meðallaun verka-
kvenna fyrir fulla vinnu eru um 50
þúsund krónur á mánuði! Verka-
karlarnir rétt slaga upp í skattleys-
ismörkin fyrir dagvinnuna. Ogþetta
eru meðallaun, ekki lægstu launin.
Launamál eru fjölskyldumál
Önnur ástæða fyrir því að Kvenn-
alistanum er treystandi fyrir launa-
málunum er sú að konur hafa vax-
andi áhyggjur af aðbúnaði barna
og unglinga. Langur vinnudagur,
sundurslitinn skóladagur, þreyta,
streita og peningaleysi bitnar ekki
síst á börnunum.
Það er engin tilviljun að ofbeldi
meðal barna og unglinga færist í
vöxt. Kvennalistakonur hafa leitað
úrbóta í þessum málum, m.a. með
því að fá samþykktar tillögur um
átak gegn einelti og um úrbætur í
málefnum vegalausra unglinga. En
úrbætur í launamálum myndu
áreiðanlega verða besta úrræðið í
fjölskyldumálum, koma flestum til
góða. Styttri vinnutími og betri kjör
gefa fjölskyldum tíma og svigrúm
til að vera saman. Því eru launamál
fjölskyldumál.
Kjósum kjaramálin — þau eru
forgangsmál Kvennalistans.
eru fjölmennastar í láglaunastörf- ___________________________
um. Okkur blöskrar að heyrar ráða- Höfundur er þingmaður
menn fullyrða að það sé allt í lagi Kvennalistans í
að taxtar séu lágir, enginn sé á Reykjaneskjördæmi.
Skattahækkanir Davíðs Oddssonar
eftir Ólínu
Þorvarðardóttur
Nú er að koma í ljós það sem
borgarfulltrúar Nýs vettvangs hafa
lengi haldið fram, að skattakóngur-
inn yfír íslandi er borgarstjórinn í
Reykjavík og nýkjörinn formaður
Sjálfstæðisflokksins: Davíð Odds-
son. í hans stjórnartíð sem borgar-
stjóra hafa aðstöðugjöld hækkað
um 110% frá árinu 1980, raun-
hækkun fasteignagjalda hefur verið
62% og útsvar hefur hækkað um
46% að raungildi. Reykvískir skatt-
greiðendur skila því borgarsjóði
mun meiri verðmætum en þeir
gerðu fyrir einum áratug síðan, án
þess þó að njóta ávaxtanna sem
skyldi.
Þegar fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar var lögð fram í borgar-
stjórn þann 17. janúar sl. bentu
borgarfulltrúar Nýs vettvangs á
þessar staðreyndir, og lögðu fram
bókun þar sem ofangreindar upp-
lýsingar koma fram. í bókuninni
segir m.a.:
„Gífurlega raunaukning hefur
orðið á tekjum borgarsjóðs á síð-
asta áratug. Við framreikning á
heildartekjum ársins 1980 kemur í
ljós að þær voru á núvirði tæpir
8,3 milljarðar króna, en í frumvarpi
meirihluta borgarstjórnar er gert
ráð fyrir rúmlega 12 milljarða
heildartekjum á þessu ári. Raun-
aukningin er 45 af hundraði og
nemur nær 3,8 milljörðum króna.“
Af einhveijum ástæðum sá eng-
inn ijölmiðill ástæðu til þess að
gefa þessum upplýsingum gaum.
Það er ekki fyrr en fjármálaráð-
herra bókstaflega þröngvar þeim
upp á blaðamenn, að tekið er tillit
til þessara staðreynda. Meira að
segja Morgunblaðið sem hafði þó
fyrir því að birta mótbárur borgar-
stjórans við þessum upplýsingum
okkar, skömmu fyrir afgreiðslu
ljárhagsáætlunar, sá ekki ástæðu
til þess að birta sjálfa bókunina.
En batnandi mönnum er best að
lifa, og nú er hið sanna komið í ljós.
1 Reykjavík hafa skattar rokið upp
úr öllu valdi — í stjórnartíð manns-
ins sem reynir af fremsta megni
að nudda sitjandi ríkisstjórn upp
úr skattheimtu. Enginn hagnaðist
þó betur á staðgreiðslukerfinu en
einmitt Reykjavíkurborg, sam-
kvæmt upplýsingum fjármálaráðu-
neytisins.
En hvernig ver svo farið með
þessa kjarabót borgarinnar? Fór
hún í það að bæta þjónustuna við
almenning? Síður en svo. Sökum
lágra launa starfsmanna Reykjavík-
urborgar, eru stórfelldir erfiðleikar
með að manna þá þjónustu sem
borginni ber lögum samkvæmt að
veita. Verst er ástandið á dagvistar-
heimilum. Þar standa nú 80-100
rými ónotuð þar sem ekki fæst
starfsfólk á heimilin.
Hafa peningamir þá farið í að
auka úrræði fyrir aldraða? Nei, þar
ríkir neyðarástand. En að tryggja
skólabörnum samfellda viðveru í
skólum? Ekki heldur. Peningarnir
hafa alls ekki skilað sér til þeirra
sem greiða þá í borgarsjóð, þ.e.
almennings. Þeir hafa farið í Ráð-
hús og Kúluhús (sem gárungarnir
kalla Kúlusukk), að ógleymdum bí-
lageymsluhúsum sem engin þörf er
fyrir. Nú eru Sjálfstæðismenn t.d.
að gæla við þá hugmynd að grafa
upp Austurvöllinn til þess að koma
„Vilja menn raunveru-
legar kjarabætur sem
byggja á lágmarksverð-
bólgu, öflugu húsnæðis-
kerfi og öruggari þjón-
ustu við almenning —
líkt og þessi ríkisstjórn
hefur lagt áherslu á?“
þar fyrir neðanjarðarbílastæði og
helluleggja svo yfir allt saman. Er
það vegna þess að það vanti svo
mikið bílageymslu undir Austurvöll?
Nei, það er vegna þess að borgin
veit ekki aura sinna tal — og stjórn-
endur hennar hafa engan áhuga á
mannlegum verðmætum. Þess-
vegna gátu þeir ekki samþykkt til-
lögu Nýs vettvangs um að loka
Austurvelli og útbúa þar unaðsreit
fyrir fólk en ekki bíla — vegna þess
að þeir vilja miklu heldur hafa þar
bíla.
Þannig eru stjórnarhættirnir í
Reykjavík. Þessi forríka borg ætti
að sjálfsögðu að láta þegnana njóta
velmegunarinnar — en því fer fjarri.
Þegar borgarfulltrúar Nýs vett-
vangs lögðu til að fasteignagjöld
yrðu lækkuð fyrir fólk sem náð
hefur 67 ára aldri — brugðust Sjálf-
stæðismenn ókvæða við og felldu
tillöguna. Þannig er eitt haft í orði,
og annað á borði — orð og efndir
eru sitt hvað.
Menn skyldu hugleiða vel hvað
þeir kjósa yfir sig. Vilja þeir sömu
stjórnarhætti og viðgangast í borg-
inni — þar sem ytri tákn velmegun-
ar eru tekin fram yfir raunveruleg-
ar þarfir? Vilja þeir innleiða í ríkis-
stjórn bruðlið og óráðsíuna sem ríkt
hefur í Reykjavík? Eða vilja þeir
tryggja í sessi þann stöðugleika sem
ríkisstjórnin hefur komið á í efna-
hags- og atvinnulífi? Vilja menn
raunverulegar kjarabætur sem
byggja á lágmarksverðbólgu,
öflugu húsnæðiskerfi og öruggari
þjónustu við almenning — líkt og
þessi ríkisstjórn hefur lagt áherslu
á?
Það er vissulega rétt sem Jó-
Grímur Sæmundsen
næsta haust. Áhrif þessara ungu
manna og kvenna sem fyrirmyndar
barna og unglinga eru löngu ljós.
Það er vel hugsað fyrir hugðar-
efnum alls íþróttafólks innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Þá var í landsfundarályktun um
Forvarnir o g stefna
Sjálfstæðisflokksins
eftir Grím
Sæmundsen
Það eru athyglisverðar niðurstöð-
ur er Þórólfur Þórlindsson prófessor
við félagsvísindadeild Háskólans og
felagar hans hafa kynnt. Þar kemur
fram jákvæð fylgni hjá unglingum
milli ástundunar íþrótta og náms-
árangurs og einnig að þátttaka í
íþróttum minnkar líkur á notkun
tóbaks, áfengis eða annarra fíkni-
efna.
Þessar niðurstöður staðfesta for-
varnagildi íþrótta og heilbrigðs
tómstundastarfs gagnvart ávana-
og fíkniefnum.
Á nýafstöðnum landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins var samþykkt
ályktun um íþrótta-, æskulýðs- og
tómstundamál. Þar er lögð áhersla
á forvarnagildi íþrótta.
Þar er lagt til að stofnuð verði
fíkniefnanefnd (sbr. tóbaksvarna-
nefnd) er hafi það hlutverk að beij-
ast gegn notkun fíkniefna með
áróðri og markvissum aðgerðum.
Við slíkar aðgerðir mun forvarna-
gildi íþrótta verða nýtt.
Einnig er lagt til að átak verði
gert í uppbyggingu íþróttamann-
virkja í öllum byggðarlögum lands-
ins til að stuðla að og efla íþrótta-
iðkun ungs fólks og almennings.
Ingi Björn Albertsson hefur þeg-
ar komið til leiðar að skipuð hefur
verið nefnd til að semja frumvarp
um afrekssjóð íslenskra íþrótta-
manna. Hann mun hafa það hlut-
verk að styðja afreksíþróttamenn
til þjálfunar og keppni. Verður
frumvarpið lagt fram á Alþingi
Ólína Þorvarðardóttir
hanna Sigurðardóttir hefur marg-
ítrekað: Það skiptir máli hveijir
stjórna. Þvi þegar upp er staðið eru
það verkin sem tala.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs í Reykjavík.
„Ef menn vilja sjá
aukna áherslu lagða á
forvarnagildi íþrótta
og hollra lífshátta í
samfélagi okkar styðja
þeir Sjálfstæðisflokk-
inn í þessum kosning-
um.“
heilbrigðis- og tryggingamál lögð
áhersla á ábyrgð einstaklingsins á
eigin heilsu sem einn mikilvægasta
þátt heilsuverndar. Hluti þessarar
ábyrgðar felst í því að hreyfa sig
reglulega.
Sjálfstæðismenn gera sér glögga ^
grein fyrir jákvæðum tengslum
hreyfingar og heilbrigðis og gildi
forvarna til að bæta heilsufar.
Ef menn vilja sjá aukna áherslu
lagða á forvarnagildi íþrótta og
hollra lífshátta í samfélagi okkar
styðja þeir Sjálfstæðisflokkinn í
þessum kosningum.
Höfundur er læknir.