Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 30

Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 Grófargil: Listamenn hafa áhuga á að kaupa húsnæði HOPUR m.a. myndlistarmanna, arkitekta og hönnuða hefur sýnt áiiuga á að kaupa 80% af húseignum þeim sem Akureyrarbær keypti fyrir skömmu af Kaupfélagi Eyfirðinga í Grófargili, en þar er fyrirhugað að í framtíðinni verði miðstöð menningar og lista í bænum. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi í vikunni að selja tvö af húsunum sem keypt voru í gilinu, en þar er um að ræða hús- in númer 23 og 25 við Kaupvangs- stræti. Áhugi er nú fyrir því hjá hópi myndlistarmanna, arkitekta og fleiri aðila að kaupa hluta af húsnæðinu, eða 80%. Sjávar- útvegs- ráðherra á fundi Útvegsmannafélag Norð- urlands heldur fund á Hótel KEA á morgun, sunnudag, kl. 16. Gestir fundarins verða þeir Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra og Sveinn Hjört- ur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélags Norður- lands sagði að norðlenskir út- vegsmenn vildu gjarnan heyra hljóðið í nýjum sjávarútvegs- ráðherra, enda mörg mál í brennidepli nú á sviði sjávarút- vegsins. Á fundi bæjarráðs í fyrradag var samþykkt að heimila starfshópi um Listamiðstöð í Grófargili að leita samninga við þessa aðila og jafnframt að huga að kaupendum að því húsrými sem eftir verður. Skipulagsnefnd hefur verið falið að gera tillögur að breytingum m.a. vegna umferðar og göngu- leiða sem óhjákvæmilega verða í kjölfar listastarfsemi í gilinu. Jafn- framt er nefndinni falið að huga að framtíðarskipulagi og útliti svæðisins með hliðsjón af því hlut- verki sem því er ætlað að gegna í miðbæ Akureyrar. Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn telja ekki tímabært að selja umræddar eignir, á meðan skipu- lagsnefnd hefur ekki íjallað um breytingar a skipulagi svæðisins, m.a. með tilliti til umferðar. ------M-t------ Vinabæjamót á Dalvík Dalvík. VINABÆJAMÓT verður haldið á Dalvík um helgina, en það sækja rúmlega 80 manns frá fjórum vinabæjum Dalvíkur á hinum Norðurlöndunum. Vinabæir Dalvíkur eru Viborg í Danmörku, Hamar í Noregi, Lundur í Svíþjóð og Borgá í Finn- landi. Fulltrúar allra þessara bæja verða á Dalvík um helgina og er dagskrá mótsins fjölbreytt, en yfirskrift þessa móts er: Atvinna og umhverfi. Fréttaritari Átthagamót Arnarneshrepps verður haldið laugardaginn 6. júlí og hefst í Freyjulundi kl. 15.00. Um kvöldið verður dansleikur í Hlíðarbæ. Allir búsettir og brottfluttir Arnarneshreppsbúar velkomn- ir og í lagi að taka með sér gesti. Sjáumst í Stuði. MofnHin Æfm \w rÆ A: ‘Z 'M « i Wgmm wHMm m M WÆ Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa í liðinni viku unnið við stígagerð í námunda við Goða- foss, en verkefnið er unnið í samvinnu við Kvenfélag Ljósvetninga, Ferðamálaráð, Náttúruverndar- ráð og landeigendur. Vinnuferð samtakanna lýkur í dag, laugardag, og hefur umhverfi fossins mikið verið endurbætt, en að Goðafossi koma að jafnaði um og yfir eitt þúsund manns á hverjum degi yfir hásumarið. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd: Göngustígar lagðir á svæðinu við Goðafoss Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd í samvinnu við Kvenfé- lag Ljósvetninga, Ferðamálaráð, Náttúruverndarráð og lan- deigendur hafa síðustu viku unnið við Goðafoss. Lagðir hafa verið stígar frá gömlu brúnni við Fosshól og upp að fossinum, en fram til þessa hafa þar einungis verið troðningar. Þá hafa sjálfboðaliðar lagfært plan við fossinn, lagt steinþrep og fegr- að umhverfið á ýmsan máta. Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úruvernd voru stofnuð vorið 1986 og hefur á þeim tíma smám saman vaxið fiskur um hrygg og eru skráðir félagar nú um 100. Samtökin skipuleggja vinnuferðir þar sem unnið er að verkefnum er stuðla að náttúru- vernd og m.a. er unnið á friðlýst- um svæðum og öðrum þeim svæðum sem sérstæð þykja að náttúrufari. Tilgangurinn er að vernda náttúruna, veita fólki tækifæri til að vinna að náttúru- vernd og að auðvelda fólki um- gengni við náttúruna og auka kynni af henni. Jóhanna B. Magnúsdóttir verkstjóri í vinnuferð samtak- anna að Goðafossi sagði að brýnt hefði verið að bæta úr aðstöðu við fossinn, þar kæmu að jafnaði um og yfir eitt þúsund manns á dag, en fram til þessa hefðu engir göngustígar verið í nám- unda við fossinn, heldur einungis óskipulagðir troðningar. Um tíu manns á vegum samtakanna hafa tekið þátt í vinnuferðinni auk þess sem konur úr Kvenfé- lagi Ljósvetninga hafa lagt verk- efninu lið þannig að þegar flest er hafa um tuttugu og fimm manns verið við vinnu á svæðinu. Samtökin hafa síðustu þijú ár fengið úthlutað fé úr poka- sjóði, en Ferðamálaráð hefur einnig styrkt samtökin ijárhags- lega. Kvenfélag Ljósvetninga hefur lagt út fé til efniskaupa og vegna vélavinnu vegna verk- efnisins við Goðafoss og sagði Jóhanna að félaginu væri einkar umhugað um nágrenni fossins og hefði á liðnum árum lagt rækt við umhverfi hans. 4 NÝJAR Allt stakar sögur Áskriftarsími 96-24966 ásútgáfan Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Slmi 24966 Sigurlaun meistarans SandíM Marttm “fttaíeáör ieifcor Fóðurverksmiðjan Laxá: Framleiðslutæki Istess leigð af þrotabúinu NÝTT félag, Fóðurverksmiðjan Laxá hf., var stofnað í gær, en félag- ið mun reka fóðurverksmiðju í Krossanesi. Gerður hefur verið samn- ingur við þrotabú Istess hf. um leigu á framleiðslutækjum og hófst vinnsla nýja fyrirtækisins þegar í gærmorgun. og Byggðastofnun, auk þriggja smærri hluthafa, Raftákns, Dreka og Hlaðverks. Hlutafé er 8,1 milljón króna og verða starfsmenn Laxár 8 talsins í fyrstu. Guðmundur Stefánsson sem var framkvæmdastjóri ístess sagði að reksturinn yrði með svipuðu sniði og hjá ístess, nema smærri í snið- um. Fyrirtækið myndi þjóna fiskeldi og öðrum búgreinum. „Þetta verður allt með svipuðum hætti, en smærra í sniðum. Við munum freista þess að afla nýrra markaða, endurvekja eldri markaði og gera framleiðsluna fjölbreyttari. Þetta er tilraun, sem við vonum að muni ganga, við trú- um því reyndar og þess vegna er^ farið út í þetta,“ pagði Guðmundur. Hluthafar í hinu nýja félagi eru sjö, Akureyrarbær, Kaupfélag Ey- firðinga, Hraðfrystistöð Þórshafnar Akureyri til sölu 3ja herbergja íbúð v/Skarðshlíð, ca 70 m2. Góður staður, laus strax. Upplýsingar í síma 96-21967, Fasteignatorgið, og í síma 96-22802 eftir kl. 22.00 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.