Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 15
r^SiBBTTF ! l
jpTji m : L> IL:-
®s©® ~T~T~P-Á
GZD ■£- T ~ 00
Hafðu með þér málin af eldhúsinu. Við
teiknum á tölvu eldhúsinnréttingu nákvæmlega
eins og þú vilt hafa hana og látum tilboð fylgja.
laugardag kl. 10 -16
sunnudag kl. 13 -17
Sýningá
verkum
Þorvaldar
Skúlasonar
SÝNING á abstraktverkum eftir
Þorvald Skúlason verður opnuð
í sýningarsölum Norræna húss-
ins í dag, laugardaginn 29. júní
kl. 15.00.
Listaverkin eru öll í eigu Lista-
safns Háskóla íslands sem hefur
lánað þessi verk á sýninguna.
Verkin eru máluð á árunum 1950
til 1981. Björn Th. Björnsson list-
fræðingur og forstöðumaður Lista-
safns H.í. skrifar grein um Þorvald
Skúlason í sýningarskrá og valdi
hann jafnframt myndirnar.
Sýningin verður opin daglega kl.
13-19 og stendur til 25. ágúst.
Aðgangur er ókeypis.
H B
Þorvaldur Skúlason
Norræna húsið:
H VELKÖMII
csatfe rae
Bæjarhrauni 8 • 220 Hafnarfirði
Sími 65 14 99 • Fax 65 29 59
Thymus arcticus
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
Nr. 210
Blóðbergið er kunnugt næstum
hverju mannsbarni á Islandi, enda
mjög algeng planta. Það gefur frá
sér góðan ilm, jafnt blöð sem blóm,
úr því má laga gómsætt te, og nota
má plöntuna sem krydd í mat (en
blóðbergið er náskylt þeirri plöntu,
sem kryddið „timian" er unnið úr).
En blóðbergið er líka mjög falleg
planta, sem hentar vel sums staðar
í garða. Hún myndar þéttar jarðlæg-
ar breiður úr smágerðu laufi. Laufið
er sígrænt, en missir þó oft talsvert
lit yfir veturinn. Undir snjó helst
laufíð vel grænt. Þegar blóðbergið
blómstrar, í júní, eru þessar lauf-
breiður þaktar dökkbleikum blóm-
um. Blómaliturinn er raunar dálítið
breytilegur, og má stundum rekast
á plöntur með ljósbleikum eða jafn-
vel alveg hvítum blómum, og eru
þær ekki síður fallegar en þær venju-
legu.
Blóðbergið er mjög harðgert og
þrífst við margs konar skilyrði.
Einna best fer þó um það milli steina,
sem það getur breitt sig út á, og
þar sem lítinn skugga ber á. Það
sýnist ekki taka neitt nærri sér þótt
stigið sé á það, og má vel hafa það
á milli hellna eða steina í gangstíg.
En blóðbergið getur verið dálítið
frekt til fjörsins, það er bæði fljótt
að breiða úr sér og sáir sér mikið.
Þetta getur orðið til ama við aðstæð-
ur, þar sem mikið er um glufur (t.d.
í stejnbeði), því þar spretta hvar-
'vetna upp sáðplöntur. En öðrum
finnst það kannski vera hinn mesti
kostur við blóðbergið hversu vel það
fyllir í allar eyður. Klippi menn blóm-
stönglana eftir blómgun er hægt að
koma í veg fyrir að plantan sái sér.
Eins og ljóst er af ofansögðu má
sá til blóðbergs. Einnig má taka
afleggjara, helst með einhveijum
rótum, og er auðvelt að koma því
til þannig. Og svo má kaupa það í
gróðrarstöðvum. Þar er sums staðar
til bæði hið venjulega blóðberg, svo
og afbrigði með hvítum blómum, og
eru laufblöð þess mun ljósari en á
því venjulega. Þetta blóðberg er
væntanlega af eriendum uppruna,
því það er stundum nefnt skoskt
blóðberg.
Agnar Ingólfsson Blóðberg
Þú ákveður sjálf(ur) hvað KVIK - innréttingin
á að kosta. Þú getur valið um „Gera-
sjálfurverð", „Þjónustuverð" og „Heildar-
verð". Athyglisverð nýjung sem vert er að
kynna sér nánar.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
L
Það verður mikið að gerast hjá okkur í Fit um
helgina. Við kynnum það nýjasta í eldhús- og
baðinnréttingum. Jafnframt hefjum við
dreifingu á nýjum 40 bls. hugmyndabæklingi frá
KVIK. í honum sérðu verð og myndir af öllum
KVIK - innréttingunum og hver veit nema
hugmynd að draumaeldhúsinu þínu leynist þar
líka.
Blóðberg