Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 52
EM í bridge:
Island ör-
uggt með
HM-sæti
ÍSLENZKA landsliðið í bridge
hefur tryggt sér að minnsta kosti
fjórða sætið á Evrópumeistara-
mótinu, sem fram fer í Killarney
á Irlandi, með sigri á Belgum í
26. umferð mótsins í gærkvöldi.
Það er því ljóst að Islendingar
spila á heimsmeistaramótinu,
sem fram fer í Japan í haust.
íslendingar unnu Belga 16-14,
en gætu enn bætt við sig tveimur
stigum, ef kærumál vegna spils í
fyrri hálfleik verður úrskurðað þeim
í hag. Staðan eftir 26. umferð var
þessi: Bretar voru efstir með 528,5
stig, Svíar aðrir með 509, Pólveijar
í þriðja sæti með 486 og íslending-
ar í fjórða sæti með 483 stig.
í síðustu umferðinni, sem fram
fer í dag, spila Islendingar við Dani
en Pólveijar við Svisslendinga.
„Við höfum fyrst og fremst unn-
ið á sögnunum en úrspili og vörn
hefur verið nokkuð ábótavant. Þar
þurfum við að taka okkur tak fyrir
' haustið," sagði Jón Baldursson,
einn liðsmaður íslenzka landsliðsins
í Killarney við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Hann sagði að liðið hefði oft á
tíðum spilað einstaklega vej ef und-
an væri skilinn kafli í upphafi þess-
arar viku.
Helgi Jóhannsson, forseti Bridge-
sambands Islands, sagði að þessi
árangur íslenzka Iandsliðsins væri
betri en nokkurn hefði órað fyrir.
„I upphafi mótsins voru ýmslr spá-
menn að raða þjóðum niður í heims-
meistaramótssæti, en ísland var þar
hvergi á blaði. Árangur liðsins er
því mjög ánægjulegur en hann er
verðskuldaður. Það er svo athyglis-
vert að þessir sömu menn, sem nú
eru að tryggja sér sæti á heims-
meistaramóti, eru í hörkukeppni við
kollega sína á íslandi, sem sýnir
hvað styrkleikinn er orðinn mikill
hér,“ sagði Helgi.
Helgi bætti við að það væri enn
frekari lyftistöng fyrir íþróttina hér
á landi að ísland fengi þátttökurétt
í Japan. Um leið fengi Bridgesam-
bandið hins vegar erfitt verkefni
vegna þess að það væri veikt fjár-
hagslega og þyrfti stuðning til að
valda því.
Sjá bls. 28.
Fluttur með
þyrlu af
slysstað
Mjög harður árekstur varð á.
Vesturlandsvegi, rétt sunnan við
Borgarfjarðarbrú í gærkvöldi.
Ökumaður annars bílsins var
fluttur ineð þyrlu á Borgarspital-
ann.
Areksturinn varð með þeim hætti
að fólksbifreið sem var á leið norð-
ur var að taka fram úr stærri bif-
reið en lenti þá framan á fólksbif-
reið sem kom á móti og kastaði
henni út af veginum. Ókumaður
bifreiðarinnar sem á móti kom var
einn í bílnum og festist hann í bíln-
um við áreksturinn. Þurfti að saga
bifreiðina i sundur til að komast
að ökumanninum. Hann var síðan
fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á Borgarspítalan í Reykjavík.
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Morgunblaðið/Árni B. Stefánsson
Á myndinni sést hvar dagsbirtan Iýsir niður um op á hraunhvelfingunni. Niður úr opinu hangir kaðall sem leiðangursmenn notuðu til
að síga niður í hvelfinguna.
Stærsta hraunhvelfíng heims
fundin á Bláfjallasvæðinu
FJÓRIR áhugamenn um hellarannsóknir tóku sig saman fyrir
nokkru og könnuðu Þríhnúkagíg, skammt norðvestur af skíða-
landinu í Bláfjöllum. I ljós kom að þarna er um stærstu hraun-
hvelfingu heimsins að ræða, svo st.óra að stærsti eða rúmtaks-
mesti hraunhellir heimsins, Víðgelmir, kæmist allur fyrir, bara
í gígkatlinum sjálfum. Það voru þeir Árni B. Stefánsson, Björn
Ólafsson, Einar Danielsson og Einar K. Stefánsson sem könnuðu
gíginn og mældu.
Þríhnúkagígur er tiltölulega lítt
kunnur gíghellir á hálendisbrún-
inni þijá km norðvestan skíða-
landanna í Bláfjöllum. Nokkrum
sinnum hefur verið sigið í gíginn
sem þekktur hefur verið í a.m.k.
nokkra áratugi. Fram til þessa
hefur hann þó aldrei verið full-
kannaður.
Fyrir nokkru tóku sig saman
fjórir félagar, Árni B. Stefánsson,
Björn Ólafsson, Einar Daníelsson
og Einar K. Stefánsson, könnuðu
gíginn og mældu nákvæmlega. I
ljós kom að lóðrétt sigdýpi á botn
gígketilsins er 117 metrar en op
í toppi gígkeilunnar er 44 metrar.
Þvermál í botni er 4860-70 metr-
ar, eftir því hvar mælt er, og rúm-
mál sjálfs gígketilsins er um
150.000 rúmmetrar. Niður frá
gígkatlinum liggur rás til suðvest-
ursmeð 50 gráðu halla, 115 metra
löng.
Lóðrétt heildardýpt gígsins er
því um 200 metrar. Á 175 m dýpi
í rásinni er 45 m lóðréttur stromp-
ur beint upp. Þvermál í honum
er neðst 2,5 metrar, en mest um
6 metrar. Strompurinn var klifinn
og fullkannaður.
Til að átta sig betur á þessum
stærðum má nefna að á botn ket-
ilsins mætti setja 12 hæða blokk-
irnar við Austurbrún í Reykjavík,
allar þijár hlið við hlið. Ofan á
þær mætti setja Hallgrímskirkju-
turn og væru þó 10-15 metrar
niður á krossinn. Einnig mætti
troða mörgum' tugum einbýlis-
húsa meðfram turninum og blokk-
unum til að fylla upp í.
Leiðangurinn var kvikmyndað-
ur og mun myndin væntanlega
verða sýnd í Ríkissjónvarpinu
næsta vetur. Eftir er að ljúka
yfirborðsmælingum þegar snjóa
leysir. Gert er ráð fyrir að rann-
sóknarniðurstöður verði birtar
næsta haust eða vetur.
Skandia- tryggingafélagið kaupir
meirihluta í Reykvískri tryggingu
Áhugaverð þróun framundan á íslenskum trygginga-
markaði, segir Leif Victorin aðstoðarforstjóri Skandia
SÆNSKA tryggingafélagið Skandia, sem er eitt af stærri vátrygg-
ingafélögum í Evrópu, keypti á finimtudag meirihluta í Reyk-
vískri tryggingu hf. með forkaupsrétti að öllu fyrirtækinu í fram-
tíðinni. Er þetta í fyrsta sinn sem erlent stórfyrirtæki, sem er
með umsvif um allan hcim, kaupir meirihluta í íslensku trygginga-
félagi. Skandia er stærsta vátryggingafyrirtæki Norðurlanda.
Heildarvelta Skandia-samsteypunnar nam um 350 milljörðum á
síðasta ári.
Með í kaupunum á Reykvískri
tryggingu fylgja Reykvísk líf-
tiygging hf. og Reykvísk endur-
trygging hf. Gísli Orn Lárusson,
sem er annar aðaleigandi félagsins
með 35% hlut á móti 65% eignar-
hlut Skandia, verður áfram for-
stjóri Reykvískrar tryggingar og
dótturfélaga þess en þau verða
rekin sem sjálfstæð fyrirtæki í
nánu samstarfi við Skandia. Stjórn
félaganna eftir hluthafafund sl.
fimmtudag skipa Werner Rasmus-
son formaður, Leif Victorin, sem
er aðstoðarforstjóri Skandia-sam-
steypunnar og Gísli Örn Lárusson.
Að sögn Gísla hefur aðdragandi
að sölunni til Skandia staðið yfir
síðan í janúar sl. Sagði hann að
Reykvísk ti-ygging hefði að undan-
förnu verið leiðandi við nýjungar
á íslenskum vátryggingamarkaði
og hefði nú eignast sterkan bak-
hjarl í Skandia sem myndi opna
nýja möguleika í tryggingamálum,
m.a. á sviði lífeyrissparnaðar.
Sagði hann að fjöldi starfsfólks
yrði óbreyttur fyrst í stað en vænt-
arilega þyrfti að fjölga starfsliði
fyrirtækisins þegar fram liðu
stundir.
Leif Victorin sagði í samtali við
Morgunblaðið að kaupin á Reyk-
vískri tryggingu væru liður í þeirri
stefnu Skandia að gera Norður-
löndin öll að sínum heimamarkaði
en framundan væri áhugaverð
þróun á íslenskum trygginga-
markaði sem byði upp á ýmsa
nýja kosti í tryggingaþjónustu sem
Skandia hygðist bjóða hérlendis.
„Við höfum ekki í hyggju að
umturna íslenskum vátrygginga-
markaði en munum skoða alla
kosti með varfærni," sagði hann.
í gær var gefin út tilkynning
um kaup Skandia á meirihlutanum
í Reykvískri tryggingu samtímis í
Stokkhólmi, London, Kaupmanna-
höfn og Osló.
Sjá frétt á bls. 22.