Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 20

Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 Islam 1991 KOMA ÞER VID! Málþing um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög í Háskólabíói laugardaginn 4. maí frá kl. 13-17. Allir velkomnir. Rauði kross Islands gengst fyrir málþingi um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög laugardaginn 4. maí nk. í Háskólabíói. Við höfum fengið valinkunnan hóp fólks til þess að fjalla um þessi mál, reynslu af styrjöldum, hlut fjölmiðla, börn og mannréttindi, mannréttindi og mannréttindakennslu í skólum hérlendis og fleira athyglisvert. Við bjóðum alla velkomna sem láta sig mannúðarmál einhverju skipta og hvetjum þá til að mæta. Málþingið sett - Björn Friðfinnsson formaður Alþjoðanefndar RKI 1. Fornarlömb styrjalda Dr. Guðjón Magnússon formaður RKÍ 7. Hvermg og hvaða fréttir fær almenningur af stríði og mannréttindabrotum? Ólafur Gíslason blaðamaður 2. Genfarsattmalar - (almenn kynning) Sölvi Sölvason lögfræðingur 8. Riki laganna Atli Harðarson heimspekingur 3. Methods of Warfare and the Law of War Dr. Esbjörn Rosenblad 9. Mannrettindi á Islandi Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur 4. Með striðshrjaðum börnum Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur 10. Börn og mannréttindi Anna G. Björnsdóttir lögfræðingur 5. A meðal fórnarlamba stríðs og ofbeldis Dr. Gísli Sigurðsson læknir 11. Uppeldi til mannuðar - þáttur grunnskólans séra Ingólfur Guðmundsson 6. Mannréttindi og mannúðarlög Gréta Gunnarsdóttir lögfræðingur Rauði kross Islands eftir Alfreð Jolson S.J. Aðstaða kristinna manna (og auðvitað einnig gyðinga) í löndum múslima er mjög erfið og stundum mjög hættuleg. Sá sem ekki er múslimur verður fyrir margvíslegri mismunun á menntabrautinni, á vinnumarkaðnum og í samfélaginu. Islam breiddist út frá Mekka og Medina frá árinu 622 og þeirri trú var ekki komið á framfæri með vin- samlegri leiðsögn trúboðanna held- ur með eldi og sverði. Útbreiðsla islams í Evrópu var stöðvuð í Poit- iers 732 vestan megin og síðar með orrustunni um Belgrad 1456 og Vínarborg 1683 austan megin. Þar sem múslimar náðu löndum á sitt vald urðu menn annaðhvort að taka trú þeirra eða deyja. Mótspyrna kristinna manna var stundum jafn ofsafengin og grimmúðleg. Hver og einn múslimur er trú- boði. Hann ber með sér hina ein- földu trú sína: Það er aðeins til einn Guð og Muhameð er spámaður hans. Og islam breiddist út í Vest- ur- og Austur-Afríku, aðallega fyr- ir atbeina kaupsýslumanna og ferð- amanna úr hopi múslima. Trúvill- ingurinn, les: kristinn maður, á heima í helvíti og hver múslimur, sem skilar honum þangað, vinnur göfugt verk. Það kánn að teljast til dyggða að drepa kristinn mann. Það er dauðasök fyrir múslim að snúast til kristinnar trúar. Ég man eftir einu atviki frá írak þar sem ungur múslimur framdi sjálfsmorð með skammbyssu föður síns. Hann hafði aðeins virst velta því fyrir sér, hvort hann ætti að taka kristna trú. Hann var jarðsettur án líkskoð- unar. Kristnir menn mega ekki halda uppi neinu trúboðsstarfi í löndum múslima. Kristnir menn verða að fara eftir lögum og reglum múslima á margan hátt. Til dæmis leyfist trúvillingum ekki að hafa áfengi um hönd í Saudi-Arabíu. Þess vegna var nú háð vímuefnalausasta stríð Vesturlandamanna á þessari öld og þó leitað væri lengra aftur í sög- unni. Árið 1932 bað hinn heilagi faðir (Píus XI.) Jesúítaregluna, sam- kvæmt óskum patríarka Kaldea í írak, að hefja menntastörf í Bagdad, til þess að hjálpa kristnum mönnum að komast áfram í þjóðfé- laginu. Jesúítar stofnuðu þá Bagdad-menntaskólann. Svo fór að þriðjungur nemendanna var af fremstu heimilum múslima. Þar mátti aldrei segja neitt sem hægt væri að skilja sem gagnrýni á islam. Lífshættulegt var að fara að skoða helgidóm múslima sem kenndur er við Kadahamein og er skammt frá menntaskólanum. Fylgst var með kristnum mönnum, bréf þeirra voru ritskoðuð og símar hleraðir. Það var erfitt að vera kristinn „Aldagömul spenna milli kristinna manna og múslima er enn óbreytt. Eins og komið er væri rangt að segja nokkuð annað.“ maður í því samfélagi múslima. Kristnir menn komust ekki áfram nema að vissu marki í kaupsýslu, menntun og hermennsku. Þeir voru alltaf í hættu staddir. Hershöfðingi einn í íran, sem snúist hafði til kristinnar trúar, varð fyrir slysi dag einn. Einn af hermönnum hans skaut hann! Syst- ir shahins varð að vera árum saman í útlegð eftir að hún snerist til krist- innar trúar. Saga krossferðanna er ekki held- ur neitt til að dást að. Múslimar voru reknir með vopnavaldi frá Granada á Spáni 1492. Nylega hélt Jón Ormur Halldórs- son því fram í útvarpi og sjónvarpi að múslimar ofsæktu ekki kristna menn og þeir leituðust ekki við að útbreiða trú sína. Þessar fullyrðing- ar eru langt frá sannleikanum. Mér þykir fyrir því að verða að segja að í Miðausturlöndum hefur gengið yfir hver ofsóknaraldan á fætur annarri, þ.e. í Tyrklandi, Líbanon, írak, íran, Egyptalandi o.s.frv. Ein milljón kristinna Armena var brytj- uð niður í Tyrklandi. (Sjá bókina The Forty Days of Musa Dagh eftir Franz Werfel). Á síðari árum hafa víðtækar ofsóknir, fangelsanir, pyndingar, mismunun og líflát átt sér stað á eyjunni Timor og hafa indónesískir múslimar staðið fyrir þeim. Bókstafstrúarmenn úr hopi músl- ima eru mikið vandamál fyrir heim- inn og er erfitt að finna lausn á því. í Frakklandi og Þýskalandi býr mikill ljöldi múslima. „Minnihluta- hópar“ múslima samlagast ekki ibú- um landanna. Erfítt er að stofna til viðræðna milli kristinna manna og múslima því að islam lýtur ekki neinni miðstjórn. í Persaflóastríðinu barðist lið af einkennilega blönduðu bergi brotið, kristnum mönnum og múslimum, og átti sameiginlega í höggi við íraka. Ef til vill má tileinka Baath- flokknum umburðarlyndi sem hann á að þakka kristnum áhrifum og á ég þar fýrst og fremst við heim- spekinginn Michel Aflak. Utanríkis- ráðherra íraka er kristinn maður úr hópi Kaldea. Engu að síður er líf kristinna manna í írak enginn dans á rósum. í norðurhluta lands- ins hafa þorp kristinna Kúrda verið lögð í eyði og öllum er kunnugt um herferð Iraka á hendur þeim eftir að þeir risu upp gegn Saddam Huss- ein eftir Persaflóastríðið. Hvað sem segja má um rétt og rangt í Persaflóastríðinu er það ekki sannleikur að múslimar ofsæki Tveggja daga heimsókn forseta Italíu til Islands FRANCESCO Cossiga, forseti Ítalíu, kemur í opinbera heimsókn til íslands laugardaginn 4. maí og dvelur hér þar til síðdegis sunnudag- inn 5. maí. I fylgd með forsetanum er Gianni De Michelis, utanríkis- ráðherra, og ýmsir embættismenn. Flugvél Ítalíuforseta lendir á Reykjavíkurflugvelli kl. 11 að morgni 4. maí. Móttökuathöfn verð- ur á flugvellinum, en þaðan verður ekið að Hótel Sögu, þar sem for- seti og fylgdarlið býr. Forseti Ítalíu snæðir hádegisverð á Bessastöðum í boði forseta íslands, en þar verða einnig stuttar viðræður að viðstödd- um utanríkisráðherrum landanna og embættismönnum. Utanríkisráðherrarnir hittast á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu, en síðan verður efnt til fundar með fjölmiðlamönnum í Ársal á Hótel Sögu. Síðdegis heimsækir forseti Ítalíu Stofnun Árna Magnússonar og Háskóla íslands. Loks tekur borgar- stjórinn í Reykjavík á móti forsetan- um í Höfða. Um kvöldið býður for- seti íslands til hátíðarkvöldverðar í Súlnasal Hótel Sögu. Að morgni sunnudags verður ekið að Kárastöðum og þar gróður- sett tré í Vinarskógi. Síðan verður ekið til Þingvalla og gengið niður Almannagjá ef veður leyfír. Forsæt- isráðherrahjónin bjóða til hádegis- verðar á Hótel Holti, en heimsókn- inni lýkur síðdegis er forsetinn held- ur af landi brott frá Keflavíkurflug- velli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.