Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 14

Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29: JUNI 1991 Hafskip — „mesta fjársvikamál aldarinnar“: „Hvað varð um tutt- ugu þúsund kaUinn?“ Varaformaður Siðanefndar Blaðamannafélags íslands hefur talað eftír Sverri Arngrímsson Hæstiréttur íslands hefur sagt síðasta orðið í Hafskipsmálinu landsfræga, sem setti þjóðina á annan endann fyrir fimm árum, þegar fólk hélt að mesta fjársvika- mál aldarinnar væri til umfjöllunar. Málið reyndist við nánari skoðun einungis vera stormur í vatnsglasi, efasemdir eru um að Hafskip hafi í raun verið gjaldþrota og sú „rann- sóknarblaðamennska“, sem setti svip sinn á upphaf málsins, var ekki annað en illkvittið fjölmiðlafár, sem hrundið var af stað af deyjandi sorpblaði, Helgarpóstinum. Ekki er ætlunin að riija upp þá hörmung sem málsmeðferð þessa upphlaups einkenndist af. íslenskt réttarfarskerfi brást í veigamiklum atriðum. Menn þekkja mistakaferil- inn: Embætti skiptaráðanda, Rann- sóknarlögregla, saksóknari, sér- stakur saksóknari (þegar sá fyrri reyndist vanhæfur) og enn annar saksóknari (þegar sá sérstaki sagði af sér eftir ósigur sinn). Þá hefur Sakadómur Reykjavíkur fjallað um málið og nú loks Hæstiréttur. Ákæruvaldið náði fram 2-3% Niðurstaðan er sú, eftir að 17 menn voru ákærðir, að þrír fá væga dóma og einn fær sekt samkvæmt endanlegri niðurstöðu Hæstaréttar. Þegar Hallvarður Einvarðsson ákærði voru ákæruatriðin 450. Hann var dæmdur frá málinu, reyndist vanhæfur - Hallvarður gegnir reyndar enn embætti sak- sóknara ríkisins! Ákæruatriði sér- staks saksóknara, Jónatans Þór- Uppboð á íslensk- um frí- merkjum UPPBOÐSHALDARINN Lars Tore Eriksson heldur uppboð á frímerkjum á Holiday Inn í dag. Frímerk- in eru einkum íslensk en einnig verða erlend frímerki í boði. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendur uppboðshaldari heldur uppboð á Islandi. í samtali við Morgunblaðið sagðist Lars Tore Eriksson búast við því að selja fyrir u.þ.b. 5-6 milljónir á þessu uppboði. Þetta er lítið uppboð á evrópskan mælikvarða en á stærstu uppboðum Erikssons er selt fyrir 30-40 milljónir. Að sögn Erikssons eru íslensk frímerki vinsæl og auk þeirra sem verða á staðnum mun verða boðið í gegnum síma frá Bandaríkjunum og Japan. Eriksson heldur yfír- leitt tvö frímerkjauppboð á ári og hann er þekktur fyrir að selja íslensk frimerki. Þeir sem hafa áhuga á þeim reyna því alltaf að fylgjast með uppboð- um Erikssons. Uppboðsfyrirtæki Eriks- sons er orðið 15 ára og nýtur talsverðrar virðingar. Hann hefur selt frímerki í 11 ár. mundssonar, voru 225. Hæstiréttur sakfelldi vegna 20 árkæruatriða. Þess ber að gæta að vægi ákæruatr- iðanna er mjög mismunandi og var sakfellt vegna mjög léttvægra atr- iða miðað við heildina. Ætla má að vægi þess sem ákæruvaldið náði í Hæstarétti sé ekki meira en 2-3% af þeim ákæruatriðum sem Jónatan Þórmundsson kom fram með. Þegar þessi niðurstaða liggur fyrir, ber svo við að vikublaðið Pressan, arftaki Helgarpóstsins, leiðir fram Halldór Halldórsson, fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins og upphafsmann óhróðursherferðar- innar í garð Hafskips. Lítið hefur farið fyrir Halldóri hin síðari ár. Hann hætti á Helgarpóstinum eftir að blaðið hafði fjallað um Hafskips- málið í 55 tölublöðum, en blaðið varð sjálft gjaldþrota um þær mundir. Halldór mun vinna við er- lendar fréttir hjá Rikisútvarpinu og er sagður fást við að þýða frétta- skeyti frá Reuter. Það er mjög at- hyglisvert að sjá hvað þessi fyrrum „rannsóknarblaðamaður“ hefur um allt þetta stóra mál að segja að leið- arlokum. 200 villur - ekki svo slæmt! í sakadómi kom fram hjá Jóni Magnússyni, lögmanni, að Helgar- pósturinn hafi fjallað um Hafskips- málið í 55 tölublöðum á 84 efnis- síðum og að 200 villur eða rangar ályktanir hafi verið í þessu efni. Um þetta segir Halldór: „Þetta ger- ir rúmlega tvær villur á síðu, eða það sem Jón kallar rangar ályktan- ir. Það er hreint ekki svo slæmt...“ Þessi viðurkenning segir mikið um vinnubrögð og hugarfar Helgar- póstsritstjórans fyrrverandi. Hon- um þykir í góðu lagi að hafa birt 200 villur eða rangar ályktanir í umijöllun um þetta mál. Einkum er þetta athyglisvert í ljósi þess að þessi sami maður á sæti í Siðanefnd Blaðamannafélags íslands og gegn- ir þar varaformennsku, en Siða- nefndinni er einkum ætlað að fjalla eftír Leif Sveinsson i íslendingar biðu með mikilli eftir- væntingu eftir 17. júní-ræðu Davíðs Oddssonar. En mikil voru vonbrigð- in, þegar „Kaffípokaræðunni" lauk. 250 gramma Ríókaffipakki lofttæmdur kostar í Hagkaupum kr. 102.00. Braggar þeir, sem Reykvíkingar nefna nú „Camp David“, en Davíð og dvergamir níu kalla ráðhús, hafa nú farið kr. 1250.000.000.00 fram úr áætlun. Þetta gerir í mælieiningu Davíðs: um og fordæma sóðaleg vinnubrögð blaðamanna þar sem villur og rang- ar ályktanir skaða þá aðila sem ljallað er um. Þarna höfum við á hreinu þær gæðakröfur sem varaformaðurinn gerir í blaðamennsku hér á landi. Það er mikill hnekkir fyrir jafn virt félag og Blaðamannafélag ís- lands að Halldór Halldórsson, sem af ýmsum er talinn rugludallur íslenskrar blaðamennsku, skuli eiga sæti í Siðanefnd félagsins, sem hef- ur það hlutverk að vanda um fyrir þeim blaðamönnum sem hrasa á vegi vandaðra vinnubragða. Síðar í viðtalinu nefnir Halldór að úti í heimi vetji „gæðablöð“, sem vilja standa undir nafni, meiri pen- ingum í þann hóp sem stundar „rannsóknarblaðamennsku“ en flest önnur verkefni. Varaformann- inum er bent á það að „gæðablöð" sætti sig ekki við 200 villur eða rangar ályktanir blaðamanna á 84 síðum. Um hvað snerist Hafskipsmálið? En þegar litið er á sjálfa umijöll- un Halldórs um Hafskipsmálið í viðtalinu, verður heldur fátæklegt um að litast. Á sínum tíma hrópaði hann út að hér væri á ferðinni mesta ijársvika- og glæframál íslenskrar viðskiptasögu, þar sem borið var á borð fyrir lesendur að forráðamenn Hafskips hafi svikið út úr félaginu hundruð milljóna króna. En hvaða atriði tínir Halldór til í viðtalinu, þegar hann fjallar um „sukkið“ og „viðskiptasvikin" hjá félaginu. Hver eru þessi stóru mál sem settu þjóðina á annan end- ann, hvernig líta þau út þegar öll kurl eru komin til grafar? Gefum Halldóri orðið: „Tveir alþingismenn fengu t.d. þannig góðan fjárstuðning í próf- kjörsbaráttu." „Á sama hátt gaf Hafskip banka- stjórum Útvegsbankans jólagjafir: foiystumenn Sjálfstæðisflokksins, 12.254.902 kaffipakka - Tólf- milljóntvöhundruðfímmtíuogfjögur- þúsundníuhundruðogtvo. Er ég fór í gegnum Múlagöngin í mars sl. sagði Norðlendingar við mig: „Göngin okkkar kostuðu 1250 milljónir, en nú er ráðhúsið ykkar fyrir sunnan komið 1250 milljónir fram úr áætlun, okkur finnst þetta mikið, hvað um ykkur Reyk- víkinga?" Davíð Oddsson var varað- ur við að byggja ráðhús á sandi. En rökheldur maður tekur ekki sönsum og þó ... I kaffipokaræð- unni virðist vera von um bata, því þar segir hann: „Auðvitað hljótum Sverrir Arngrímsson „í blaðamannastétt hér á landi eru margir ábyrgir og sómakærir menn, þar á meðal „gamlir haukar“. Þess- ir menn ættu að sjá sóma sinn og stéttar sinnar í því að hrista af sér fólk á borð við Halldór Halldórsson, sem kemur óorði á stéttina. Alla vega ættu þeir ekki að sætta sig við að láta hann gegna trúnaðarstörfum í Siða- nefnd Blaðamannafé- lags Islands.“ sem voru fyrirtækinu óviðkomandi, fengu líka gjafir frá fyrirtækinu. Meira að segja Alþýðublaðið fékk „styrk“. Þarna var auðvitað verið að kaupa sér velvild.“ Halldór ijallar einnig um „fram- lag til líknarmála", þegar Hafskip og Eimskip lögðu til 60.000 kr. hvort félag í þeim tilgangi að styrkja Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, til utanferðar í heilsubótarskyni. Albert Guð- mundsson hafði milligöngu um þetta. í meðferð málsins bar Guð- murtdur að hann hafi einungis tekið við 100.000 kr. en ekki 120.000 kr. Þetta telur Halldór mál sem til- efni sé til að rifja upp við leiðarlok við þó að kannast við að sumt sé byggt á sandi.“ II Sýndarmennskumusterið á Öskjuhlíð hefur nú verið vígt. Ekki var leitað til dómprófasts að blessa húsið, heldur leitað til Bakkusar um þá athöfn. Manndrápsperlan með dauðalyftunni kostaði 1300 milljón- ir = 12.745.089 kaffipakka. Hitaveita Reykjavíkur var neydd út í þetta ævintýri vegna þess, að ef hún seldi Reykvíking- um heitt vatn á réttu verði, myndu aðrir íbúar landsins, sem Hafskips- og Útvegsbankamálsins eftir 5-6 ára baráttu: „Hvað varð um tuttugu þúsund kallinn sem upp á vantaði? Ritsljóri Helgarpóstsins lét Hafskip ívilna sér En varaformanni Siðanefndar er trúlega eitthvað tekið að förlast minni, þegar hann riljar upp þessi dæmi um „innanhússsukk“ og „við- skiptasvik“ hjá Hafskip, því hann gleymir aðalmálinu. Hann gleymir að minnast á það sukk sem upp komst hjá félaginu í desember 1986, þegar sannaðist að Hafskip hafði fellt niður gjald vegna búslóð- arflutninga fyrir félaga Halldórs, Ingólf Margeirsson, meðritstjóra hans hjá Helgarpóstinum. Það er auðvitað ekkert annað en sukk að ívilna ijölmiðlamönnum með þeim hætti og var fyrirtækinu ekki til sóma. Það var auðvitað félaga Hall- dórs, Ingólfi Margeirssyni, til enn minni sóma, einkum og sér í lagi vegna þess að hann hafði haldið því blákalt fram í Morgunblaðs- greinum að hann hafi greitt búslóð- arflutninga sína sjálfur. Hann lagði meira að segja fram villandi „gögn“ því til „sönnunar". Þegar upp komst um Ingólf Margeirsson var hann neyddur til að segja af sér starfi ritstjóra á Helgarpóstinum. Halldór Halldórsson hefði mátt muna eftir þessu dæmi, þegar hann fjallaði um „sukk“ í Pressuviðtalinu. Fram kemur hjá Halldóri að hann hefur áhyggjur af því að „rannsókn- arblaðamennska" sé ekki stunduð af nægum krafti hér á landi um þéssar mundir og segir að það spilli fyrir að gamlir haukar í blaða- mannastétt viti ekki nákvæmlega hvað „rannsóknarblaðamennska“ sé. „Þannig hefur þetta hugtak oft verið haft í flimtingum og gert lítið úr því,“ segir Halldór. Burt með rusladallinn I blaðamannastétt hér á landi eru margir ábyrgir og sómakærir menn, þar á meðal „gamlir haukar". Þess- ir menn ættu að sjá sóma sinn og stéttar sinnar í því að hrista af sér fólk á borð við Halldór Halldórsson, sem kemur óorði á stéttina. Alla vega ættu þeir ekki að sætta sig við að láta hann gegna trúnaðar- störfum í Siðanefnd Blaðamannafé- lags íslands. Á meðan svo er, geta þeir ekki vænst þess að Blaðamannafélag íslands sé tekið alvarlega. búa við nýrri hitaveitur, gera uppreisn. III Vonandi verður þetta síðasta þjóðhátíðarræðan, sem Davíð Odds- son flytur. Þjóðin kærir sig eki um forsætisráðherra, sem rassskellir sjálfan sig á sjálfan 17. júní. Ég treysti svo frænda mínum Eyjólfi Sæmundssyni forstöðumanni Vinnueftirlitsins til þess að loka Perlunni, áður en fleiri slys verða í þessu óhappahúsi. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Höfundur er viðskiptafræðingur. Camp David og Ríókaffipakki frá Hagkaup. Kaffipokakempan frá Camp David

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.