Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 10
!£
MOKGUNBLAÐIt) MUGARDACSL'ijL ,29. JÚJSfí 1991,
Fjölbreytileg
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Anton Helgi Jónsson: Ljóða-
þýðingar úr belgísku. (94 bls.)
Mál og menning 1991.
124 ljóð fylla þessa bók — bók-
staflega fylla, því pappírinn er vel
nýttur. Fjölbreytileg bók.
Uppbygging verksins kann að
þykja ruglingsleg. Bókin skipist í 9
þætti sem allir bera yfirskriftina
„Fyrsti þáttur“. Heiti þeirra er hins
vegar ólíkt, t.d. „Tollari leitar merk-
ingar“ og „Sérleyfishafi tregar“.
Misjafnt er hve vel heiti þáttanna
endurspegla inntak þeirra. Erfitt
er að koma auga á að þættirnir
skeri sig hver frá öðrum. M.ö.o. fær
þessi lesandi hér ekki skilið efnis-
lega eða listræna nauðsyn þátta-
skiptingar í þessari bók.
Þetta er hins vegar ekkert aðal-
atriði. Upp úr stendur tilbrigðarík
ljóðabók. Sé litið á þetta verk í sam-
hengi við aðrar bækur Antons
Helga má fullyrða að hér mælir
lífsreyndur Anton, langförull Helgi.
Ljóðin eru ólík innbyrðis, bæði
að efni og st.fl. Sum eru löng, jafn-
vel langdregin, meðan önnur eru
knöpp og merkingarþung.
Afstaða ljóðmælandans er gjarn-
an fjölþætt án þess að vera óviss.
Viðfangsefnin eru skoðuð frá mörg-
um hliðum og niðurstaðan laus við
allt „annaðhvort/eða“ dægurþras-
ins. Sem þýðir ekki að umræðan
svífí í tómarúmi allsheijar umburð-
arlyndis eða sinnuleysis. Bara þetta:
litrófið fær notið sín. Rauðanótt
másarans er dæmi um slíkt ljóð.
Það er of langt til að birtast hér í
heild en í því segir m.a.:
ekki hika, ekki
alltaf spyija hvaða augum ég líti silfrið
ÓÐAL fasteignasala
Skeífunni 11A
«2? 679999
Lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hrl.
Bakkagerði2
Vorum að fá í sölu þetta glæsilega einbýlishús á einni
hæð ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað. Húsið er
timburhús, klætt með múrsteini að utan (HOSBY), byggt
1981. Stærð íbúðar er 137,5 m2 , stærð bílskúrs er
32,9 m2.
Opið ídag, iaugardag, frá kl. 12.00-14.00
i 1 cn Q7fl LÁRUS Þ. VALDIMARSSOIM FRAMKVÆMDASTJÓRl
(m \ I VV*b!0/U KRISTIIMTVSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Ný og góð í Vesturborginni
Rúmgóð suðurib. 3ja herb. 83 fm auk geymslu og sameignar á 2. hæð
við Rekagranda. Tvennar svalir. Ágæt fullgerð sameign. Stæði í bílhýsi.
Húsnæðislán 2,2 millj. Laus strax.
Sérhæð í tvíbýlishúsi
5 herb. efri hæð 138 fm við Hlíðarveg Kóp. 4 svefnherb. Allt sér.
Rúmgóður bílsk. Ræktuð lóð með háum trjám. Húsnæðislán kr. 2,3
millj.
Rúmgóð íbúð - stór bílskúr
3ja herb. á 2. hæð 87 fm í 3ja hæða blokk við Blikahóla. Ágæt sam-
eign. Bílskúr 32 fm. Laus fljótl. Sanngjarnt verð.
Skammt frá Landspítaianum
Stór og góð 3ja herb. kjíb. 89,9 fm. Allt sér. Töluvert endurnýjuð.
Verð aðeins kr. 5,3 millj.
Hagkvæm eignaskipti
Leitum að 3ja-4ra herb. nýl. íb. t.d. í Grafarvogi með bílskúr. Skipti
möguleg á góðu einbýlishúsi á vinsælum stað í Vogunum.
Með 4-5 svefnherbergjum
Þurfum að útvega raðhús með 4-5 svefnherbergjum má vera i Breið-
holti eða Mosfellsbæ. Skipti möguleg á mjög góðri 5 herb. íb.
Nokkrar eignir á skrá
fyrir smiði eða laghenta í gamla bænum og víðar. Nánari uppl. á skrif-
stofunni. Margskonar eignaskipti.
Rúmgott steinhús - stór bílsk.
í austurborginni um 135x2 fm, hæð og kjallari auk 50 fm bílsk. sem
nú er verkstæði. Eignin er ekki fullg. Margskonar skiptamöguleikar.
Teikning og nánari upplýsingar á skrifst.
• • •
Opið ídag kl. 10-16.
Veitum ráðgjöf _________________________
og traustar upplýsingar FASTEIGNASALAN
i asteignavi s iptum. |^J[JqavÉÖm8SÍMAR2ÍÍ5Ö^2Í37Ö
ALMENNA
Anton Helgi Jónsson
hégómlegt vandamálasilfrið
barbapapa í byltingunni er augasteinninn
minn
barbapapa í blaðamennskunni er auga-
steinninn minn
barbapapa í borgarstjóminni er augasteinn-
inn minn
og hættu svo að spyija
og hættu svo að draga mig í efa
ég er fullur af lifandi mótsögnum
Fáein myndljóð eru í þessari bók.
Eitt best heppnað þótti mér frá
bjama thorarensen, sem er raunar
lokaerindið úr Oddi Hjaltalín eftir
Bjarna. Ósættið og andófið fylgir
sporðaköstunum upp fossinn frá
seinasta bókstaf ijóðsins til þess
fyrsta:
fossa
r
stikla
og
sterklega
imuart
s
sem leitar móti
n
nixal ie uðatsa
l
að feigðarósi
i
dnafos rutýl
f
ævistraumi
n
adnu mes úþ n
e
Sakleysi æskuáranna og fjöl-
breytileiki hversdagsins er meðal
þess sem einkennt hafa ljóð Antons
Helga fram til þessa. Hann hefur
ort fagrar vorstemmningar þar sem
t.d. umbreyting náttúrunnar hefur
yfirfærst á einkalíf mælandans (31.
maí). í ljóðinu nafnlaust er vorið í
bakgrunni en þjónar helst því hlut-.
verki að gera napra mynd napurri:
„og með ættrækinn skilning á vör-
um / nálgast gigtveikt sumarið /
nálgast viðtengingarháttur ótíðar.
// En í septemberhuga krypplings-
ins / eiga stelpurnar ennþá
frímínútur“.
Mörg ljóðin í þessari bók eru
tvíræð og margræð, (úrmangari).
Enn önnur eru hreint út sagt óræð,
(frinn frinn og skreiðarlest).
Þótt ljóðin séu margbreytileg og
misjöfn verður því ekki neitað að
höfundi liggur ýmislegt þungt á
hjarta, bæði í mannlegum samskipt-
um, (Ólestur, fráhvarfseinkenni í
forstofuherbergi), og á þeim sviðum
sem taka til takmarks og tilgangs,
(Heimferð). Sektin er frekari en
sakleysið og hversdagurinn, sem
einhvern tíma kann að hafa verið
fullur fyrirheita, elur ekki endilega
af sér annan dag, (stúdentsveisla).
Tíðindaleysið veldur friðleysi sem
verður aftur eftirsóknarverðara en
friðurinn: „Mann þyrstir í svalandi
vanda / á villuráfi um auðnir /
áhyggjuleysis og værðar.“ (Upp-
vakningur).
En alls staðar í gegn skín að það
merkilegasta, brýnasta og umhugs-
unarverðasta verður aldrei í eitt
skipti fangað í orð — ekki nema þá
í útópíunni, á einhvers konar
belgísku.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 595. þáttur
Undanfarna áratugi hafa þau
börn verið fleiri á Islandi sem
fengið hafa tvö eða þijú nöfn í
skírninni heldur en hin sem ein-
nefnd hafa orðið. Ég er þó ekki
frá því, að fleirnefnabylgjan hafi
nú náð háfaldi sínum og fleiri
foretdrum en áður þyki fýsilegri
kostur að gefa barni sínu eitt
nafn. Flestir hafa líka tekið eft-
ir því, að mjög hefur verið í tísku
að velja börnum stutt nöfn, oft
þannig að fyrra nafnið er tvö
atkvæði og hið síðara eitt.
Gjarna er þá leitað eftir ein-
hveiju sem ekki hefur verið á
hvers manns vörum. Dæmi eru
Bera Ýr(r), Haki Freyr, Ilmur
Dögg, Stefnir Týr.
Oldum saman var þetta mjög
á annan veg og einsatkvæðis-
nöfn kvenna sjaldgæf. Þau voru
langa hríð naumast önnur en
Björg, Dís, Hlíf, Ósk og Ögn.
Þá þótti mörgum myndarlegra
að heita Ástríður, Valgerður
og Þuríður.
Ég vík aftur að tvínefnunum.
Þeim fylgir sá kvilli, einkum
þeim þeirra sem eru sjaldgæf,
að vandasamt er að beygja þau.
Ég nota tækifærið og vara fólk
við að nefna börn sín þeim nöfn-
um sem það er ekki visst um
hvemig með skuli fara. Það er
jafnvel ekki laust við, að fólk
líti á seinna nafn af tveimur sem
óbeygjanlega viðbót. Þetta fer
þó mjög eftir því hvert nafnið er.
Vinnubræður mínir tveir, þeg-
ar ég kenndi, nefnast Sverrir
Páll og Jón Már. Beyging þess-
ara nafna er engan veginn
vandalaus, en þó tók ég eftir
því, eða þóttist taka, að nemend-
um hætti miklu síður til að
beygja fyrrnefnda heitið rangt.
Mörgum virtist eðlilegt að
beygja það rétt: Sverrir Páll,
um Sverri Pál, frá Sverri Páli,
til Sverris Páls. En þegar kom
að Jóni Má, vildi stundum fara
í verra. Má vera að það sé vegna
þess að bæði nöfnin eru eitt at-
kvæði og svona örstutt. Nokkrir
fóru með heitin eins og eitt orð,
en rétt er beygingin þannig: Jón
Már, um Jón Má, frá Jóni Má,
til Jóns Más. Stundum heyrði
ég fólk segjast vera „hjá Jón-
mári“. Því er svo við þetta að
bæta, að gamalt og gilt þágu-
fall af Már er Mávi, en heldur
þykir það nú fornlegt tal.
Nafnið Ýr(r), sem seinna nafn
af tveimur, hefur oft orðið illa
úti. Það beygist að réttu lagi
eins og Hildur: Ýr, um Ýri, frá
Ýri, tU Ýrar. Jafnóþarft er að
skrifa Ýr og Ævar með tveimur
r-um. En sem sagt: ef við höfum
tvö nöfn á manni, verðum við
að kunna að beygja þau bæði
og gera það. Við tölum því um
Stefni Frey, erum hjá Gerði
Ýri og förum til Haðar Más.
★
Fyrir nokkrum árum kom hér
í þættinum „Sagan af brúnu
dansmærinni", sumum til gam-
ans, öðrum til ásteytingar og
nokkrum til leiðréttingar, enda
var saga þessi upphaflega höfð
til þeirrar iðju. Nú hefur vinur
minn Sverrir Páll selt mér í
hendur svipaðan texta, og læt
ég hann gossa hér, hversu sem
mönnum þóknast. Þessi frásögn
nefnist Bílprófið og hljóðar svo:
„Loksinns rann upp sá dagur
sem að mig hafði lengi hlakkað
til. Loksinns var maður orðinn
það gamall að maður hafði öðl-
ast aldurtila til að fara í bílpróf-
ið. Þegar ég vakknaði um morg-
unninn datt mér í hug sú hug-
mynd að flétta upp í málshátta-
bókinni sem að mér var gefinn
af systur minni í jólagjöf um
jólin. Og hvað haldiði að mig
hafi rekið í vörðurnar? Gamlann
málshátt sem að ég var búinn
að fá áður í páskaeggi sem
amma gamla sem bjó í húsinu
sem frændi minn sem er sjómað-
ur og siglir oftast á flutninga-
döllum milli Evrópu og Ameríku
á gaf mér. Margs verður vís sá
er varlega vaknar. Ég hugsaði
með mér að þetta gæti hugsan-
lega kannski vel verið hugboð
sem að mundi bæði rætast og
koma í ljós og þess vegna mundi
mér áræðanlega ganga vel í
bílprófinu. En enginn verður
óbarinn smiður. Þegar að ég var
á leiðinni út um útihurðina
heima og ætlaði að fara að fara
í bflprófið þá klemmdi ég hægri
höndina á mér svo hrikalega
milli stafns og hurðar að ég
öskraði á mömmu og var alveg
handviss um að hún mundi fara
af. Þarna munaði sko akkúrat
engu að ég missti hana ekki.
Og mamma sem hefur ekki
ósjaldan verið þekkt fyrir að
hafa vaðið fyrir neðan nefið á
sér hringdi í heilsugæslustöðina
og þegar þeir sögðu að ég gæti
bara komið á morgun og látið
líta á höndina þá varð hún alveg
vitlaus og sagði að það væri
gott að eiga tungur tvær í ann-
ars munni og þeim skyldi ekki
dirfast að vera með svonalagað-
ar framferðir og það var svoleið-
is óskaplegur kjafturinn á henni
að það er ekki óvitlaust að segja
að maður heyri hérumbil næst-
um því aldrei neitt svoleiðis því
hún kann svo sannarlega að
koma ár sinni fyrir kattamef en
ég gat ekki farið í bílprófíð fyrr
en ég var orðinn jafngóður á ný
í handarbrotinu."
Fram skal tekið, að sá
stílsháttur, þegar hver tilvísun-
arsetningin er hengd aftan í
aðra í langri röð, heitir músa-
stigi á máli söguhöfundar.
★
Séra Magnús settist upp á Skjóna,
sá var ekki líkur neinum dóna;
hann var glaður,
hátt aktaður
höfðingsmaður,
honurn ber að þjóna.
(Þjóðvísa, með sínu lagi;
Magnús yfirdómari Stephensen
þýddi á dönsku):
Præsten Magnus satte sig op at ride,
han var ingen Dompap, maa I vide;
han var mægtig,
stor og prægtig,
tyk og vægtig,
derpaa kan I lide.
★
„Hlýnar á sautjándanum" var
fyrirsögn í blaði fyrir skemmstu.
Ég hélt fyrst að mér hefði mis-
sést eða þetta væri prentvilla og
einhveijum hefði hlýnað „á sitj-
andanum“. En það kom á daginn
að þetta lágkúrulega málfar átti
að tákna spá um hlýnandi veður
á þjóðhátíðardaginn eða 17.
júní. Hlýnar hinn sautjánda,
kom einnig til greina að segja.
Framarlega í þessum þætti var
talað um að gefa bömum nafn.
En það er ekki alveg sama hvað
gefið er. í öðru blaði en í var vitn-
að áðan var þessi „forenskaða"
fyrirsögn: „Hornsófi sem gefur
keppinautum okkar höfuðverk."
Það var þá gjöf!