Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 8

Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 8
'8 . í(>i;i iam aidAjaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR' 26. MAÍ1991 I'PI \ er sunnudagur 26. maí, þrenningarhátíð. 146. dagur ársins 1991. Árdegisflóðí Reykjavík kl. 4.56 og síðdegisflóð kl. 17.20. Sólarupprás í Rvík kl. 3.40 og sólarlagkl. 23.12. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.25 ogtungliðerí suðri kl. 24.11. (Almanak Háskóla íslands.) Lofa þú Drottin sála mín, og gleym eigi neinum velgjörð- um hans. (Sálm. 103, 2). ÁRNAÐ HEILLA KIRKJA DIGRANESPRESTA- KALL: Messan í Kópavogs- kirkju í dag er kl. 11, ekki kl. 14. ÁRBÆJARKIRKJA: Efnt verður til ferðar iyrir mæður og feður ungra barna úr Ár- túnsholti og Árbæ suður í Hafnarfjörð tl að kynnast starfi foreldramorgna í Vitan- um þar í bænum. Lagt af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9.45. ára afmæli. í dag, 26. maí, er 85 ára Jafet E. Hjartarson, Hátúni 10, Rvík. Hann er vélstjóri og fyrrum verksmiðjustjóri í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann er að heiman í dag. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í dag er Kyndill væntanlegur og rússneskt olíuskip. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: Á morgun eru vænt- anlegir inn togararnir Ýmir og Hrafn Sveinbjarnarson svo og Urriðafoss. Panama- skipið Pig Mona er farið út aftur. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA: Fyrirbænir nk. þriðjudag kl. 14 í kirkjunni. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkjulistahátíð kl. 20 í kvöld. Leiklestur úr Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Lax- ness í leikgerð Hallgríms Helgasonar. Lesarar. þeir Rú- rik Haraldsson og Þor- steinn Gunnarsson. ÁHEIT OG GJAFIR ÁHEIT á Strandarkirkju, af- hent Morgunblaðinu. Stefanía Jóns. 2000. Gústaf B. Einarss. 2000. Þakkl. amma E*M 2000. NN 2000. Guðmundur Þorkelss. 2000. KI 2000. IS 2500. Steindór 5000. GGB 5000. RR 11.000. EJ 2000 + 100 krónur norsk- ar. HJÓNABAND Gefin voru sam- an í hjónaband þann 27. apríl sl. í Kópavogskirkju af séra Kristjáni Einari Þorvarð- arsyni þau Nanna Sif Gísladóttir og Böðvar Guð- mundsson. Þau eru til heimilis í Engihjalla 7, Kópavogi. (Ljósmyndastofan Mynd Hafnarf.) KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 afklæða, 5 LÓÐRÉTT: — 2 kærleikur, raki, 8 þverneitaði, 9 eitt sér, 3 verkur, 4 kvöld, 5 veikin, 6 11 spjald, 14 rödd, 15 100 keyra, 7 trant, 9 drepa á, 10 árin, 16 starfið, 17 eykta- skjóls, 12 skjótar, 13 árbæk- mark, 19 áburður, 21 mergð, ur, 18 kvæði, 20 leyfíst, 21 22 fugla, 25 verkfæris, 26 belti, 23 öðlast, 24 skóli. heiður, 27 magur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 áþján, 5 dæsti, 8 lækur, 9 fróar, 11 lifur, 14 iði, 15 sukks, 16 Nixon, 17 tin, 19 agns, 21 elda, 22 dingull, 25 aki, 26 nam, 27 ani. LOÐRÉTT: — 2 Þór, 3 ála, 4 nærist, 5 dulinn, 6 æri, 7 tíu, 9 fískana, 10 óskundi, 12 foxilla, 13 rangali, 18 Inga, 20 si, 21 el, 23 NN, 24 um. Bjórframleiðandi styrldr landgræðslustörf her á landi I Clmrlcs E. Cobb, scndihcrra Bnndnríkjnnna A fslandi, aflicndir Sveini Runólfssyni, Inndgrœðslustjóra, Tyrsla framlng bnndnriska fyrirtickisins Anheuscr-Buscli Iiitcrnational, sem varið verður til land- ( græðslu... —^ ~ Nei, nei, strákar. Samkvæmt heiðursmannasamkomulaginu á ég að fá þessa dollara... FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1056 var Isleifur biskup vígður. Þenn- an dag árið 1845 fæddist Jónas Hallgrímsson. Þá er þetta stofndagur Garðyrkju- félags íslands, árið 1885. Og árið 1968 var hægri um- ferð tekin up_p hérlendis, H- dagurinn. I dag, fyrsta sunnudag eftir hvítasunnu, er Trínitatis, þrenningarhátíð. Hátíðisdagur til heiðurs heil- agri þrenningu, fyrirskipaður af Jóhannesi páfa á 14. öld, segir Stjörnufræði/Rímfr. DÓMTÚLKUR: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að það hafí gefíð út löggildingu handa Sæ- mundi Garðari HaUdórs- syni til að vera dómtúlkur og skjalaþýðandi á og úr þýsku og frönsku. KÓPAVOGUR: Kvenfélag bæjarins efnir til gönguferðar næstkomandi þriðjudags- kvöld. Lagt verður af stað frá félagsheimili bæjarins kl. 20. FÉLAG eldri borgaraí dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Fijáls spila- mennska. Dansað kl. 20. Mánudag er opið í Risinu kl. 13-17. KRISTILEGT félag heil- brigðisstétta heldur opinn . fund í safnaðarheimili Laug- ameskirkju mánudagskvöldið 27. þ.m. kl. 20.30. Kristjana Thorarensen syngur ein- söng. Þá flytur sr. Magnús Björnsson erindi: Helgun hins kristna manns. Fundur- inn er öllum opinn. ITC-samtökin hér á landi halda ársþing um þessa helgi og heldur það áfram í dag á Loftleiða-hóteli. Þar stjómar Kristjana Milla Thorsteins- son prófí í þingsköpum. Full- trúi alþjóðastjórnar samtak- anna Elaine La Rue situr fyrir svörum um starfsemi þessara alþjóðlegu samtaka. Hádegisverðarerindi flytur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Þinginu lýkur með innsetningu nýrrar stjórnar samtakanna hér á landi. KVENFÉL. Óháða safnað- arins. Kvöldverð verður farin að kvöldi mánudags. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 20. Heimsótt verður minjasafn Eyrarbakka og kvöldkaffið drukkið í Básum. AGLOW, kristileg samtök kvenna í Rvík, halda mánað- arlegan fund sinn í kaffísal Bústaðakirkju mánudags- kvöldið kl. 20. Ræðukona fundarins verður Ólöf Ingi- björg Davíðsdóttir. Fundur- inn er opinn öllum konum og verða kaffíveitingar. HAFNARFJÖRÐUR: Orlof húsmæðra þar í bæ, á vegum orlofsnefndar, verður í sumar austur á Laugarvatni dagana 8.-14. júlí. Farið er að huga að þátttöku í orlofsdvölinni. Gefa þær nánari uppl.: Ses- seija s. 50505, Dúna s. 50742, Lára s. 52217 eða Bagga i s. 53036. MOSFELLSBÆR. Á vegum JC-Mosfellsbær verður hald- inn almennur borgarafund- ur mánudagskvöldið kl. 20. Á dagskrá er tilboð Reykjavík- urborgar í land Blikastaða. RÓSAKROSSREGLAN Amorc heldur almennan kynningarfund um starfsemi Reglunnar nk. þriðjudags- kvöld, 28. maí, kl. 20.30. Fundurinn verður í Bolholti 4, uppi á 4. hæð og er hann öllum opinn sem fyrr segir. STARFSMENNTUNAR- STYRKIR: Menntamála- ráðuneytið augl. í Lögbirtingi að hinn 1. júní renni út um- sóknarfrestur um norræna starfsmenntunarstyrki, fyrir þá sem hug hafa á námi við fræðslustofnanir í Danmörku kr. 16.200 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk og í Noregi 22.000 n.kr., miðað við heil skólaár. Styrkirnir eru eink- um ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf svo og vegna ýmiss konar starfs- menntunar sem ekki er unnt að afla hérlendis, segir í þess- ari tilk. frá ráðuneytinu. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 25 ÁRUM Einn fremsti píanósnill- ingurinn á þeim árum, Wilhelm Kempff, kom tií Reykjavíkur til að vera einleikari á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit- inni. Hann var 71 árs og kom hingað beint frá Ítalíu þar sem hann hafði verið á tónleikaferð. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hinn víðkunna snilling. Kom í ljós að ferðataskan hans hafði ekki ratað í rétta flugvél og verið send vestur til San Francisco. Það væri raunar ekki í fyrsta skipti sem slíkt kæmi fyrir hann. Samtal- inu lýkur með þessum orðum: Þegar hér var komið sögu kvaðst hann þurfa að fara að æfa sig, ef hann fyndi einhvers staðar slaghörpu. Hann ætti að spila í næstu viku í Leipzig í A-Þýskalandi á Bach-tónleikum. ★ Þjóðhátíðarnefnd 1974 tók til starfa samkv. ályktun Alþingis. í henni áttu sæti: Matthías Jo- hannesson, ritstjóri, Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Gunnar Eyjólfsson, leik- ari, Guðlaugur Rósin- kranz, Þjóðleikhússtjóri, Indriði Þorsteinsson, rit- sljóri og Gils Guðmunds- son, alþingismaður. Matt- hías var formaður nefnd- arinnar. ORÐABÓKIN Að leggja fyrir róða í útvarpsumr-æðum fyr- ir skömmu mátti heyra ræðumann tala um að leggja fyrírijóða. Þar sem þetta var endurtekið, var hér tæplega um misheym að ræða. Allt bendir því til þess, að téðan ræðu- mann misminni annað- hvort um upprunalega gerð orðtaksins eða hann hafi jafnvel mismælt sig. Skal nú litið nánar á þetta. Orðtakið heitir að leggja fyrír róða og merk- ir að gefa e-ð upp á bát- inn, láta e-ð róa eða kasta e-u á glæ. Flestir munu annars kannast vel við það úr mæltu máli. Orð- takið kemur þegar fyrir í fornu máli og eins í gerð- inni að láta fyrir róða og er allalgengt. Halldór Halldórsson prófessor rekur dæmi um þetta í íslenzku orðtakasafni. Ekki er merking þess al- veg ljós, en flestir munu hallast að þeirri skýringu, að róði sé hér sama og vindur. Orðtakið merkir þá sama og að láta eða kasta í vindinn. Halldór bendir á, að þetta orðtak komi ekki fyrir í heimild- umfrá 16.-19. öld. Áþeim tímum munu menn hafa notað orðtakið að leggja e-ð fyrír óðal eða leggjast fyrir óðal. í lok 19. aldar kemur það svo upp aftur og er nú orðið mælt mál margra. Eru mörg dæmi um að leggja fyrír róða í safni OH úr prentuðum ritum frá því um aldamót og fram á þennan dag. - JAJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.