Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 4
4 f:i Í.lH H ! ,1 |,/i 0HÖA.1&WJW1OM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 Hjúkrunarheimilið Eir: 12 tilboð bárust í þriðja áfanga TÓLF tilboð bárust í þriðja áfanga byggingar Hjúkrunarheimilisins Eirar við Gagnveg í Grafarvogi. Lægsta boð átti Fjarðarmót hf., sem bauð um 165,6 milljónir króna eða 72% af kostnaðaráætlun en hún er um 230,5 milljónir króna. Að sögn Sigurðar H. Guðmundssonar form- anns byggingarnefndar, er heimilið ætlað 100 sjúklingum og er reikn- að með að kostnaður við hvert rúm fullbúið verði svipaður og á Hjúk- runarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, í Skjóli og á Hrafnistu í Hafnarfirði. í þriðja áfanga er gert ráð fyrir uppsteyptu húsi og fullfrágengnu að utan en byggingin er um 7.200 fer- metrar á fjórum hæðum. Næst lægsta boð átti Ármannsfell hf. sem bauð um 169,6 millj. eða 74% af kostnaðaráætlun, þá Öm Úlfar Andrésson, sem bauð um 171,7 millj. eða 75% af kostnaðaráætlun, Sig- urður K. Eggertsson, sem bauð um 174,5 millj. eða 76% af kostn- aðaráætlun, Byrgi sf., sem bauð um 179,8 millj. eða 77% af kostn- aðaráætiun og Álftárós hf. sem bauð um 184,5 millj. eða 80% af kostnaðaráætlun. Sveinbjöm Sigurðsson bauð um 185,5 millj. eða 81% af kostnaðará- ætlun, Hagvirki, Klettur hf. bauð um 188,8 miilj. eða 82% af kostnaðará- ætlun, Eykt sf., sem bauð um 196,4 millj. eða 85% af kostnaðaráætlun, Byggðaverk hf. sem bauð um 198,6 millj. eða 86% af kostnaðaráætlun, Álfaborg hf. sem bauð um 200,5 millj. eða 87% af kostnaðaráætlun og Reisir sf., sem bauð um 203 millj. eða 88% af kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú þegar og að tekið verði á móti fyrstu sjúklingunum í septemb- er á næsta ári. Morgunblaðið/Bjarni Lokið hefur verið við grunn að Hjúkrunarheimilinu Eir við Gagnveg í Grafarvogi. Í gær voru opnuð tilboð í þriðja áfanga heimilisins og bárust tólf tilboð. VEÐURHORFUR í DAG, 24. JÚLÍ YFIRLIT: Yfir N-írlandi er 998 mb lægð sem þokast austur en 1025 mb hæð yfir Grænlandi. 800 km suður af Hvarfi er 995 mb lægð sem þokast austur. SPÁ: Austlæg eða norðaustlæg átt, yfirleitt fremur hæg. Skýjað um mestalit land og víða dálítil rigning öðru hverju, einkum norð- vestantil á landinu og á Austurlandi. Hiti 9-15 stig, hlýjast á Suð- vestur- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg austlæg átt og hlýtt um vestanvert iandíð. Skýjað og dálítil súld um austan- vert landið en annars þurrt. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / •/ r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J Q" Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur JT Þrumuveður m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM k\. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veAur Akureyri 11 alskýjað Reykjavík 13 rígning Bergen 16 skýjað Hefsinki 20 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Narssarssuaq 17 hálfskýjað Nuuk 9 hálfskýjað Ósló 19 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 24 helðskírt Amsterdam 25 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Berlfn 22 léttskýjað Chicago 22 skýjað Feneyjar 28 heiðskfrt Frankfurt 28 léttskýjað Glasgow 18 rígning Hamborg 21 léttskýjað London 26 skýjað LosAngeles 17 alskýjað Luxemborg 27 heiðskýrt Madríd 33 iéttskýjað Malaga 26 heiðskfrt Mallorca 31 léttskýjað Montreal 17 alskýjað NewYork 28 mistur Orlando vantar París 3ð léttskýjað Madelra 23 skýjað Róm 30 heiðskírt V/n 25 hálfskýjað Washington 27 þokumóða Winnipeg 14 léttskýjað Nefnd móti stefnu í fangelsismálum ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að gera til- lögur um stefnumörkun í fang- elsismálum og fara yfir valkosti í því efni. Er við það miðað að tillögur nefndarinnar liggi fyrir í lok marz 1992, þannig að unnt verði að taka tillit til tillagn- anna við fjárlagagerð fyrir árið 1993. I nefndinni eru: Haraldur Jo- hannessen, forstjóri Fangelsismál- astofnunar, formaður, Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur, Björk Bjarkadóttir, fangavörður, Gústaf Lilliendahl, forstjóri Litla- Hrauns, Guðmundur Þór Guð- mundsson frá dómsmálaráðuneyti og Jón H. Steingrímsson frá fjár- málaráðuneyti. Nefndin er skipuð í framhaldi af bráðabirgðaskýrslu sem Har- aldur Johannessen hefur samið, en dómsmálaráðherra óskaði eftir skýrslu hans um efnið í framhaldi af umræðum um fangelsismál, m.a. vegna stroks úr fangelsum. í skýrslunni kemur fram að ýms- um þáttum húsnæðismála fang- elsa, aðstöðu til starfsemi þeirra og aðbúnaði fanga er verulega ábótavant, að því er segir í frétt frá dómsmálaráðuneytinu. Jón Steffensen fv. prófessor látinn JÓN Steffensen fv. prófessor lést 21. júlí sl. 86 ára að aldri. Jón Steffensen fæddist 15. febr- úar árið 1905 í Reykjavík, sonur hjónanna Valdimars Steffensen læknis á Akureyri og Karenar fædd Larsen. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1924 og lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1930. Hann stundaði framhaldsnám í Björgvin og Kaupmannahöfn árið 1930 og 1932, síðan í Miinchen á árunum 1935 til 1936 og aftur í Kaupmannahöfn árið 1936 til 1937. Enn fremur í London og Edinborg árið 1937. Jón varð staðgengill héraðslækn- isins í Miðfjarðarhéraði árið 1930 til 1932 og settur héraðslæknir þar um hríð. Hann var starfandi læknir á Akureyri árið 1934 og 1935 og prófessor við læknadeild Háskóla Islands frá árinu 1937 til 1970 en kenndi læknanemum áfram líffræði til haustsins 1972. Jón var settur tryggingayfir- læknir um tíma árið 1943, hann sat í stjórn Læknafélags Akureyrar árið 1935 og í stjórnarnefnd ríkissp- ítalanna á árunum 1959 til 1973. Hann var formaður Hins íslenska fornleifafélags á árunum 1961 til 1978, formaður Félags áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar frá stofnun þess 18. desember árið 1964, félagi í Vísindafélagi íslend- inga frá árinu 1942 og forseti þess árin 1953 til 1955. Hann var kjörinn bréfafélagi í Svenska Lákarsallskapets Medic- insk-Historiska Sektion, kjörinn heiðursfélagi í Dansk medicinsk- historisk Selskab og sæmdur dokt- orsnafnbót í Iæknisfræði við Há- skóla íslands. Jón hlaut heiðurs- verðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 1975, hann varð heiðursfélagi í Læknafé- lagi Akureyrar árið 1978 og heið- ursfélagi Hins íslenska fomleifafé- lags árið 1980. Jón ritaði fjölda greina um sögu læknisfræðinnar og fjölda ritgerða í Læknablaðið auk greina í innlend og erlend tímarit, einkum í Samtíð og sögu, Skfmi og Árbók fornleifa- félagsins. Kona Jóns var Kristín Björns- dóttir frá Mýrarhúsum á Seltjamar- nesi. Hún lést árið 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.