Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991
Gestir skoða Árbæjarsafn.
Metaðsókn að Ar-
bæjarsafni í sumar
Einnig aukin aðsókn að Húsdýragarðinum
METAÐSÓKN hefur verið að Árbæjarsafni í sumar en gestum í
júní og júlí fjölgaði um 3.300 miðað við sama tíma í fyrra. Einnig
hefur aðsókn aukist í Húsdýragarðinum í Laugardal en þangað komu
um 1.000 fleiri gestir í maí og júní í ár en í sömu mánuðum á síð-
asta án. Svipaður fjöldi hefur hi
á sama tímabili í fyrra.
Mikil aðsókn hefur verið að Ár-
bæjarsafni í sumar. Frá 1. júní til
21. júlí voru gestir um 15.300 en
á sama tímabili í fyrra komu 11.940
gestir. Unnur Björk Lárusdóttir,
safnvörður hjá Árbæjarsafni, sagði
að þessi mikla aukning í aðsókn
milli ára kæmi til af því að í sumar
hefur safnið verið með skipulagða
dagskrá hverja helgi og hefur dag-
skráin verið vel auglýst. Með þess-
ari dagskrá er reynt að gefa lifandi
innsýn í fortíðina og hefur fólk
greinilega áhuga á að kynna sér
þessa hluti.
Hjá Húsdýragarðinum í Laug-
ardal hefur einnig verið mikil að-
sókn. í maí og júní í ár komu um
29.370 gestir en á sama tíma í fyrra
ott Viðey i jum og juh í ar og
voru gestir um 28.380. Það sem
af er árinu hafa 60.526 gestir kom-
ið í Húsadýragarðinn. Húsdýra-
garðurinn var opnaður í maí í fyrra
og var heildarfjöldi gesta frá maí
til áramóta um 85.000.
Um 6.500 manns lögðu leið sína
út í Viðey í júní og það sem af er
júlí hafa 3.900 gestir komið út í
Viðey. Sr. Þórir Stephensen, staðar-
haldari í Viðey, sagði að þetta væri
svipaður fjöldi og í fyrra. Fjórtán
þúsund gestir hafa komið til Viðeyj-
ar það sem af er árinu en starfsem-
in opnaði í mars. I fyrra var opið
frá síðustu viku mars til byrjun
desember og var heildarfjöldi gesta
um 20.000.
Utanríkisráðherra Dan-
- >
merkur til Islands í dag
Ræðir við utanríkis-
ráðherraog
forsætisráðherra
um Evrópumál
Uffe Ellemann-Jensen, utan-
ríkisráðherra Danmerkur, kem-
ur til íslands síðdegis í dag. Mun
hann eiga viðræður við Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, á meðan á heimsókninni
stendur. Henni verður formlega
lokið á föstudag en utanríkisráð-
herrann mun dvelja á landinu
fram á sunnudag. Irski utanrikis-
ráðherrann verður hér í opin-
berri heimsókn 25.-27. júlí.
Heimsókn Uffe Ellemann-Jensen
sem er vinnuheimsókn hefst
snemma í fyrramálið. Þá ræðir hann
við Jón Baldvin Hannibalsson en
talið er að Evrópumálin og mál
tengd þeim verði efst á baugi í
umræðunum.
í hádeginu snæðir danski utan-
ríkisráðherrann með Davíð Odds-
syni, forsætisráðherra, á Þingvöll-
um en utanríkisráðherra mun dvelja
á íslandi fram á sunnudag á eigin
vegum. Á þeim tíma mun hann
meðal annars renna fyrir lax norður
í landi.
Gerard Collins, utanríkisráðherra
írlands, mun dveljast hér á landi
25.-27. júlí næstkomandi í boði ut-
anríkisráðherra. Honum verður
haldið kvöldverðarboð í Viðey á
fimmtudaginn.
Á föstudaginn er reiknað með
að hann fari til Vestmannaeyja og
Þingvalla en reyni fyrir sér í sjó-
stangaveiði á Faxaflóa á laugardag.
Akstur almenningsvagna á
höfuðborgarsvæði boðinn út
ALMENNIN GS V AGN AR bs.,
uýtt fyrirtæki sem sex sveitarfé-
lög standa að, hefur óskað eftir
tilboðum í akstur strætisvagna á
höfuðborgarsvæðinu frá 1. mars
1992 til 1. júlí 1997. Um er að
ræða akstur milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur méð viðkomu í
Garðabæ og Kópavogi og milli
Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.
Jafnframt er um að ræða akstur
innan Hafnarfjarðar, Garðabæj-
ar, Kópavogs og Mosfellsbæjar.
Þetta er í fyrsta sinn sem akstur
á þessum leiðum er boðinn út en
hann hefur hingað til verið á
höndum sérleyfishafa eða sveit-
arfélaganna sjálfra.
Markmiðið með stofnun Almenn-
ingsvagna bs. var að sögn Amar
Karlssonar, framkvæmdarstjóra
fyrirtækisins, að koma á sam-
ræmdu strætisvagnakerfi á öllu
höfuðborgarsvæðinu. „í dag er leið-
akerfið ekki samræmt heldur sjá
mörg fyrirtæki um reksturinn á
þessu svæði, sem hefur það m.a. í
för með sér að ekki er hægt að
ganga á milli vagnanna með skipti-
miða.
Með þessu verður hins vegar
allt leiðakerfið á höfuðborgarsvæð-
inu frá Hafnarfirði í suðri til Kjalar-
neshrepps í norðri samræmt.
Stefnt er að því að vagnarnir
verði allir í sama lit og leitast verð-
ur við að ganga til samninga við
Strætisvagna Reykjavíkur um sam-
ræmingu á fargjöldum. Með þessu
fyrirkomuiagi verður þjónusta
strætisvagnanna í Hafnarfirði, Álft-
anesi, Garðabæ og Mosfellsbæ jafn-
framt aukin,“ sagði Örn í samtali
við Morgunblaðið.
Sex sveitarfélög standa að Al-
menningsvögnum bs., Hafnarfjörð-
ur; Garðabær, Bessastaðahreppur,
Kopavogur, Mosfellsbær og Kjalar-
neshreppur. Þetta er í fyrsta skipti
sem slíkur rekstur er boðinn út á
þessum leiðum en sveitarfélögin
hafa hingað til átt rekstur strætis-
vagnanna nema þar sem um sér-
„Stígandi hefur verið í viðskipt-
unum að undanfömu og nú þegar
er veturinn farinn að segja til sín
í pöntunum. Við komum til með
að hafa svipað form og síðastliðinn
vetur en þá voru hér árshátíðir
um helgar en í miðri viku buðum
við upp á ódýrari dvöl sem höfð-
aði meira til eldra fólks,“ sagði
Jón Ragnarsson.
Hann sagðist hafa orðið fyrir
nokkrum vonbrigðum í maí og
júní en þá hefðu nokkrar erlendar
ferðaskrifstofur dregið pantanir
leyfi hefur verið að ræða.
Kópavogsbær hefur verið með
eigin rekstur og akstur til Reykja-
víkur jafnframt. Landleiðir hafa
haft sérleyfi á leiðinni Hafnarfjörð-
ur-Reykjavík og jafnframt séð um
almenningssamgöngur í Garðabæ.
Sérleyfi hefur verið á leiðinni milli
Reykjavíkur og Álftaness og jafn-
framt á leiðinni milli Mosfellsbæjar
og Reykjavíkur.
sínar til baka. „Að öðru leyti hefur
reksturinn gengið ljómandi vel,“
sagði Jon og benti á að komið
hefði verið fyrir golfvelli við hótel-
ið. „Hann hefur mælst vel fyrir
þó hann sé ekki stór. Fólki finnst
völlurinn fallegur og vel hannað-
ur. Af fleiri nýjungum má nefna
að við höfum komið fyrir tveimur
tennisvöllum héma fyrir utan og
við sundlaugina er nú trambólín
fyrir yngstu kynslóðina en þar er
líka vatnsrennibraut."
80 tveggja manna herbergi eru
á Hótel Ork.
Góð nýting herbergja á
Hótel Ork í Hveragerði
- segir Jón Ragnarsson hótelstjóri
REKSTUR Hótels Arkar hefur gengið ágætlega að undanförnu
og Jón Ragnarsson, hótelstjóri, segist ánægður með herbergjanýt-
inguna. Lögð hefur verið áhersla á að veita gestunum tækifæri
til útivistar en meðal nýjunga má nefna golfvöll og tennisvelli
fyrir hótelgesti.
Sumirbflar
ero
betri en aðrir
Honda Accord er búinn
miklum góðum kostum.
Kostagripir liggja ekki alltaf á
lausu, en þessi er það og til-
búinn til þinnar þjónustu. Bíll
fyrir alla og við allra hæfi.
Greiðsluskilmálar fyrir alla.
Verð frá kr. 1.474.000,- stgr.
WHONDA
/ICCORD
HONDA A ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S^89900
H HOIVDA
F4966ELM
Sambyggður ofn/
örbylgjuofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill.
Full sjálfhreinsun,
kjöthitamælir, spegilútlit,
örbylgjuofn, tölvuklukka
og tímastillir.
FIM 6
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill, full
sjálfhreinsun, stálútlit,
tölvuklukka og tímastillir.
F 3805 ELM
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill,
fituhreinsun, svart eða
hvítt spegilútlit,
tölvuklukka með tímastilli.