Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAI 1991 39 EKIÐ YFIR DAISY Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Danielle Frænka („Tatie Dan- ielle“). Sýnd í Háskólabíói. Leik- stjóri: Etienne Chatiliez. Aðal- hlutverk: Tsilla Chelton, Cather- ine Jacob, Eric Prat, Isabella Nanty, Neige Dolsky. Frakkland. 1990. Hin 82 ára gamla Danielle frærika, í samnefndri franskri gam- anmynd sem sýnd er i Háskólabíói, er virkilega rætið, vont gamalmenni sem gerir sitt „áhyggjulausa ævi- kvöld“ að hreinni martröð fyrir alla í kringum sig. Vinnukonan hennar, sem komin er að fótum fram af elli, lætur lífíð þegar hún er að þrífa ljósakrónuna I loftinu og hrapar niður á gólf en eftirmælin sem hún fær hjá Danielle eru eitthvað á þessa leið: Hún var alltaf grautar- haus. Skepnuskapurinn á sér lítil tak- mörk. Hún leggur líf einu skyld- menna sinna í rúst þegar þau taka hana inn á heimili sitt í París. Ef koma matargestir í heimsókn sest hún inní stofu og pissar í stólinn af ráðnum hug svo h'tið dæmi sé Teppa í Tennessee Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Tennessee nætur - „Tennessee Nights“ Leiksljóri: Nicholas Gessner. Aðalleikendur Julian Sands, Stacey Dash, Ned Beatty, Ed Lauter, Brian McNamara, Rod Steiger, Johnny Cash. Bandarísk(?). 1991. Breskur lögfræðingur (Sands) nær ekki að ljúka samningsgerð í Nashville, Tennessee, fyrir vikulok- in svo hann framlengir dvölinni og hugsar sér gott til glóðarinnar að ástunda heilbrigt lífemi yfír helgina við fískivötnin fagurblá. En áður en hann nær að setja stöngina sam- an er hann saklaus flæktur í banka- rán og mannsmorð. Bretanum til fulltingis á flótta undan óbóta- mönnum og viðskotaillri lögreglu er dularfull negrastúlka (Dash). Fullkomin rökleysa frá upphafi til enda, þó ekki beint leiðinleg. Hvemig er hægt að ætlast til að nokkur sæmilega óbrjálaður maður trúi því að persóna í stöðu Sands lendi í slíkum heljarinnar vandræð- um undir jafn álappalegum kring- umstæðum sem þessum og reyndar em allar persónur myndarinnar fjarska óraunvemlegar og jarðsam- bandslausar. Sands á að vera af- burðasnjall lögfræðingur (er með sjálfan Johnny Cash sem skjólstæð- ing - því hringdi hann ekki í hálf- guðinn?), en minnir meira á nagg- andi kerlingu og ekki bætir vælu- I RAUÐI kross íslands gengst fyrir málþingi um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög laugardag- inn 4. maí nk. í Háskólabíói kl. 13. Rauði kross íslands hefur feng- ið valinkunnan hóp fólks til þess að fjalla um þessi mál, reynslu af styijöldum, hlut fjölmiðla, börn og mannréttindi, mannréttindi og mannréttindakennslu í skólum hér- lendis og fleira athyglisvert. Allir em velkomnir og þeir sem láta sig mannúðarmál skipta em hvattir til að mæta. JPKWHtiliL HITAKÚTAR ELFA-OSO legur leikur Sands úr skák. Stúlkan sem verður á vegi hans er enn dular- fyllri, hreinasta ráðgáta hvaðan hún kemur og hvert hún fer. Dash, tætingslega æsandi stelputrippi, leikur hana hinsvegar þolanlega. Lögreglan er sem af annarri plán- etu og framferði hennar, einkum Ned Beatty, óskiljanlegt, virðist svo sem eigi að glitta í samsæri í þoku- mósku handritsins. Dómarinn er enn eitt furðuverkið til handa Steig- er gamla. Tennessee nætur er frekar skemmtileg mistök, maður getur haft talsvert gaman af vönkuðu handritinu og tilburðum Sands í aðalhlutverkinu. Útlitið er ekki ólaglegt, enda virðist sem kvik- myndatökustjórinn hafí kynnt sér rækilega listahandbragð Peter Biz- iou í Mississippi brennur. Aukaleik- ararnir er dágott samansafn, en höfundur skilur þá eftir í lausu lofti. Einsog áhorfendur. 30-60-120-200-300 lítra. Ryðfrítt stál — Blðndunarloki. Aratuoa oóð reynsla. IEInar Farestvett&Co.hf BORQARTÚNI28, SÍNII622901 Uit 4 stoppar vM dymar tititititititif nefnt. Öllum blótar hún í sand og ösku sem koma nálægt henni en eini sálufélagi hennar er eiginmað- urinn heitinn, Játvarður herforingi, sem lést á vopnahlésdaginn í seinni heimsstyijöldinni en starir nú niður á hana kolrangeygður af ljósmynd á vegg. Danielle frænka er ekki ljúfsár bíómynd um rósömu efri árin eins og t.d. Ekið með Daisy. Ef Danielle fengi einhveiju ráðið hefði myndin sú heitið Ekið yfir Daisy en það er nokkuð sem þessi mynd í rauninni gerir með lýsingu á gamalmenninu sem algeru og fullkomnu skrýmsli. Höfundur hennar, Etienne Chatil- iez, valtar yfír fallegu og róm- antísku myndirnar um ellina með þessari andstæðu sem er sannar- lega yfírgengileg - maður óskar þeirri gömlu alls hins versta eftir fyrsta hálftímann - en líka spaugi- leg og fyndin þótt maður tregist við að hlæja að ósvífninni. Það er erfítt að hafa nokkra sam- úð með gömlu konunni enda ekki gefínn kostur á því nema í milli- kafla um unga stúlku sem tekur að sér að annast hana á meðan fjöl- skyldan er í sumarfríi. Sú kann tökin á þeirri gömlu og brátt verða þær vinkonur. Þá skín í manneskj- una á bak við hortugheitin en það stendur þó ekki of lengi og brátt er Danielle frænka komin í sama farið. Áður en lýkur hefur Danielle komist í fréttirnar og öll franska þjóðin hefur samúð með henni sem byggð er á misskilningi að sjálf- sögðu en þá er sagan líka orðin full stórkostleg. Myndin er prýðileg skemmtun, persónulýsingar eru ágætlega kómískar, sérstaklega er frændlið þeirrar gömlu - samheld uppafjölskylda - unaðslega ráð- þrota frammi fyrir illfyglinu. Og maður er það eiginlega sjálfur. LETTSAPA fyrir viðkvœma staði Lactacyd léttsápan styrkir náttúrulegar varnir húðar- innar og kemur í veg fyrir kláða og óþægindi við kynfæri, endaþarm og undir brjóstum ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH-gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir þvi eðlilegar varnir hennar ■ Lactacyd lcttsápan fæst í helstu stórmörkuð- um og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.