Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNI 1991
Minning:
Jón H. Guðmunds-
son fv. skólasljóri
Fæddur 3. desember 1913
Dáinn20.júní 1991
Þegar góðir félagar og samferða-
menn falla frá verður manni gjarn-
an litið til baka yfir J:arinn veg og
minningarnar hrannast upp. Þannig
varð mér í huga er ég frétti andlát
Jóns H. Guðmundssonar fyrrver-
andi skólastjóra í Kópavogi, en leið-
ir okkar höfðu þar legið saman í
fullan aldarfjórðung.
Kynni okkar hófust er hafinn var
undirbúningur að bæjarstjórnar-
kosningum í Kópavogi árið 1966.
Við vorum þá báðir nýlega fluttir
í bæinn og kom í okkar hlut að
standa í forsvari fyrir Alþýðuflokk-
inn í bæjarstjórnarmálum Kópa-
vogs. Jón H. Guðmundsson var
enginn viðvaningur á þeim vett-
vangi, hann hafði um áratugaskeið
staðið í fremstu röð í verkalýðsbar-
áttu og bæjarmálum á Isafirði.
Hann hafði verið formaður Sjó-
mannafélags ísfirðinga, átt sæti í
bæjarstjórn ísafjarðar og starfað
til sjós og lands, lokið kennaraprófi
og haft kennslu að aðalstarfi um
langt skeið og síðustu árin verið
skólastjóri á ísafirði. Jafnframt
hafði hann annast ritstjórn Skutuls
á ísafirði í hart nær tvo áratugi.
Hér var því enginn byijandi eða
veifiskati sem gekk til starfa.
Hann tók þegar að sér í upphafi
ritstjórn Alþýðublaðs Kópavogs og
annaðist hana í meira en aldarfjórð-
ung af einstökum dugnaði og fórn-
fýsi. Aldrei var spurt um laun eða
fyrirhöfn, aðeins hvaða verk þyrfti
að vinna á hveijum tíma. Hann sat
sem varabæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins í Kópavogi um 8 ára skeið.
Betri og heilli samstarfsmann var
ekki hægt að hugsa sér. Hvert það
verkefni sem hann tók að sér var
leyst af hendi vafningalaust og ör-
ugglega, en um heillyndi hans og
holl ráð þurfti enginn að efast og
mætti mörgum vera til eftirbreytni
í stjómmálum í dag. Jón H. var
mjög snarpur ræðumaður á mann-
fundum og enginn þurfti að efast
um skoðanir hans, sem hann flutti
einarðlega og pakkaði ekki í neinn
silkipappír, eins og hann orðaði það
svo gjarnan sjálfur. Þó forðaðist
hann að haga svo málflutningi sín-
um að særði aðra. Orðheppinn var
Jón í málflutningi og ýmsar fleygar
setningar af munni hans sem sagð-
ar voru á bæjarstjómarfundum í
Kópavogi lifa á vörum samferða-
manna.
Hann vann Alþýðuflokknum allt
það er hann mátti fram til síðustu
stundar og hefur lengst af átt sæti
í flokksstjórn hans. í síðustu alþing-
iskosningum voru fáir glaðari er
vel gekk í Reykjaneskjördæmi, þó
hann gengi hægar til þeirrar bar-
áttu en stundum áður er þrekið og
snerpan var meiri.
Þó Jón H. Guðmundsson bæri í
útliti og skapgerð með sér svipmót
vestfírskra sjómanna og bænda,
væri fæddur og uppalinn í sveit og
stundaði sjómennsku um langt ára-
bil varð kennsla barna og skóla-
stjórn hans aðalævistarf í rösk 40
ár. Hann var fyrsti skólastjóri
Digranesskólans í Kópavogi, mótaði
hann frá upphafí og stýrði í 17 ár.
Öllum sem heimsóttu skólann var
ljóst að skólastjórn lék í höndum
hans og innan veggja skólans ríkti
góður andi milli skólastjóra, kenn-
ara og nemenda og skólinn væri í
fremstu röð barnaskóla landsins.
Sem formaður skólanefndar Kópa-
vogs kom ég nokkrum sinnum í
heimsókn í skólann og duldist ekki
sú hlýja og umhyggja sem skóla-
stjórinn sýndi nemendum og sam-
starfsfólki og hve greiðan aðgang
allir áttu að skólastjóranum. Hann
naut því mikillar virðingar og hlý-
hugs við starfslok fyrir sitt mikla
uppbyggingarstarf. En þó störf að
skólamálum og sjósókn væri ríkur
þáttur í ævi Jóns H. var hugurinn
mjög tengdur við smíðar og á efri
árum eftir að starfi á skólavett-
vangi lauk sneri hann sér að smíð-
um og bjó sér aðstöðu heima í bíl-
skúr ti! að sinna þeim verkefnum.
Vann hann að hverskonar smíðum
og húsbyggingum með og fyrir
börn sín auk þess sem hann leit til
og aðstoðaði aldraða ísfirðinga sem
áttu í erfiðleikum hér sunnanlands
og verið höfðu félagar hans og sam-
starfsfólk fyrir vestan. - Þá má og
minna á hans mikla vinnuframlag
við innréttingu húsnæðis fyrir fé-
lagsaðstöðu Alþýðuflokksins í Kóp-
vavogi.
Eftirlifandi eiginkona Jóns H.
Guðmundssonar er Sigríður M. Jó-
Hannesdóttir frá Flateyri. Heimili
þeirra var stórt og fjölmennt, hús-
bóndinn glaður og reifur og hús-
móðirin tók gestum fagnandi með
sinni léttu lund og sönggleði. Þang-
að var gaman að koma í heimsókn
og blanda geði við húsráðendur og
þeirra stóra barnahóp, en fjölskyld-
an studdi föðurinn dyggilega í um-
fangsmiklum félagsstörfum.
Að leiðarlokum kveð ég minn
góða félaga með innilegu þakklæti
fyrir allt samstarfið, stuðning og
hjálpsemi á liðnum árum og sendi
eiginkonu hans, börnum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Ásgeir Jóhannesson
Margar minningar leita á hugann
þegar kær vinur og samheiji er
kvaddur hinstu kveðju. Þá skortir
bæði orð og andríki til að tjá þær
tilfínningar, sem inni fyrir búa.
Enda þótt mér sé óvenjulega tregt
tungu að hræra, get ég ekki látið
hjá líða að festa á blað fá og fátæk-
leg kveðjuorð til minningar um vin
minn, samstarfsmann og samheija,
Jón Halldór Guðmundsson, fyrrv.
skólastjóra.
í tvo áratugi unnum við á sama
vinnustað, þ.e.a.s. í Barnaskóla ísa-
fjarðar, fyrst sem samkennarar eða
til ársins 1954 er Jón tók við stjórn
skólans, en því starfi gegndi hann
í tíu ár, en fluttist þá til Kópavogs.
Jón H. var farsæll og fjölhæfur
kennari, góður stjórnandi og áhuga-
samur skólamaður. Hann átti auð-
velt með að vekja og glæða áhuga
nemendanna á námsefninu. Þess
vegna var vinnugleði og ástundun
jafnan ríkjandi í bekknum hans.
Hann hafði örugg tök á velflestum
námsgreinum, þó hygg ég að ís-
lenskukennsla hafi verið honum
hugleiknust, enda var hann vel að
sér í íslensku og öðrum fremri og
snjallari í ræðu og riti. Hann var,
að mínu mati, afburða kennari og
kom þar margt til; góðar og fjölhæf-
ar gáfur, brennandi áhugi á fræðslu
og menntun samfara traustri skap-
gerð og næmum skilningi á getu
og mismunandi aðstöðu nemend-
anna. Auk þess var hann léttur í
lund og átti því auðvelt með að slá
á léttari strengi þegar þess gerðist
þörf. Við, vinnufélagar hans, nutum
oft góðs af græskulausu gamni
hans og því minnumst við hans sem
hins góða og skemmtilega félaga,
sem létti okkur oft í skapi eftir
annasaman kennsludag.
Samstarf okkar Jóns heitins var
ekki aðeins innan veggja barnaskól-
ans. Við áttum sameiginleg áhuga-
mál á öðrum sviðum. Þar ber hæst
í minningunni tvo málaflokka.
Störf okkar í bæjarstjórn ísa-
ijarðarkaupstaðar samhliða þátt-
töku í þjóðmálabaráttu Alþýðu-
flokksins.
Ennfremur störfin innan vest-
firsku verkalýðshreyfingarinnar.
Jón H. Guðmundsson gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum
innan Alþýðuflokksins á ísafirði.
Hann var formaður fulltrúaráðs
flokksins á árunum 1950-1963.
Bæjarfulltrúi flokksins á ísafirði
var hann frá 1946-1964, þar af
varabæjarfulltrúi fjögur fyrstu árin.
Á þessu tímabili ríkti engin logn-
molla eða andlegur doði fyrir bæjar-
málabaráttunni á ísafirði. Þar átt-
ust við harðskeyttir áhuga- og
dugnaðarmenn, sem gustaði hressi-
lega af. Hart var tekist á um ágrein-
ingsmálin og hvergi látið undan
síga þó að móti blési. Á þessum
átakavettvangi munaði sannarlega
um atfylgi og málafylgju Jóns H.
Guðmundssonar. Þar kom best í ljós
hve harðskeyttur ræðumaður hann
var, orðsnjall, rökvís og mælskur.
Hann var maður, sem stóð fast á
rétti þeirra, sem minna máttu sín
í samfélaginu og lét ekki hlut sinn
fyrir neinum. Af einurð og festu
hélt hann á loft viðhorfum og mál-
stað Alþýðuflokksins í bæjar- og
þjóðmálum. Hann réð yfír því leiftr-
andi tungutaki og framsetningu að
á orð hans var hlustað.
Um árabil sá hann um, ásamt
öðrum, útgáfu Skutuls, blaðs vest-
firskra alþýðuflokksmanna. Skrif
hans í Skutli áttu ríkan þátt í því,
að Alþýðuflokknum á ísafirði tókst
að standa af sér pólitískar hættur,
sem á tímabili ógnuðu tilvist flokks-
ins í bænum.
Þar var um að ræða yfirburða
áróðursaðstöðu ísfirska Sjálfstæðis-
flokksins, sem var þá svo til allsráð-
andi í atvinnumálum bæjarfélags-
ins. Einnig átökin og öldugangur-
inn, sem stofnun Alþýðubandalags-
ins vakti innan flokksins.
Mér er enn í fersku minni skel-
egg varnarbarátta Jóns H. og sú
staðfesta og dugnaður sem hann
þá sýndi, ekki hvað síst á fjölsóttum
fundum þar sem fyrrum samhetjar
og vinir áttust við. Framlag Jóns í
þeim átökum átti stóran þátt í því
að afstýra alvarlegri flokkslegum
áföllum á Vestfjörðum en raun varð
á.
Árum saman var Jón H. Guð-
mundsson formaður Sjómannafé-
lags Isfirðinga. Hann naut þar, að
verðleikum, mikils og vaxandi
trausts vestfirskra sjómanna. Jón
þekkti vel til starfa og málefna sjó-
manna. Á unglings- og námsárum
stundaði hann sjómennsku, var há-
seti á færa-, línu- og síldveiðiskip-
um. Þessi aihliða starfsþekking
gagnaðist honum vel í formanns-
starfinu í Sjómannafélaginu. Á
hans formannsárum varð félagið
forystuafl í málefnum vestfirskra
sjómanna. Þáttur Jóns H. Guð-
mundssonar á þeim vettvangi var
bæði mikill og gifturíkur og má
ekki gleymast.
Það var ekki síst hans verk, að
kjör vestfirskra sjómanna hafa
árum saman verið betri en í öðrum
landshlutum. Árangursrík barátta
Vestfirðinga hefur rutt öðrum sjó-
mannasamtökum brautina til
bættra kjara. Undir merkjum Al-
þýðusambands Vestfjarða samein-
uðust vestfirskir sjómenn til sam-
stilltra átaka í kjaramálunum. Þar
réði mestu frumkvæði og aðild Sjó-
mannafélags ísfirðinga og styrk
leiðsögn og ódeig forysta formanns-
ins, Jóns H. Guðmundssonar. Hann
bar hitann og þungann af viðræðum
og samningum við útvegsmenn, og
var það æði oft þungur og harðsótt-
ur róður. Um þennan þátt í áhuga-
starfi Jóns H. er mér manna best
kunnugt því ég var á þessum árum
í forsvari fyrir Alþýðusambandi
Vestíjarða og hafði náið samstarf
og samskipti við formann Sjómann-
afélagsins.
Vestfirskir sjómenn eiga því
minningu Jóns H. Guðmundssonar
skuld að gjalda, og ég veit að marg-
ir þeirra minnast hans þakklátum
huga.
Eg þakka Jóni H. Guðmundssyni
samfylgdina og áratuga vináttu og
tryggð.
Við Hanna sendum konu hans
og bömum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar og væntum þess, að
minningin um mikilhæfan og góðan
sæmdarmann verði þeim til styrktar
og huggunar.
Björgvin Sighvatsson
Mikill heiðursmaður er fallinn í
valinn. Sannarlega hvarflaði það
ekki að mér að svo stutt væri eftir
hjá Jóni bónda. Það eru einungis
tveir mánuðir frá því er við fögnuð-
um saman góðum kosningasigri
Alþýðuflokksins hér í Reykjanes-
kjördæmi og á sigurstundum eru
menn ekki að velta dauðanum fyrir
sér. Hið snögga fráfall Jóns H.
Guðmundssonar sýnir okkur vel hve
oft er stutt á milíi lífs og dauða.
Ég kynntist Jóni H. fljótlega eft-
ir að hann flutti í Kópavog til að
taka við skólastjórn Digranesskóia,
en sá skóli hóf starfsemi 1964. Þá
hafði hann verið skólastjóri vestur
á ísafirði í tíu ár, en hafði áður
stundað almenna kennslu um ára-
bil. Jón H. Guðmundsson var mikill
skólamaður og þótti afburða kenn-
ari og skólastjórnandi. Hann var
mikill íslenskumaður, sem þreyttist
aldrei á að minna okkur á gildi tung-
unnar og nauðsynina á að halda
henni hreinni. Áð tala og skrifa
gott íslenskt mál var hans aðal, og
þess vegna gerði hann þær kröfur
til nemenda sinna, að þeir vönduðu
alltaf sitt málfar.
Þessir gömlu skólamenn eru nú
að hverfa einn af öðrum og vissu-
lega ber okkur að minnast þeirra
með þakklæti og virðingu, því þeir
hafa skilað okkar tungu góðu dags-
verki. Þar ar Jón H. Guðmundsson
sannarlega engin undantekning.
Samhliða brauðstritinu tók Jón
H. mikinn þátt í félagsmálum og
var hann árum saman formaður
verkalýðsfélagsins á Isafírði og sat
um árabil í bæjarstjórn ísafjarðar
fyrir Alþýðuflokkinn. Þá var hann
lengi ritstjóri Skutuls, blaðs Alþýðu-
flokksins á ísafirði. Það er óhætt
að fullyrða, að hann var einn allra
áhrifamesti foringi Alþýðuflokksins
á ísafirði meðan hann bjó þar. Hann
var einstaklega rökfastur og um
leið mikill málafylgjumaður. Það var
alltaf hlustað með athygli þegar Jón
H. sté í ræðustólinn.
Eftir að fjölskyldan flutti í Kópa-
vog má kannski segja að nokkur
breyting hafi orðið á hinu pólitíska
starfi Jóns. Hann var að vísu vara-
bæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og
starfaði í ýmsum nefndum fyrir
flokkinn, en hans aðalstarf fyrir
Alþýðuflokkinn í Kópavogi var rit-
stjórn og útgáfa Alþýðublaðs Kópa-
vogs. Hann var ritstjóri blaðsins til
dauðadags og hafði þá gegnt því
41
starfi á þriðja áratug.
Auðvitað er útgáfa málgagns
nauðsynleg fyrir stjórnmálaflokka
og það skldi Jón H. manna best.
Það þarf mikinn kraft og dugnað
til að gefa út pólitískt blað í bæ
eins og Kópavogi því sú útgáfa er
í stöðugri samkeppni við dagblöðin
hvað varðar allar auglýsingar, en
þær eru jú hin fjárhagslega forsenda
útgáfunnar. Fyrstu árin sem Jón sá
um útgáfu blaðsins þurfti hann að
skrifa það að mestu og afla auglýs-
inga auk þess að fylgja blaðinu eft-
ir í prentsmiðjunni. Allt var þetta
að sjálfsögðu unnið í sjálfboðavinnu
og í þeim eina tilgangi að efla og
treysta jafnaðarstefnuna, en Jón
H. Guðmundsson var alla sína tíð
mikill jafnaðarmaður.
Vitaskuld er það svo, að í hinu
pólitíska starfí skiptast á skin og
skúrir. Þannig var Alþýðuflokkurinn
í Kópavogi áhrifalítill allt fram til
1978, en fram að þeim tíma voru
einungis fáir sem virkilega störfuðu
fyrrir flokkinn. Einn þeirra var Jón
H., en hann hafði alla tíð þá trú,
að Alþýðuflokkurinn ætti eftir að
verða stór og öflugur hér í Kópa-
vogi. Það er örugglega á engan
hallað þegar sagt er, að Jón H.
Guðmundsson var kjölfestan í okkar
flokksstarfi og sá maðurinn sem
flestir treystu á og leituðu til.
Við bæjarfulltrúar Alþýðuflokks-
ins leituðum mikið til Jóns þegar
við þurftum að leysa erfíð málefni
og ég minnist þess sérstaklega hve
hann var alltaf reiðubúinn til að
rétta okkur hjálparhönd. Allt félags-
starf byggist á því að menn gefi sér
tíma og þá verður oft að láta annað
sitja á hakanum. Ég þori að full-
yrða, að oft hefur Jón H. látið ýmis
verkefni bíða þegar flokkurinn kall-
aði. Það er einmitt á þessum traustu
mönnum sem allt starf í flokkunum
byggist á. Þessir menn eru horn-
steinarnir í félagsstarfínu og þannig
maður var Jón H. Guðmundsson.
Hann var hugsjónamaður, ósmeyk-
ur og óvæginn í baráttu sinni fyrir
þeim málstað er hann trúði á.
Alþýðuflokkurinn í Kópavogi hef-
ur misst sinn traustasta félaga og
Jón H. mun ekki ritstýra Alþýðu-
blaði Kópavogs framar. Mér er það
bæði ljúft og skylt að þakka honum
fyrir alla þá miklu vinnu sem hann
lagði á sig fyrir okkur og vonandi
auðnast okkur sem eftir lifum að
halda merki hans hátt á lofti um
ókomin ár.
Ég lít á það sem gæfu að hafa
fengið að starfa í tvo og hálfan
áratug undir handaijaðri Jóns H.
Þetta var sannarlega viðburðarríkur
tími og mér ákaflega lærdómsríkur.
Jón H. Guðmundsson var mikill vin-
ur minn og ég þakka honum allan
þann hlýhug og vináttu sem hann
sýndi mér alla tíð.
Elsku Sigga mín, við Sóley send-
um þér og öllu þínu fólki okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi
minningin um góðan dreng styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Guðmundur Oddsson
Fleirí greinar um Jón H. Guð-
mundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Hjartans þakkir flytjum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför
GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR
frá Bergsstöðum.
Þóranna Kristjánsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og
útför
VALGERÐAR BERGÞÓRSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Kristinn Guðmundsson,
Guðmundur Kristinsson, Anna Bergþórsdóttir,
Bergþóra Kristinsdóttir, Guðlaug Traustadóttir,
Guðrún Kristinsdóttir, Vala Hrönn Guðmundsdóttir,
Ragnar Kristinsson Guðrún Elimundardóttir.