Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNI 1991 35 Minning: Guðmundur Jóns- son, Syðra-Velli Fæddur 3. júní 1901 Dáinn 15. júní 1991 Ein bernskuminning mín er að verið var að grafa í hlaðið í austur- bænum. Það átti að reisa íbúðar- hús. Búið var að flytja heim mikið af timbri og allskonar varningi. Það var sérstök lykt af nýju timbrinu, allt var þetta framandi fyrir barns- augunum. Það komu ménn af öðr- um bæjum í vinnu, það var smíðað- ur stór pallur, þar var hrærð steyp- an í undirstöður hússins. Svo kom maður ríðandi á tveimur rauðum hestum, maðurinn hét Kristján í Bár, hann var smiður. Hann var kominn til að smíða húsið. Kristján kom seinnipart dags og byijaði strax að negla saman spýtur, hann var að smíða steypumót. Það átti að steypa kjallara undir húsið. Sem barn var ég að snúast í kringum þá sem voru við smíðina og spyrja, hvað á að gera við þetta og hvað á að gera við hitt. Húsið var reist á nokkrum vikum og flutt var í kjallarann fyrir slátt en þá var húsið fokhelt. Á Syðra-Velli var tvíbýli, í vest- urbænum bjuggu foreldrar undirrit- aðs en í austurbænum bjuggu fjög- ur systkini. Auk Guðmundar voru Sigmundur, Guðbjörg og Rannveig, en í allt voru systkinin níu. Auk þeirra sem áður voru nefnd var Ámi bóndi í Gegnishólaparti í Gaul- veijabæjarhreppi, Halla húsfreyja í Árkvörn í Fljótshlíð, Guðlaug hús- freyja á Galtastöðum í Gaulveija- bæjarhreppi, Júlía Guðrún, búsett í Hafnarfirði, og Sigurður, en hann drukknaði af þilskipinu Langanesi í stórviðri 28 ára gamall. Foreldrar þeirra voru Jón Árna- son frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, dáinn 1925, og Rannveig Sigurðar- dóttir frá Brúnum undir Eyjafjöll- um, dáin 1931. Öll eru systkinin látin og er Guðmundur síðastur sem kveður. Guðmundur var fæddur á Syðra- Velli 3. júní 1901. Hann ólst upp við almenn sveitastörf, hlaut bama- fræðslu eins og hún var á þeim tlma, annars hefur uppeldið mótast af vinnu og þeirri baráttu að hafa í sig og á, sem hefur sjálfsagt ekk- ert verið framyfir það í æsku hans. Guðmundur var snemma Iiðtækur og fór að vinna heimilinu, en eins og áður sagði missti hann Sigurð bróður sinn og Árni fór í búskap um sama leyti svo störfin hafa fljót- lega lent á yngri bræðmnum, hon- um og Sigmundi, en hann var tveimur ámm eldri. Þegar faðir þeirra lést tók Guðmundur við bús- forráðum með systkinum sínum sem áður voru nefnd. Guðmundur var hraustur og fylg- inn sér og hefur það vafalaust ver- ið hans takmark að verða bjarg- álna, og það tókst þeim systkinum með dugnaði og vinnusemi og hefur það eflaust búið í þeim að þau höfðu ekki allt of mikið í æsku en viljað bijótast út úr þeim viðjum. Guð- mundur hafði gott vit á skepnum, hann hafði eins og þá var algeng- ast kýr, kindur og hross. Fjárbúið var með því stærra sem gerðist i lágsveitunum og arðsamt, eins voru kýrnar, þær vom vel ræktaðar. Guðmundur tileinkaði sér snemma ræktun búfjárins, aflaði sér fræðslu, sótti fundi og fyrirlestra sem voru að byija á hans árdögum í búskap. Snemma voru Guðmundi falin trúnaðarstörf. Hann var ungur kosinn í hreppsnefnd og sat í henni í áratugi, hann veitti forstöðu sjúk- rasamlagi sveitarinnar meðan það var rekið, var formaður Búnaðarfé- lags Gaulveijabæjarhrepps í tvo áratugi og sat í stjórn Flóaáveitunn- ar í þijá áratugi. Guðmundur veitti forstöðu deild Slysavarnafélagsins í sveitinni og lét þau mál til sín taka. Sem ungur maður starfaði hann í Ungmennafélagshreyfing- unni. Guðmundur var sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf sín að fé- lagsmálum. Ekki get ég skilið svo við grein þessa að ég minnist ekki á hin systkinin sem bjuggu á Syðra-Velli með Guðmundi, en þessi orð mín eru kveðja til þeirra allra. Þar til nýja húsið var reist stóðu bæirnir á Syðra-Velli saman og var aðeins þykkur torfveggur á milli þeirra. Þó veggurinn væri þykkur háði það ekki góðum samskiptum á milli bæjanna, þó voru bændurnir báðir þeirrar gerðar að þeir létu engan eiga hjá sér ef því var að skipta og oft aðstoðuðu heimilin hvort annað ef með þurfti. Rannveig systir þeirra lést árið 1942, langt um aldur fram, innan við fimmtugt. Hún var fíngerð og myndarleg stúlka, var lagin í hönd- unum og þrifin, að henni var mikil eftirsjá fyrir þau systkini. Guðbjörg lést árið 1983, hennar var minnst þá og fjölyrði ég ekki um hana nú. Sigmundur var fæddur árið 1899 eins og áður var getið. Hann átti ekki skepnur útaf fyrir sig en vann heimilinu og fór til sjáv- arverka á vertíðum en hætti því þegar búið stækkaði. Sigmundur var ákaflega barngóður og hændust börn að honum hvar sem hann fór, hann lék sér og ræddi við þau sem jafningja af lífi og sál. Sigmundur hafði ákaflega gaman af að fara af bæ í vinnu, ekki vegna þess að alltaf hafi verið svo mikið kjöt á beininu, heldur til að hitta fólk, því hann var ræðinn og hafði gaman af að slá á lauflétta strengi, og meinfyndnar athugasemdir hans vöktu eigi sjaldan kátínu. Eftir að undirritaður stofnaði heimili á Syðra-Velli var Sigmundur heimilis- vinur, sérstaklega barnanna, og börnin voru heimagangar hjá þeim systkinum í austurbænum. Þau sendu börnunum jólagjafir og fylgd- ust með námi þeirra. Árið 1933 tóku þau systkinin í fóstur systurson sinn, Guðmund. Hann er sonur Guðlaugar og Erl- ings er bjuggu á Galtastöðum eins og áður sagði. olst hann upp hjá þeim systkinum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952, fór til Ameríku og settist þar að, býr í Louisiana. Hann er giftur þarlenskri konu og á þijú börn. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir gömul kynni, þakka fyrir sambýl- ið, þakka kynslóðinni sem ruddi brautina, kynslóðinni sem við erum að kveðja. Blessuð sé minning systkinanna frá Syðra-Velli. Jón Ólafsson Guðmundur, móðurbróðir minn frá Syðra-Velli í Flóa er látinn, sá síðasti af 9 systkina hópi þeirra sem upp komust en 2 dóu í bernsku. Hann lést í Ljósheimum — lang- legudeild Sjúkrahúss Suðurlands, en þar hafði hann dvalist síðustu æviárin. Árið 1882 fluttust ung hjón aust- an úr Fljótshlíð og fengu til ábúðar jörðina Gijótalæk fyrir austan Stokkseyri. Þessir foreldrar Guð- mundar frænda míns og hans systk- ina voru Jón Árnason frá Hlíðarend- akoti og Rannveig Sigurðardóttir frá Brúnum undir Eyjafjöllum. Á næstu 18 árum búa þau á eftirtöld- um jörðum. Eyvakoti á Eyrarbakka, Magnúsíjósum í Kaldaðarneshverfi og Rútsstaða-Norðurkoti í Gaul- veijabæjarhreppi. Ekki var hér um neinar vildisjarðir að ræða, enda eru þær allar löngu fallnar úr ábúð sem sérstakar bújarðir. Aldamóta- árið 1900 flytjast þau að Syðra- Velli, austurbæ, eignuðust síðar jörðina og búa þar uns Jón afi minn deyr 1926. Þá taka þau börn þeirra, sem enn voru heima, við búskapn- um, þau Rannveig, Guðbjörg, Sig- mundur og Guðmundur. Rannveig amma mín lést 1931. Börn þeirra hjóna sem upp komust voru þessi: Sigurður f. 1883 í Eyvakoti. Drukknaði ásamt 4 skipsfélögum sínum veturinn 1912 af skútunni „Langanesi" sem Milljónafélagið í Viðey gerði út. Þá tók út í ofsa- veðri fyrir sunnan land þegar þeir freistuðu þess að gera að biluðu segli. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Árni f. 1885 í Eyvakoti. Kona hans var Stefanía Jóhannes- dóttir frá Skógsnesi. Þau bjuggu í Gegnishólaparti og eignuðust 3 börn. Árni lést 1934. Guðrún Júlía f. 1887 í Eyvakoti. Giftist Árna Jónssyni frá Heiði í Holtum. Þau bjuggu fyrst á Heiði en síðan lengst af í Hafnarfirði. Þau voru barnlaus en ólu upp fósturson. Júlía lést 1965. Halla f. 1889 í Magnúsfjós- um. Giftist Páli Sigurðssyni í Ár- kvöm í Fljótshlíð. Þau bjuggu lengi í Árkvörn en áttu heima í Reykja- vík síðustu árin. Þau eignuðust einn son. Halla lést 1973. Guðbjörg f. 1892 í Magnúsfjósum. Bjó alla ævi á Syðra-Velii með systkinum sínum. Ógift og barnlaus. Hún lést 1983. Guðlaug, móðirmín, f. 1894 í Rúts- staða-Norðurkoti. Giftist Erlingi Guðmundssyni á Galtastöðum. Þau bjuggu á Galtastöðum allan sinn búskap og eignuðust 6 börn þar af 4 sem upp komust. Guðlaug lést 1981. Jóna Rannveig f. 1897 í Rútsstaða-Norðurkoti. Bjó alla ævi með systkinum sínum að Syðra- Veli. Ogift og barnlaus. Rannveig lést 1943. Sigmundur f. 1899 í Rútsstaða-Norðurkoti. Bjó með systkinum sínum að Syðra-Velli til dánardægurs 1978. Ógiftur og barnlaus. Guðmundur, sem nú er kvaddur, f. 1901 á Syðra-Velli. Bjó þar alla tíð með systkinum sínum þremur en eftir lát Rannveigar, systur þeirra, með þeim Guðbjörgu og Sigmundi. Síðustu árin var hann orðinn einn og eftir að hann fór að Ljósheimum seldi hann jörðina ná- grannabónda sem lagði hana við sína. Ótal bernskuminningar koma í hugann þegar ég lít til baka, tengd- ar þessum systkinahópi. Fyrir þær er ekki rúm í einni minningargrein. Þannig skipuðust mál að Guðmund- ur, bróðir minn, sem er 2 árum eldri, var nýfæddur tekinn í fóstur af þeim systkinum fjórum á Syðra- Velli. Þegar við komumst á þann aldur að vera einfærir á milli bæja voru mörg sporin milli Galtastaða og Vallar. Þá var skokkað beint af augum yfir móana, stokkið lang- stökk yfir Vallarlækinn, stiklað yfir Katrínarkeldu, framhjá Sauðahús- inu og Þvottafljóðinu, yfir túngarð- inn og heim í hlað á Velli. Alltaf var mér jafn vel tekið af. þeim systkinum og ef eitthvað var að veðri var allt húsið leikvangur okkar Guðmundar bróður, kjallari, hæð, ris og hanabjálkinn. Þau systkin reistu þetta íbúðarhús úr timbri á steyptum kjallara árið 1936 og hefir það verið myndarlegt hús á þeim tíma. Fyrir kom að við skut- umst í vesturbæinn og slógum í púkk við yngstu syni Ölafs bónda ög Margrétar, en þeir voru á aldur við okkur, en af því er önnur saga. Alltaf var hlýlegt á milli heimil- anna í vestur- og austurbæ á Velli og mikill samgangur. Hafa þau börn frá vesturbænum sýnt Guð- mundi og þeim austurbæjarsystkin- um mikla ræktarsemi alla tíð. Mikill dugnaður og vinnusemi var sameiginlegt einkenni þessara móð- Einar Guðmunds- son — Minning Fæddur 22. ágúst 1907 Dáinn 24. júní 1991 Ég stend við hafið og öldumar endurvarpa minningum um hann afa minn, Einar Guðmundsson, frá Vífilsmýrum í Önundarfirði. Minn- ingarnar eru andstæður brimsins er skellur harkalega á fjörusteinun- um, þær eru fullar af mýkt og hlýju. Hann afí minn var sjómaður nær alla sína ævi, vann af þeirri hörku sem þessum mönnum var einum lagið. Barnshugurinn skynjaði lítið þær hættur og hörkur sem umvafði þessa menn í þeirra starfi, barns- hugurinn skynjaði betur að undir yfirborði sjómannsins var hlý mann- eskja full af skilningi, manneskja sem átti mikilvægt rými í hjarta barnsins. Hann Einar afi minn var fyrst og síðast manneskja, ekki fullkom- inn fremur en við hin en skilnings- ríkur og nærgætinn í nærveru við- kvæmrar sálar sem oft þurfti á stað- festingu að halda. Það var hann afi minn einn sem gaf mér nöfnin, það var hann einn sem kallaði barnið „Gunna mín, drottningin mín“ og leyfði bamssálinni að skynja sjálfa sig með mikilvægt hlutverk, án skil- yrða og samanburðar. Hann afí minn var bæði einstakur og sérstakur. Hann færði heim til barnsins spennandi ævintýri og fjár- sjóði framandi landa. Mörg kvöldin í gegnum tíðina sat fjölskyldan á Hlíðarenda og opinberaði leyndar- dóma siglingafarmsins. Rausnarleg- ar og smekklega valdar gjafir af afa mínum til handa öllum. Og barn- inu fannst það mikilvægt, afínn hafði valið því fatnað og leikföng, að ógleymdu „útlenska“ sælgætinu. Suma fleti afa míns þekkti ég betur en aðra og þeir fletir voru barninu og mér dýrmætir. Og þess- ir fletir fólu í sér anstæður sínar, veikleika og styrk sem gerir okkur öll að áhugaverðari manneskjum. Það fór ekki mikið fyrir honum Ein- ari afa mínum en það var gott að koma á kvistinn til hans og spjalla og hin seinni ár átti hann oft frum- kvæðið að sameiginlegum stundum yfír kaffi og kleinum á sunnudags- síðdögum, þar sem sögur og persón- ur voru afhjúpaðar af eldmóði og kátínu. Hann afi minn átti fleiri barnabörn og barnabarnabörn og ég tók það sem hrósyrði þegar hann tjáði mér seinna að blíðlyndi eins þeirra minnti sig á barnið í mér. ursystkina minna, og metnaður til að láta sinn hlut ekki eftir liggja. Þvílíkt var kapp þeirra systkina á Velli til allrar búsýslu að ekkert gat stöðvað þau nema helst ef gesti bar að garði, þá áttu þau til að taka í spil í góðra vina hópi. Hjá þeim systkinum á Velli var jafnréttið viðurkennt löngu á undan öllum jafnréttislögum, svona eins og af sjálfu sér, að sömu laun væru fyrir sömu vinnu. Um hvert áramót var árið gert upp og skipt jafnt ef afgangur var af búrekstrinum. Mín fyrsta reynsla af nálægð dauðans var í stofunni á Velli þegar séra Árelíus flutti húskveðju yfir Rannveigu en hún lést þegar ég var 10 ára. Þá varð mér í einni svipan ljóst hver missir þeirra systkina var. Þannig skiptust á skin og skúr- ir en í minningunni eru líka margir sólskinsdagar á Syðra-Velli. Guðmundur gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Hann var í hreppsnefnd frá 1935-1974 að fáum árum undan- skildum eða alls í 33 ár. Formaður Búnaðarfélags Gaulverjabæjar- hrepps um langt árabil. í stjórn sjúkrasamlagsins í 30 ár og lengst af formaður og gjaldkeri. I stjórn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um áratugi og Flóaáveitufélagsins í aldarfjórðung. Guðmundur var oft með fyrstu mönnum að tileinka sér ýmsar nýj- ungar í bættum búskaparháttum, sérstaklega eftir að möguleikar í véltækni komu til sögu. Hann var framfarasinnaður að upplagi. Einn er þó sá félagsskapur sem ég held að hafi staðið hjarta hans næst alla tíð en það var Ungmenna- félagið Samhygð. í Samhygð gekk liann 13 ára gamall, var í stjórn félagsins um skeið og fulltrúi þess á héraðsþingum Skarphéðins. Þeir bræður báðir, Guðmundur og Sig- mundur, sóttu fundi félagsins lengi fram eftir aldri og báru hag þess fyrir bijósti. Guðmundur var gerður að heiðursfélaga Samhygðar og fáni félagsins var eitt af því fáa sem hann hafði upp á vegg hjá sér síð- ustu árin í Ljósheimum. Kristján Eldjárn, forseti, sæmdi Guðmund riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir félagsmálastörf árið 1980. Guðmundur lýsir best sjálfur hug sínum til samferðamanna í viðtali fyrir nokkrum árum. Þá segir hann: „Ég ber ekki kala til nokkurs manns og er þakklátur þeim mönnum sem ég hef unnið með. Oft og tíðum var starflð skemmtilegt, þó maður hafi ekki alltaf verið sammála, sem er ekki aðalatriði, heldur hitt að vera sáttur við allt og alla.“ Starf bóndans var h.onum efst í huga til hinstu stundar. „Það er farið að grænka“ voru eitt af hans síðustu orðum. Hann lá banaleguna þegar Flóinn hans, þessi algræna víðátta klæddist vorskrúði. Nú leggst hann sjálfur undir þennan græna feld sem hann hefir lifað með 90 vor. Sáttur að leiðarlokum. Hann verður jarðsettur í Gaul- veijabæjarkirkjugarði við hlið ætt- menna sinna. Hann, ásamt sínum systkinahópi, hefir goldið Iandi sínu og þjóð fósturlaunin. Blessuð sé minning þeirra. Sigurjón Erlingsson Þetta var h'ans leið til að lýsa því rúmi sem ég skipaði í hjarta hans. Við afi áttum góðar stundir sam- an þó þær væru ekki samfelldar. Hann fékk samt að vita af mér og lífi mínu í gegnum bréfín sem ég ritaði honum. Hann sýndi ferðalög- um barnabams síns umburðarlyndi og námi þess skilning. Hann afi minn fór ekki fram á margt, en áður en við skildum í febrúar síðast- liðnum bað hann mig að skrifa sér línur frá „andfætlingalandi". Áhugi hans og bón gladdi mig og styrktu mig í þeirri trú að um gagnkvæma vináttu og væntumþykju væri að ræða. Ég stend við hafið og horfí á blómin tl heiðurs afa mínum fljóta burt á lygnum haffletinum og fjar- lægjast ströndina. Minningarnar um afa minn hafa fært mér hugarró í fjarlægu landi og nær fjölskyldu minni. Blessuð sé minning afa. Guðrún Guðmundsdóttir, Perth, Ástralíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.