Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. APRIL 1991
57
A L
N G
S K O
N G A R
Enn hræða sporín
eftir Guðrúnu
Jónsdóttur
Umhverfismál eru mál málanna
í dag. Vistvænar vörur, hollari lifn-
aðarhættir, breytt gildismat, endur-
metið viðhorf til lífsins. Allt eru
þetta stórmál. Við þurfum að fara
að átta okkur á því að við getum
ekki sofið á verðinum þegar í hlut
eiga mál sem hreinlega tengjast
framtíð jarðarinnar sem við búum á.
í þeirri kosningabaráttu sem nú
er háð heyrist samt sáralítið um
þessi mikilvægu mál. Vinna mín
sem arkitekt hefur í gegnum árin
tengst mjög þessum málaflokki og
mér verður mikilvægi hans æ ljós-
ara. í stefnuskrá Fijálslyndra kem-
ur skýrt fram afstaða okkar til þess-
ará mála. Fyrsta boðorðið í þeirri
stefnuskrá á sviði umhverfísmála
er að við viljum auka virðingu
manna fyrir náttúru íslands og
auðlindum þess og tryggja að
landinu verði ekki skilað í lakara
ásigkomulagi til komandi kynslóða
en við tókum við því.
Við tökum undir þá meginstefnu,
sem birtist í skýrslu Brundtlands-
nefndar Sameinuðu þjóðanna að öii
efnisleg þróun verði innan þeirra
marka sem náttúran setur, þannig
að hvorki landgæðum né auðlindum
verði spillt. Við viljum auka um-
hverfisvernd með átaki í mengunar-
vörnum sérstaklega hvað varðar
sorphirðu, aukna endui'vinnslu úr-
gangsefna og aðgerðir í fráveitu-
málum.
Við tökum undir það megin sjón-
armið að sá sem veldur mengun
eigi að greiða kostnað vegna varna
og nauðsynlegra aðgerða. Við vilj-
um tryggja að mengunarvarnir í
öllum iðnfyrirtækjum verði eins
fullkomnar og nokkur kostur er.
Tekið verði á vaxandi loftmengun
frá samgöngutækjum og iðnaði með
þi7í að dregið verði verulega úr los-
un brennisteinstvíildis og kolefnis-
tvíildis úr andrúmsloftið svo og
annarra lofttegunda, sem valda
gróðurhúsaáhrifum og eyðingu
ósonlagsins. Við fögnum stofnun
umhverfisráðuneytis. Með stofnun
þess hafa umhverfismál fengið
traustari sess í stjórnkerfi Iandsins.
Margt fleira má lesa um þessi mál
í stefnuskrá Frjálslyndra enda við-
fangsefnin ærin.
Þegar fólk gerir sér ljóst mikil-
Burt með miðstýr-
ingarbáknið - X-Þ
eftir Sigríði Rósu
Kristinsdóttur
Þegar ég heyri stjórnmálamenn-
ina okkar gagnrýna miðstýringuna
í kommúnistaríkjunum hefur mér
fundist þeir vera að leggja dóma
eigin stjórnarhætti og hann ekki
mildan.
Nú þegar ættum við, í hinum
dreifðu byggðum, að fá sjálfstæði,
bæði stjórnmálalegt- og efnahags-
legt sjálfstæði, svo við fáum frið
til að stjórna okkar eigin málum
og geta unnið okkur upp eins og
frjálsar manneskjur.
Tvískinnungurinn í stjórn at-
vinnumála hér er oft grátlegur.
Núna t.d. má fórna nánast öllu til
þess að fá um 700 störf í heilsu-
spillandi eiturspúandi áliðnaði. En
Samkvæmt blaðafregnum sl. haust
er ekki lengra síðan en 1988 að
800 störf í landbúnaði voru lögð
niður á einu bretti og voru flest þau
störf frekar í heilsusamlegri kantin-
um. Og enn er vegið í sama kné-
runn, nú með nýja búvörusamn-
ingnum.
Þetta er að miklu leyti bein afleið-
ing af þeim atvinnurógi sem bænd-
ur hafa verið beittir af óvönduðum
niðurrifsmönnum sem virðast vilja
græða á innflutningi landbúnaðar-
afurða. Eins er með orkusöluna, það
er unnið hörðum höndum við að
beisla fallvötnin og afla raforku,
sem seld er erlendum auðhringum
á spottprís, 86,8 aura kílówatt-
stundina eða 15,47 mills á meðan
okkar eigin stóriðja, frystihúsin og
fiskimjölsverksmiðjurnar eru krafin
um 182 aura/Kw sem er 32,44
mills. Fiskiðnaðurinn væri stórum
bættari ef Landsvirkjun seldi
íslenska stóriðnaðinum orkuna á
sama verði og álverinu í
Straumsvík.
Ekki hefur sjávarútvegurinn og
fiskvinnslan farið varhluta af at-
vinnurógi og lítilsvirðandi athuga-
semdum í garð þeirra sem hann
stunda. Það virðist ekki hafa runn-
ið upp fyrir því fólki sem þannig
skrifar og skrafar að þetta eru enn-
þá mikilvægustu atvinnuvegir þjóð-
arinnar og ennþá er það sjávarút-
vegurinn og fiskvinnslan sem sér
landsmönnum fyrir 70-80% þess
gjaldeyris sem þjóðin lifir á og leik-
ur sér fyrir.* 1
Það er því orðið tímabær krafa
„Þegar fólk gerir sér
ljóst mikilvægi þessa
málaflokks verður það
hnuggið þegar hugsað
er til þess hvernig þessi
mál standa hér í
Reykjavík. Hér sténdur
formaður Sjálfstæðis-
flokksins fyrir því að
spilla Tjörninni. Nú
verðum við að horfa
upp á skelfilegt um-
hverfisslys þar.“
vægi þessa málaflokks verður það
hnuggið þegar hugsað er til þess
hvernig þessi mál standa hér í
Reykjavík. Hér stendur formaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir því að
spilla Tjörninni. Nú verðum við að
horfa upp á skelfilegt umhverfisslys
þar. Formaður Sjálfstæðisflokksins,
sem öllu ræður í Reykjavík, lætur
tæknimenn sína sitja yfir því að
skipuleggja og hanna mikla um-
ferðaræð um Fossvogsdal og með-
fram Öskjuhlíð. Hann lætur líka
menn sína grafa í sundur Laugar-
dalinn svo bílaumferðin komist
greiðlega um dalinn. Hann lætur
skipuleggja þar stórbyggingar og
bílastæði þrátt fyrir það að hann
hafi fyrir nokkrum árum lofað fólki
í Reykjavík því að Laugardalurinn
skyldi um aldur og ævi vera frið-
sæll grænn blettur í borginni.
Og hann gerir meira. Hann lætur
rífa sögufræg hús eins og Kveld-
Guðrún Jónsdóttir
úlfsskála og merkustu timburhús
bæjarins eiga yfír höfði sér niður-
rifsdóm. Hann lætur byggja stórt
bílastæðahús fyrir framan aðalinn-
ganginn að Þjóðleikhúsinu án þess
að nokkur þörf sé fyrir slíkt hús á
þeim stað. Hér eru aðeins nefnd
örfá dæmi um stefnu formanns
Sjálfstæðisflokksins í umhverfis-
málum. En dæmin eru miklu fleiri.
Og það er ekki vegna þess að hon-
um hafi ekki verið bent á þetta af
fjölda manns. Ábendingar hafa hins
vegar ekki haft nein áhrif því ekk-
ert er á þær hlustað.
Stefna formanns Sjálfstæðis-
flokksins í umhverfismálum er al-
gjörlega úrelt og ónýt stefna. Það
fórnar t.d. enginn í dag mikilvægum
útivistarsvæðum undir hraðbrautir.
Þetta er umhugsunarefni nú,
þegar formaðurinn ætlar sér hlut-
verk landsföður í náinni framtíð.
Enn hræða sporin.
Höfundur er arkitekt ogskipar
1. sætiá frnmboðslista
Frjálslyndra íReykjavík.
Bókum
Alzheimer
MÁL OG menning hefur í sam-
vinnu við Félag aðstandenda Alz-
heimer-sjúklinga gefið út bókina
Þegar á reynir - Umönnun sjúkl-
inga með Alzheimer og heilabilun
eftir Nancy L. Mace og Peter V.
Rabins.
Jón Snædal læknir ritar formála
að íslensku útgáfunni og segir þar
m.a.: „Sjúklingar með heilabilun hafa
fram undir þetta hlotið litla athygli
þjóðfélagsins og aðstandendur þeirra
ennþá minni. Þegar þessi bók var
gefin út í Bandaríkjunum fyrir hart-
nær 10 ánim uppfyllti húri því brýna
þörf og hlaut mikla athygli. Öldruð-
um fjölgar sífellt í öllum hinum vest-
ræna heirni og þar með einstakling-
um með heilabilun, því þeir eru flest-
ir í efstu aldurhópunum. Þessi þróun
eykur eftirspurn á upplýsingum af
því tagi sem er að finna í þessari
bók ...
Bókin lýsir flestum hugsanlegum
einkennum heilabilunar en gera má
ráð fyrir því að hver einstaklingur
sýni ekki nema nokkur þeirra og
þarf að hafa það í huga við lestur
hennar.
.. . Aðstandendur og aðrir sem
sinna einstaklingum með heilabilun
ættu að geta fundið í þessari bók
margvísleg ráð um hvernig megi
bregðast við vandamálum sem upp
geta komið. Vitneskjan um það hvers
má vænta og hvernig megi bregðast
við getur dregið úr vanmætti og
kvíða og gert aðstandendum kleift
að takast á við verkefnið af festu
og öryggi.“
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi
bókina sem er 14 bls., unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Aulýsingastofan
Næst hannaði kápu.
Sigríður Rósa Kristinsdóttir
„Nú þegar ættum við, í
hinum dreifðu byggð-
um, að fá sjálfstæði,
bæði sljórnmálalegt- og
efnhagslegt sjálfstæði,
svo við fáum frið til að
stjórna okkar eigin
málum og geta unnið
okkur upp eins og
frjálsar manneskjur.“
okkar landsbyggðarfólks, að við
fáum fullt sjálfstæði í okkar málum
og fáum sjálf tækifæri til að snúa
við þeirri óheilla þróun sem er í
gangi með skefjalausri miðstýringu,
ofstjórnar og óstjórnar. Það er þeg-
ar fullreynt að okkar núverandi
kerfi er vanhæft til að bæta ástand-
ið.
Nú er hart barist á áróðursplan-
inu við að telja þjóðinni trú um
nauðsyn þess að ganga í EB. Þó
hefur aðeins slegið á sóninn í kosn-
ingabaráttunni vegna aðstöðu kjós-
enda. En illa treysti ég logninu.
Enn er ég hrædd um að sjálfum-
glaðir pólitíkusar fórni sjálfstæði
þjóðarinnar, fyrir baunadisk sér til
handa.
Höfundur skipar 1. sæti Þ-Iista,
Þjóðarflokks, Flokks mannsins, í
Austurlandskjördæmi.
Gamli fjórflokkurinri
hefur stjórnað landinu
síðustu 60 árin,
með sömu þreyttu
aðferðunum.
Okkur finnst öllum nóg komið,
er það ekki?
FRJALSLYNDIR
iriMMTmiTM
iAA
1^1*1
W fólk
fyrir fólk
ATKVÆÐIGREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐIGREITT SJALFUM ÞER