Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 KXM iAtf. ,BS M'ji'T-.W'l/./'iA glglAiayiNifiHOM eftir Guðmund Halldórsson INDVERJAR eru 850 milljónir og spyrja sig stundum hvort jafn- fjölmenn og sundurleit þjóð geti varðveitt lýðræði sitt og jafnvel sjálfstæði vegna þrálátra upp- reisna aðskilnaðarsinna, vaxandi trúardeilna og gamals stéttarígs. Þessi spurning hefur orðið áleitnari vegna morðsins á Rajiv Gandhi fyrrverandi forsætisráð- herra, en henni hefur oft verið varpað fram áður því að lýðræð- ið hefur oft komizt í hættu síðan Indland hlaut sjálfstæði fyrir 44 árum. Svarið við spurningunni hefur venjulega verið á þá leið að þrátt fyrir allt sé fleira sem sam- eini Indvetja en sundri þeim. Þótt ýmsir gallar séu á lýðræðinu telja fáir Indveijar að annað stjórnarform komi í raun og veru til greina. Þeir eru stoltir af lýðræð- islegu stjórnarfyrirkomulagi sínu, en eftir morðið á Rajiv Gandhi mun reyna á það fyrir alvöru. Kongressflokkurinn hefur verið sameiningarafl í indverskum stjórn- málum síðan afí Rajivs Gandhis, Jawaharlal Nehru, gekk í hann fyr- ir 70 árum. Ætt hins látna forsætis- ráðherra stjórnaði frelsisbaráttu Indveija og hefur farið með völdin mestan hluta þess tíma sem liðinn er síðan þeir hlutu sjálfstæði 1947. Síðan hafa allar aðstæður breytzt til muna og ýmsir efast um að Kongressflokkurinn geti haldið áfram að gegna sama þýðingar- mikla hlutverkinu í stjóm mála á Indlandi og hann hefur hingað til. Ofbeldi hefur verið snar þáttur í indverskum stjómmálum. Mahatma Gandhi, sem stjórnaði frelsisbarát- tunni, var myrtur skömmu eftir að Indland hlaut sjálfstæði. Indíra Gandhi forsætisráðherra, móðir Rajivs og dóttir Nehrus, var ráðin af dögum 31. október 1984. Tilræð- ismennirnir voru Síkhar úr lífverði hennar og Hindúar hefndu dauða hennar með því að myrða um 2,700 Síkha. í fyrra féllu um 6.000 í óeirðum, sem áttu rætur að rekja til baráttu fyrir aðskilnaði, stéttarígs og deilu- mála Hindúa og minnihluta múha- meðstrúarmanna, sem eru 120 milljónir. Þegar Rajiv Gandhi var myrtur á dögunum var talið að um 200 hefðu verið drepnir í tveggja mánaða kosningabaráttu, hinni blóðugustu hefur verið háð á Indl- andi. Rajiv tryggði Kongressflokknum yfirburðasigur í kosningum, sem fóru fram tveimur mánuðum eftir að móðir hans var myrt fyrir sjö árum. Honum tókst hins vegar ekki að tryggja umbætur í efnahagsmál- um eins og hann hafði lofað og beið ósigur í síðustu kosningum, í nóvember 1989. Flokkur miðju- manna, Þjóðfylkingin, sakaði Gand- hi um að draga taum efnaðra stétta og hann glataði stuðningi múha- meðstrúarmanna og hægrisinnaðra Hindúa eftir óeirðir, sem áttu rætur að rekja til þess að herskáir Hindú- ar kröfðust þess að hof yrði reist á stað þar sem bænahús múhameðs- trúarmanna hefur staðið í bænum Ayodhya á Norður- Indlandi og sagt er að guðkonungurinn Rama sé fæddur. Vishwanath Pratap Singh varð forsætisráðherra minnihlutastjórn- ar Þjóðfylkingarinnar með stuðn- ingi kommúnista og Bharatiya Jan- ata-flokks Hindúa (BJP). Singh hafði sagt sig úr stjórninni og Kon- gressflokknum tveimur árum áður þegar hann hafði sakað vini Gand- his um spillingu. Eftir valdatöku Singhs óx að- skilnaðarsinnum ásmegin í landa- mærafylkjunum Púnjab, Kasmír og Assam í norðri og óeirðir færðust í aukana. Janata- flokkurinn dró stuðning sinn við Singh til baka þegar hann snerist gegn baráttu Hindúa fyrir því að hof yrði reist í stað moskunnar í Ayodhya. Um 2.000 hafa fallið í óeirðum Hindúa og múhameðstrúarmanna út af moskunni á síðustu tveimur árum. Kongressflokknum hefur al- mennt verið kennt um aukin áhrif aðskilnaðarsinna í Punjab, Kasmír og Assam. Barátta þeirra hefur orðið til þess að ýmsir áhrifamenn hafa sagt sig úr Kongressflokknum og gengið í lið með stjórnarand- stæðingum. Þessi klofningur hefur verið vatn á myllu-Janata-flokksins, sem er hægrisinnaður flokkur hindískra trúarvakningarmanna og berst gegn múhameðstrúarmönnum. Jan- ata-flokkurinn hefur hagnazt á uppreisnum aðskilnaðarsinna. Áhrif öfgamanna hafa aukizt í indversk- um stjómmálum og dregið hefur úr áhrifum miðjumanna. í fyrra lá við að styijöld brytist út milli Indveija og Pakistana í fjórða skipti síðan Indland hlaut sjálfstæði vegna blóðugra upp- reisna aðskilnaðarsinna í Jammu og Kasmír, einu fylkjunum þar sem múhameðstrúarmenn eru í meiri- hluta. Samskiptin hafa lagazt á síðustu mánuðum. Fyrirætlanir Singhs um að fjölga fólki úr lágstéttum í störfum hjá ríkinu til að ijúfa valdaeinokun yfir- stéttafólks urðu til þess að stúdent- ar úr efri stéttum brenndu sig til bana. I nóvember sl. varð Singh að segja af sér, aðeins 11 mánuðum eftir kosningar, þar sem Janata- flokkurinn hætti stuðningi sínum við hann. Chandra Shekar myndaði minni- hlutastjórn með hjálp Rajivs Gand- his, sem setti ýmis skilyrði fyrir stuðningi sínum og hafði líf stjóm- arinnar í hendi sér. Shekar hafði sagt sig úr Kongressflokknum út af neyðarástandslögum 1975. Gandhi var tvístígandi í stéttadeil- unum og átökunum um moskuna og þótti ekki standa sig vel í stjórn- arandstöðu. Stjórnmálaleiðtogar í Tamil Nadu og Assam kenndu Gandhi um þá ákvörðun Shekars að reka stjórnir þessara fylkja. Shekar var fús að ræða við aðskilnaðarsinna í þessum fylkjum og annars staðar og ávann sér traust þeirra, en Gand- hi barðist af alefli gegn kröfum um sjálfstjóm og valddreifíngu. Shekar kvartaði yfir því að erfitt væri að stjórna landinu vegna afskipta Kon- gressflokksins og fékk sig fullsadd- an á stöðugum árásum Gandhis. I marz baðst Shekar lausnar og boð- aði til kosninga, en stjórn hans var beðinn að sitja áfram til bráða- birgða. Nú hefur morðið á Gandhi veikt stöðu Shekars ennþá meir og stjórn hans hefur þegar verið gagnrýnd fyrir að hafa eklri haft hendur þeirra sem skipulögðu morðið. Kongress- flokkurinn stendur uppi án leiðtoga í miðri kosningabaráttu. Tveimur umferðum kosninganna af þremur hefur verið frestað til 12. og 15. júní og eftir er að kjósa um 60% þingsæta, sem eru alls 537. Gandhi hafði ekki áhuga á því að gengið yrði til kosningum. Nokkrir valdamiklir menn í Kon- gressflokknum drógu forystuhæfi- leika hans í efa og efuðust einnig um hæfni hans til að afla flokknum atkvæða, en hann sýndi mikinn dugnað í kosningabaráttunni, sem leiddi til dauða hans. Ein af ástæð- unum fyrir ósigri hans í kosningun- um 1989 hafði verið talin sú að hann væri í of litlum tengslum við venjulega kjósendur og hann lagði kapp á að afsanna þá kenningu og heilsa sem flestum í kosningabarát- tunni. Margt benti til þess að kosning: amar mundu marka þáttaskil. í fyrsta skipti hefur verið að mynd- ast almenn samstaða um að tími sé kominn til að hafna sósíalisma Nehrus og í fyrsta skipti var Kon- gressflokkurinn og stuðningur við hann ekki aðalkosningamálið. Sýnt þ'ótti að ef Kongressflokkurinn tap- aði yrði Rajiv Gandhi að hætta af-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.