Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 4
4 r :>rii v{- ?'in/(rjAoni (ikíajhvluuhof MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR '2ð. JUNI 1991 Hallgrími Magnússyni veitt áminning landlæknis Hallgrímur mun opna stofu sína á mánudaginn í GÆR veitti Ólafur Ólafsson, landlæknir, Hallgrími Magnússyni formlega áminningu vegna brota sem hann telur Hallgrím hafa framið í starfi. Á næstunni mun landlæknir síðan senda heilbrigðis- ráðherra greinargerð um málið. Hallgrímur mun opna læknastofu sína á mánudaginn eftir tveggja vikna hlé. Aðdragandi málsins er sá að landlæknir ákvað að rannsaka vinnubrögð Hallgríms vegna gruns um að hann beitti ekki eðli- legum iæknisaðferðum við með- ferð sjúklings. Það varð að sam- komulagi milli landlæknis og Hall- grims að sá síðamefndi yrði ekki á stofu sinni á meðan málið væri athugað. Landlæknir sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, að héraðs- læknirinn í Reykjaneskjördæmi og aðstoðarlandlæknir hefðu séð um rannsóknina fyrir Landlæknis- embættið. Samkvæmt niðurstöð- um hennar hefði Hallgrímur beitt óeðlilegum læknisaðferðum við meðferð sjúklingsins sem á við alvarlegan asmasjúkdóm að stríða. Þar sem slíkar aðferðir bijóta í bága við læknisfræðilegar venjur, ákvað landlæknir að veita Hallg- rími skriflega áminningu. Innan skamms mun landlæknir síðan senda heilbrigðisráðherra greinar- gerð um málið eins og venja er í tilvikum sem þessum. Landlæknir vildi ekki tjá sig um það hvort hann hygðist leggja það til í grein- argerðinni að Hallgrímur missti lækningaleyfið. í gær sendi landlæknir frá sér fréttatilkynningu vegna þessa máls og þeirrar athygli sem það hefur hlotið i fjölmiðlum. Þar seg- ir að landlæknir hafi til þessa ekki lagt í vana sinn að útlista í fjölm- iðlum þau mörgu afskipti sem hann þurfí að hafa af málefnum einstakra heilbrigðisstarfsmanna. Jafnan hafi verið reynt að leysa málin í samvinnu við viðkomandi aðila og án ráðuneytisafskipta. Nú hafí aðrir aðilar, af óljósum hvötum, komið máli læknisins í hámæli og skýrt rangt frá eða sagt hálfan sannleika. Því verði ekki hjá því komist að skýra sjón- armið Landlæknisembættisins í fjölmiðlum, segir í tilkynningunni. VEÐUR 12.00 HRÍmild: Veðurstofa islancfs (Bysflt á veöurspákl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR í DAG, 29. JÚNÍ YFIRLIT: Yfír landinu er hæðarhryggur sem þokast austur, en um 1.000 km suðsuðvestur af landinu er 1.005 mb lægð sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Hæg suðvestiæg átt. Skýjað og súld á stöku stað vestan- lands en annars viðast léttskýjað. Hiti 8-20 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg norðvestlæg átt. Víðast skýjað en þurrt norðanlands og vestan og hiti 8 til 11 stig. Víðast léttskýjað sunnanlands og austan og hiti allt að 20 stigum. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. \ TÁKN: O Heiðskírt <4k Q Q Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # # # * * # * Snjókoma # # # 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir V 6 — Þoka ~ Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur - -j- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 16 10 veður léttskýjað skýjað Bergen 13 léttskýjað Helsinki 16 rign. á síð. klst. Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 13 léttskýjað Nuuk 8 skýjað Ósló 18 skýjað Stokkhólmur 14 rígníng Þórshöfn 14 hálfskýjað Algarve 25 heíðskfrt Amsterdam 12 skúr á síð. klst. Barcelona 22 léttskýjað Berlín 15 skýjað Chlcago 23 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 16 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 12 rígning London 18 skýjað LosAngeles 17 skúr Lúxemborg 13 skýjað Madríd vantar Malaga 25 mistur Mallorca 23 akýjað Montreal 24 skýjað NewYork 27 skýjað Orlando 26 skýjað París 15 þrumuveður Madeira 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Vín 19 léttskýjað Washington 22 skýjað Winnipeg 13 skýjað Morgunblaðið/Yaldimar Kristinsson Gýmir frá Vindheimum efstur að lokinni forkeppni í A-flokki gæð- inga, knapi er Trausti Þór Guðmundsson en hann kom þremur hest- , um í úrslit, auk Gýmis þeim Snúði frá Brimnesi og Blakki frá Hvítár- bakka. Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna: Gýmir með góða forystu í A- flokki Gaddastaðaflötum, Rangárvöllum, frá Valdimar Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ fór eins og margan grunaði að Gýmir frá Vindheimum sem keppir fyrir Fák yrði efstur í forkeppni A-flokksgæðinga. Hlaut hann 8,95 í einkunn sem er allnokkru lægra en hann hlaut í vor á Hvítasunn- umóti Fáks. Knapi á Gými var Trausti Þór Guðmundsson. Gýmir var 0,18 stigum hærri en næsta hross sem var Sæla frá Bakkakoti en hún keppir fyrir Geysi. Hafliði Halldórsson sat Sælu. Næstur kom Blakkur frá Hvítár- bakka er keppir fyrir Hörð. Trausti Þór var knapi á Blakki en hann kom þremur hestum inn í úrslit í A-flokki. Blakkur hlaut í einkunn 8,74 ásamt Sókron frá Sunnuhvoli sem Atli Guð- mundsson sat. Fáni frá Hala er kepp- ir fyrir Geysi kom næstur með 8,71, knapi Kristinn Guðnason, Snúður frá Brimnesi sem keppir fyrir Fák varð sjöundi með 8,67 en hann var þriðji hesturinn sem Trausti Þór kom inn í úrslit. I áttunda sæti varð Höfði frá Húsavík sem keppir einnig fyrir Fák með 8,66, knapi Sigurbjörn Bárðar- son og Þróttur frá Tunguhálsi sem keppir fyrir Hörð varð í áttunda sæti með 8,60. Þessir hestar mætast í úrslitum á sunnudag og má reikna með að keppnin standi um annað sætið því telja verður líklegt að Gým- ir haldi sínu fyrsta sæti. Ekki má þó gleyma því að allt getur gerst. í eldri flokki unglinga var svipað upp á teningnum. Efst stóð að lokum Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á Kolskeggi frá Ásmundarstöðum með 9,03. Var hún 0,17 stigum hærri en næsti keppandi sem var Sigríður Theódóra Kristinsdóttir, Geysi, á Vöku frá Strönd með 8,86, Reynir Aðalsteinsson, Geysi, á Vorsól frá Laugasteini með 8,74, Gísli Geir Gylfason, Fáki, á Ófeigi frá Grófar- gili með 8,64, Edda Rún Ragnars- dóttir, Fáki, á Örvari frá Ríp með 8,60, Sigurður Óli Kristinsson, Sleipni, á Stíganda frá Hjálmholti með 8,59, Theódóra Mathiesen, Herði, á Hvini frá Haugi með 8,55 og í áttunda sæti varð Jón Þorberg Steindórsson, Fáki, á Hörða frá Hörðubóli með 8,50. Árangur Fáks- manna er sérlega athyglisverður á þessu móti en þar eru fjórir af átta í úrslitum frá Fáki í bæði eldri flokki unglinga og A-flokki. í B-flokki eru fimm af átta hestum frá Fáki og þrír af átta í yngri flokki unglinga. Samtals eru Fáksmenn með 16 af 32 hestum sem mæta í úrslit, næstir koma Harðarmenn með 8 hesta, Geysir með 5 og Sleipnir og Smári með 1 hvort félag. í töltkeppninni á fímmtudag gerð- ust þau tíðindi að Ragnar Ólafsson og Pjakkur frá Torfunesi rufu 100 punkta múrinn er þeir urðu langefst- ir með 102 stig. Næstir komu Sigur- bjöm Bárðarson og Kraki frá Helga- stöðum I með 88,8 stig, Gunnar Amarsson og Besi frá Gröf með 88,0 stig-, -Einar-Öder Magnússon og- - Atgeir frá Skipanesi með 86,9 stig og Vignir Siggeirsson og Blesi frá Hvammi með 85,3 stig. Þessir fimm menn og hestar mætast í-úrslitum í kvöld. Hryssur og stóðhestar með af- kvæmum voru sýnd og kynnt í gær og komu þar meðal annars fram af- kvæmi Stígs frá Kjartansstöðum en hann hlýtur 1. verðlaun fyrir af- kvæmi. Fjögur afkvæmi Adams frá Meðalfelli vom sýnd en í það minnsta tveir gæðingar undan honum voru uppteknir í forkeppni A-flokksgæðinga. Hátt á þriðja þúsund manns voru komin á mótssvæðið um kvöldmatar- leytið í gær og var reiknað með að mótsgestum fjölgaði mjög með kvöldinu. Veðrið á mótsstað var ág- ætt, alskýjað, lítill vindur og nánast ‘ þurrt. í dag hefst dagskrá klukkan 9.00 með kynbótasýningu þar sem dómum verður lýst. Klukkan 13.00 verða úrslit kappreiða og að þeim loknum heldur kynbótasýningin áfram þar sem fram koma stóðhestar. Kvöld- vaka hefst klukkan 20.00 og endað með dansleik undir stjóm Geirmund- ar Valtýssonar og hljómsveitar hans. ------HM-------- Copenhagen Open skákmótið: Hannes Hlíf- ar í öðru til sjöunda sæti HANNES Hlífar Stefánsson skák- maður er nú I öðru til sjöunda sæti á Copenhagen Open skák- mótinu í Kaupmannahöfn. í gær vann Hannes Hlífar danska skák- maiminn Kristiansen og hefur þá hlotið fjóra og hálfan vinning eft- ir fimm umferðir. Eftir fimm umferðir af tíu er stað- an þannig að Grotnes frá Noregi er efstur með fímm vinninga. Auk Hannesar Hlífars eru eftirtaldir í öðru til sjöunda sæti: Ernst frá Sví- þjóð, Tixchbierek frá Þýskalandi og Piskov, Swilder og Kishnev frá Sov- étríkjunum. Alls taka 82 keppendur þátfe í -mófeinu- sem lýk-ur hinn 4-. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.