Morgunblaðið - 26.05.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 26.05.1991, Qupperneq 43
43 ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 ístónn. islensk tónlist flutt og leikin. 11.00 Alfa-fréttir. Fréttir af því sem Guð er að gera. Umsjón Erla Bolladóttir. 11.30 Blönduð tónlist. 16.00 „Svona er lifið." Umsjón Ingibjörg Guðnadótt- ir. 17.00 Blönduð tónlist. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. Dagskrárkynning, lofgjörðartónlist. 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón Kol- beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lifs. 21.20 Kvöldsagan. Guðbjörg Karlsdóttir. 21.40 Á stundu sem nú. Umraeðuþáttur í umsjón Gunnars Porsteinssonar. 23.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson i morgunham. Fréttir frá fréttstofu kl. 9,00. íþróttafréttir kl. 11. Umsjón Valtýr Björn. 12.00 Haraldur Gíslason. Spjall um lifið og tilveruna. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturfuson. 17.00 island i dag. Jón Ársæll Þóröarson og Bjarni Dagur Jónsson. Fréttir kl. 17.17. 18.30 Sigurður Hlöðversson. 22.00 Haraldur Gislason á kvöldvaktinni. 2.00 Heimir Jónasson. EFF EMM FM 95,7 7.00 A-Ö. Steingrimur Ólafsson. 8.00 Fróttayfirlit. 9.00 Jón Axel Ólafsson. 0.00 Fréttir. 10.40 Komdu í Ijós. Jón Axel. 11.00 jþróttafréttir. 11.05 ívar Guömundsson i hádeginu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.30 yertu með ivari i léttum leik. 13.00 Ágúst Héðinsson. Tóniistarþáttur. 14.00 Fréttir. 16.00 Fréttir 16.05 Anna BjörK Birgisdóttir. 16.30 Fregnir af flugi og flugsamögnum. 17.00 Topplag áratugarins. 17.30 Brugðið á leik. 18.00 Kvöidfréttir. 18.05 Anna Björk heldur áfram. 18.20 Lagaleikur kvöldsins. 18.45 Endurtekið topplag áratugarins. 19.00 Bandaríski og breski vinsældalistinn. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. 01.00 Darri Ólason á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Pálmi Guðmundsson. Óskalög og afmæliskveðjur i sima 27711. 17.00 l'sland í dag (frá Bylgjunni). Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl. 18.30 og 19. STJARNAN FM102/ 104 7.30 Tónlist. Páll Sævar Guðjónsson. 10.00 Tónlist. Ólöf Marin Úlfarsdóttir. 13.00 Sigurður Ragnarsson. 16.00 Klemens Arnarson. 19.00 Guðlaugur Bjartmarz. 20.00 Kvöldtónlistin þín. Arnar Bjarnason. 24.00 Næturhrafninn. Guðlaugur Bjartmarz. Rás 1: RúRek “91 ■■I í kvöld verður út- OA 00 varpað á Rás 1 upp- — tökum frá sunnu- degi á djasshátíð RúRek “91. Þar koma fram Ellen Kristj- ánsdóttir og folkkur mannsins hennar, kvintekk Carls Möller og Finns Eydals ásamt Andreu Gylfadóttur, sextett Árna Schevings og Penttis Lasana og Sveiflusextettinn. Stöð 2: TungEð í ræsinu ■■■■ Fjalakötturinn sýnir OQ 50 ' kvöld frönsku --myndina Tunglið í ræsinu (La lune dans le Caniveau) sem leikstjórinn Jean-Jacques Beineix leik- stýrði. Ung stúlka finnst- and- vana og bendir margt til þess að henni hafí verið nauðgað. Bróðir hennar fyllist hefndar- hug og ákveður að hafa uppi á ódæðismanninum á eigin spýtur og refsa honum. Með aðalhlutverk fara Nast- assia Kinski og Gérard Dep- ardieu. MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SIONVARP SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 Sjónvarpið: Simpson-fjölskyklan BBHBI Heimilislífið hjá hinni bandarísku Simpson-fjölskyldu geng- QA 35 ur aldrei tíðindalaust fyrir sig. Höfundur syrpunnar, teikn- “U —■ arinn Matt Groening, hefur lýst fjölskyldunni sem „hreint út sagt fáránlegri samkundu“. Hún á sér þó fyrirmyndir í hinni bandarísku vísitölufjölskyldu, eins og Groening sér það fyrirbæri: Pabbinn brýnir raustina í sífellu, mamman nöldrar og sífrar og bles- suð bömin þijú eru höfð að blórabögglum fyrir allt sem miður fer í heimiiislífinu. í kvöld er á dagskrá 21. þátturinn í þessum kátlega mynda- flokki. Þýðandi er Olafur B. Guðnason. Sjónvarpið IMöfnin okkar ■■■■I Nöfnin okkar, fjórði þáttur Gísla Jónssonar íslenskufræð- Ol 30 ing's. er á dagskrá Sjónvarps i kvöld. Hvað er það sem Li\- ~ stjórnar vali okkar á skírnarnöfnum, þegar hvítvoðungur- inn er vatni ausinn? Hvað ræður því, hvort barnið hlýtur eitt nafn eða fleiri? Og hvers vegna verða sum nöfn að sannkölluðum tísku- heitum meðan önnur falla í gleymsku og dá? Gísli fer hringinn í kringum íslenska nafnaflóru í fimmtán stuttum þáttum, sem verða á mánudagskvöldum í sumar. Þar mun hann leita svara við ofan- greindum spurningum og ýmsum fleiri sem vakan kunna þegar aug- um er rennt yfir símaskrána, þjóðskrána og aðrar nafnaskrár. í leið- inni segir Gísli svo deili á ýmum algengum nöfnum sem fylgt hafa íslenskri þjóð gegnum tíðina. í kvöld ættu Einarar þessa lands að setjast við skjáinn, því þeir verða væntanlega nokkru fróðari um skírnarnafn sitt að þættinum loknum. Dagskrárgerð annaðist Sam- ver hf. á Akureyri. Stöð 2= Öngstræti !■■■■ Þáttaröðin Ongstræti Hong Kong (Yellowthread Street) 91 25 íefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld en þar er fjallað um “ \ störf lögreglunnar í þessari miklu stórborg. í þáttaröðinni koma við sögu sjö lögreglumenn sem allir berjast með ráðum og dáð gegn skipulagðri glæpastarfsemi og vaxandi öldu ofbeldis í borg- inni. Sögusviðið er fjölbreytt enda er samfélagið í Hong Kong margsl- ungið og með öðum hætti en Vesturlandabúar eiga að venjast. Bar- áttan gegn glæpum tekur á sig óvenjulega mynd þarna þar sem kínverska mafían, eiturlyfjabarónar og dulrænir atburðir jkoma við sögu. Öngstræti verður vikulega á dagskrá Stöðvar 2. GÁRUR eftir Elínu Pálmadóttur Eftir morgun- daginn Orð dagsins: Spara, spara. Draga saman. Hagræða. Kominn tíminn á það. Þetta gerist víst á hveiju heimili, þegar búið er að eyða of miklu, veita sér lúxussumarfrí eða stækka húsið með glerhúsi eða heitum potti og reikningarnir streyma inn, sem ekki er til fyrir. Á þjóð- arheimilinu líka. Það fór jafnvel hrollur um þessa skuldglöðu þjóð þegar allir milljarðarnir, sem búið var að eyða eða lofa, komu fyrir stuttu undan teppinu, þang- að sem þeim hafði verið sópað. Ólán með þessi teppi. Það eru víst takmörk fyrir hve miklu er hægt að sópa undir þau, áður en þau fara að bunga eins og uppblásnir belgir af öll- um gerðum og falda súpan að skríða út undan brún- inni. Á hvers- dagsheimilum situr sóparinn venjulega uppi með að vera á staðnum og taka við skuldasúp- unni. Verður að gera eitthvað í málinu. Nema auðvitað þeir sem geta farið á hausinn, lýst sig gjaldþrota og velt skuldunum yfir á þá sem lánuðu þeim eða lögðu út, sem þá vökna í skulda- súpunni. Sumir eru Iíka svo heppnir að vera bara horfnir á braut þegar kemur að skuldadög- um. Verða áhorfendur. Svoleiðis er það á þjóðarheimilinu. Og það má alltaf taka áhættuna. Það var því eftir allt saman ekki út í bláinn hjá Oscari heitn- um Wilde, þegar hann sagði: Ég fresta því aldrei til morguns sem ég get gert eftir morgundaginn! Nú er dagurinn sá víst upp runn- inn hjá stóra sjóðnum okkar allra. Þessi skrifari hefur greinilega smitast af alþingismönnum, fréttamönnum og öllum hinum og er í ofurkappi farinn að líta eftir útgönguleið: Hvar ætli megi hagræða obbolítið? Byijaði raun- ar í síðasta pistli og getur ekki hætt. Skortir djörfung og dug til að segja eins og Theodór heitinn Roosevelt, Bandaríkjaforseti: Við eigum ekki að biðja um léttari byrðar heldur sterkari bök. Fyrir augum varð þá svið sem illa þolir samdrátt, einfaldlega af því að svo lítið er til að draga saman. Sviðið sem hefur blásið hér svo ánægjulega út á undan- förnum árum, tónlistin. Tónlist- arlífíð hefur tekið stökk fram á við í gæðum og magni, flytjend- um og áheyrendum síðan tónlist- arskólarnir komu til með, tæki- færi fyrir alla til vissrar mennt- unar. Nú streyma flytjendurnir heim, færandi hendi og fullir af áhuga, en of lítið svigrúm fyrir þá. Ekki er það efnilegt á sam- dráttarskeiði í skuldasúpu. Þá rak ég augun í ummæli eins af þessum ungu, glæsilegu söngvurum sem ætlar þrátt fyrir allt að reyna að þreyja þorrann og góuna hér heima, Bergþór Pálsson óperusöngvara. Hafði raunar heyrt eitthvað í þá áttina hjá tónlistarfólki sem starfað hefur erlendis. Eftir að hafa hrós- að þeirri uppbyggingarstarfsemi sem hér hefur orðið er Bergþór spurður hvað hann mundi leggja til: „Það væri tii dæmis hægt að setja á laggirnar öflugt fyrirtæki fyrir alla sviðslist. Þetta fyrirtæki er reyndar til, en það starfar í mörgum litlum einingum og á afar óhagkvæman hátt. Hér starfa fastráðnir hljóðfæraleikar- ar í Sinfóníuhljómsveitinni og fastráðnir leikarar og balletdans- arar í Þjóðleikhúsi. í íslensku óperunni eru söngvarar hins veg- ar lausráðnir. í Þýskalandi þykir sjálfsagt að allir þessir iistamenn hafi einn starfsmannastjóra sem hefur umsjón með vinnu þeirra. Allir listamennirnir eru á sömu starfsmannaskránni í sömu tölv- unni hjá sama aðilanum. Hér pukrast menn hins vegar hver í sínu horni og afleiðingin er óhag- kvæmni. Það er til dæmis erfitt að ná saman hóp af hljóðfæralei- kurum til að leika í ópei-usýn- ingu, því oft eru það sömu menn- irnir sem leika í Sinfóníuhljóm- sveitinni og í óperunni. Mér þætti skynsamlegra að þau bágbornu laun sem hljóðfæraleikarar í Sin- fóníuhljómsveitinni búa við, yrðu gerð sómasamleg. Þannig yrði kleift að nýta þá bæði í óperusýn- ingum og sinfóníutónleikúm.“ Ekki man ég betur en að hafa heyrt íslending, sem starfað hef- ur í sinfóníuhljómsveit í Svíþjóð, segja frá því að þar í borg léku fastráðnir hljóðfæraleikarar líka í óperu staðarins. Starfíð skipu- lagt þannig og þeim bæri að leika á hvorum staðnum sem er. Og hörpuleikari í starfi í Hollandi sagði eitthvað á þá leið að í ráðn- ingunni fælist að leika á fleiri stöðum eftir þörfum. í þessari miklu grósku í íslensku tónlist- arlífí á stuttum tíma hefur það beinlínis sprungið út og teygt annana í allar áttir, hvar sem ljósglætu hefur verið að fínna. Því eðlilegt að skapnaðurinn á jurtinni sé tilviljanakenndur, kannski svolítið vanskapaður. Er ekki tími til kominn að skoða hana frá grunni og kannski „skera hana sundur og saman“, eins og hástemmdur ræðumaður orðaði það eitt sinn við vígslu pýrrar sjúkradeildar. Að hag- ræða svo þeir peningar sem til eru í málaflokkinn nýtist sem best meðan þröngt er í búi. Kannski komumst við ein- hverntíma úr skuldasúpunni ef við verðum dugleg að spara og hagræða. Segjum eins og Kjeld Kirk Kristiansen, forseti Lego- fyrirtækisins, þegar hann var beðinn að skýra velgengni þessa danska fjölskyldufyrirtækis: „Síðast þegar pabbi fór í banka til að fá lán, sem var um 1950, þá leist honum ekki á það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.