Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 35

Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 35
‘ MORGÚNBLAÐIE) FÖSÍ'ÚDAGUR 3. MAÍ 1991 Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins; Miðar sendir til karla ásamt bæklingi um krabbamein MIÐAR í vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið settir í póst til viðtakenda um land allt. Nú er í fyrsta sinn í 36 ára sögu happdrættisins eingöngu sent til karlmanna enda fá þeir í leiðinni nýjan tólf síðna fræðslubækling sem þeim er sérstaklega ætlaður. Konurnar fá miða í haust. Meðal annars vegna dreifingar á bæklingnum miðast útsending happdrættismiða nú við rýmri ald- urstakmörk en áður og nær til allra karla á aldrinum 20-75 ára eða nánar tiltekið þeirra sem eru fæddir 1916-1971. Það er einnig nýmæli að nú fær hver viðtakandi miða með tveimur mismunandi númerum. Aður voru þau samliggjandi og réð- ust af heimilisfangi hvers og eins. Vinningar eru að þessu sinni 104 talsins að verðmæti samtals 15,6 milljónir króna. Aðalvinningar eru Toyota 4Runner 3000i, Toyota Cor- olla 1600 GLi, Toyota Corolla 1300 GL HB og bifreið að eigin vali fyrir 800.000 kr. Auk þeirra eru fimmtíu vinningar á 125.000 kr. og aðrir fimmtíu á 75.000 kr. fyrir vörum eða þjónustu að eigin vali frá nokkr- um mismunandi fyrirtækjum. Dreg- ið verður í happdrættinu 17. júní næstkomandi. Minnt er á að happ- drættið er ein af mikilvægustu stoð- um krabbameinssamtakanna og þátttaka í því er auðveld leið til að efla starfsemi þeirra. Bæklingur fyrir Þjóðarátaksfé Bæklingur sá sem um ræðir nefn- ist Karlar og krabbamein og hefur undirtitilinn Arvekni utn einkenni getur skipt miklu máli. í honum er fjallað um nokkur algengustu krabbamein meðal karla hér á landi. Greint er stuttlega frá helstu áhættuþáttum þessara krabba- meina, hættumerkjunum sem geta bent til þeirra og forvörnum sem dregið geta úr líkum á myndun þeirra. Bæklingur þessi er gefínn út af Krabbameinsfélagi íslands fyrir fé sem hefur safnast í Þjóðar- átaki gegn krabbameini í fyrra. Þótt hann sé af hagkvæmnisástæð- um sendur með happdrættismiðun- um er þess eindregið vænst að menn nýti sér hann hvort sem þeir greiða miðana eða ekki. Um 80 þúsund karlar fá bæklinginn með þessum hætti. Að auki verður hann fáanleg- ur á heilsugæslustöðvum um land allt. Krabbameinsfélagið hvetur ís- lenska karlmenn til að kynna sér bæklinginn vandlega. Eins og þar kemur fram er rétt að leita læknis verði menn varir við einkenni sem geta bent til krabbameins. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin Stjórnin. Stjómin leikur í K-17 Hljómsveitin Stjórnin undirbýr þessa dagana tónleika- og dansleikjaferð sína um landið í sumar. Fyrsti dansleikur Stjórn- arinnar á landsbyggðinni verður á morgun, laugardaginn 4. mai, í veitingahúsinu K-17 í Keflavík. Stjórnin hefur verið í hijóðveri asti dansleikur hennar þar var undanfarnar vikur og sendir frá um síðustu helgi. Þess má geta sér aðra hljómplötu sína um að Stjórnin hóf feril sinn á staðn- miðjan maí. Jafnframt hefur um K-17, sem þá hét Glaum- hljómsveitin leikið á dansleikjum berg, fyrir þremur árum. á Hótel íslandi í vetur, en síð- Samkór Trésmiðafélagsins. Vortónleikar Samkórs Trésmiðafélagsins ARLEGIR vortónleikar Samkórs Trésmiðafélags Reykjavíkur verða í Breiðholtskirkju, Mjódd- inni, sunnudaginn 5. * maí kl. 16.00. Efnisskrá er fjölbreytt að vanda. Sungin verða innlend og erlend lög, ___________Brids_____________ Amór Ragnarsson Bikarkeppnin 1991 Bikarkeppnin 1991 verður með sama sniði og undanfarin ár. Þátttöku- gjaldið verður 12.000 og greiðist um leið og sveitin er skráð. 80% af keppn- isgjöldunum verða sett í pott sem skiptist á sveitir sem þurfa að ferðast langt til að spila. Bridssambandið sér um undanúrslitin og úrslitin og fær 20% af keppnisgjöldunum til þess. Bikarkeppni BSÍ hefur verið spiluð síðan 1977, og einn tilgangurinn með þessri keppni, auk spilamennskunnar, var að spilarar af sitt hvoru landshorn- inu kynntust betur, það felur í sér að það þarf að taka vel á móti sveitum sem eru að koma í heimsókn og sá sem á heimaleik hefur gestgjafaskyld- um að sinna. Þessu hafa landsbyggð- armennirnir ekki gleymt og taka á móti sveitum frá Stór-Reykjavíkur- svæðinu með þvílíkri gestrisni og spila- gleði að menn muna lengi. En því miður ekki nógu lengi til að muna það sjálfir þegar röðin kemur að þeim að vera gestgjafar, jafnvel hefur stundum heyrst að sumir leikir séu nánast formsatriði sem þurfi að klára í hvelli. Þessu þarf að breyta og það ekki seinna en strax í komandi bikar- keppni. Skráning er að hefjast og er á skrifstofu BSÍ í síma 91-289360 og skráning verður til mánudagsins 27. maí. Bridssamband íslands skorar á brids-spilara alls staðar á landinu að vera nú með í sumar, það þarf aðeins að spila einn ieik á mánuði og þú getur í leiðinni kynnst mönnum sem þú hefur aldrei spilað við áður, notið þess að spila keppni í óþvinguðu and- rúmslofti, jafnvel komið á staði innan- lands sem þú hefur ekki komið á áður til viðbótar kórsöngnum verður dú- ett og einsöngur. Stjórnandi kórsins er Kjartan Ólafsson, einsöngvari Elín Ósk Óskarsdóttir og píanóleikari Lára Rafnsdóttir. og viðhaldið eða aukið við kunnáttu þína í þessu spili sem á þann fjölbreyti- leika að aldrei er hægt að verða full- numa. Þessi keppni er öllum opin og vinn- ingsleikir gefa gullstig. Annar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu BSÍ. (Fréttatilkynning.) Norðurlandsmótið í brids Norðurlandsmótið í brids, sveita- keppni, verður haldið á Akureyri 24.-26. maí nk. Mótið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð, og hefst keppni kl. 16.00 föstudaginn 24. maí. Öllu spilafólki á Norðurlandi er heimil þátttaka. Spilað verður eftir Monrad-kerfi, 7 umferðir, 24 spila leikir. Tvær umferðir verða spilaðar á föstudeginum, þijár á laugardeginum og tvær á sunnudeginum. Norðurlandsmótið er haldið til skiptis á Norðurlandi eystra og vestra. Mótið í fyrra var haldið á Siglufirði og þá fór sveit íslandsbanka á Siglu- firði með sigur af hólmi. Væntanlegir þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir 11. maí hjá einhveijum eftirtalinna aðila: Frímanni Fnmanns- syni, vs. 24222, hs. 21830, Reyni Helgasyni, hs. 25788, Helga Steins- syni, hs. 26826, og Jóni Sigurbjöms- syni, Siglufirði, vs. 71350, hs. 71411. Aðstaða fyrir áhorfendur er mjög góð í Hamri. Aðgangur að mótinu er ókeypis og eru allir áhugasamir vel- komnir að koma og fylgjast með. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Sl. miðvikudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og spiluðu 14 pör. Lokastaðan: Baldur Ásgeirsson ■ Hermann Jónsson 182 Þórarinn Amason - Þorleifur Þórarinsson 180 Valdimar Jóhannsson - Karl Adolphsson 174 GarðarSigurðsson-HelgiIngvarsson 173 Næsta miðvikudagskvöld hefst þriggja kvölda vortvímenningur. Spil- að er í Skeifunni 17 og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Skráning á staðn- um. , CICFCC6 Leikstjóri ROB REINER Byggt ó sögu eftir STEPHEN KING Hondrit WILLIAM GOLDMAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.