Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 26
2S AtOKGtítffeLAÖffi ’ 50 STUDÁGÍIR ■ 3 ’■' MÁUl Ö91 Hátíðahöldin 1. maí: Talið er að rúmlega 5 þúsund manns hafi komið saman í miðborginni 1. degi launafólks. Morgunblaðið/KGA maí á alþjóðiegum baráttu- Fjölmenni safnaðist saman í miðborginni RUMLEGA fimm þúsund manns komu saman í miðborg Reykjavík- ur við hátíðahöld í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi launafólks 1. maí, en að þeim stóðu Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasam- band Islands. Hátíðahöldin hófust með kröfu- göngu, sem lagði af stað frá Hlemmi kl. 14, en gengið var nið- ur Laugaveginn að Lækjartorgi með Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitina Svan í broddi fylk- ingar. Að göngunni lokinni var haldinn útifundur á Lækjartorgi, en einnig gengust Samtök kvenna á vinnumarkaði fyrir útifundi á Hallærisplaninu. Ræðumenn á Lækjartorgi voru Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, og Sig- urður Rúnar Magnússon, hafnar- verkamaður, en fundarstjóri var Elín Sigurðardóttir, formaður Iðn- nemasambands Islands. Á Hallæ- risplaninu fluttu ávörp þær Ásdís Steingrímsdóttir, meinatæknir, Elna Katrín Jónsdóttir, kennari, og Stefanía Þorgrímsdóttir, borg- arstarfsmaður, en fundarstjóri þar var Bjarnfríður Leósdóttir. Auk ræðuhalda voru skemmtiat- riði bæði á Hallærisplaninu og Lækjartorgi, en þar söng meðal annars Bubbi Morthens nokkur lög. Kröfuganga gekk frá Hlemmi niður á Lælyartorg, og sést hún hér koma niður Bankastræti. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í ræðustól á útifundinum á Lækjartorgi. Frá útifundinum á Lækjartorgi. Lára Maack skip- uð yfirlæknir réttargeðdeildar GUÐMUNDUR Bjarnason, fráfarandi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hefur skipað Láru Höllu Maack, yfirlækni nýstofnaðrar réttargeðdeildar ráðuneytisins frá og með 1. maí nk. Ráðherra vill að kannaðir verði möguleikar á rekstri slíkrar deildar í.tengslum við geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir 22 milljón kr. framlagi til þessa verkefnis. Einnig hefur feng- ist heimild til kaupa á húsnæði til nota sem heimili fyrir geðsjúka af- brotamenn. Hlutverk réttargeðdeildar er að vista þá sem dæmdir eru ósakhæfir og verður ekki refsað samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga en vegna réttaröryggis eru dæmdir til að sæta ótímabundinni vistun á viðeigandi hæli. í öðru lagi er deildinni ætlað að annast geðlæknisþjónustu í fang- elsum landsins við fanga sem taldir eru sakhæfir og hafa verið dæmdir til fangelsisvistar en eru geðveikir eða eiga við geðræn vandamál að stríða. Þá er það hlutverk réttargeð- deildar að framkvæma geðrann- Lára Maack sóknir á þeim sem gert hefur verið að sæta geðrannsókn vegna rann- sókna mála og að annast geðrann- sóknir eða geðskoðun, t.d. vegna mats á því hvort láta eigi viðkom- andi afplána refsingu utan fang- elsa. Magnús Pétursson. Fjármálaráðuneytið: Magnús Pétursson skip- aður ráðuneytisstjóri FORSETI íslands hefur skipað Magnús Pétursson ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins frá 1. maí 1991 samkvæmt tillögu Ólafs Ragn- ars Grímssonar, fráfarandi fjármálaráðherra. Með breytingu á lögum um Stjórnarráð íslands var fjárlaga- og hagsýslustofnun sameinuð fjár- málaráðuneytinu og staða ráðu- neytisstjóra þá auglýst laus til um- sóknar. Umsækjendur um stöðuna voru tveir: Magnús Pétursson settur ráðuneytisstjóri og Indriði H. Þor- láksson, sem gegnt hefur starfi varafulltrúa Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldseyrissjóðsins. Magnús Pétursson er fæddur 26. maí 1947 og er hagfræðingur að mennt. Hann gegndi stöðu hag- sýslustjóra á árunum 1981-1988 og starfaði síðan erlendis þar til í ársbyijun 1990 er hann kom aftur til fyrri starfa. Jafnframt því að gegna stöðu hagsýslustjóra var Magnús settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu i febrúar 1990;.........................— Aðalritari Aðventista: Anægjulegar breyt- ingar orðið hér á landi BERT B. Beach, aðalritari heims- samtaka Sjöunda dags aðvent- ista, var staddur hér á landi í síðustu viku. Hann var á leið frá Englandi til aðalstöðvanna í Bandarikjunum þar sem hann var viðstaddur innsetningu erk- ibiskupsins af Kantaraborg í embætti. Beach hefur margsinnis komið til íslands enda var hann með aðset- ur í Bretlandi um margra ára skeið og sá þá um menntunarmál Aðvent- ista í V-Evrópu og Afríku. Hin síðari ár hefur hann starfað á aðal- skrifstofu kirkjunnar í Bandaríkjun- um og séð um almenningstengsl, mannréttindi og trúfrelsi. Hann veitir forstöðu þeirri deild Aðvent- ista sem annast opinber tengsl við stjórnvöid í hveiju landi og samband þeirra við önnur kirkjuleg samfélög. Beach kom síðast til landsins fyrir ellefu árum og hann sagði að breytingarnar væru mjög ánægju- legar, gróður væri mun meiri og mikið hefði verið byggt síðan 1980. Á meðan hann dvaldi hér hitti hann forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, herra Sigurbjöm Einarsson, biskup, fulltrúa Reykjavíkurborgar auk þess sem hann heilsaði upp á nemendur og kennara í Hlíðadalsskóla, sem Að- ventistar reka. Hann sagði að Aðventistar í heiminum væru um 5 milljónir en útbreiðslan væri hröð og líklega yrðu þeir rúmlega 5 milljónir, í Afríku einni, árið 2000. Hér á landi eru Aðventistar um 600 talsins. Morgunblaðið/Sverrir Dr. Bert B. Beach. ■ Á PÚLSINUM föstudaginn 3. maí og laugardaginn 4. maí leikur hljómsveitin Deep Jimi and The Zep Creams í fyrsta sinn í Reykjavík. Eins og nafngift hljóm- sveitarinnar gefur til kynna sérhæf- ir hljómsveitin sig í tónlist hljóm- sveita eins og Deep Purple, Led Zeppelin, Cream og Jimi Hendrix, auk þess að klæðast samkvæmt ríkjandi tísku þess tímabils þegar nefndar hljómsveitir stóðu á há- punkti frægðarferils síns. Hljóm- sveitina skipa: Júlíus Freyr Guð- mundsson, trommur, Þór Sigurðs- son, gítar, Björn Árnason, bassi, Baldur Þórir Guðmundsson, hammondorgel, og Sigurður Ey- berg sér! úm sönginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.