Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 19

Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 19
NORDIA 91 í Laugardalshöll MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 19 Guðmundur Sæmundsson fyrir framan safn sitt Morgunbiaðið/KGA Hefur safnað í 40 ár MARGT fleira er til sýnis á sýningunni NORDIA 91 í Laugardals- höll en frímerki. Til að mynda sýnir Guðmundur Sæmundsson bólstari einstakt safn sitt af skipamyndum og fleiru sem tengist skipaferðum til og frá íslandi. „Ég hóf að safna fyrir Ij'örutíu árum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Morgunblaðið. „Fyrst safnaði ég fyrst og fremst myndum af íslenskum skipum en smám saman hefur það undið upp á sig og nú má segja að samgöngusaga ís- lands sé viðfangsefni mitt í heild sinni. Það var Thorolf Smith blaða- maður sem hafði mest áhrif til að vekja áhuga minn á íslenskum skipum en Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum vakti áhuga minn á flugi.“ Á sýningunni rekur Guðmundur með hjálp mynda, korta og áætl- ana sögu póst- og farþegaflutn- inga á sjó frá 1858 til dagsins í dag, frá fyrsta póstgufuskipinu „Arcturus" gegnum Sameinaða Gufuskipafélagsið og Thorefélagið til Eimskipafélagsins og Skipaút- gerðar ríkisins. Að lokum má sjá myndir af feijunni Norrænu sem undanfarin ár hefur siglt til Seyð- isfjarðar. Einnig má sjá áætlanir skipafélaga á sýningu Guðmund- ar, minnisbók umboðsmanns Sam- einaða Gufuskipafélagsins í Reykjavík frá 1901 og bréf og póstkort sem send hafa verið frá hinum ýmsu skipum. Guðmundur mun hafa orðið fyrstur manna hér á landi til að skrifa um skip sem slík. Þeir Amg- rímur Sigurðsson sáu um þætti í Æskunni á sjöunda áratugnum, áður en.„Skipstjóar og skip“ kom út. En Guðmundur safnar einnig myndum af flugvélum og sér um ársrit íslenska flugsögufélagsins. í þetta sinn er þó einungis sýnt úr skipasafni hans. Þess má geta að ákveðið hefur verið að gefa út frímerki helguð póstsamgöngum og koma fyrstu frímerkin í haust. Guðmundur lagði póstþjónustunni lið við gerð þeirra en á þeim verða sýnd póst- skip frá mismunandi tímum. MEÐ HVAÐA BOLTA VARÐ GREG NORMAN li-l í U.S.A. ? GEFÐU DOS TIL HJALPAR! ÞJOÐÞRIF <jlT MjAU>«SI0fNUN UNDUM HUMHU KATA Dósakúlur um allan bæ 624590 g|sK»lffi S»LAUGAVEGI 95 Dýrasta safnið kom til landsins í lögreglufylgd LETTIR OG MARGLITIR BARNASKOR SEM ÞARF EKKIAÐ REIMA STÆRÐIR: 22 - 27 VERÐ: 1.990 KR Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. innar,“ segir Karol Weyna. Áhugi hans á Islandi er sprottinn af áhuga hans á Danmörku en Scott hefur safnað dönskum. frímerkjum frá níu ára aldri. Að sögn Weyna er íslands- safn Scotts svo fullkomið sem það er af tveimur ástæðum. Annars veg- ar hafi Scott fjármuni til að kaupa þau frímerki sem hann hefur áhuga á. Hins vegar hafi Scott verið svo heppinn að ómetanlegir dýrgripir komu á markaðinn á réttum tíma. „Frímerkjasafn eins og þetta fæst ekki keypt í dag, sama hve mikla flármuni menn hafa milli handa," segir Weyna. Gene Scott gengur ávallt með axlasítt hár og lætur mynda sig með einkennilega kúrekahatta. Hann lætur sér ekki nægja að safna frí- merkjum. Hann rekur einnig fjórar trúboðssjónvarpsstöðvar í Kalifor- níu. Auk þess að safna frímerkjum safnar hann hlutum tengdum bibl- íunni og á fyrstu prentanir af henni á ýmsum tungumálum. Einnig safn- ar hann gæðingum og byssum. Gene Scott sjálfur hefur komið nokkrum sinnum til íslands á yngri árum en er ekki væntanlegur núna. „Þó er aldrei að vita,“ segir Karel Weyna. „Gene Scott er óútreiknan- legur. Hann getur ferðast um allan heim á einkaþotu sinni og e_f hann fýsir skyndilega að koma til íslands gerir hann það. Hann sagðist ekki ætla að koma núna. En síðan bætti hann við : En maður veit aldrei." Einstakt safn íslandskorta Besta og verðmætasta einkasafn íslenskra frímerkja kom til lands- ins á miðvikudaginn í lögreglufylgd. Það er í eigu bandaríska auðkýf- ingsins Gene Scott, sem lætur sér ekki nægja að eiga eitt besta safn íslenskra frímerkja í heiminum heldur safnar einnig sjónvarps- og útvarpsstöðum, gæðingum , byssum og hlutum tengdum biblíunni. Að sögn Karol Weyna sem er milljarða króna virði. íslandssafnið umboðsmaður Gene Scott og lítur eftir frímerkjum hans á þessi amer- íski auðmaður frímerki sem eru á við „góðan Van Gogh“ að verð- mæti, þ.e. milli tveggja og þriggja eitt er metið á 180 milljónir en Gene Scott á auk þess verðmæt söfn frá Danmörku, Noregi og Grænlandi. „Gene Scott safnar frímerkjum frá mörgum smærri svæðum jarðar- Morgunblaðið/KGA Karol Weyna kemur með íslandssafn Scotts til Laugardalshallarinn- ar í fylgd stæðilegra lögregluþjóna EITT verðmætasta íslenska safn- ið á Nordiu-sýningunni er korta- safn Kjartans Gunnarssonar apó- tekara. Hann sýnir 40 íslandskort á sýningunni, mörg afar dýrmæt og sum einstök í sinni röð. „Ég byijaði að safna kortum fýrir rúmum tuttugu árum,“ sagði Kjart- an í samtali við Morgunblaðið. „Þetta byijaði með áhuga mínum á gömlum ferðabókum en ósjaldan eru í þeim kort. Ég hef ferðast um alla Evrópu í viðskiptaerindum, einkum til Norðurlanda og Bretlands og þar er mikið um kort, sérstaklega í Lundúnum þar sem eru sérstakar kortaverslanir sem eru hreinn fjár- sjóður af kortum.“ í safni Kjartans eru mörg fágæt kort, sum ófáanleg í dag. Hann sýn- ir 40 þeirra á sýningunni. Þau eru valin með tilliti til þess að þau endur- spegli sögu kortagerðar sem best. Elsta kortið er frá 1528 en hið yngsta frá 1827; Öll kortin eru er- lend enda fóru íslendingar ekki að teikna kort fyrr en með Birni Gunn- laugssyni latínuskólakennara. Mörg kortanna eru fagurlega myndskreytt, sér í lagi þau eldri. Þau sýna mörg hver sæskrýmsli í sjónum umhverfis landið og Heklu spúa eld og reyk sínum. Hins vegar Morgunblaðið/Sverrir Kjartan Gunnarsson apótekari fyrir framan einstakt kortasafn sitt. Bak við hann sést í Harald Sigurðsson sem mun vera mesti kortasér- fræðingur íslands er nákvæmninni ekki ávallt fyrir að fara og á sumum kortunum eru eng- ir aðrir staðir nefndir en Hekla, Skálholt og Hólar. Auk þess vantar Vestfjarðakjálkann á elstu kortin. SKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA • • *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.