Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 28

Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 28
28 MORGUNBLA'ÐIÐ 'FÖ3TUÐAGUR/ 3/'MAf> 199-1 1 Lagabreytingar vegna gruns um stríðsglæpi Bretland: St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRUMVARP þess efnis að unnt verði að draga meinta stríðsglæpa- menn í Bretlandi fyrir dómstóla verður að lögum í þessari viku. Grípa þurfti til þingskapalaga í fyrsta sinn í 40 ár til að frumvarp- ið yrði að lögum. Fyrir nokkrum árum skipaði ríkisstjóm Ihaldsflokksins nefnd til að rannsaka grunsemdir um, að stríðsglæpamenn hefðu komist til Bretlands eftir seinni heims- styijöldina á fölskum forsendum. Niðurstaða nefndarinnar var, að hugsanlega væru fjórir menn enn á lífi, sem réttlætanlegt væri að draga fyrir dómstóla vegna stríðs- glæpa. En samkvæmt breskum lögum var það ekki hægt af því að glæp- irnir voru framdir í öðru landi utan breskrar lögsögu. Það þurfti því breytingar á breskum lögum til að stríðsglæparéttarhöld gætu farið fram. Frumvarpið um breytingamar var samþykkt i neðri deild breska þingsins á síðasta ári, en fellt í lávarðadeildinni. Það var síðan samþykkt aftur í neðri deildinni í lok síðasta árs með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Lávarðadeild- in ákvað í fyrradag að fella fram- varpið aftur. í hvorugri deildinni var flokksaga beitt við atkvæða- greiðslumar. Þegar deildimar greinir á verða stjórnvöld að ákveða, hvort þau vilja grípa til þingskapalaga frá 1949. Skv. þeim er þjóðhöfðingj- anum heimilt að samþykkja lög, sem neðri deildin hefur samþykkt tvisvar, jafnvel þótt lávarðadeildin hafí fellt þau. Frekari umræða í neðri deildinni er ekki nauðsynleg. Stjóm Johns Majors ákvað þegar í fyrradag að senda frumvarpið til drottningar. Það verður að líkind- um að lögum í þessari viku. Skv. þingskapalögum frá 1949 hefur lávarðadeildin einungis frestunarvald en ekki stöðvunar- vald. Stjóm Verkamannaflokks- ins, sem þá sat, beitti sér fyrir þessum lögum vegna þess, að lá- varðadeildin hafði fellt framvarp stjómarinnar um þjóðnýtingu á stáliðnaðinum. Lávarðamir vora mótfallnir framvarpinu nú aðallega á tveimur forsendum. Þeir töldu afturvirkni laganna ósamrýmanlega góðum breskum réttarvenjum. Hins vegar töldu þeir ekki veijanlegt, að setja afturvirk lög, sem beinlínis væru til þess sett að draga tiltekna ein- staklinga fyrir dóm. Sömuleiðis væri nánast útilokað að sakfella einhvem skv. þessum lögum vegna þess, að langt væri um liðið frá því glæpimir vora framdir. Talsmenn framvarpsins segja hins vegar að glæpimir, sem hér um ræðir, séu svo hroðalegir, að enginn granur megi vera um, að í Bretlandi séu stríðsglæpamenn, sem njóti verndar breskra laga. Þeir breskir þegnar, sem granaðir eru um stríðsglæpi, eru frá Eystrasaltsríkjunum og eru taldir bera ábyrgð á fjöldamorðum á Rússum en ekki á gyðingum. Sérstakur hópur rannsóknar- lögreglumanna mun hefja rann- sókn á gransemdum um stríðs- glæpi þegar frumvarpið verður að lögum. Það er ekki ljóst, hvort nokkur verður dreginn fyrir dóm á grandvelli þessara laga. Vitna- leiðslur verða miklum erfiðleikum háðar, enda næstum 50 ár frá því glæpimir vora framdir. Reuter Ófriðlegur 1. maí 1. maí, baráttudagur verkalýðsins, var haldinn hátíðlegur víða um heim og kom sums staðar til nokkurra átaka, einkum þar sem fátækt og misrétti haldast í hendur. Á Vesturlöndum og í öðram iðnríkjum bar þó lítið til nema í Berlín þar sem um 1.000 stjómleysingjar minnt- ust dagsins með bensínsprengjukasti. Á myndinni er einn þeirra að munda einhvers konar gasbyssu en nærri 100 manns voru handteknir fyrir að hafa vopn undir höndum eða líkamsárásir. 400 ástæður fyrir IBM AS/400 opna ótal leiðir við þjálfun starfsmanna. FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVÍK SÍM! 697700 Reuter Kista með líkamsleifum Mindszentys kardínála borin út úr kirkj- unni i austurríska bænum Mariazell í gær. Jarðneskar leifar Mindszentys kvadd- ar í Austurríki Mariazell, Vín. Reuter. LÍKAMSLEIFAR ungverska kardínálans Joszefs Mindszentys voru fluttar frá kirkjunni í austurríska bænum Mariazell í gær og var baráttu kardínálans gegn kommúnistum minnst með mik- illi viðhöfn af því tilefni. Forseti Austurríkis, Kurt Waldheim, sendimaður Jóhannesar Páls II páfa og ungversku kirkjunnar auk fulltrúa Habsborgaraættarinnar sem lengi réð yfir löndunum tveim, voru viðstaddir. Gröf Mindszentys hefur verið verið heim- sótt af fjölda kaþólikka frá Austur-Evrópu frá því hann lést 1975. Ætlunin er að jarðsetja Mindszenty á ný með viðhöfn í ung- verska bænum Esztergom. Kommúnistar fangelsuðu Mindszenty og varð hann að sæta pyntingum í vistinni. Hann var látinn laus er uppreisn var gerð 1956 en leitaði síðan hælis í sendi- ráði Bandaríkjanna í Búdapest er Sovétmenn brutu uppreisnina á bak aftur. Þar var hann kyrrsett- ur næstu sextán árin en fékk loks að fara úr landi 1972. Ræðumenn hylltu Mindszenty fyrir staðfestu hans en kardínálinn var áratugum saman lifandi tákn um andstöð- una við stjómvöld kommúnista og von um breytingar. „Þessi von varð að lokum svo mikið afl að gaddavírinn var rifinn niður, land- amærastöðvar opnaðar og múrar felldir," sagði Johann Weber, biskup í Austurríki. Austurrísk lögregla íjarlægði á miðvikudag aldraðan prest sem hafði hlekkjað sig við grafreit Mindszentys. Presturinn, Tibor Danmörk: Meszaros, er 74 ára gamall og var síðasti einkaritari kardínál- ans. Hann vildi mótmæla því að bein kardínálans yrðu flutt heim til Ungveijalands þótt enn séu sovéskir hermenn í landinu. Mes- zaros fullyrðir að Mindszenty hafí á dánarbeðnum beðið um að jarð- neskar leifar sínar yrðu ekki flutt- ar til Ungveijalands fyrr en allir Sovéthermenn væru famir. Þeir sem standa fyrir flutningi bein- anna segja að kardínálinn hafi í erfðaskrá sinni aðeins beðið um að beinin yrðu send heim þegar kommúnistastjórnin væri fallin. „Frá lagalegu sjónarmiði er erfða- skráin það eina sem gildir," sagði Attila Mikloshazy biskup á blaða- mannafundi. Samkvæmt samn- ingum ungverskra og sovéskra stjórnvalda hverfa síðustu so- vésku hermennirnir frá Ungveij- alandi í júní. „Réttarhöldum aldarinnar“ lokið Kaupmannahöfn. Reuter. SJÖ Danir voru í gær dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir rán og ólöglegan vopnaburð og fyrir að hafa safnað upplýsingum um SYLVANIA HEILDSÖLUDREIFING Rafkaup ÁRMÚLA 24, RVÍK. S í MI : 6 8 15 7 danska gyðinga fyrir palestínsk skæruliðasamtök. Hafa þessi „rétt- arhöld aldarinnar" eins og dönsku blöðin kalla þau staðið yfir í átta mánuði. Sex mannanna voru fundnir sekir um að hafa rænt pósthús árið 1988 og fimm um að hafa rænt peninga- flutningabíl fyrir sex árum. Einn var að auki dæmdur fyrir að hafa tekið saman lista yflr frammámenn gyð- inga í Danmörku og afhent hann Alþýðufylkingunni til frelsunar Pa- lestínu. Þykja dómarnir áfall fyrir dönsku lögregluna, sem vildi fá allan hópinn dæmdan fyrir morð á lögregl- umanni og margar fleiri sakir. Mennirnir sjö, sem voru félagar í vinstrisinnuðum samtökum, voru handteknir 1988 en þá hafði lögregl- an fundið íbúð á þeirra vegum, sem var yfirfull af vopnum og sprengi- efni. Hafði því verið stolið úr vopna- búrum hersins í Danmörku og Sví- þjóð. Við dómsuppkvaðninguna voru mennirnir sýknaðir af morði lögreglu- mannsins og mörgum öðram ákær- -JUD.. - .. .................__J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.