Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 45

Morgunblaðið - 03.05.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Henni þökkum við samfylgdina. Fjölskyldan - Vorið beð þinn vökvar tárum, vakir sól á yztu bárum, greiðir hinzta geislalokkinn, grúfir sig að bijóstum hranna. - Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlega um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. _ (Magnús Ásgeirsson) Hún Hulda amma er látin. Hún lést á Landspítalanum eftir erfið veikindi. Nú þegar sólin hækkar á lofti og laukarnir fara að blómstra minn- umst við Huldu sem var mikið vors- ins barn og unni öllum gróðri. Var hún einnig ljóðelsk mjög og gædd mikilli kímni. Öll framkoma hennar einkenndist af mikilli blíðu og fengu barnabörnin oft faðm hjá ömmu. Hulda var amma af gamla skólan- um og hjá henni áttum við alltaf athvarf. Gott var að tylla sér í eld- húskróknum og fá nýbakaðar klein- ur eða að fá að skjótast austur í Tungu með afa og ömmu. Við áttum þarna okkar annað heimili, þar sem hlýleikinn og gestrisnin voru í önd- vegi. Nú þegar Hulda er kvödd þökk- um við henni af hjarta alla umönn- un gegnum árin og biðjum góðan guð að annast Sigga afa í hans miklu sorg. Friðhelg veri minning Guðríðar Huldu Guðmundsdóttur. Halla og börn minni óbrigðult. Heyrnarleysi var farið að þjá Valdimar og sorglegt að sjá hvernig þessi glaðlyndi mað- ur einangraðist af afleiðingum þess. Síðustu árin dvöldu þau á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi, þar sem þau nutu áreiðanlega bestu fáanlegrar umcnnunar. Nú eru þau bæði látin, það varð skammt milli þeirra, Valdimar lést á þorranum í vetur en Rannveig nú á sumarmálum, bæði á tíræðis- aldri. Og það er hljótt í Hólmi um þessar mundir og ekki ólíkt því að staðurinn drúpi höfði. Minningarnar frá veru minni í Hólmi eru hlýjar og bjartar, vor ævinnar á fögrum stað hjá fólki sem var okkur til fyrirmyndar, ekki aðeins í verkum sínum heldur líka í vönduðu hugar- fari og góðri umgengni við með- bræður okkar. Ég held ég mæli fyrir munn okk- ar allra nemendanna í Hólmi, þegar ég þakka þeim hjónum innilega samveruna um leið og við biðjum afkomendum þeirra blessunar guðs. Einar Bárðarson Barn að aldri kom ég til sumar- dvalar að Hólmi í Landbroti, heim- ili Rannveigar Helgadóttur og Valdimars Runólfssonar. Eins og gengur og gerist gerði heimþráin vart við sig fyrstu dagana. Það samdist svo um með okkur móður minni að hún hefði samband við mig að viku liðinni og heyrði hvern- ig mér liði. Ekki veit ég hvað hún ætlaði til bragðs að taka ef leiðindi íjátluðust ekki af mér, en ég sætt- ist á þetta. Eftir umsaminn tíma Það var með miklum söknuði sem ég kvaddi móður mína 27. mars síðastliðinn, þegar ég fór utan til vinnu með fjölskyldu mína. Þó að mamma væri búin að berjast lengi og hetjulega við þennan erfiða sjúk- dóm, þá leyndist alltaf von um að henni myndi batna og ég fengi að sjá hana aftur í þessu lífi. Kannski lifði vonin vegna þess hversu dugleg og sterk hún var í baráttunni við veikindin. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa átt hana fyrir móður. Það hefði ekki verið hægt að panta sér betri mömmu. Hún var alltaf að hugsa um og passa upp á að við bræðurnir værum hamingjusamir og við fengjum að njóta þeirra tæki- færa sem lífið hefur upp á að bjóða. Kærleikur hennar á eftir að fylgja okkur það sem eftir er. Ég bið góðan Guð að blessa og varðveita elsku mömmu mína og að hann gefi pabba styrk á þessum erfiða tíma í lífi hans. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna - og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég og fjölskylda mín, sem fjar- stödd erum, höfum hugann hjá ykk- ur. Sigurður Ómar Sigurðsson, Kaliforníu. hringdi hún í mig og þurfti ekki að hafa áhyggjur eftir það af líðan minni. Hjá Veigu og Valdimar átti ég yndisleg sumur. Þar var vel unnið og glaðst að loknum góðum verk- degi, vitandi að vinnan hafði til- gang. Þau hjón gáfu sér tíma til að kenna börnum og unglingum verklag og gátu látið í ljósi viður- kenningu á vel unnu verki. Enn þann dag í dag tel ég þessa sveit eina þá fallegustu á landinu og fá sumur hafa liðið svo að ég hafi ekki komið austur. Engjarnar á Lækjunum, Hvammalágarnar, Krákulækurinn með uppsprettun- um, Eldmessutanginn, hólarnir, all- ir þessir staðir vekja upp ljúfar minningar. Eftir að ég eignaðist eigin fjöl- skyldu heimsótti ég Veigu og Valdi- mar með börn og maka. Alltaf var jafn gaman að koma og ræða við þau, ganga síðan um landið niður að Rásinni og að bakka Skaftár og líta yfir til Systrastapa frá heima- grafreitnum, þar sem þau hvíla nú bæði, ásamt Valgerði og Bjarna og foreldrum Valdimars. Margs er að minnast sem ég kem ekki á blað, enda tilgangur þessara lína sá einn að minnast þeirra hjóna með miklu þakklæti. Samúðar- kveðjur sendum við móðir mín til sona þeirra hjóna og fjölskyldna þeirra, og þá ekki síst til Sverris, sem býr nú einn að Hólmi. Löngum verkdegi er lokið og Valdimar og Rannveig hafa nú bæði gengið til hvílu. Guð blessi minningu þeirra. Þórdís Þorgeirsdóttir AErn/ Ly /0 afsláttur af öUuin vörum í 3 daaa fimmtucíag — fastuclag ~ laugaraag ^■1! I Greiisásvetíi 18, gímí 82444

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.