Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNI 1991 25 Sérfræðingar í málefnum Balkanskaga; Hörð gagnrýni á af- stöðu Vesturlanda London. Reuter. AFSTAÐA Vesturlanda til sjálfstæðisviðleitni Slóvena og Króata kynni að hafa flýtt fyrir blóðsúthellingum frekar en að stuðla að því að halda landinu saman, segja stjórnmála- og varnarmálasérfræð- ingar í samtölum við Jíeuíers-fréttastofuna. „Með því að leggja áherslu á ein- ingu Júgóslavíu ofar öllu hefur sam- félag þjóðanna aukið líkurnar á borgarastyijöld,“ sagði Lawrence Freedman, prófessor við Centre for Defence Studies í London. Með því að hvetja Slóvena og Króata til að vera um kyrrt í júgóslavneska ríkja- sambandinu hafa Vesturlönd ýtt undir íhlutun sambandshersins, að hans sögn. „Afstaða Vesturlanda hefur stuðlað að fullkominni upp- lausn,“ sagði James Gow, sérfræð- ingur í öryggismálum í Austur-Evr- ópu, sem starfar í London. Slóvenar og Króatar hafa lýst yfir sjálfstæði en Serbar ráða nú lögum og lofum í Júgóslavíu. í Serbíu eru kommúnistar enn við völd en þeir biðu ósigur í kosningum í Slóveníu og Króatíu á síðasta ári. „Vestræn ríki hefðu ekki átt að taka þá afstöðu að Júgóslavía yrði að vera eitt ríki sama á hveiju gengi,“ sagði Gow. „Vesturlönd hafa í raun lagt blessun sína yfir afstöðu Serba og sambandshers- ins.“ Lojze Peterle, forsætisráð- herra Slóveníu, vék að þessu í ræðu í síðustu viku er hann sagði að við- urkenning vestrænna ríkja á sjálf- stæðikröfum Slóvena hefði getað komið að miklu haldi. „Herinn hag- ar sér eins og hann sé á eigin landi,“ sagði ráðherrann. Mark Wheeler, sem kennir sögu Balkanskaga í London, segir að Vesturlönd hefðu hvort eð er aldrei Hernadur sambandshersins |egn Slóvenum Herþotur gerðu árásir á tvo helstu flugvelli Slóveníu og eyðilögðu flugskýli og smáar fluavélar á Ljúbljana-flugvelli, en fíugbrautirnar eru óskemmdar. Miklir byssubardagar sambandshersins og Sambands- herinn iotur gera spreng|uaras , e ustu landamærastooma, -- 7 sem var á valdi Slóvena. Gornja Radgona megnað að stöðva aðskilnaðar- hreyfmgu Slóvena og Króata en hins vegar hefðu þau getað komið í veg fyrir blóðbað. „Vesturlönd gætu komið Slóvenum og Króötum til hjálpar ef þeir lenda undir hæln- um með því að viðurkenna sjálf- 200 þyrlur 200 herþotur Slóvenar 20.000 hermenn 1.159 skriðdrekar Króatar stæði þeirra ... það væru nokkurs konar skilaboð til júgóslavneska hersins um að hann yrði að hætta.“ Wheeler sagðist hlynntur því að Vesturlönd efndu til ráðstefnu um ástandið í Júgóslavíu með þátttöku fulltrúa stríðandi fylkinga. Gow u tVA. 138.000 hermenn, þar af 35-40.000 hermenn 20.000 í Slóveníu 30.000 manna varaliS sagðist telja að það væri of seint að gera slíkt. „Það er ekkert sem knýr Serba að samningaborðinu nú.“ John Zametica, sérfræðingur í málefnum Balkanskaga hjá Al- þjóðahermálastofnuninni í London, sagðist telja að vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á gang mála í Júgó- slavíu. „Menn skyldu hafa í huga að Serbarnir eru ærið þijóskir. Þeim stendur hjartanlega á sama um hvað heimsbyggðin heldur. Þeir stefna bara að því að ná fram markmiðum þjóðar sinnar. Við eig- um eftir að sjá nýtt Líbanon í Júgo- slavíu." ■ STOKKHÓLMI - Sendi- nefnd háttsettra sænskra emb- ættismanna undir forystu Ing- vars Carlssonar forsætisráð- herra mun afhenda formlega beiðni Svía um inngöngu í Evrópubandalagið í Haag í Hollandi á mánudag. Talsmað- ur forsætisráðuneytisins til- kynnti þetta í gær. Hollending- ar taka við forsæti ráðherrar- áðs Evrópubandalagsins nú um mánaðamótin. ■ ALGEIRSBORG - Chadli Benjedid, forseti Alsírs og formaður Þjóðfylk- ingarinnar, sem verið hefur við völd í Alsír síðan landið vann sjálfstæðisstríð gegn Frökkum árið 1962, sagði af sér formennsku í flokknum í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá afsögn Benjedids í gær eftir átakafund í miðstjórn flokksins og sagði að afsögn Chadlis virtist vera tilraun til að aðskilja flokkinn frá ríkinu og gera fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu mögu- legar. ■ LOS ANGELES - A.m.k. einn fórst í snörpum jarð- skjálfta sem fannst í Los Angeles og nágrenni í gær- morgun. Skjálftinn, sem mæld- ist 6 stig á Richter-kvarða, átti upptök sín um 64 km norð- austur af miðborg Los Angeles og fannst í allt að 130 km fjar- lægð frá borginni. Kona lést þegar stálbiti féll á hana í hest- húsi og a.m.k. 14 manns þörfn- uðust aðhlynningar vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í skjálftanum. Grjóthrun varð á nokkrum stöðum, fólk hljóp skelfingu lostið út á götur en eignatjón var óverulegt. ■ SIMPEROPOL - Tatar- ar frá Krímskaga ákváðu á fundi í gær að lýsa yfir full- veldi skagans sem gengur út í Svartahaf en þaðan voru tug- þúsundir tatara fluttar árið 1944. 240 fulltrúar á tatara- þinginu eða Kurultai, eins og það heitir, samþykktu í nær samhljóða atkvæðagreiðslu að lýsa Krímskagann heimaland sitt og skipa 41-manns stjórn- arnefnd. OPIÐ ALLAR HELGAR í SUMAR SEGLAGERÐIN ÆGIR TJALDVAGNAR og allt í útileguna: Tjöld, svefnpokar, himnar, gönguskór, allur útilegufatnaður, stólar, grill, borð, sólskýli og margt margt fleira. Vatnsheldir með útöndun 5°o$t°r,ai$l, 4-i Bómull (1 >.()()()) Nælon (12.900)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.