Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 12 Lengi getur vont versnað eftir Kristínu Einarsdóttur í upphafi samningaviðræðna EB og EFTA var lögð á það rík áhersla að grundvallarforsenda af hálfu ís- lands og allra EFTA-ríkjanna væri að samið vrði um fríverslun með fisk. í því hefði falist að auk toll- frelsis hefði verið fallið frá öllum styrkjum í sjávarútvegi, en þeir eru mjög miklir innan EB. En í nóvem- ber 1990 var fallið frá því, sem og flestum fyrirvörum sem EFTA-ríkin höfðu í upphafi. Þá var hopað í þá stöðu að gera ekki lengu kröfu um fríverslun heldur kreljast tollfijáls aðgangs að mörkuðum EB fyrir sjávarafurðir. Jafnvel var farið að ræða um að ekki yrðu allar sjávar- afurðir þar meðtaldar. Aðrir þættir samningsins hafa varla verið nefnd- ir allan tímann og það er fyrst nú sem farið er að renna upp fyrir al- menningi að í viðræðunum um EES er ekki verið að semja um fisk held- ur fyrst og fremst um Ijórfrelsið ÁSGEIR S. Ásgeirsson var kjör- inn forseti bæjarstjórnar Sel- tjarnarness á fundi bæjarstjórn- ar 12. júní siðastliðinn. Fráfar- andi forseti bæjarstjórnar er Erna Nielsen. Ásgeir var kjörinn með fimm atkvæðum gegn tveimur, en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá. Fráfarandi forseti, Erna Nielsen, var kjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar og Siv Friðleifsdóttir 2. varaforseti. Ritar- svonefnda. Það sem lagt var upp með í upphafi sem meginmál er fokið út í veður og vind. Skilyrði að komast inní landhelgina Allt frá upphafi hefur það verið krafa af hálfu EB að fyrir tollfijáls- an aðgang að mörkuðum verði að koma aðgangur að landhelgi EFTA- þjóðanna. Þeir hafa enn ekki hvikað frá þessu. Niðurstöður funda ráð- herra EB og EFTA þann 19. júní sl. voru þó túlkaðar af mörgum á þann veg að orðið hefðu þáttaskil í viðræðunum, ekki síst með sam- komulagi um sjávarútvegsmál. ís- lenski utanríkisráðherrann sagði að mikilvægur áfangi hefði náðst. Hann kallaði hann stórsigur í síð- ustu viku en nýjustu fréttir herma að nú heiti það heiðursmannasam- komulag. Yfirlýsingar formanns utanríkismálanefndar Alþingi Ey- jólfs Jónssonar vöktu þó mesta at- hygli en hann sagði að það sem gerðist á fundinum væri áfangi á leið að settu marki. Fóru þar hans ar bæjarstjórnar voru kjörnir Pe- trea I. Jónsdóttir og Guðrún K. Þorbergsdóttir og til vara voru kjörnir Guðmundur Jón Helgason og Katrín Pálsdóttir. Endurkoðun- armenn bæjarreikninga voru kjörnir Kristján G. Snædal og Ágúst Einarsson. Til vara voru kjörnir Guðmar Marelsson og Guð- mundur Einarsson. Kjöri í yfirkjörstjórn var frestað til næsta fundar. fyrri orð og yfirlýsingar fyrir lítið. Nú er allt í lagi að hans mati að Spánveijar og aðrar þjóðir veiði innan íslensku landhelginnar, en á það hefur hann ekki mátt heyra minnst hingað til. Þar væri fróðlegt að vita hvað veldur sinnaskiptum þingmannsins. Óheillaspor fyrir ísland í langan tíma hefur það legið ljóst fyrir í mínum huga að þessar við- ræður eru komnar í hið mesta óefni. Það væri óheillaspor fyrir Island að tengjast EB svo nánum böndum sem EES-samningur gerir ráð fyr- ir. Okkur er engin nauðsyn að ger- ast aðilar að alþjóðasamningum eins og þessum til að aðlaga okkar' löggjöf að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Við þurfum ekki að láta af hendi mikilvæg stjórn- tæki í efnahagsmálum og afsala dómsvaldi í mikilvægum málum til erlendra dómstóla. Einangrunarstefna? Við sem höfum efast um að aðild að EES og EB sé vænleg fyrir ís- land höfum verið kölluð ýmsum nöfnum. Utanríkisráðherrann hefur kosið að kalla okkur „þjóðgarðssós- íalista" og „vaðmálskerlingar í kú- skinnsskóm". Forsætisráðheira landsins kaus að tala niður til okk- ar í þjóðhátíðarræðu sinni og tala um heimóttarsvip þeirra íslendinga sem ekki vildu kasta sér í faðm EB. Þeir sem stefna markvisst inní EB tala gjarna um að þeir sem það vilja ekki séu einangrunarsinnar. Eg hef engan heyrt tala um að ís- land eigi að einangra sig frá um- heiminum. íslendingar hafa ætíð ferðast mikið og lagt áherslu á góð samskipti við aðrar þjóðir. Fáar þjóðir eru eins háðar utanríkisvið- Kristín Einarsdóttir „Samningar um Evr- ópskt efnahagssvæði eru þess eðlis að erfið- ara og erfiðara verður að komast til baka og slíta sig lausa, ef svo stórt skref verður stig- ið inní E6 eins og nú virðist eiga að gera.“ skiptum og við. Frelsi í viðskiptum er okkur því til hagsbóta. Við þurf- um hins vegar ekki að fórna efna- hagslegu og menningarlegu sjálf- stæði þjóðarinnar fyrir aukið við- skiptafrelsi. Aðrar Ieiðir vænlegri Við Kvennalistakonur höfum frá Seltjarnarnes: Nýr forseti bæjarstjómar upphafi bent á það að í stað samn- inga um EES hefði verið rétt að óska eftir tvíhliða viðræðum við EB um viðskiptamál og fara fram á endurbætur á gildandi samningum við bandalagið. Við viljum halda áfram þeirri góðu samvinnu sem við höfum haft við lönd EB á ýms- um sviðum án þess að gerast aðilar að Evrópubandalaginu eða taka stórt skref þangað inn, eins og felst í aðild að EES. Aðild að EES hefur m.a. þá hættu í för með sér að ísland verði útkjálki í jaðri svæðisins. Eftir aðild að EES yrði mun erfiðara fyrir Is- Iendinga að tryggja sér markaði utan Evrópusvæðisins og þjóðin stæði þánnig ver að vígi í viðskipt- um. Leiðin til baka getur verið erfið Mér sýnist að samningaviðræður EFTA og EB stefni í enn meira óefni en ég átti von á. Fallið hefur verið frá öllum fyrii'vörum Islands sem settir voru í upphafi. Nú á að fallast á 60% af lagagrunni EB án fyrirvara og verður þá auðveldur eftirleikurinn fyrir þá sem stefna markvisst að því að ísland verði hluti af stórríkinu sem verið er að mynda í Evrópu. Með aðild að stórríkinu blasir einnig sú hætta við að íslensku þjóð- inni veitist örðugra en ella að varð- veita menningu sína og tungu og þar með kann hún að glata þjóð- erniseinkennum sínum og sjálf- stæði. Það þarf að gaumgæfa vel hvert skref sem stigið er i samningum við aðrar þjóðir. Samningar um Evrópskt efnahagssvæði eru þess eðlis að erfiðara og erfiðara verður að komast til baka og slíta sig lausa, ef svo stórt skref verður stigið inní EB eins og nú virðist eiga að gera. Höfundur er þingmaður Kvennalistans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.