Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 wí6 'cc, i/aerú ub Smyglc^?" ... dásamleg til að dreifa hug- anum. TMRog. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Ast er. Hvaða kona er það sem þú ætlar að hitta í matar- tímanum...? HOGNI HREKKVÍSI // HANKI VILL H/tF-A pyRWAP SÍH/ll? SVONA... EINS OG GÓ'NG'" í»essir hringdu . . . Endursýnið Dave Allen Páll hringdi: Eg vildi gjarnan biðja Sjón- varpið að endursýna þættina með írska háðfuglinum Dave Allen sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Ég hef heyrt marga aðra láta þessa ósk í ljós og er viss um að þetta myndi al- mennt mælast vel fyrir. Léleg dagskrá Jón Þór Þórarinsson hringdi: Ég var í sumarfríi á lands- byggðinni fyrir nokkru þar sem ekki næst í aðrar stöðvar en Rás 1 og Rás 2 og komst að því að dagskráin hjá þeim er hrikalega léleg. Það er allt of mikið af tali og gamalli og lélegri tónlist en ekkert fyrri ungt fólk. Ég er viss um að meirihluti landsmanna hlustar á Rás 1 og Rás 2 ein- göngu vegna þess að hann á ekki annarra kosta völ. Gullhringur tapaðist Ingibjörg hringdi: Karlmannsgullhringur með steini, merktur: Tryggvi, tapaðist um s.l. mánaðarmót. Fundarlaun. Nota Kolaportið Guðrún Jacobsen hringdi: Oft er rætt um það vandamál sem fylgir unglingafjöld í mið- bænum, einkum á föstudags- kvöidum. Virðist vandamálið einkum liggja í því að stað vantar fyrir þennan hóp. Mér flaug í hug hvort ekki mætti opna Kolaportið á föstudagskvöldum og halda þar stórt ball fyrir þennan hóp. Mér virðist Kolaportið vera tilvalið til þess arna. Þar er nóg pláss og þarf bara bekki og borð. Hægt er að hafa strætisvagn til að keyra liðið heim og bjóða kannski upp á heita súpu eða þvíumlíkt. Kolap- ortið er ekkert notað á föstudags- kvöldum en þannig mætti finna not fyrir það. Gulleyrnalokkur Gulleyrnalokkur tapaðist á leið frá Glæsibæ að Eikjuvogi ellegar á gangbraut milli Sæbrautar og Eikjuvogs föstudaginn 19. júlí. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 678448. Fundarlaun. Köttur týndist Dökkgrár fressköttur týndist 4. júlí s.l. frá Háaleitisbraut 51. Hann er merktur RIH 043. Upp- lýsingar í síma 814668. Týndur páfagaukur Gulur páfagaukur með smá- grænu á bringunni tapaðist s.l. sunnudag frá Holtsgötu 34. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 11236 (eftir kl.5) eða 681444. BíIIyklabudda tapaðist Lítil Toyota bíllyklabudda með tveimur lyklum taþaðist 7. júlí. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 36246. Ánægður með Agnesi Karl Ormsson, raftækjavörður, hringdi: Ég las grein Agnesar Braga- dóttur um smákóngana á Lands- byggðinni og er alveg stórhrifinn af greininni. Ég hvet Agnesi Bragdóttur til að ferðast meira um landsbyggðina. Það hefur áhrif ef fleiri taka á árarnar með ríkisstjórninni um samvinnu og hagræðingu á landsbyggðinni. Fugladráp katta mesta vandamálið Kona í Vesturbænum hringdi: Vegna skrifa Víkveija í Morgunblaðið um ketti nýlega vil ég benda á að ég hef margoft skrifað í Velvakanda og bent á þetta vandamál. Hins vegar er aðalvandmálið það að kettirnir drepa alla fuglana enda heyrist orðið ekki í skógarþröstum í Vest- urbænum. Kattaeigendur telja sig ekki þurfa að passa kettina sína neitt og verða bara fýldir ef þetta er nefnt við þá. En það þarf að fækka köttum og mér finnst að það ætti að þurfa leyfi fyrir þá, að kattaeigendur þurfi að borga fyrir þessi dýr eins og hundaeig- endur. Viðhengi við armband Guðfinna hringdi: Ég var svo óheppin föstudaginn 19. júlí að týna viðhengi við arm- band sem er mér dýrmætt. Það er úr gulli, stærra en tíkall, með ígröfnum myndum af stjörnum- erkjum í hring en í miðju brún kúla sem hægt er að snúa. Þetta týndist á leiðinni frá Kaupmanna- höfn til Keflavíkurflugvallar með Sólarflugi og gæti t.d. hafa týnst í troðningnum á flugvellinum. Ef einhver hefur séð það vinsamleg- ast hringi í síma 53156 (fyrir hádegi) eða 33755 (vinnusími). Fundarlaun. Rauður barnaskór Rauður barnaskór nr. 19 týnd- ist einhvers staðar á leið frá Selj- alandi í Fossvogi að Kringlunni s.l. laugardag. Finnandi hringi í síma 813624. Kettlingur fæst gefins Gullfallegur 10 vikna kassa- vanur kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 612197. „Mengxinin á Ströndum, loðna og síld“ Þegar ég var ungur drengur man ég eftir því þegar ströndin hérna fylltist af dauðri og deyjandi loðnu; hún leystist upp í grút sem var umfangsmeiri eftir því sem megnið af loðnunni hafði rekið lengra. Ef það gerði brim sótti brimið loðnu- leyfarnar og bar þær aftur út-í sjó og var þá ástand efnisins sem áður var loðna eftir því umbreytingar- stigi sem hún var á þegar brimið sótti hana, hvort sem það var loðna, grútur eða eitthvert millistig. Fram- haldið kann ég ekki til að lýsa því en man eftir hvítum flyksum, svipað og sést I Sjónvarpinu frá ströndum. Gallinn er að fiskifræðingar virð- ast vita svo lítið um loðnu og sfld, t.d. hvar þessar tegundir hrygna. Því spyr ég: hrygna þær (og þó loðnan í þessu tilviki) ekki 'i árósum á mörkum salta og ósalta vatnsins, eða í ósalta vatninu eins og aðrir laxfiskar? Og drepast síðan eftir hrygningu og áin skolar dauðri loðnunni út í sjó með fyrrgreindum afleiðingum. Áhugasamur yíkverji skrifar Ymsar furðufréttir hafa verið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Einkennilegastar þóttu Víkveija frásagnir af kúnni sem fannst dauð á hafi úti á Patreksfirði eða við fjörðinn. Kafari var sendur á vett- vang til að kynna sér útlit dýrsins. Var rætt við hann í útvarpi og sagði hann frá því, að kýrin hefði verið skotin í höfuðið. Fagmannlega hefði verið að verki staðið. Hins vegar vekti athygli að þess sæjust hvergi merki á kúnni að hún hefði verið dregin til sjávar. Kom fram í út- varpsviðtalinu, að kannski hefði kýrin ekki dottið dauð niður við að fá skot í hausinn heldur rokið á haf út. Utvarpssamtalið vakti einnig þá hugmynd, að ef til vill hefði kýrin verið skotin um borð í skipi og síð- an kastað í hafið. Á meðan Víkveiji var að bijóta heilann um þessi undur heyrði hann því slegið föstu í einhverrl stöðinni, að það væri alrangt hjá kafaranum, að skotgat væri á haus kýrinnar. Var þó ekkert upplýst um dánaror- sök en sagt, að dýrið hefði verið urðað í djúpri holu til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit. Var sýnt í sjónvarpi, hvernig að því verki var staðið. Eftir stendur hvort nokkurn tíma hafi verið minnsta ástæða hjá fjöl- miðlum að veija fé og mannafla til að ræða það, þótt bátur hafi fundið dauða kú á hafi úti. Eigandi hræs- ins hefur haft vit á því að hafa hægt um sig. Óðagotið í fjölmiðl- ungum hefur vafalaust orðið honum hvatning til að halda sig í skefjum. xxx Um tíma beindist fjölmiðlaljósið mjög að nokkrum þýskum skátum, sem voru á ferð um Austur- land. Hér verður ferðasaga þeirra ekki rakin. Yfirlýstur tilgangur skátaferðarinnar var að þjálfa þátt- takendur í að bjarga sér við erfiðar aðstæður. Frásagnir fjölmiðla bentu til þess, að tilgangurinn hefði náðst. Ferðalangarnir kunnu því hins vegar illa, að þeir skyldu lenda í fjölmiðlaljósinu. Þeim þótti sjálfum ekkert fréttnæmt við ferðir sínar og sögðust aldrei hafa litið þannig á, að þeir væru í neinni hættu. Hér skal ekki tekin afstaða til þess en hitt fullyrt, að þeir sem höfðu áhyggjur af ferðum skátanna hafi aðeins borið hag þeirra fyrir brjósti og ekki áttað sig á því að eftirleikur- inn kynni að verða nokkuð óvandað- ur. Var sagt frá því í Morgunblað- inu, að skátarnir hefðu gert aðsúg að fréttaritara blaðsins, þegar hann reyndi að ljósmynda þá við brottför frá Seyðisfirði. Enn vaknaði sú spurning í huga Víkveija, hvort fjölmiðlar hefðu ekki gert alltof mikið veður út af máli, sem var í raun aldrei frétt- næmt, úr því að skátarnir fundust allir heilir á húfi. XXX Fjölmiðlar hafa það sér ekki til afsökunar, að þeir hafi orðið að gera lítil atvik að stórum að þessu sinni, af því að nú sé svoköll- uð „gúrkutíð" og því fátt um góðar fréttir. Þvert á móti eru mikil tíð- indi að gerast bæði innan lands og utan. Ný ríkisstjórn fetar inn á nýjar brautir og ætlar að stöðva fjár- streymi úr vösum skattgreiðenda til vonlausra atvinnufyrirtækja. Er- lendis er kommúnisminn og alræði hans á hröðu undanhaldi, upplausn í Júgóslavíu og samningar takast um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna eftir áralangar viðræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.