Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 34

Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 Minning: Steinunn Guðmunds- dóttir frá Skriðinsenni Fædd 4. nóvember 1889 Dáin 19. júní 1991 Þann 19. júní sl. lést í sjúkrahús- inu á Hólmavík Steinunn Guðmunds- dóttir á 102. aldursári, fyrrum ljós- móðir í Árneshreppi á Ströndum. Með Steinunni er horfín sjónum okk- ar mikil mannkosta kona, sem átti frá æsku þá þrá í hjarta að hlú að öðru fólki og verða því að liði í bar- áttu lífsins. Það var því fyrir henni sem kall frá Guði, er hún var beðin um að læra ljósmóðurfræði _til að gegna ljósmóðurstörfum í Árnes- hreppi. Ljósmóðurstörfunum gegndi hún um áratugaskeið við góðan orðstír og naut mikillar farsældar í starfi sínu. Strax í æsku naut Stein- unn þess að vera uppfrædd í orði Guðs sem leiddi hana til lifandi trú- ar á Guð og son hans Jesú Krist. Á námsárum sínum í Reykjavík gekk hún í KFUK og starfaði þar þau árin sem hún dvaldi í Reykjavík. Meðal þeirra sem hún kynntist í Reykjavík var frú Anna Thoroddsen, sem um árabil var forstöðukona Kristniboðsfélags kvenna. Er ekki ótrúlegt að þau kynni hafí leitt til þess góða og einlæga áhuga fyrir kristniboði er hún sýndi alla tíð bæði í orði og verki. Er skemmst að minnast stórrar peningagjafar til Kristniboðssambandsins í tilefni af 100 ára afmæli hennar 1989. Sú gjöf var til minningar um eigin- mannn hennar Jón Lýðsson bónda og hreppstjóra á Skriðinsenni, en þar bjuggu þau hjónin góðu búi um áraraðir. Jón lést árið 1969 82 ára að aldri. Þau eignuðust fímm börn og áttu auk þess eina uppeldisdóttur sem misst hafði móður sína við fæð- ingu. Hér verða æviatriði Steinunnar frá Skriðinsenni ekki rakin frekar. Það var ekki fyrr en á efri árum hennar að undirritaður kynntist henni persónulega á samkomum hér í Reykjavík og á kristilegu mótunum í Vatnaskógi sem hún sótti þegar tækifæri gafst. Þau kynni staðfestu það sem um hana hafði verið sagt, að hún væri einlægt. guðsbarn og kristniboðsvinur. Hún gekk að hvetju starfí með bæn til Guðs um handleiðslu hans og hjálp enda þakk- aði hún honum alla sína velgengni í lífi og starfí. Við leiðarlok þakka stjórn Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga og kristniboðsvinir Guði fyrir líf og störf þessarar mætu konu og hann beðinn um að blessa minn- ingu hennar svo og ástvini hennar ókomin ár. Baldvin Steindórsson „Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjömur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín.“ Æðrulaus maður er genginn á vit feðra sinna. Maður sem lærði snemma að beygja sig fyrir forlögum sínum og bar aldrei harma sína á torg, né gumaði af láni sínu og mannkostum. Sennilega hefur hon- um lærst það snemma að lífið er eins og aldan sem rís og hnígur og lýtur lögmáli hins æðsta máttar. Angantýr Elíasson fæddist 29. apríl 1916 í Bolungarvík. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Guðrún Kristjánsdóttir fædd 22. ágúst 1889 í Hælavík og Elías Sigurður Angan- týsson fæddur 29. okt. 1886 í Grunnavík. Af tíu börnum þeirra hjóna lifa nú fímm, sem eru: Jó- hanna búsett í Reykjavík, Kristjana býr í Ameríku, Guðrún býr í Þykkvabæ, Gísli bjó á Siglufírði, en er nú á Hrafnistu í Reykjavík og Elísa sem býr á Hátúni 12 í Reykja- vík. Elías faðir Angantýs drukknaði í fiskiróðri, þegar vélbáturinn Egill frá Bolungarvík fórst þ. 7. nóv. 1923, ásamt fjórum öðrum, en einum skip- verja var bjargað. Formaðurinn var einn mannanna sem fórst, náfrændi Elíasar föður Angantýs og nafni, Elías Magnússon, sem var álitinn þá einhver mesti sjósóknari á Vest- fjörðum. Eftir þennan harmleik varð Margrét að láta öll börnin frá sér, nema elstu dótturina, sem fylgdi henni. Angantý var komið í fóstur til vandalausra. En oft var litlum snáða gengið út á Brimbrjótinn í Bolungarvík í þeirri von að sjá bát- inn, sem tók hamingjuna frá honum koma siglandi heim út úr skamm- degis sortanum. Lítið virðist Angantýr hafa talað um æsku sína, en fímmtán ára fór hann til sjós og var á ýmsum bátum og skipum og til Vestmannaeyja kemur hann 1939 og ræðst á bát hjá Bimi Bjarnasyni útgerðarmanni í Bólstaðarhlíð, Emmu VE 219. Það atvikaðist svo að það fley varð til þess að færa honum hamingjuna aftur, því í Bólstaðarhlíð hitti hann lífsförunaut sinn, Sigríði sem hann trúlofaðist síðar það sama ár og gekk að eiga þ. 29. nóv. 1941. Sig- ríður ver næst elsta dóttir Björns og Ingibjargar Ólafsdóttur konu hans, sem bæði voru ættuð úr aust- urhluta Rangárvallasýslu. Áður en til fjölskyldutengsla kom hafði Ang- antýr áunnið sér vináttu og traust fölskyldunnar og var þegar sem einn af þeim sem og æ síðan. Börn Sigríðar og Angantýs eru: Elías Björn vélvirki búsettur í Garða- bæ kvæntur Prífu Vermundsdóttur og eiga þau þqár dætur; Söru, Sigr- únu Eddu og Margréti. Edda hús- móðir í Vestmannaeyjum gift Sigm- ari Georgssyni versíunarstjóra og eiga þau tvær dætur; Sigríði og Hörpu. í byijun búskapar síns tóku þau til sín systurdóttur Angantýs, Jóhönnu Kolbrúnu Jensdóttur sem þá var fjögurra ára og ólu upp síðan sem sitt barn. Hún er búsett í Vest- mannaeyjum, gift Kristni Kristins- syni fyrrv. sjómanni og útgerðar- manni þar og eiga þau þrjú börn: Kristinn, Báru og Sigríði. Angantýr tók hið minna stýri- mannapróf í Vestmannaeyjum 1941 og hið meira stýrimannapróf frá Stýrimannskólanum í Reykjavík 1948. Hann varð skipstjóri, fyrst 1941 á Mýrdælingi VE 283 og síðan ýmsum öðrum bátum í lengri og skemmri tíma allt til ársins 1958. Einnig rak hann útgerð ásamt öðrum í nokkur ár. Eftir í land kom starf- á Kvennaskólann á Blönduósi sem var góður skóli. Þar heyrði hún fyrst spilað á orgel, sem vakti hjá þessari ungu stúlku mikla hrifn- ingu. Pabbi hennar keypti nokkru síðar orgel fyrir systkinin og fékk kennara til að segja þeim til á tón- listarsviðinu. Steinunn fór í ljós- mæðranám til Guðmundar Björns- sonar landlæknis og stundaði ljós- móðurstörf í áratugi. Steinunn var gift Jóni Lýðssyni hreppstjóra á Skriðinsenni, sem dáinn er fyrir mörgum árum. Hann var góður maður og mannasættir. Hann átti til góðra að rekja sína ætt. Hann er mætastur manna, sem ég hef kynnst. Þau Steinunn og Jón áttu saman fímm börn, fjórar dætur og einn son. Steinunni tengdamóður þakka ég af hjarta samleið alla. Kristján Láttu nú Ijósið þitt loga yfir rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signuð að Jesú mæti Þessi bæn er aðeins ein af fjöl- mörgum sem elsku langamma mín kenndi mér ■ þegar ég var yngri í heimsókn á Enni. Þá sátum við sam- an á rúminu hennar með Snúð og Tralla í fanginu og hún þuldi upp bænir hægt, aftur og aftur þar til hún var viss um að ég kynni þær alveg. Svo sungum við stundum litla aði hann sem vigtarmaður til ársins 1969, að hann gerðist lögskráning- armaður hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum. Jafnframt var hann hafsögumaður í hálfu starfí frá árinu 1963, en síðustu árin sem yfir- hafsögumaður sem hann var til sjö- tugs, en þá lét hann af störfum eft- ir farsælt og oftast ábyrgðarmikið ævistarf, bæði til sjós og lands. Eins og ljóst má vera og gamlar myndir sanna flettast upp í hugum okkar ótal atvik sem gott er að ylja sér við svona að kveldi dags. Eins og fyrr var sagt gengu þau í hjónaband Sigríður og Angantýr 1941. Fyrr það sama ár giftist eldri systir Sigríðar, Halldóra Kristín, unnusta sínum Guðmundi Hákonar- syni. Milli þessara ungu hjóna mynd- aðist órofa vinátta, sem aldrei bar skugga á. Jón bróðir Sigríðar minnist þess með hlýju og gleði, þegar hann hóf sinn sjómannsferil hjá mági sínum á Mýrdælingi, þá sextán ára gam- all. Oft brá fyrir kankvísum svip skipstjórnas í brúnni, þegar hann horfði frmahjá ærslum unglingsins á dekki þó kom fyrir að drengur fékk áminningu fyrir uppátæki sín, ef Angantý fannst of langt gengið. Hver heimsókn Sillu og Týra var ætíð með hátíðarblæ, snyrti- og prúðmennska var einkennandi fyrir bæði og hófsemi í orðum, þó ekki væri alltaf legið á skoðunum sínum t.d. svona rétt fyrir kosningar. hann vann hug og hjörtu barnanna, fyrst yngri systkina Sigríðar, síðar maka þeirra og svo aftur barna þeirra og barnabarna. Oft eftir söluferðir með físk til Englands og Skotlands, kom hann með ótrúlega falleg leikföng, sælgæti og fatnað sem hann sjálfur hafði valið. Það sýndi sig í „Gosinu“ 1973, hvaða aðlögunarhæfileikar þeim voru báðum gefnir þegar húsið sem þau byggðu, nýlegt og glæsilegt, varð undir í hrauneðjunni. Þá voru ekki hafðar neinar háværar harma- tölur, vegna eignamissis. Það var sálma og Lóa frænka spilaði undir á gamla slitna orgelið hennar langömmu. Svo flutti hún á sjúkrahúsið á Hólmavík og ég eyddi ekki eins mikl- um tíma hjá henni. Þó fór ég alltaf í heimsókn, ein eða með ömmu á Hólmó, þegar ég fór til Hólamavík- ur. Þá rifjaði hún stundum upp bæn- irnar með mér eða sýndi mér mynd- ir af fjölskyldunni sem hún geymdi í skúffunni sinni ásamt gömlum bréfum og hvítum og bleikum bijóst- sykrum sem hún bauð öllum sem stigu sæti inn í herbergið hennar. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að hafa átt langömmu í 17 ár. Og fínnast fáir sem muna næstum því 100 ár aftur í tímann eins skýrt og greinilega og hún gerði. Nú er hún farin og ég veit að allt fólkið sem hún þekkir í himna- ríki mun taka vel á móti henni en þó sérstaklega Guð, amma Maja og langafi sem er búinn að bíða eftir henni svo lengi. •Ég er sorgmædd í hjartanu mínu þegar ég kveð elsku langömmu mína, en sorgin getur verið falleg og ég hlakka til að hitta hana aftur og fá að heyra fleiri sögur frá því hún var ung. Ég þakka ömmu fyrir allt sem hún kenndi mér. Ég mun alltaf búa að traustri barnstrú og hlýjum ullar- sokkum. María Hjálmtýsdóttir því ekki lítil gleði þegar þau fluttu aftur til Eyja eftir „Gos“, þó flest væri með öðrum brag en áður. I litl- um sem stórum húsakynnum hvíldi ávallt fallegur, hreinn og heimilisleg- ur blær yfír heimili þeirra hjóna. Svo samstillt voru þau í einu og öllu, að það sem laut öðru tilheyrði líka hinu. Við systkini, mágar og mágkona Sillu erum harmi slegin, en vitum að langri og harðri baráttu er lokið. Við þökkum Angantý fyrir sam- fylgdina og biðjum Guð að blessa hann fyrir allar þær ljúfu minning- ar, sem við og böm okkar geyma um hann. Það er gott að vita af slík- um vini í varpa þegar lífsveginn þiýtur. Silla mín við sendum þér og börnunum, fósturdóttur, tengda- börnum og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um ykkur styrktar í djúpri sorg. Systkinin frá Bólstaðahlíð og makar þeirra Látinn er góður vinur minn Ang- antýr Elíasson eða Týri eins og við kölluðum hann alltaf. Ég kynntist Týra 1976 þegar ég hóf störf í lög- reglu Vestmannaeyja og starfaði hann þá á skrifstofti bæjarfógetans í Vestmannaeyjum og sá hann um lögskráningu skipveija ásamt toll- gæslustörfum með þeim sæmdar- manni Jóni í. Sigurðssyni. Týri og Jón störfuðu mikið saman og bar aldrei skugga á þeirra störf. Vinnu- dagur þeirra beggja var oft langur bæði við tollgæslu og hafnsögustörf en Jón var yfírhafnsögumaður og Týri leysti hann af og tók síðan við störfum hans þegar hann varð að hætta sökum aldurs. Týri var mjög traustur maður og sinnti störfum sínum af alúð og trú- mennsku. Eftir því var tekið t.d. hvað honum fórst vel að stýra stór- um skipum inn í þrönga Vestmanna- eyjahöfnina og leggja þeim að bryggju eins og hann væri að leggja bifreið í bifreiðastæði. Ég vil þakka fyrir þær ánægju- legu samverustundir sem við áttum saman og sérstaklega þær sem við áttum við sjúkrabeðið. Við töluðum saman við þann sem öllu ræður, Drottinn Jesúm Krist, og var mikill friður sem fyllti allt herbergið þar sem hann lá. Eins og Týra fórst svo létt að stýra fleyi að landi veit ég að honum verður stýrt inn í Guðsdýrðina. Þar sem ég get ekki fylgt mínum góða vini langaði mig til að kveðja hann með þessum fátæklegu orðum. Týri var traustur félagi í Odd- fellowstúkunni nr. 4 Heijólfur IOOF í Vestmannaeyjum og kveð ég hann líka fyrir hönd bræðranna. Guð blessi minninguna um Ang- antý Elíasson, fari hann í friði, frið- ur Guðs hann blessi. Einlægar samúðarkveðjur til eig- inkonu, _barna og barnabarna. Orebro í Svíþjóð, Geir Jón Þórisson og fjölskylda SCiauglýsingar FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagsferðir 30. júní Gönguferð um gosbeltið 7.ferð a. Kl. 13.00 Kristjánsdalir - Þrihnúkar - Strompar. Nú er tilvalið að byrja í þessari vinsælu raögöngu um gosbeltið. Margir hafa verið með frá upphafi. 6 áfangar eru eftir upp að Skjald- breið. Spurning ferðagetraunar: Hvað hefur gigurinn i Þríhnúkum mælst djúpur? b. Kl. 13.00 Hellaskoðun í Strompahella (Bláfjallahella). Munið vasaljós og húfu. M.a. farið i Langahelli, Djúpahelli og Tanngarðshelli. Spennandi ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 1.100,- fritt f. börn 15 ára og yngri með for- eldrum sínum. Brottför frá BSl, austanmegin. Ennfremur Þórs- merkurferð kl. 08. Þórsmörkin heillar Dagsferðir og sumardvöl Dagsferðir f Þórsmörk alla sunnudaga og miðvikudaga. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin kl. 08. Athug- ið að ekki þarf að panta í dags- ferðir Ferðafélagsins, en þó er betra að panta í miðvikudags- ferðirnar í Mörkina. Verð 2.300 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Stansaö 3-4 klst. Við minnum einnig á ódýra sumardvöl. Tilval- ið að dvelja á milli ferða t.d. frá miðvikudegi til föstudags eða sunnudags. Miðvikudagur 3. júlí kl. 20. Kvöldsigling að lundabyggð (Lundey). Einnig gengið á land i Viðey. Verð 700 kr. Brottför frá Viöeyjarbryggju, Sundahöfn. Helgarferðir 5.-7. júlí a. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. b. Hagavatn - Jarlhettur. Tjöld og hús. Göngu- ferðir. c. Hagavatn - Hlöðuvell- ir - Geysir. Skemmtileg bak- pokaferð. Gist í skálum. Árbók Ferðafélagsins 1991 Gerist félagar í Ferðafélaginu og eignist nýja og glæsilega árbók, sem var að koma út (Fjalllendi Eyjafjaröar II). Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður: Theódór Birgisson. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl.20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Vöivufelli Fimmtudagur: Vakningasam- koma kl.20.30. Steinunn Guðmundsdóttir ljós- móðir frá Skriðinsenni er dáin. Hún lifði frá 4. nóvember 1889 til 19. júní 1991. Hún átti því heila öld að baki og gott betur. Steinunn var sterktrúuð kona og fól Guði líf sitt og þakkaði hand- leiðslu hans. Að sínum orðum gjörði hún hendingar skáldsins sem sagði: „Dýrð ég flyt þér Drottinn alda dýrð fyrir tímans runnið skeið.“ Steinunn fæddist að Dröngum næst nyrsta bæ í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson bóndi og kona hans Anna Jakobína Eiríksdóttir ættuð úr Húnavatnssýslu. Á bernskuheimili Steinunnar var aldrei sultur í búi og munu slík heimili hafa verið tal- in til undantekninga á þeim tíma. Steinunni var Guðstrúin hjartkær frá fyrstu bernsku. Húslestrar voru á hverjum einasta degi og sungið til lesturs á hennar heimili. Sextán ára gömul fór Steinunn Minning: Angantýr Elíasson fv. yfirhafnsögumaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.