Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 56
56-
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
N G
S K O S N
N G A R
Röðin komin að
breiðu bökunum
eftir Danfríði
Skarphéðinsdóttur
Kvennalistinn er stjórnmálaafl
sem vill breyta samfélaginu og setja
virðingu fyrir lífinu og samábyrgð
í öndvegi. Við stefnum að samfé-
lagi þar sem konur og karlar starfa
hlið við hlið og standa jafnfætis á
öllum sviðum. Þrátt fyrir lagalegt
jafnrétti er enn langt frá að svo sé.
Meginástæður þess eru rótgróin
viðhorf til kvenna og stöðu þeirra
í samfélaginu. Þessu vilja Kvenna-
listakonur breyta.
Atvinnuþátttaka kvenna er orðin
almenn, enda nauðsyn fyrir flest
heimili landsins. Vinna kvenna
stendur undir þeim hagvexti sem
orðið hefur á undanfömum áratug-
um. Undirstöðuatvinnuvegir þjóð-
arinnar standa og falla með vinnu
kvenna og þær bera uppi megin-
þjónustugreinar þjóðfélagsins.
Heimilisstörfin og umönnun barna
hvíla enn nær eingöngu á herðum
kvenna.
Og hvernig metur samfélagið
vinnu kvenna bæði innan og utan
heimilis? Nýjar tölur sýna að konur
í fullu starfi fá aðeins 60% af laun-
um karla og heimilisstörfin eru ekki
talin þess virði að mæla þau í þjóð-
arbúskapnum.
A þjóðarsáttarári voru meðallaun
afgreiðslukvenna í fullu starfi 55
þúsund kr. en fullvinnandi af-
greiðslukarlar fengu 72 þúsund kr.
Þeir eru ekki of sælir af þeim 17
þúsundum sem þeir fengu umfram
konurnar, en þessi munur á launum
karla og kvenna endurspeglar það
misrétti sem konur búa við.
Ríkisstjórnarflokkamir tala mik-
ið um stöðugleika og hrósa sér af
árangri í efnahagsmálum. Stöðug-
leiki er vissulega mikils virði, en
hann má ekki verða á kostnað hina
lægstlaunuðu. Upplýsingar frá
kjararannsóknanefndum ASÍ og
VSÍ sýna að frá þriðja ársfjórðungi
1989 til þriðja ársfjórðungs 1990,
á þjóðarsáttarárinu, minnkaði
kaupmáttur verkakvenna í fullu
starfi um 7% og verkakarla um
3,2%.
Hið indæla ár
hlutabréfaeigenda
Á sama tíma birtist grein í
Fijálsri verslun um hið indæla ár
hlutabréfaeigenda. Fram kemur að
einn einstaklingur hefur haft tæpar
10 milljónir kr. í hagnað á mánuði
„Og hvernig metur
samfélagið vinnu
kvenna bæöi innan og
utan heimilis? Nýjar
tölur sýna að konur í
fullu starfi fá aðeins
60% af launum karla og
heimilisstörfin eru ekki
talin þess virði að mæla
þau í þjóðarbúskapn-
um.“
af hlutabréfum sínum. Mörg fleiri
dæmi eru nefnd sem sýna að það
eru til breið bök í þjóðfélaginu sem
eru betur í stakk búin til að taka
á sig kjaraskerðingu en almennt
launafólk í landinu.
Kvennalistakonur hafa lagt fram
fjölda tillagna um bætt kjör hinna
lægstlaunuðu og endurmat á störf-
um kvenna. Og Kvennalistakonur
fóru ekki í ríkisstjórn af því að
gömiu flokkarnir voru ekki reiðu-
búnir til að beita sér fyrir hækkun
lægstu launa. Við teljum það sið-
leysi að hjá einni af langríkustu
Danfríður Skarphéðinsdóttir
þjóðum heimsins skuli finnast hópar
fólks sem fá laun langt undir fram-
færslumörkum.
Við höfum lagt fram frumvarp
um annað skattþrep. Við greiddum
atkvæði gegn matarskattinum og
studdum tillögu sem fram kom á
þingi sl. vetur um hækkun skatt-
leysismarka. Miðað við þær undir-
tektir sem sú tillaga fékk á Alþingi
hljótum við að undrast og tor-
tryggja þann skyndilega áhuga sem
hinir flokkamir hafa á þessu máli
nú rétt fyrir kosningar. Við hljótum
að setja það fram sem sjálfsagða
kröfu að einstaklingur geti fram-
fleytt sér af dagvinnulaunum.
Flótti kvenna af
landsbyggðinni
Reynsla og rannsóknir sýna að
þaðan sem konur flytja burt af
landsbyggðinni vegna einhæfs at-
vinnulífs eða skorts á atvinnu og
þjónustu leggst byggð fljótlega af.
Ibúatölur sýna að hér á landi er
þgar hafinn flótti kvenna af lands-
byggðinni. í öllum landsbyggðar-
kjördæmunum era konur mun færri
en karlar. Mestur er munurinn í
aldurshópnum 20-44 ára. Því er
nauðsynlegt að huga að atvinnu-
uppbyggingu um allt land fyrir
baeði konur og karla.
Kvennalistakonur telja að öflug
og blómleg landsbyggð tryggi ekki
aðeins skynsamlega nýtingu auð-
linda okkar heldur styrki einnig
sjálfstæði þjóðarinnar. Kvennalist-
inn hafnar aðild að EB en leggur
áherslu á gott samstarf við aðrar
þjóðir þó aðeins þannig að um leið
sé tryggt að þjóðin haldi efnahags-
legu og menningarlegu sjálfstæði
sínu.
Kvennalistakonur ætla að breyta
vinnubrögðum í þjóðfélaginu. í öllu
okkar starfi ástundum við vinnu-
brögð sem einkennast af valddreif-
ingu, framsýni, ábyrgð og heiðar-
leika. Slík vinnubrögð viljum við sjá
í samfélaginu öllu. Hvorki lands-
byggðin né pólitíkin geta án kvenna
verið. Það er að renna upp fyrir æ
fleiram að konur og lífsgildi þeirra
era ómissandi og að bætt staða
kvenna skilar sér í réttlátara og
betra þjóðfélagi fyrir okkur öll,
konur, karla og böm.
Það er því verðugt verkefni að
styðja konur til þátttöku í stjóm-
málum.
Höfundur skipar 1. sæti
Kvennalistans á Vesturlandi.
Hvað verður um þá
sem verða gamlir?
eftir Benedikt
Jóhannesson
í grein sem birtist nýlega í Morg-
unblaðinu fjallaði ég um þann vanda
sem felst í því að lífeyrissjóðir lands-
manna standa hvorki undir þeim
lífskjöram sem menn vilja njóta sitt
ævikvöld, né þeim loforðum sem
sjóðfélögum hafa verið gefin. Kerf-
ið byggir á uppsöfnun og því er ljóst
að allar breytingar til batnaðar taka
langan tíma. Hitt er jafnljóst að
menn verða að fara sér hægt og
það væra svik við þá sem nú eru
að nálgast eftirlaunaaldur að snúa
við blaðinu í einu vetfangi. Þarna
sem víðar stangast því á óskir og
veraleiki.
Sjálfstæðisflokkurinn mótaði á
landsfundi sínum í mars stefnu til
breytinga á lífeyriskerfí lands-
manna, þar sem hvort tveggja er
virt: Samtrygging sú sem nauðsyn-
leg er í öllum lífeyriskerfum og vilji
manna til þess að spara sér og
sínum nánustu til hagsbóta.
Stefnuskrá flokksins um lífeyris-
mál er stutt en skýr:
• Flokkurinn hafnar hugmyndinni
um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands-
menn. Slíkur sjóður væri líklegur
til þess að verða gróðrarstía spill-
ingar og miðstýringar sem er and-
stæð grundvallarhugsjónum flokks-
ins. Krafan um slíkan sjóð er sprott-
in af því misræmi sem ríkir í lífeyr-
ismálum landsmanna, þar sem
lífeyrissjóðir era mjög misjafnlega
reknir og mönnum er haldið gegn
vilja sínum í óhagkvæmum sjóðum.
Einn sjóður þýðir hins vegar að
engin samkeppni ríkir og því enginn
hvati til hagkvæmni.
• Fijálst verði að ávaxta lífeyri
sinn hjá hvetjum þeim aðila sem
til þess verður viðurkenndur. Þetta
þýðir að launþegar geta ráðið sínum
lífeyrissparnaði sjálfir og þurfa ekki
að una því að greiða í sjóði sem
sólunda fé. Sjóðum fækkar sjálf-
krafa, því menn leita þangað sem
best ávöxtun næst.
• Greiðslur í lífeyrissjóð verði
skattlausar þegar þær eru inntar
af hendi, en skattlagðar sem tekjur
þegar þær væru greiddar sem
lífeyrir. Skattfrelsið er sjálfsagt
réttlætismál, því þau era lífeyris-
greiðslur margskattaðar. Það
myndi einnig virka sem hvati til
frekari lífeyrissparnaðar.
• Lífeyriseign hvers og eins væri
skipt í séreign og sameign. Séreign-
in eæti verið tekin út á ákveðnu
tímabili, til dæmis 10 til 15 áram.
Hún væri eins og önnur séreign og
erfðist til maka og barna. Sameign-
in væri til þess að mæta lífeyri hjá
þeim sem lifðu lengur eða hlytu
skerta starfsorku og einnig maka-
og barnalífeyri. Með þessu blandaða
kerfi væri komið til móts við þá sem
hrífast af kostum séreignarinnar,
þar sem hver og einn fær reglulega
yfirlit um sína innistæðu. Hinum
væri ekki gleymt, sem ná háum
aldrei þannig að þeirra séreign
hrykki ekki til, eða misstu starfs-
orku á unga aldri. Til þess að hvetja
til frekari lífeyrisspamaðar gætu
menn valið að leggja meira til hlið-
ar en tilskilið lágmark. Lágmarks-
greiðsla væri til dæmis 10%, en
hámarksgreiðsla á bilinu 20 til 25%.
Allur lífeyrisspamaður væri skatt-
fijáls sem fyrr segir, þangað til
útborgunar kæmi.
• Greiðslur úr lífeyrissjóðum
skerði ekki ellilífeyri. Um árabil
hafa skattgreiðendur greitt í sam-
eiginlegan sjóð, í þeirri vissu að á
elliárum myndu þeir fá ellilífeyri.
Ellilífeyririnn er tæpar 12 þúsund
krónur á mánuði, en ríkisstjórnin
hefur nú séð sér leik á borði að ná
þessari rausnarlegu fjárhæð af elli-
iíféyrisþegum. í framvarpi sem heil-
Benedikt Jóhannesson
„Sjálfstæðisflokkurinn
mótaði á landsfundi
sínum í mars stefnu til
breytinga á lífeyris-
kerfi landsmanna, þar
sem hvort tveggja er
virt: Samtrygging sú
sem nauðsynleg er í öll-
um lífeyriskerfum og
vilji manna til þess að
spara sér og sínum nán-
ustu til hagsbóta.“
brigðisráðherra lagði fyrir Alþingi
í þinglok nú í vor er lagt til að
greiðslur úr lífeyrissjóði skerði elli-
lífeyri. Með þessu móti hyggst ráð-
herra hegna þeim sem sýnt hafa
fyrirhyggju ennfrekar en nú er gert.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði þess-
ari stefnu á landfundi.
Kerfí það sem hér hefur verið
lýst hefur flesta þá kosti sem lífeyr-
issjóði eiga að prýða. Hver og einn
getur fylgst með sinni séreign og
gætt síns réttar með því að heíja
sparnað annars staðar, telji hann
sér það hagstæðara. Öryggisnet er
haft fyrir alla, þannig að jafnvel
þeim sem ekki velta málunum neitt
fyrir sér verða með lágmarkssparn-
að og þeim er þannig tryggður lág-
markslífeyrir.
Með þessum breytingum myndi
ellilífeyrir aukast því launþegar
sjálfír hefðu hag af því að leggja
meira til hliðar vegna skattfrestun-
ar. Lífeyriskerfið einfaldast, því
enginn verður eftir í óhagkvæmu
sjóðunum og þeir myndu því sam-
einast öðrum. Með meiri sparnaði
dregur úr erlendri lánsfjárþörf.
Mjög fljótlega stórminnka útgjöld
ríkisins vegna svonefndrar tekju-
tryggingar vegna vaxandi lffeyris-
eignar. Skattfrelsið á lífeyrisspam-
að skilar sér því til baka.
Það tekur nokkurn tíma þangað
til þetta nýja kerfi verður að fullu
virkt, en Sjálfstæðisflokkurinn mun
ekki koma aftan að ellilífeyrisþeg-
um með því að skerða þann lífeyri
sem þeir eiga rétt á frá ríkinu. Hið
nýja. fijálslynda kerfí mun hins
vegar geta staðið til frambúðar.
Höfundur er stærdfræðingvr og
situr í Heilbrigðis- og
trygginganefnd
Sjálfstæðisflokksins.
&
J’#
Ósvikið kaffibragð
»11
Með aðeins hálfu
koffeinmagni