Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991
JMfYgmiltibifttfr
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Atvinnulífið
og þenslan
Iumræðum þeim, sem fram hafa
farið að undanförnu hefur mjög
verið rætt um óeðlilega og hættulega
þenslu í efnahagslífinu. í því sam-
bandi hefur verið vitnað til þess, að
innflutningur hafi aukizt um 20%
frá áramótum, bílainnflutningur um
70% o.sv. frv. Ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar miða m.a. að því að
slá á þessa þenslu. Til þess eru full
rök, enda er þessi þensla ekki sprott-
in úr kraftmiklu atvinnulífi og stór-
auknum tekjum þjóðarinnar heldur
af peningalegum ástæðum og þá
fyrst og fremst miklum hallarekstri
opinbera geirans.
Við þurfum ekki á þeirri þenslu
að halda, sem nú er reynt að hemja,
en við þurfum á annars konar þenslu
að halda. Við þurfum á því að halda
að atvinnulífið vaxi og dafni á nýjan
leik eftir þann öldudal kreppu og
erfiðleika, sem við höfum gengið í
gegnum á þriðja ár. Sjávarútvegur-
inn hefur að jafnaði verið sá drif-
kraftur, sem keyrir allt atvinnulífið
og efnahagslífið upp úr öldudalnum.
Að einhverju leyti er það að gerast
nú. Fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki
ganga vel, afurðaverð hefur farið
hækkandi á erlendum mörkuðum og
ýmis merki má sjá um það, að góð-
æri í sjávarútvegi er að byija að
breiðast út um þjóðfélagið allt, eins
og svo oft áður.
Þó eru því meiri takmörk sett en
oft áður, hversu langt sjávarútveg-
urinn getur dregið þjóðarskútuna
upp úr öldudalnum. Útgerð og físk-
vinnsla eru atvinnugreinar, sem um
1 zlQ VIÐ GET"
XTtí/*um ekki
haidið áfram að nota
gömul orð einsog við
höfum gert. Ég hef
minnzt á það í þessum
pistlum og einnig í
grein í Frelsinu þarsem bent er á
hvernig orðum er hagrætt í áróðri
og hvernig þau eru eyðilögð. Ein-
ræðisseggir svífast einskis í þessum
efnum og lýðræðissinnar fara óvar-
lega með orð, ef það hentar. Orð
eru varasöm. í fréttum útvarpsins
var sagt frá rússneskum þjóernis-
sinnum sem vilja andæfa gegn opn-
un og umbótum, þ.e. perestrojku
Gorbatsjovs, og voru nú allt í einu
farnir að skrifa í málgagn „íhalds-
manna“. Þar fauk sú gamla merk-
ing þessa annars ágæta orðs.
Þjóðviljinn er sagður málgagn
sósíalisma og þannig er merking
orðsins tekin að breytast, nema
miðstýring og þjóðnýting séu enn
á dagskrá Alþýðubandalagsins og
ekkert sé að marka hátíðlegar yfir-
lýsingar um annað. Sósíalistar ann-
ars staðar, þarámeðal á Spáni hafa
breytt flokki sínum i borgaraleg
samtök sem eiga lítið skylt við þjóð-
nýtingar- og miðstýringarflokka og
væru líklega hægra megin við Sjálf-
stæðisflokkinn að öllu athuguðu.
Ragnar Stefánsson segir í hug-
leiðingu í Þjóðviljanum stefna Ólafs
Ragnars Grímssonar sé „gamal-
kunn aðferð íhaldsins“, að fiytja
austur á Volgubakka þegar erfið-
lega gengur að veija sókn róttækra
afla heimafyrir, einsog hann kemst
að orði. Og ekki nóg með það, held-
ur bætir hann við liðsmenn Ólafs
Ragnars „vildu aukið svigrúm
markaðsaflanna". Það fer að verða
erfitt að átta sig á vígorðum, eða
einkunnarorðum fjóðviljans. Eða
hvernig eigum við að fjalla um
stjórnmál og stefnuna í efnahags-
málum ef sósíalismi er ekki lengur
handa óríku fólki til að lumbra á
kapítalistum, heldur merkir hann
nánast það sama og þessi hræðilegu
kapítalistar setja á oddinn, þ.e.
kröfur um fijálsan markað, sam-
keppni og ósýnilega hönd til að
stjórna henni.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
lýst því yfir — líklega af pólitískri
nauðsyn — að gömul gæluorð, eins-
og hann kemst að orði, kratar og
kommar, geti „vissulega villt mönn-
um sýn ef slíkir
merkimiðar eru teknir
bókstaflega“. Hann
vill því leggja þessi
orð til hliðar einsog
hann segir, „setja þau
í lokaða skápa með
öðrum safngripum frá liðinni sögu“.
Og ennfremur: „Feimni við að orða
orðið jafnaðarstefna um málstað
Alþýðubandalagsins á sér engar
efnislegar forsendur og jafngildir
aðeins ávísun á óvissuna, andstæð-
ingum flokksins til ánægju . . . Al-
þýðubandalagið er flokkur íslenzkra
jafnaðarmanna. Getur ekki verið
annað, vill ekki vera annað.“
En jafnaðarmenn eru ekki marx-
istar. Þeir eru ekki sósíalistar að
okkar skilningi. Allir jafnaðar-
mannaflokkar Evrópu eru í raun
einhvers konar borgaraflokkar sem
eru miklu lengra til hægri hvað
kapítalið snertir en tilaðmynda
Sjálfstæðisflokkurinn sem þarf að
taka mið af litlu þjóðfélagi og borg-
aralegri millistétt sem á ekki mikið
undir sér miðað við auðkýfingana
í krataflokkunum austan hafs.
Með allt þetta í huga er orðið
sósíalismi nánast merkingarlaust
þarsem það stendur sem einkunnar-
orð Alþýðubandalagsins.
~t FTri Sumt fólk er alltaf að
-l-tlv/»gefa öðrum einkunnir.
Þetta fólk heldur það sé fjallkóng-
ar, en við hin dilkarnir. Helzt vildi
það, hygg ég, hafa líf okkar í hendi
sér. Það eru fjallkóngarnir í stjórn-
málunum sem hafa komið óorði á
pólitíkina. En þá er alls staðar að
finna, ekki sizt í listum. Oft eru
þeir gagnrýnendur, skrifa um bæk-
ur einsog þær ættu að vera en ekki
einsog þær eru. Halldór Laxness
hefur bent á þetta öðrum betur.
Flestir hafa fjallkóngamir í bók-
menntum verið á vinstra væng svo-
kölluðum en þeim hefur einnig skot-
ið upp á hægra kantinum. Þessi
fjallkóngaforsjá er eitthvað það
hvimleiðasta sem ég þekki. Forsjár-
hyggja fyrir alvitringa. Hvernig
væri að leyfa rithöfundum að skrifa
þær bækur sem þeir vilja sjálfir?
Hvers vegna alltaf að telja maður
hafi það í hendi sér, hvern á að
setja á og hveijum ætti að farga.
Og hvernig væri að leyfa fólkinu
stundum að hafa sínar skoðanir?
Það hefur að vísu mikinn áhuga á
fjallkópgunum vegna þess það nær-
nokkurra ára skeið hafa búið við
aflatakmarkanir, sem gera það að
verkum, að vöxtur í sjávarútvegi
takmarkast annars vegar af því hvað
afurðaverð hækkar mikið erlendis
og hins vegar af því hvað hagræðing
í atvinnugreininni skilar miklu. Þar
sem um er að ræða gífurlega offjár-
festingu bæði í skipum og fiskverk-
unarhúsum miðað við þann afla, sem
nú berst á land og mun berast á
land í fyrirsjáanlegri framtíð er ekki
við því að búast, að ný alda fjárfest-
ingar í sjávarútvegi kveiki í efna-
hagslífmu eins og stundum áður.
I landbúnaði snýst baráttan fyrst
og fremst um það að draga úr fram-
leiðslu. í byggingariðnaðinum er
staðan sú, að enn er mikið af at-
vinnuhúsnæði, sem stendur ónotað
í landinu, ekki sízt á höfuðborgar-
svæðinu, þannig að tæpast er við
að búast mikilli uppsveiflu á þeim
vígstöðvum. Svigrúm almenns iðn-
aðar er áreiðanlega takmarkað og
þótt stöðug þróun sé í átt til aukins
útflutnings á framleiðsluvörum iðn-
aðarfyrirtækja er þar ekki um að
ræða magn eða íjárhæðir, sem sköp-
um skipta.
Það er af þessum sökum, sem það
hefur svo mikla þýðingu fyrir okk-
ur, að viðunandi samningar takist
um byggingu nýs álvers eða annars
stóriðjuvers í landinu. Okkur vantar
nýjan vaxtarbrodd í atvinnulífið.
Hann getur einungis komið með
aukinni hagræðingu í sjávarútvegi,
með nýjum stóriðjufyrirtækjum og
með þeim auknu viðskiptum, sem
fylgja mundu í kjölfar aukins fijáls-
ræðis í samskiptum okkar og Evr-
ópuþjóða. Þess vegna er það sér-
stakt fagnaðarefni, að jákvæðari
fréttir berast nú bæði af viðræðum
EB og EFTA og viðræðum íslenzkra
stjórnvalda og álfyrirtækjanna
þriggja. Þessi litla þjóð á mikið und-
ir því, að farsæl málalok fáist í þess-
um stóru málum báðum.
ist á skrifum þeirra einsog hveiju
öðru slúðri. Gagnrýni er oft einsog
bæjarslúður, hefur Kristján Karls-
son bent mér á og ég hef nefnt
áður. Hvað segir hann; eða hún?
Hver talar illa um hvern? Þetta er
mátulegt á hann(!) Hann er innund-
ir(!) Hún ætti bara að halda sig á
mottunni(!) Og þar frameftir götun-
um.
En fólkið hefur, þráttfyrir allt,
sínar eigin hugmyndir og það sem
betra er, almenningur hefur sinn
smekk. Oft allgóðan smekk. Og
hann getur verið fordómalausari en
fjallkóngamir. Yndi og uppáhöld
vistri manna eru yfirleitt sett á, þau
lenda ekki í sláturhúsinu. Þetta
dugði þegar ég var ungur. En nú
er öldin önnur. Enginn bíður lengur
í ofvæni eftir því kóparnir sem
flæktust í ósýnilegt net marxismans
kenni fólki að varast þessi sömu
net. En þetta gráa gaman hefur
haft letjandi áhrif á umhverfið. Ég
þykist hafa þónokkra reynslu fyrir
því skáld séu viðkvæm, þótt þau
séu misjafnlega viðkvæm. Og þá
oft og einatt illa útbúin í því kald-
ranalega umhverfi sem er viðfangs-
efni þeirra og ástríða. Huldufólks-
byggð einhverskonar hentaði til-
finningum þeirra og hughrifum
líklega betur en það sýnilega
gaddavírsumhverfi sem einkennist
af olnbogaskotum og áreitni; tengsl
við jörðina; náttúrukvikuna og dul-
arfull ævintýri hennar, sem týnast
í skarkalann. Skáld eru talsmenn
drauma og leyndardóma sem tíminn
vefur hægt og sígandi inní áþreifan-
legan veruleika sinn. Fátt lýsir bet-
ur ofnæmi skáldsins fyrir umhverfi
sínu en þessar línur Frödings um
skáldið Wennerbom:
Veg hann fann til vorsins draumalands,
vær er blundur hans.
Þá er skáldið sælast, er það sefur.
í draumheimum getur skáldið upp-
lifað kvíðalaust og án nagandi sárs-
auka þann veruleika sem deyr á
því andartaki sem það opnar aug-
un. Ef ég man rétt þá var það
bandaríska skáldskonan misskilda
sem nú er flestum öðrum skáldum
þekktari, Emily Dickinson, sem
sagði það væri löng leið að opna
augun.
M.
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
a
Vorið 1983 tók ný ríkis-
stjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar-
flokks við völdum. Við
henni blasti m.a. verð-
bólga, sem var komin
upp í 130%. Eitt fyrsta
verk hennar var að af-
nema vísitölutengingu launa og verðlags,
sem hefur aldrei verið tekin upp aftur í
þeirri mynd, sem þá var. Hins vegar var
engin breyting gerð á verðtryggingu fjár-
skuldbindinga.
Morgunblaðið gagnrýndi þessa ráðstöf-
un ríkisstjórnarinnar á þeirri forsendu, að
með því að afnema verðtryggingu launa
en halda verðtryggingu fjárskuldbindinga
væ'ri öllum forsendum fyrir langtímaskuld-
bindingum fjölda fólks breytt með þeim
hætti, að óviðunandi væri. Um þetta sagði
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn
9. júlí 1983:
„í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks varð
niðurstaðan hins vegar sú, að taka kaup-
gjaldsvísitöluna úr sambandi en ekki láns-
kjaravísitöluna. Þess í stað var húsbyggj-
endum boðið upp á að fresta hluta afborg-
ana og vaxta lána þar til síðar. Síðan hef-
ur það misræmi, sem á skömmum tíma
mun skapast vegna takmarkaðra launa-
hækkana en umtalsverðra hækkana á láns-
kjaravísitölu, leitt til umræðna um þessa
stöðu. Þær umræður og sú gagnrýni mun
fara vaxandi, eftir því sem frá líður.
í öllum viðskiptum skiptir það höfuð-
máli að skapa traust. Þetta á ekki sízt við
um nokkra grundvallarþætti í fjármálalífi
þjóðarinnar. Það er mikilvægt, að þeir sem
eiga íjármuni og binda þá til ákveðins tíma
í verðtryggðum spariskirteinum ríkissjóðs,
almennum verðtryggðum skuldabréfum
eða á verðtryggðum innlánsreikningum
bankanna, geti treyst því, að stjórnmála-
menn breyti ekki í einu vetfangi þeim for-
sendum, sem lágu til þess, að þeir voru
tilbúnir að festa fé sitt. Þegar um þetta
var fjallað í viðræðum ríkisstjórnarflokk-
anna mun það hafa verið mat sérfræð-
inga, að yrði lánskjaravísitalan tekin úr
sambandi eða skert eins og kaupgjalds-
vísitalan, gæti það orðið þungt áfallt fyrir
allt íjármálakerfi þjóðarinnar, þar sem
fjármagnseigendur gætu þá augsýnilega
engu treyst. Rökin fyrir þessu eru augljós.
A hinn bóginn er ljóst, að húsbyggjend-
ur, sem hin síðari ár hafa tekið á sig verð-
tryggðar fjárskuldbindingar, hafa einnig
gert það á ákveðnum forsendum og þær
forsendur hafa verið, að hækkun kaup-
gjaldsvísitölu og lánskjaravísitölu yrði
mjög áþekk. Sem dæmi um þetta má
nefna, að þegar einn lífeyrissjóðanna reið
á vaðið með verðtryggð lán til sjóðfélaga
til langs tíma, var röksemdafærsla sjóðsins
sú, að jafnvel þótt höfuðstóll lánsins svo
og upphæð árlegra afborgana mundi
hækka jafnt og þétt yrði afborgunin svo
til sama hlutfall af launum viðkomandi
eins og í upphafi. Á þessum forsendum og
í þessari trú hafa húsbyggjendur tekið
verðtryggð lán á undanförnum árum. Á
sama hátt og ekki má bijóta niður traust
fjármagnseigenda til fjármálakerfisins er
jafnljóst, að ekki er til fýrirmyndar að
gjörbreyta með einu pennastriki þeim for-
sendum, sem lántakendur hafa lagt til
grundvallar sínum gjörðum ...
... Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar í
upphafi hefur á engan hátt verið dregið
úr trausti og tiltrú fjármagnseigenda til
fjármálakerfisins og það er auðvitað mikil-
vægt í sjálfu sér. Hins vegar hefur forsend-
um fyrir lántöku fjölmargra húsbyggjenda
og atvinnufyrirtækja verið gjörbreytt.
Ríkisstjómin verður að gera sér ljóst, að
vandi þessara aðila er óleystur."
Þessi ákvörðun þáverandi ríkisstjómar
leiddi til svo mikilla og afdrifaríkra vanda-
mála fyrir þúsundir húsbyggjenda á þeim
tíma, að nokkrum árum seinna varð að
gera sérstakar ráðstafanir og taka upp
sérstök greiðsluerfiðleikalán til þess að
leysa úr vanda þeirra og tókst það þó
ekki nema að takmörkuðu leyti vegna
þess, að mikill fjöldi fólks missti allar eig-
ur sínar m.a. og ekki sízt af þessum sökum.
Nokkrum árum seinna stóðu svo spari-
fjáreigendur frammi fyrir því, að ríkis-
stjórn tók ákvörðun um að breyta grund-
velli lánskjaravísitölu með þeim hætti, að
þeir báru skarðan hlut frá borði miðað við
það, sem þeir máttu ætla, þegar þeir festu
fé sitt í verðtryggðum verðbréfum ríkis-
sjóðs eða annarra aðila.
MORGUNBLAÐIÐ
hefur í engu breytt
þeirri skoðun, sem
forsendum sett var fram á
þessum vettvangi í
júlí 1983, að það sé óveijandi, að stjórn-
völd grípi til ráðstafana í efnahags- og
fjármálum, sem kippi gjörsamlega stoðun-
um undan langtímaráðstöfunum fólks og
fyrirtækja eins og fasteignakaup óneitan-
lega eru. Með sama hætti og sá sem fest-
ir sparifé sitt í verðbréfum með ákveðnum
skilmálum á að geta treyst því, að þeim
skilmálum verði ekki breytt honum í óhag,
á lántakandi, sem tekur á sig skuldbinding-
ar jafnvel til 25 ára, að geta treyst því,
að þeim skilmálum á skuldbindingum hans,
sem hann hefur byggt ráðstafanir sínar
á, verði ekki breytt og honum í mörgum
tilvikum gert ókleift að standa við þær
skuldbindingar.
Nú er um það rætt að selja húsbréfin
á erlendum markaði. Með sama hætti og
við höfum nú heimild til að kaupa erlend
verðbréf er ekkert athugavert við það, að
útlendingar geti keypt íslenzk verðbréf.
Væntanlega er hins vegar öllum, sem hlut
eiga að máli ljóst, að ef tækist að selja
húsbréf í einhveiju magni á erlendum
markaði og ríkisstjórn á Islandi mundi
gera ráðstafanir, sem fælu í sér grundvall-
arbreytingu á þeim skilmálum, sem hús-
bréfin byggja á, t.d. í sambandi við grund-
völl lánskjaravísitölu eða breytingu á ríkis-
ábyrgð, sem þýddi minni ábyrgð ríkisins
en ella á þessum bréfum og ætlast væri
til, að sú aðgerð væri afturvirk og hefði
áhrif á þau bréf, sem búið væri að selja
erlendis, mundi slík ráðstöfun á svipstundu
eyðileggja alla möguleika á sölu slíkra
bréfa og annarra íslenzkra verðbréfa er-
lendis. Að því leyti til gæti það orðið vörn
fyrir landsmenn hér heima fyrir, að slík
bréf væru sett á markað erlendis, að
islenzk stjórnvöld mundu ekki dirfast að
koma þannig fram við erlenda fjárfest-
ingaraðila, þótt þau fari létt með að beita
sér með þessum hætti gagnvart innlendum
sparifjáreigendum eða lántakendum. Að
þessu vék Gunnar Helgi Hálfdanarson,
forstjóri Landsbréfa hf. einmitt í samtali
við Morgunblaðið í gær, föstudag, er hann
ræddi vissa erfiðleika á sölu slíkra bréfa
erlendis og sagði m.a.: „Þeir (þ.e. erlendir
fjárfestar) skynjuðu hættuna á, að fjár-
festa í bréfum tryggðum með lánskjara-
vísitölu í ljósi þeirrar breytingar, sem gerð
hefur verið á útreikningsaðferðum henn-
ar.“
Af einhveijum ástæðum hafa fjármála-
sérfræðingar þjóðarinnar hins vegar ekki
lagt sama mælikvarða á sparifjáreigand-
ann og lántakandann í þessu sambandi.
Þegar grunni lánskjaravísitölu var breytt
vöruðu þeir mjög við þeim aðgerðum en
þegar ráðstafanir eru gerðar, sem gjör-
breyta stöðu lántakenda, gera þeir engar
athugasemdir við það.
Að breyta
Afturvirk
vaxtahækk-
un
Á ÞESSU ER
haft orð nú vegna
þeirrar ákvörðunar
núverandi ríkis-
stjórnar að hækka
vexti á húsnæðis-
lánum umtalsvert. Það er ekkert við það
að athuga að hækka vexti á húsnæðislán-
um. Augljóst er, að þeir hafa verið alltof
lágir miðað við þá vexti, sem Byggingar-
sjóður ríkisins hefur orðið að borga af
þeim fjármunum, sem hann hefur tekið
að láni til þess að lána aftur út til hús-
byggjenda.
Það er hins vegar staðreynd, að vextir
þessara lána voru ákveðnir 3,5%. Það er
jafnframt staðreynd, að fjölmargir lántak-
endur hjá Húsnæðismálastjórn tóku lánin
á þessum forsendum og byggðu langtíma-
fjárfestingu í húsnæði á þessu vaxtastigi.
Um leið og Morgunblaðið sér ekkert at-
hugavert við að hækka nú vexti á þeim
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 25. maí
húsnæðislánum, sem tekin eru frá því að
vaxtahækkun er tilkynnt, getur blaðið
ekki fallizt á að réttmætt sé að láta þá
ákvörðun virka frá árinu 1984. Það er
engin sanngirni eða réttlæti í því að breyta
með þessum hætti þeim forsendum, sem
lántakendur Húsnæðismálastjórnar frá
árinu 1984 til vors 1991 byggðu fjárhags-
ráðstafanir sínar á.
Nú eru ýmis rök færð fram til stuðn-
ings þessari ráðstöfun. Þegar Morgunblað-
ið spurði Sigurð B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóra Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka hf. sl. fimmtudag, hvort þetta
gæti ekki talizt siðlaus aðgerð svaraði
hann: „Ég held, að þetta sé alfarið í sam-
ræmi við skilmála í viðkomandi skuldabréf-
um og þess vegna auðvitað löglegt og alls
ekki siðlaust. Ég veit ekki betur en að
þetta sé í skilmálum allra þessara skulda-
bréfa. Þessi breyting er gerð, ef ég skil
rétt, til þess að draga úr þessum mikla
mismun, sem er milli þeirra, sem njóta
lána úr gamla kerfinu og þeirra, sem eru
að taka lán í húsbréfakerfínu, þar sem
byggt er á markaðsvöxtum. Mér finnst
ákveðið réttlæti í því, að allir þurfi að taka
á sig vaxtahækkun, þegar vextir hækka
vegna þess, að ekki er jafnvægi á milli
framboðs og eftirspurnar eftir sparifé. Mér
fyndist óréttlátara, ef einhver hópur væri
stikkfrí og slyppi undan þeirri hækkun,
það er að segja, þegar það er skráð inn í
skilmála bréfanna, að húsnæðismálastjórn
geti breytt vöxtunum, þannig að allir hljóta
að hafa verið undir það búnir.“
Nú er það út af fyrir sig býsna teygjan-
leg röksemd, að aðgerðir af þessu tagi
eigi að vera afturvirkar til þess, að enginn
hópur þjóðfélagsþegna njóti betri kjara en
aðrir. I áratugi byggðu Islendingar íbúðir,
sem verðbólgan borgaði niður og fengu
jafnframt alla vexti frádregna frá skatti!
Hvers vegna eiga þær kynslóðir, sem nú
eru að koma yfir sig þaki ekki að sitja við
sama borð og lnnar fyrri, ef röksemd Sig-
urðar B. Stefánssonar er notuð að þessu
leyti?
Hitt er vafalaust rétt, að í skuldabréfum
þeim, sem lántakendur hafa undirritað á
árabilinu 1984 til 1991 sé gert ráð fyrir
breytilegum vöxtum. Hins vegar verður
ekki horft fram hjá því, að þær umræður,
sem fram fóru um lánakerfið, sem upp var
tekið 1986, voru með þeim hætti, að lán-
takendur í því kerfi höfðu rökstudda
ástæðu til að ætla, að vextir þessara lána
yrðu þeir, sem um var samið í upphafi.
Umræðurn-
ar 1986
HINN 26.
febrúar 1986 var
undirritað sam-
komulag milli
verkalýðshreyfíng-
ar og vinnuveitenda um kjaramál. Jafn-
framt var gefin út yfirlýsing þessara aðila
um samkomuiag, sem þeir höfðu gert með
sér um húsnæðismál, sem að sjálfsögðu
var ekki skuldbindandi fyrir löggjafarvald-
ið en var lykill að lausn kjaradeilunnar og
þáverandi ríkisstjórn tók að sér að fylgja
fram. í þessari yfirlýsingu um húsnæðis-
mál sagði m.a.: „ASÍ, VSÍ og VMS eru
sammála um, að eitt brýnasta úrlausnar-
efni kjarasamninganna sé að leita leiða til
úrlausnar á þeim greiðsluvanda húsbyggj-
enda, sem nú eiga í erfiðleikum og jafn-
framt að finna varanlega lausn á fjármögn-
unarvanda þeirra, sem eru að eignast sína
fyrstu íbúð.“
Síðar í þessari yfirlýsingu sagði:
„Lánstími verði 40 ár og vextir aldrei
hærri en 3,5%“ Takið eftir: „ ... aldrei
hærri en 3,5%.“ í sérstakri yfirlýsingu, sem
ríkisstjórnin sendi frá sér og Steingrímur
Hermannsson undirritaði á þessum tíma
sagði: „Ríkisstjórnin felst á grundvallar-
atriði þeirra hugmynda, sem fram koma
í yfirlýsingu samningsaðila um húsnæðis-
mál...“
Hinn 18. apríl 1986 mælti Alexander
Stefánsson, þáverandi félagsmálaráð-
herra, fyrir frumvarpi, sem ríkisstjómin
lagði fram á Alþingi í samræmi við þessa
yfirlýsingu. I ræðu sinni sagði þáverandi
félagsmálaráðherra: „í tillögum nefndar
þeirrar, sem samdi frumvarp þetta er gert
ráð fyrir, að kveðið verði á um, að vextir
af útlánum megi ekki verða hærri en 3,5%
á ári. Ríkisstjórnin taldi það ekki heppilegt
að kveðið væri á um hámark vaxta í lög-
um. Á hinn bóginn hefur ríkisstjómin
ákveðið að vextir af lánum Byggingarsjóðs
ríkisins verði 3,5% á ári eins og þeir eru
nú og verði ekki hærri meðan þessi ríkis-
stjórn situr ... Hafa verður í huga, að
þrátt fyrir háa vexti á fjármagnsmarkaði
að undanförnu og þann vaxtamun, sem
nú er, hafa útlánavextir byggingarsjóð-
anna ekki orðið hærri en að ofan greinir.
Því er óvíst, að ákvæði um vaxtaþak, eins
og tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir,
breyti svo miklu um vaxtaákvarðanir og
núverandi ríkisstjórn mun ekki hækka
vexti umfram 3,5%.“
Þessar yfirlýsingar og umræður breyta
ekki því að löglegt er að hækka vexti á
þeim lánum Húsnæðismálastjórnar, sem
þegar hafa verið tekin og auðvitað má
færa rök að því, að sú afstaða þáverandi
ríkisstjórnar að lögfesta ekki vaxtastigið
hafi verið vísbending um að vextir kynnu
að hækka síðar en allar umræður um þetta
húsnæðislánakerfi í þjóðfélaginu vom með
þeim hætti, að lántakendur hafa með rök-
um getað búizt við því, að þessu vaxta-
stigi yrði ekki breytt. En auðvitað eru
samningsaðilar á þessum tíma beztu vitnin
um það, sem að var stefnt.
Núverandi ríkisstjórn bendir á, að þeir,
sem hafa lægstar tekjur og miðlungstekjur
muni fá þessa vaxtahækkun bætta með
vaxtabótum, þannig að staða þeirra verði
óbreytt. Auðvitað skiptir þetta vemlegu
máli. Hins vegar eru gjalddagar lánanna
íjórir á ári en gjalddagi vaxtabóta einn
þannig að augljóst er, að þessi vaxtahækk-
un getur leitt til erfiðleika hjá þeim, sem
minnst mega sín, við að standa í skilum
á réttum gjalddögum.
En kjarni málsins er þó sá, að hvort sem
um er að ræða sparifjáreigendur eða lán-
takendur, tekjulága eða tekjuháa, þá em
afturvirkar ráðstafanir, sem breyta for-
sendum fyrir langtímafjárfestingum fólks
og fyrirtækja ekki veijandi. Og Sjálfstæð-
isflokkurinn ekki sízt ætti að hafa í huga,
að aðgerðir af þessu tagi, sem sá flokkur
stendur fyrir, opnar vinstri stjórnum leið
til margvíslegrar afturvirkrar skattlagn-
ingar með tilvísun til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi gert það sama.
Umræður í
Bretlandi
í SAMTÖLUM
þeim, sem Morgun-
blaðið birti sl.
fimmtudag við
helztu sérfræðinga
á fjármálamarkaðnum um þessi málefni
sagði Guðmundur Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings hf. m.a.: „Þetta
eru skuldbindingar, sem fólk er búið að
taka á sig, við þekkjum dæmi erlendis,
þar sem þetta hefur verið gert, til dæmis
í Bretlandi, þar sem uppistaðan af lánum
vegna húsnæðismála er með breytilegum
vöxtum. Þar er þetta beinlínis notað af
stjórnvöldum, sem stjórntæki við að hafa
áhrif á efnahagslífið á hveijum tíma vegna
þess að þetta kemur auðvitað beint við
buddu almennings, svona hækkanir eða
lækkanir og hafa þá áhrif á það, hvort
fólk hefur úr meiru eða minna að moða.“
Verra dæmi var varla hægt að taka til
þess að veija afturvirkar vaxtahækkanir
hér! Það er rétt, að í Bretlandi eru breyti-
legir vextir á húsnæðislánum. Á undan-
förnum misserum hefur orðið gífurleg
hækkun á vöxtum í Bretlandi, þótt þeir
séu byijaðir að lækka aftur. Þegar vextim-
ir voru sem hæstir voru miklar umræður
í fjölmiðlum í Bretlandi um þessi málefni
og þar kom fram, að vaxtahækkanir af
þessu tagi þýði sjálfkrafa gjaldþrot svo
og svo margra einstaklinga. Töluverð átök
voru innan íhaldsflokksins á síðasta ári
um það, hvort auka ætti vaxtafrádrátt
fólks vegna húsnæðiskaupa til þess að
mæta þessu vanda og m.a. kom fram í
fréttum á þeim tíma, að Thatcher þáver-
andi forsætisráðherra væri því mjög hlynnt
en ætti við ramman reip að draga vegna
andstöðu fjármálasérfræðinga (!).
En fleira forvitnilegt hefur komið fram
í umræðum í Bretlandi um þessi málefni,
þ.e. breytilega vexti eða fasta vexti á hús-
næðislánum. Hinn 23. maí 1989 birtist í
hinu heimsþekkta dagblaði The Times í
London, bréf til ritstjóra frá manni að
nafni Karsten Schmidt, sem þá var einn
af framkvæmdastjórum brezka verzlunar-
ráðsins í Þýzkalandi. Bréf þetta varð til-
efni nokkurra umræðna í brezkum blöðum
og m.a. um það ijallað af efnahagssérfræð-
ingum Financial Times og bréfritari kom
fram í brezka sjónvarpinu BBC, þar sem
hann ræddi þessi málefni.
í bréfinu í Times sagði bréfritari m.a.:
„Sú bylgja löglegra og ólöglegra verkfalla
og hótana um slíkar aðgerðir, sem nú
gengur yfir m.a. í samgöngufyrirtækjum
í Bretlandi og raunar víðar í brezku at-
vinnulífi sýnist beinlinis eiga rót sína að
rekja til mikilla hækkana á vöxtum hús-
næðislána, sem hafa fylgt öðrum vaxta-
hækkunum. Fjármagnskostnaður vegna
húsnæðislána er komin langt fram úr því,
sem ráðstöfunarfé fólks dugar til að standa
undir og vaxtahækkanir hafa farið fram
úr verðbólgu og kauphækkunum ... Sum-
ar Evrópuþjóðir hafa ekki lent í sömu stöðu
og Bretar að þessu leyti. Getur skýringin
verið sú, að húsnæðislán eru veitt með
föstum vöxtum í ákveðinn tíma? í Sviss
og Þýzkalandi, þar sem efnahagsástand
er stöðugast meðal Evrópuþjóða og raun-
vextir lægstir er bönkum óheimilt að lána
sparifé, sem lagt er inn til skamms tíma,
í langtíma lán til húsnæðiskaupenda.
Langtímalán verða að byggjast á
langtímaspamaði...
Tengslin á milli vaxta af húsnæðislánum
og þeirra vaxta, sem geta tekið daglegum
breytingum, eru rofín og hafa því ekki
áhrif á daglegt líf fjölskyldna, sem þurfa
að standa undir greiðslum af húsnæðislán- '
um. Heimilunum er hlíft við breytingum á
vöxtum og fjölskyldur geta byggt ijár-
hagsáætlanir sínar í samræmi við tekjur
án þess að þurfa að krefjast kauphækkana
til þess að greiða vaxtahækkanir eins og
við þekkjum í Bretlandi. Af þessu leiðir
líka vinnufrið.“
Bréfritari bætir svo við: „Árið 1992 má
vel vera, að húsnæðislán af þessu tagi
verði tekin upp í Bretlandi - og vonandi
verður það svo.“
Morgunblaðið óskaði eftir því við bréfrit-
ara á þessum tíma, að hann skýrði betur
þau sjónarmið, sem fram komu í bréfí
hans til Times og í svari til blaðsins sagði
hann m.a.: „Almenningur er að mínu mati,
reiðubúnari til þess að sætta sig við háa
raunvexti vegna ýmissa daglegra þarfa,
ef heimilum fólks, þ.e. íbúðum, er hlíft við
þessum vaxtasveiflum. Sú ákvörðun að
kaupa hús eða íbúð er mikilvæg fyrir nán-
ast hveija einustu ijölskyldu og á að mínu
mati að byggjast á skynsamlegum
langtímasjónarmiðum. Þegar fasteign er
keypt þarf kaupandinn að vita, hvort hann
getur staðið undir þessari fjárfestingu með
tekjum sínum. Fastir vextir á Iangtímalán-
um eru lykilatriði í ákvörðun um kaup.“
Eins og af þessu má sjá liggur það
ekki beint við að rökstyðja afturvirka
vaxtahækkun með tilvísun til þess, hvem-
ig þessum málum er háttað í Bretlandi!
Hitt er svo annað mál, að lífeyrissjóðimir,
sem standa undir húsnæðislánakerfínu að
vemlegu leyti eru eign sama fólks og er
að taka þessi lán. Á blaðamannafundi á
dögunum vék Friðrik Sophusson, íjármála-
ráðherra, orðum að lífeyrissjóðunum og
benti á, að afstaða þeirra gæti ráðið úrslit-
um um vaxtastig í húsnæðiskerfinu. Er
nú ekki hugsanlegt að færi atkvæða-
greiðsla fram meðal eigenda lífeyrissjóð-
anna, fólksins í landinu, um það hvort eig-
endur sjóðanna væra tilbúnir til að lána
fé þeirra á föstum vöxtum til langs tíma
til þess að standa undir húsnæðislánakerfi
með föstum vöxtum, mundu þessir sömu
eigendur komast að þeirri niðurstöðu að
það væri þeim í hag, börnum þeirra og
barnabömum, jafnvel þótt það kostaði þá
einhveijar krónur í minni lífeyri á efri
áram? Með þessari umfjöllun er engin af-
staða tekin til þeirra húsnæðislánakerfa,
sem hér hafa verið byggð upp. Það er
umhugsunarefni, að öngþveitið á þeim
vettvangi virðist vaxa en ekki minnka. En
það er önnur saga.
„Um leið og
Morgunblaðið sér
ekkert athuga-
vert við að hækka
nú vexti á þeim
húsnæðislánum,
sem tekin eru frá
því að vaxtahækk-
un er tilkynnt,
getur blaðið ekki
fallizt á að rétt-
mætt sé að láta
þá ákvörðun
virka frá árinu
1984. Það er eng-
in sanngirni eða
réttlæti í því að
breyta með þess-
um hætti þeim
forsendum, sem
lántakendur Hús-
næðismálastj órn-
ar frá árinu 1984
til vors 1991
byggðu fjár-
hagsráðstafanir
sínar á.“