Morgunblaðið - 21.04.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 21.04.1991, Síða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 Draumurinn rætist, aftur Guðlaug Hanna Ragnars- dóttir. Kveðja FYRIR rúmu ári lét Guð- laug Hanna Ragnarsdótt- ir áratuga draum rætast og hasiaði sér völl i Dan- mörku með breiðskífunni Drommen. Sú plata vakti athygli í dönskum tónlist- arheimi og fyrir stuttu tók Guðlaug upp aðra breiðskífu sem kemur út á næstunni. Guðlaug Hanna semur flest lög skífunnar nýju, en Jóhann Helgason á eitt lag. Hún semur einnig flesta texta, en hefur einnig samið lög við ljóð Davíðs Stefánssonar, Hugrúnar og Ingibjargar Sigurðardóttur, sem hún syngur á íslensku. Guðlaug Hanna segist án- ægðari með útsetningar og vinnu á plötunni nýju, en á þeirri síðustu, og að tónlist- in hafi þokast úr poppinu í átt á þjóðlegri tónlist. Plat- an heitir Hilsen til hjemstavnen, kveðja til æskustöðvanna, og eins og áður sagði kemur hún út innan skamms. Guðlaug Hanna hefur verið iðin við tónleikahald ytra síðustu misseri og fengið lof fyrir, en ekki er ljóst hvort af tónleikum hér á landi verði að sinni. MIKILL BLÚSKAPPI EKKI ber á öðru en að bandaríski gítarsnillingurinn Steve Vai, sem hingað kom með Whitesnake í vetur, hafi kunnað vel við sig, þvi í viðtali við bandariskt gítarblað fyrir skemmstu segir hann að hann hafi leikið best á tónleikum á árinu í Reykjavík. Ekki nóg með það held- ur segir hann þegar hann er spurður að því hver sé besta „óuppgötv- aða“ gítarhetjan að það sé piltur sem hann hafi séð spila í Tveimur vinum; mik- ill blúskappi. Það kvöld sem Steve Vai og félagar hans í Whitesnake litu inn á Tvo vini, eftir teiti í L.A. Café, léku þar Blúsmenn Andreu og Guðmundur Pétursson hélt á gítamum. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Guðmundur Pétursson Besti „óuppgötvaði" gítarleik- arinn. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Steve Val Bestur í Reykja- vík Enn Bandalög DÆGURT Til hvers safnplö IST SMÁSKÍFUR eru sungnar auglýsingar; auglýsingar fyrir hljóinsveitir sem hyggjast liala inn á spila- mennsku og selja mikið al' plötuni og auglýsingar fyrir útgefendur, sem treysta á að sá sem hrífst af lagi með hljómsveit sé líklegur til að kaupa með honum breiðskífu. Hér á iandi er smáskífumarkaður ekki til, en í hans stað kemur safnplatan. eftir Arna Motthiosson Fyrsta safnplata sum- arsins er væntanleg um þessar mundir, þó ekki sé enn kominn sumardag- urinn fyrsti. Á plötunni, sem Steinar hf. gefur út undir nafninu Bandalög 3, verða iög inn- lendra og erlendra flytjenda í bland og þar á meðal framlag íslendinga til söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva. Bandalög 3 er í röð safn- platna sem Steinar hf. hef- ur gefið út, en að þessu sinni verða á plötunni fimm erlend lög og ellefu íslensk. Ekki verður frekar getið um erlendu lögin, en þau (slensku era með ýmsum flytjendum; Draumur um Nínu með Stefáni og Eyfa, Þú, þú, þú og Ekki aftur Alfreð með íslandsvinum, Lengi lifi lífið með Sigrúnu Evu og Jóhannesi Eiðssyni, Syngjum okkur hás með Galíleo, Skólalagið með Plús og mínus, Moldrok(k) með Pís of keik, Sumar og sól með Upplyftingu og Ég ætla heim með Páli Óskari Hjálintýssyni. Einnig verða á plötunni endurhljóðbl- önduö og nokkuð breytt lög með Bubba Morthens, Sonnetta nr. 2, og Todmo- bile, Pöddulagið nr. 2. Kjartan hjá Steinum hf. sagði að safnplötur eins og Bandalög kæmu til vegna þess að ekki væri grund- völlur fyrir jþví að gefa út smáskífur. A plötunni væru íslenskar og erlendar sveit- ir, sem sumar hveijar ættu eftir að vinna sét' nógu trausta stöðu á markaðn- um til að hægt væri að gefa út með þeim breið- skífur. Dæmi um það væru Pís of keik, Galíleó og ís- landsvinir, og flytjendur Draumur um Nínu Eyfi og Stefán. eins og Sigrún Eva og Páll Óskar Hjálmtýsson. Þetta væri besta leiðin fyrir út- gefendur að kynna sér hvemig tónlist sveitanna fellur í kramið hjá plötu- kaupendum og ákveða framhaldið eftir því. Kjartan sagði og að safnplötur væru einnig til- valdar fyrir alveg óreyndar sveitir og að Steinar hf. Sumar og sól Upplyfting. væri alltraf á höttunum eftir nýstárlegum hljóm- sveitum og tónlist til að vinna með. Næsta breiðskífa frá Steinum hf. verður svo önnur safnplata, Bandalög 4, þar sem á verða ráðsett- ari hljómsveitir á við Sál- ina, Todmobile, Rtö og Nýdönsk, en einnig gæti einhver af þeim sveitum sem lög eiga á Bandalögum 3 fengið inni, en Bandalög 4 er hugsuð til að halda á lofti nöfnum sveitanna fyr- ir sumarið; bæði til að þær fái meira að gera spilavert- íðina og til að halda aðdá- endum volgum þar til breiðskífa kemur með haustinu. STAKKANÓVÍTINN PHIL COLLINS Vinsœlli en Bítlarnir? Jesus Jones. HIPHOPROKK NÝJASTA bylgjan breska er dansrokkið svokallaða, þar sem þéttur taktur og hihopbútun ber uppi rokkfrasa og popprödd- un. Ein af björtustu von- unum í þeirri deild er breska sveitin Jesus Jon- es, sem gerir sig klára í að leggja undir sig heim- inn. Jesus Jones kom fram á sjónarsviðið með laginu Info Freako fyrir rúmum tveimur árum. Það lag vakti geysi hrifningu, en breið- skífan sem á eftir fylgdi, nánast Info Freako endur- tekið með afbrigðum, vakti vonbrigði. Sveitin var þó ekki af baki dottin og eyddi næstu mánuðum í lagasmíð- ar og tónleikahald, en það orð fer af sveitinni að hún sé flestum sveitum fremnri og villtari á sviði. Fyrir stuttu kom svo frá Jesus Jones breiðsktfan Doubt. Á Doubt bregður fyrir þáttum sem gerðu títtnefnda smáskífu að einni af bestu smáskífum ársins 1989, en einnig merki þess að sveitarmenn vita hvert þeir vilja og ætla að fara í tónlist sinni. Talsmaður sveitarinnar, söngvarinn og lagasmiðurinn Mike Ed- wards, segir að Jesus Jones ætli sér að leggja heiminn að fótum sér og breyta tón- listasmekk almennings og besta leiðin til að ná því fram sé að Jesus Jones verði vinsælli en Bítlamir. Ef marka má viðtökur gagn- rýnenda, sem gefa plötunni yfírleitt fullt hús stiga, gæti sveitin náð eitthvað áleiðis, en annað er líkast undir framtíðarverkum hennar komið. ÞVÍ hefur verið haldið fram að Phil Collins sé duglegasti poppari seinni tíma, og víst er að vinnu- álag það sem hann ræður við er nóg til að ganga frá hverjum manni. Þrátt fyr- ir það er eins og hann hafi alltaf tíma til að gera hvaðeina fyrir aðra, ekki síður en að setja saman hverja poppperluna af annarri. Fyrir nokkru kom út með Phil Collins tónleika- skífan Serious Hits Live, þar sem var að finna safn nokk- urra helstu laga hans á tón- leikum. Þær upptökur voru gerðar á tónleikaferð Coll- ins á síðasta át-i sem stóð í níu mánuði, en á þeim tíma lék sveitin á 127 tónleikum um heim allan. Þeir sem gerst þekkja af samstarfsmönnum hans segjast hafa gefist upp fyrir Phil Collins í hóp helstu lagasmiða poppsögunnar. löngu á að reyna að fylgja honum eftir. Gott dæmi um þrekið er nefnt að árið 1982 hafi Collins gefið sér tíma til að spila inn á breiðskífu með Robert Plant, stýra upptökum og útsetningum á breiðskífu Önnu Fridu Abbastúlku, leika með Jethro Tull á tónleikum, semja lög á og taka upp aðra sólóskífu sína og kynna þá skífu með tugum viðtala, séð um smáskífuútgáfu á lpgum af Abacab Genesis, auk þess sem sveitin lék á tónleikum og tók upp tólf- tommu. Iðni Collins skýrir nokkuð af vinsældum lians, og á síðustu árum hefur þessi ópoppstjörnulegi maður komist í hóp helstu laga- smiða poppsögunnar og sendir frá sér hvert metsölu- lagið af öðru, eins og glöggt má heyra á breiðskífunni sem getið var í upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.