Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 37
37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
Hluti nýstúdenta frá Menntaskólanum á Egilsstöðum ásamt Helga Ómari Bragasyni og Emil Björnssyni
aðstoðarskólameistara.
Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Fjarkennslan gafst mjög vel
MENNTASKÓLANUM á Egils-
stöðum var slitið í tólfta sinn á
hvítasunnudag og voru 35 stúd-
entar útskrifaðir við það tæki-
færi.
Tveir nýstúdentar, Óli Grétar
Sveinsson og Daníel Ásgeirsson,
luku námi frá eðlisfræðibraut á
aðeins þremur árum, sem er óvenj-
ulegt. Þeir hlutu báðir viðurkenn-
ingu fyrir góðan námsárangur. Sig-
urlaug Gunnarsdóttir og Aðal-
steinn Hjartarson hlutu viðurkenn-
ingar fyrir ágætan árangur af
málabraut, Hreinn Halldórsson fyr-
ir góðan árangur af hagfræði-
braut, Þórunn Hrefna Siguijóns-
dóttir af félagsfræðibraut og Páll
Þórðarson af náttúrufræðibraut.
Nýstúdentar voru 35, 11 af fé-
lagsfræðibraut, 7 af náttúrufræði-
braut, 6 af eðlisfræðibraut, 6 af
íþróttabraut, 3 af hagfræðibraut
og 2 af málabraut.
Um 210 nemendur stunduðu
reglulegt dagskólanám við ME á
síðasta skólaári en utanskólanem-
endur voru 30 talsins. Rúmlega 150
nemendur stunduðu nám í öldunga-
deild skólans á Egilsstöðum, Vop-
nafirði og Reyðarfirði og einnig í
fjarkennslu.
Fjarkennsla er nýjung í starfi
ME, kenndir voru þrír áfangar á
vorönn og komust færri að en vildu.
Notað er sérstakt kennsluefni og
var um að ræða tilraun sem styrkt
var af Fjarkennslunefnd mennta-
málaráðuneytisins. Tilraunin gafst
mjög vel og verður haldið áfram
með þessa starfsemi næsta haust.
Frambjóðendur til Alþingis fyrir
Austurlandskjördæmi nýttu sér vel
málþing sem skólinn gekkst fyrir
í mars um Evrópusamrunann, en
auk frambjóðenda fjölmenntu nem-
endur skólans og almenningur á
þingið.
Á hausti komanda verður vænt-
anlega starfrækt sérstök skóg-
ræktarbraut við Menntaskólann á
Egilsstöðum og mun námsframboð
miðað við nemendur og einnig
skógarbændur og annað áhugafólk
um skógrækt.
Starfandi skólameistari Mennta-
skólans á Egilsstöðum er Helgi
Ómar Bragason en Vilhjálmur Ein-
arsson skólameistari var í náms-
leyfi í Svíþjóð. Fulltrú tíu ára stúnd-
enta afhenti skólanum að gjöf
málverk af Vilhjálmi skólameist-
ara.
24 x 30 cm.
Myndir sem birtast í Morgunblaðinu,
teknar af Ijósmyndurum blaösins
fdst keyptar, hvort sem er
til einkanota eöa birtingar.
UÓSMYNDADÉILD
„SALA MYNDA"
Aðalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
BESTU KAUPIN i STEIKUM!
T-bone sleikurm/bakaóri kartöflu,
kryddsmjöri og hrásalati
KR. 890,-
Grilluó lambasteikm/bakaóri kartöflu, krydd-
smjöri og hrásalati
KR. 690,-
AUKÞESS:
Nautagrillsteikog meólæti kr. 760,-
Svinagrillsteikog meðlæti kr. 695,-
Góðar steikurvoru til skamms tíma dýr matur,
sem menn borðuðu aðeins á íburðarmiklum veit-
ingahúsum við dúkuð borð með þjóna á þönum
í kringum viðskiptavinina.
Jarlinn setti sértakmark: Að bjóða fólki upp á
úrvals steikur úr besta hráefni með sem allra
minnstum tilkostnaði og þar með á lægsta verði.
Smátt og smátt fór starf okkar að skila árangri og
ísíðasta mánuðiseldi Jariinn um 8.000 steikur.
Jarlinn hefurgreinilega markað þáttaskil
í íslenskri veitingamennsku.
Það er ekki lengur munaóur ú íslc
aó fó sér góða steik.
\kW
JarUim
* G/adur (braqðt
' bragði
TRYGGVAGÖTU - SPRENGISANDI - KRINGLUNNI