Morgunblaðið - 03.05.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.05.1991, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 Ríkisstjórnin: Stefna í hvalamál- um óbreytt ENGIN breyting verður á stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hvalveiðar, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra. Þorsteinn fór yfír stöðu hval- veiðimála með embættismönnum og sérfræðingum sjávarútvegs- ráðuneytisins á miðvikudag, en ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður haldinn í Reykjavík í lok maí. Þorsteinn kynnti málið á ríkis- stjómarfundi í gær, og sagði við Morgunblaðið að á fundi hvalveiði- ráðsins yrði lögð fram tillaga um að ísland fái að veiða hrefnu og langreyði í atvinnuskyni. Hann sagði að eftir ársfundinn yrði tek- in afstaða til framtíðaraðildar ís- lands að hvalveiðiráðinu. Vorþing í tværvikur Á ríkisstjórnarfundi í gær var Eið Guðnasyni um- hverfisráðherra og Ólafi G. Einarssyni menntamálaráð- herra falið að hefja viðræð- ur við sljórnarandstöðuna um málsmeðferð á vorþingi, sem setja á 13. þessa mánað- ar. Fyrirhugað er að á vorþing- inu verði afgreidd breyting á stjómarskrá sem felur í sér að þingdeildimar tvær verði sameinaðar. Einnig verður þar lögð fram skýrsla um ríkisíjár- mál, og ijáraukaalög. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær, að gert væri ráð fyrir að þingið stæði í hálfan mánuð. Úrslitin ráðastíkvöld Úrslit Fegurðarsamkeppni íslands ráðast í kvöld á Hótel íslandi. 18 stúlkur úr öllum landshlutum hafa æft daglega fyrir keppnina og í kvöld rennur hin stóra stund upp. Samkvæmt upplýsingum frá hótel- inu er aðsókn mjög mikil að skemmtuninni, enda verður keppninni ekki sjónvarpað beint eins og und- anfarin ár. Vandað er til matseðils og skemmtiatriða á þessu kvöldi en stúlkurnar 18 verða að sjálfsögðu í aðalhlutverkunum. í gærkvöldi var aðalæfing fyrir keppnina og var myndin tekin þar. Sölufélag garð- yrkjumanna: Gúrkuút- sala vegna mikillar framleiðslu FRAMLEIÐSLA á gúrkum er nú í hámarki og lækkaði smá- söluverðið um rúmar 100 krón- ur í byijun vikunnar. Algengt smásöluverð lækkaði úr rúmum 300 krónum í um 200 krónur að sögn Níelsar Marteinssonar sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna. Níels sagði að gúrkuuppskeran hefði farið seint af stað í ár vegna þess að óveðrið í febrúar eyðilagði ræktunina hjá mörgum garðyrkju- bændum. Því væri framleiðslan fyrst núna að koma inn á markað- inn af fullum þunga og gúrkuútsal- an sem því fylgdi væri hálfum mánuði seinna á ferðinni en venju- lega. Tómatar eru einnig komnir á markaðinn og er algengt útsöluverð um 700 krónur. Græn paprika kost- ar heldur meira. Viðræður um Evrópska efnahagssvæðið: Beðið eftír skýrmgum frá íslenskum stíórnvöldum Þmloonl fftnatAfnt* U 17 mottnooirni f*.ÁH n MnHmmlilnAflino Brussei. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÚ ákvörðun íslendinga að sitja þe§s að ekkert erindi hafi borist ekki sameiginlega samnmga- fundi Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) hefur vakið mikla athygli í Brussel. Tals- menn EB neita að tjá sig um ákvörðun íslendinga og vísa til hvorki frá íslendingum né EFTA um aðgerðirnar. íslendingar voru fjarverandi á sameiginleg- um fundum tveggja samninga- hópa í Brussel í gær. Samkvæmt heimildum í Brussel hefur verið búist við aðgerðum af þessu tagi af hálfu íslendinga og 'því jafnvel verið spáð að þeir drægju sig endanlega út úr samningavið- ræðunum um EES. Fullyrt hefur verið að á meðan Norðmenn haldi fast í þann ásetning að sitja við sama borð og íslendingar í sjávarút- vegsmálum verði næsta lítil hreyf- ing í þeim viðræðum. Ljóst er að ákvörðun íslendinga hefur skapað Ríkisstjórnin ákveður hækkun vaxta á ríkisvíxlum: Hugsanlega tekin erlend lán tíl að mæta ríkissjóðshalla - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra VEXTIR á ríkisvíxlum verða hækkaðir innan skamms, samkvæmt ákvörðun sem tekin var á ríkisstjómarfundi í gær. Davið Oddsson forsætisráðherra segir að hugsanlega verði að taka erlend lán til að rétta hluta ríkissjóðshallans á þessu ári, sem verði 8-12 milljarð- ar króna miðað við óbreyttar forsendur. Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórn- ar voru ríkisíjármál aðalumræðu- efnið. Friðriki Sophussyni fjármála- ráðherra og Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra var þar falið að sam- ræma þær niðurstöður, sem undan- farið hafa komið frá ýmsum aðilum um fyrirsjáanlegan ríkissjóðshalla, og leggja tillögur um aðgerðir fyrir næsta ríkisstjómarfund. Davíð Oddsson sagði eftir ríkis- stjómarfundinn, að í framhaldi af ákvörðun ríkisstjómarinnar á fund- inum myndu vextir á ríkisvíxlum hækka. Hann vildi ekki upplýsa hve mikið eða hvenær, og ekki heldur Friðrik Sophusson. En Friðrik sagði ljóst, að ástæðan fyrir því að ríkis- víxlar og ný spariskírteini hefðu ekki selst undanfarið væri sú að vextir á þeim hafi ekki verið í sam- ræmi við markaðinn. Að því hlyti að koma að þetta breyttist. Almennir forvextir á 45-120 daga ríkisvíxlum em nú 11% en samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum er erfitt að segja til um hveijir markaðsvextir þeirra eru, þar sem enginn skipulagður mark- aður sé fyrir slík skammtímaverð- .bréf. En verðtryggðir nafnvextir, eða raunvextir, á spariskírteinum ríkissjóðs eru 6-6,6%, meðan mark- aðsvextir á spariskírteinum eru 7,65-8,05% á verðbréfaþingi. Þar munar því um 1,5%. Davíð Oddsson sagði að á vor- þingi, sem setja á 13. þessa mán- aðar, yrði lögð fram skýrsla um ríkisfjármái þar sem komist yrði að niðurstöðu um afkomu ríkis- sjóðs. „Það er ljóst að fjárlagatalan, 4 milljarða halli, er búin að vera. Það er líka Ijóst að tala fyrrverandi fjármálaráðherra, 6,5 milljarðar, stenst ekki. En síðan er það upp- setningaratriði hvort talað er um 8-12 milljarða; væntanlega liggur talan einhvers staðar þar á milli," sagði Davíð. Þegar Davíð var spurður hvort tekin yrðu erlend lán, til að fjár- magna ríkissjóðshalla þessa árs, sagði hann að ekki hefði verið tek- in ákvörðun um það. „Það er reynd- ar engin heimild til þess, en þarna er heilmikið gat, sem menn hafa ekki enn séð hvemig á að brúa. Bæði er það gat vegna þess að spamaður hefur minnkað, og vegna þess að þær hugmyndir, sem hafa legið fyrir um hlut ríkisins í innlend- um spamaði, em geigvænlegar. Nánast þrír flórðu af öllum innlend- um spamaði þyrftu að koma í hlut ríkisins sem gerir vaxtaþrýstinginn allt að því óbærilegan. Það er því leitað leiða til að gera hvort tveggja í senn, skera niður ríkisútgjöld sem er flókið á skömmum tíma, og hugs- anlega að mæta einhveijum hluta þessa máls með erlendum lánum," sagði Davíð. Þegar hann var spurður hvort erlend lán myndu ekki vinna á móti þeim markmiðum ríkisstjóm- arinnar að hamla gegn þer.slu og verðbólgu, svaraði hann að slík lán- taka væri afskaplega óheppileg. „En þetta er vandi sem menn höfðu sópað undir teppið og hreinlega falið,“ sagði Davíð. Bæði Davíð og Friðrik sögðu að haft yrði samráð við fulltrúa laun- þega og atvinnurekenda um aðgerð- ir í ríkisfjármálum. „Við vitum að okkur ber að draga úr þenslunni og til þess er leikurinn gerður, að draga úr ríkisútgjöldunum til þess að skapa skilyrði fyrir því að góðir samningar verði gerðir milli laun- þega og atvinnurekenda næsta haust,“ sagði Friðrik Sophusson. töluverða óvissu um framhald samningaviðræðnanna um EES en á meðan íslensk stjórnvöld láta ekk- ert frá sér heyra um málið er það mat viðmælenda Morgunblaðsins að skoða beri aðgerðirnar sem þög- ul mótmæli. Fulltrúar íslands sátu fundi með öðrum EFTA-fulltrúum til undir- búnings fundum í samningahópum um frjálsa vöruflutninga og jaðar- málefni en yfirgáfu fundina þegar fulltrúar EB mættu. Heimildir herma að ekki hafi verið vikið sér- staklega að fjarveru íslendinga á fundunum en auðir stólar segja sína sögu, eins og einn heimildarmanna Morgunblaðsins orðaði það. Á þriðjudag er fyrirhugaður sér- stakur lokaður fundur yfirsamn- inganefnda bandalaganna beggja til að undirbúa sameiginlegan ráð- herrafund 13. maí í Brussel. Búist er við að íslendingar geri grein fyr- ir afstöðu sinni og fyrirætlunum á undirbúningsfundi EFTA fyrir þann fund. Hins vegar er_ óljóst hvort aðalsamningamaður íslands muni sitja sameiginlega fundinn. Stokkseyri: Maður lést í eldsvoða Selfossi. TÆPLEGA þrítugur maður, Jóhann Þórðarson, til heimilis að Stjörnusteinum á Stokks- eyri, lést í eldsvoða á Stokks- eyri að morgni 1. maí er hús seíh hann bjó í eyðilagðist í eldi. Tilkynnt var um eldinn um sex- leytið um morguninn. Slökkvilið Stokkseyrar kom á staðinn nokkr- um mínútum síðar en þá var hú- sið alelda. Aðstoð barst frá slökkviliðinu á Selfossi en þegar slökkviliðsmenn komust inn í hú- sið var maðurinn látinn. Húsið sem brann er hluti svo- nefnds Götuhúss. Það er gamalt, járnklætt timburhús. Eldsupptök eru ókunn en grunur er um að eldurinn hafi kviknað út frá raf- magni. — Sig. Jóns. Jóhann Þórðarson, Stjörnu- steinum, Stokkseyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.