Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/LESBOK Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að óhrekjandi sannanir væru fyrir því að Irakar hefðu brotið vopnahlésskilmála Sameinuðu þjóðanna og heimildarmaður í Hvíta húsinu sagði miklar líkur á því að Bandaríkjaher gripi til aðgerða gegn írökum, sem beinast myndu að stöðum þar sem talið er að írakar geymi kjarnorkuvopn eða efni og búnað til framleiðslu þeirra. Bush kallaði í gær á sinn fund háttsetta öryggismálaráðgjafa en talsmaður hans vildi ekki staðfesta að þeir væru að ræða framkomu Iraka gagnvart sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem skoða á staði í írak þar sem kjarnorka er meðhöndluð. Nefndinni var í gær enn meinaður aðgangur að herstöð þar sem nefndarmenn ætluðu að skoða búnað og tæki. Á fundinum voru rri.a.' varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Cheney, Brent Scowcroft, ráðgjafi í þjóðarör- yggismálum, og Colin Powell, for- seti herráðsins. Eftirlitsnefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna var í gær meinaður aðgangur að íraskri herstöð og að sögn heimiidarmanns innan SÞ skutu íraskir hermenn upp í loftið þegar nefndarmenn og fylgdarmenn þeirra reyndu að taka myndir af flutningabílum, sem ekið var í flýti frá herstöðinni, og reyndu hermenn- irnir einnig að grípa af þeim mynda- vélarnar. Atvikið átti sér stað við flutningamiðstöð hersins austur af bænum Fallujah. Fyrr í vikunni var eftirlitsmönnum SÞ meinaður aðgangur að annarri herstöð í 72 klukkustundir og þegar þeir loksins fengu að fara inn í stöð- ina á miðvikudag var búið að fjar- lægja búnað sem þeir höfðu séð úr fjarlægð. Bandaríkjamenn halda því fram að búnaðurinn hafi verið notað- ur til vinnslu úraníums sem Irakar noti til leynilegrar framleiðsiu kjarn- orkuvopna. Atvik þessi urðu þess valdandi að boðað var í skyndingu til lokaðra funda meðal þeirra sem sitja í örygg- isráði SÞ. Eftir fund Bush og öryggisráðjafa hanssagði heimildar- maður í Washingon miklar líkur á að Bandaríkjamenn myndu gera ár- ásir á staði þar sem þeir teidu að kjarnorkuvopn eða efni og búnað til framleiðslu þeirra væri að flnna. Heimildarmaðurinn sagði að írakar hefðu brotið samþykktir öryggisráðs SÞ með framkomu sinni við eftirlits- mennina. Síðar í gær greindi írösk frétta- stofa frá því að Saddam Hussein íraksforseti hefði skipað íröskum embættismönnum að hafa fulla sam- vinnu við eftirlitsmenn SÞ og fara í öllu eftir samþykktum öiyggisráðs- ins. m s Reuter Liðsmenn heimavarnarliðs Slóveníu búa sig undir bardaga við hermenn Júgóslavíuhers í gær. Skömmu áður en myndin var tekin misstu þeir einn af félögum sínum í skotbardaga. Slóvenar og Júgóslavíu- stjórn semja um vopnahlé Belgrad, Ljubljana. Reuter. STJORNVÖLD í Júgóslavíu og Slóveníu skýrðu frá því í gærkvöldi að þau hefðu samið um vopnahlé eftir harða bardaga í lýðveldinu í tvo daga. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði í sjónvarpi lýðveldisins að hann og Stane Brovet, aðstoðarvarnarmálaráðherra Júgóslavíu, hefðu komist að samkomulagi um þetta í símasamtali. Talsmaður júgó- slavneska utanríkisráðuneytisins sagði að Ante Markovics, forsætisráð- herra Júgóslavíu, hefði tjáð þremur utanríkisráðherrum Evrópubanda- lagsins, sem heimsóttu Belgrad, að hernaðaraðgerðum hefði verið hætt. Srdan Kerim, talsmaður júgóslavneska utanríkisráðuneytis- ins, sagði að samið hefði verið um vopnahlé frá klukkan 19.00 að ís- lenskum tíma í gærkvöldi. Áður höfðu stjórnvöld í Slóveníu sagt að júgóslavneski herinn héldi enn uppi árásum í lýðvelðinu þrátt fyrir að Ante Markovic hefði tiikynnt-á blaða- mannafundi að stjórnarhernum hefði verið fyrirskipað að hætta hernaðar- aðgerðum. Þá hafði Lojze Peterle, forsætisráðherra Slóveníu, sagt að her Júgóslavíu hefði hótað að ráðast á kjarnorkuver í lýðveldinu. Janez Jansa, varnarmálaráðherra Slóveníu, sagði síðdegis í gær að heimavarnarlið lýðveldisins hefði eyðilagt 19 skriðdreka og bryn- vagna, sem hefðu ráðist á hús í Fréttaritari Morgrmblaðsins á ferð í Slóveníu: Styrrinn stendur um landa- mærin til norðurs og vesturs Maribor í Slóveníu. Frá Önnu Bjarnadóttur, bladamanni Morgunblaðsins. SÁRAFÁIR voru á ferð í Maribor, næststærstu borg Slóveníu, síðdeg- Is í gær. Kveikt var á sjónvarpi eða útvarpi í öllum verslunum og veitingastöðum og mikil spenna var í lofti. Fólk beið frétta af fram- vindu mála í hinu nýja ríki og óttaðist að Júgóslavíuher léti vopnin tala. Bílstjóri, sem ók fram hjá herbúðum þar sem nokkur fjöldi fólks mótmælti veru hersins í borginni, var skotinn til bana í gær- morgun þegar hermaður greip hríðskotabyssu og hleypti af i átt að fólkinu. Flugherinn varpaði tveimur sprengjum á landamærastöð við Sentilj, 18 km fyrir norðan Maribor, skömmu fyrir hádegi í gær en það er mikilvægasta landamærastöðin milli Suðaustur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Maribor er 150.000 manna bær. Það var ekki hlaupið að því að kom- ast þangað í gær. Herlögregla á aðaiveginum þangað frá Zagreb, höfuðborg Króatíu, beindi allri umferð í átt til Ungveijalands í gegnum Króatíu og sagði að það væru vopnuð átök í Maribor. Her- lögregía á minni vegi svaf á verðin- um svo það var hægt að aka yfir hin nýju landamæri til Slóveníu. Aðstoðarborgarstjóri Maribor, Dr. Franci Stus, sagði í samtali við Morgunblaðið að vegum væri lokað svo júgóslavneski herinn og skrið- drekar hans kæmust ekki að landa- mærum Slóveníu og Austurríkis en það væri mjög mikilvægt að Slóv- enía héldi tengslum í vestur. Hann varaði við því að reynt yrði að kom- ast að landamærunum en það tókst eftir þröngum og krókóttum veg- um. Landamærastöð í þorpinu Juri var opin og þar voru austurrískir og slóvenskir toll- og landamæra- verðir í sólskinsskapi. Þeir sögðust vera við öllu búnir. Þeir voru klædd- ir skotheldum vestum og vopnaðir öflugum skotvopnum. Andrúms- loftið í kringum Juri var mun af- slappaðra en í Maribor sem er 20 km sunnar. Gömul bílflök úr bíla- kirkjugarði voru notuð á einum stað til að loka vegi til hálfs. En annars voru þungavinnuvélar og flutninga- bílar til taks til að loka vegum al- veg ef með þyrfti. Reuter Brynvagn júgóslavneska hers- ins brennur í bænum Cornja Roddona í Slóveníu í gær. bænum Medvedje, skammt frá landa- mærunum að Króatíu, og orðið þrem- ur mönnum að bana. Lögreglan í Ljubljana sagði að tvær herþotur hefðu gert árásir á Brnik-fiugvöll skammt frá borginni í gærmorgun. Flugskýli, tvær litlar flutningavélar slóvensks flugfélags og tvær byggingar hefðu eyðilagst. Jelko Kacin sagði að herflugvélar hefðu einnig gert árás á flugvöllinn í Maribor og skotið með vélbyssum á bifreiðar í Sentijl, við landamærin að Austurríki. Leiðtogar Evrópubandalagsins komu saman í Brussel í gær og ákveðið var að_ utanríkisráðherrar Lúxemborgar, Ítalíu og Hollands færu til viðræðna við stjórnvöld í Júgóslavíu til að freista þess að stilla til friðar. Heimildir hermdu einnig að náðst hefði samkomulag um að fresta frekari efnahagsaðstoð við Júgóslava ef friðarumleitanir bæru ekki árangur. „Við getum ekki látið það viðgangast að skotið sé á fólk í Evrópu og að sjálfsákvörðunarréttur þjóða sé allt í einu virtur að vett- ugi,“ sagði Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, við blaðamenn eftir leið- togafundinn. Jiri Dienstbier, utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, sagði í Prag að emb- ættismenn Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) kæmu að öllum líkindum saman í næstu viku til að ræða ástandið í Júgóslavíu. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sendi í gær Budimir Loncar, starfsbróður sínum í Júgóslavíu, orðsendingu, þar sem hann harmar að deilur Slóvena og stjórnvalda í Júgóslavíu skuli hafa leitt til beitingar hervalds og mannfalls. Sjá fréttir á bls. 24-25. Bandaríkjamenn útiloka ekki hern- að gegn Irökum «*• ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.