Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 13
skiptum sínum af stjórnmálum. Kongressflokknum var ógnað frá hægri jafnt sem vinstri. Hægrisinn- aðir Hindúar börðust gegn því frjálslyndi sem Nehru hafði boðað í veraldlegum efnum og vinstri- sinnar börðust gegn völdum yfir- stétta, sem fjölskylda Gandhis til- heyrir. Janata-flokkur Hindúa virt- ist sópa til sín fylgi með ásökunum sínum um linkind í garð múhameðs- trúarmanna og Þjóðfylking Singhs jók fylgi sitt á kostnað Kongress- flokksins með loforðum sínum um fjölgun lágstéttafólks í stöðum hjá ríkinu. Þegar fyrsta lota kosninganna hófst daginn áður en Gandhi var myrtur var Janata-flokkurinn viss um að hann mundi koma í veg fyr- ir að Kongressflokkurinn fengi meirihluta á þingi, sem hann missti 1989, og komast í oddaaðstöðu. Nú mun Kongressflokkurinn reyna að færa sér morðið í nyt og það getur haft mikil áhrif á úrslitin. Val á nýjum leiðtoga hefur þegar leitt til valdatogstreitu, sem getur klofið flokkinn. Sérfræðingar segja að búast megi við að morðið veiki stöðu Jan- ata- flokksins og auki fylgi Kon- gressfiokksins, sem muni fá fylgi frá kjósendum sem hafí séu fullir samúðar eftir morðið á Rajiv nú eins og eftir morðið á Indíru í kosn- ingunum 1984. Um leið er sagt að margir þeir sem hafi ekki getað sætt sig við Rajiv Gandhi muni nú koma aftur til liðs við Kongressflokkinn. Uppi eru vangaveltur um að Shekar for- sætisráðherra, stuðningsmenn hans og fleiri miðjumenn, sem hafa sagt skilið við Kongressflokkinn, muni ganga í hann aftur. Þar með mundu aukast líkur á því að flokkurinn geti aftur unnið hylli múhameðstrú- armanna og annarra öflugra þjóðfé- lagshópa, sem hafa snúið við honum baki. Sumir eru á öðru máli. Þeir benda á að kjósendur hafi fylkt sér um Kongressflokkinn 1984 vegna þess að þá hafi hann virzt kjölfestan í indverskum stjórnmálum. Nú sé flokkurinn ekki lengur talin þessi kjölfesta heldur Janata- flokkurinn og fylgi hans geti því aukizt, enda virðist hann hafa staðið sig vel í fyrstu lotu kosninganna. Talsvert löngu áður en Gandhi var myrtur voru ýmsir sérfræðingar farnir að efast um að takast mundi að varðveita einingu Kongress- flokksins. Þeir telja tímabært að flokkurinn klofni í þrennt, í flokka hægi-imanna, vinstrisinna og miðju- manna. Sumir hafa óttazt að Indveijar muni fórna pólitísku frelsi, sem oft jaðrar við stjórnleysi, til að tryggja framfarir í efnahagsmálum. Aðrir hafa talið aukna valddreifingu til fylkisstjórna nauðsynlega til að koma í veg fyrir aukin áhrif aðskiln- aðarsinna. Gandhi var ekki talinn skilja nauðsyn þess að draga úr ofurvaldi Kongressflokksins, en síðan hann var myrtur virðast vandamálin torleystari en áður. Skömmu fyrir kosningarnar sagði Gandhi í viðtali að mestu máli skipti að „þjóðin og menning hennar héldu velli.“ Eftir morðið lagði The Times of India áherzlu á að lýðræðið væri í hættu og hvatti þjóðina til að standa saman og halda ró sinni. „Indveijar hafa aldr- ei verið eins sundraðir síðan þeir fengu sjálfstæði,11 sagði blaðið. „Stétt hefur verið att gegn stétt, trúarhópum gegn trúarhópum. Svo hefur virzt að þjóðin sé hætt að láta skynsemina ráða.“ Erlendur stjórnarerindreki sagði hins vegar að þótt efasemdir hefðu vaknað um framtíð lýðræðisins hefði stuðningur Indveija við það verið merkilega öflugur. Hann taldi fráfall Gandhis auka líkur á því að leiðtogar miðjumanna í indverskum stjórnmálum mundu gera út um ágreining sinn og að hættunni við lýðræðið yrði bægt frá. Þar sem þessi ágreiningyr hefði aðallega snúizt um menn en ekki málefni, fyrst og fremst Rajiv Gandhi, mundu áhrif miðjumanna aukast og þeir ættu að geta eflt þjóðarsam- stöðu. IQSl ÍAM 3UÖAOÍJTOÍU8 QIGAJHKUpflOl't ----itIORGUNBUAÐÍ©-SUNNUDA-GUft-2«TÍtlAi-b99t- lá á garðbekkjum og leiktækjum, ídagkl. 10-18 f Bamasmiðjunni, Kársnesbraut 108 ^(ekið niðurfyrir húsið) Garðbekki r—Ról u r—Kastal i—Vegasalt—Gormatæki ...sannkölluð „svíta“ á hjólum... FIMM STÆRÐIR OG VERÐ ALPEN KREUZER tjaldvagnarnir fást ífimm stærðum: A.K. DUET........................275 kg. 19 fm. 2 svefnpl. Verð kr. 322.200,- A.K. ALLURE....................300 kg. 26 fm. 4-8 svefnpl. Verð kr. 358.800,- A.K. SELECT....................300 kg. 21 fm. 2-4 svefnpl. Verð kr. 368.000,- A.K. PRESTIGE..................328 kg. 30 fm. 4-7 svefnpl. Verð kr. 379.000,- A.K. SUPER GT..................320 kg. 27 fm. 4-7 svefnpl. Verð kr. 393.000,- (Alh. Allor gerðirnar loko melro en 200 kg. forangurs). alpenj<reuzer umboðið, Lágmúla 9, 108 Reykjavík. Sími 629990. Telefax 622725. TJALDAÐ Á SVIPSTUNDU Það tekur aðeins sekúndur að tjalda aðaltjaldi flestra gerða ALPEN KREUZER vagnanna. Fortjald og sóltjald eru hinsvegar reist og stöguð á fáeinum mínútum. Tjald- dúkurinn er níðsterkur og stenst hin verstu veður. Eftir tjöldun eru vagnarnir lokaðir af niður við jörð (sem er m.a. vörn gegn gólftrekk). Allt innifalið í verði Það sem einkennir ALPEN KREUZER tjaldvagnana er hversu ríkulega útbúnir þeir eru. Þeir eru aðeins fáanleg- ir með öllu. Dæmi um staðalbúnað þeirra er: 1. For- tjald. 2. Sóltjald. 3. Botn í fortjald. 4. Gluggatjöld. 5. Innitjöld. 6. Gaseldavél með þrem hellum og gasör- yggi. 7. Vaskur úr ryðfríustáli. 8. Eldhúsborð. 9. Eldhús- skápar. 10. Hnífaparaskúffa. 11. Matborð. 12. Læsan- legt öryggishólf. 13. Varahjól með festingu undir grind. 14. Jafnvægistjakkar. 15. Beislistengi til að minnka fyrir- ferð við geymslu. 16. Öryggishemlar. 17. Handhemill. 18. Hjálparhemlar er virka þegar hemlum þílsins er beitt. 19. Stillanlegt nefhjól á beisfi. 20. Yfirbreiðsla er nær niður fyrir neðstu brún vagnsins. ÞÝSKIR GLÆSIVAGNAR ALPEN KREUZER tjaldvagnarnir eru smíðaðir í Þýska- landi eftir ströngustu kröfum um gæði og öryggi. Til dæmis má nefna að allir vagnarnir eru búnir öryggis- og hjálparhemlum, sjálfstæðri gormafjöðrun með högg- deyfum, stórum (13 tommu) hjólbörðum, varahjólbarða og að sjálfsögðu fullkomnum Ijósabúnaði. Vagnarnir eru sterkbyggðir og vandaðir að allri gerð og lýsa útsjón- arsemi hönnuða sinna. Reynslan hefur sýnt að þeir henta íslenskum aðstæðum með ágætum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.