Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 33 fclk í fréttum ________ STYKKISHÓLMUR Það er gott að búa í bless- Þátttakendur við gróðursetninguna. Morgunblaðið/Árni Helgason aðri sveitinni minni Guðný Harpa Hallgr- ímsdóttir, Jórunn Jóns- dóttir og Þóra Briem vinna við gróðursetn- ingu í nágrenni Nesja- valla. STYKKISHÓLMUR Þórður H. Þórarinsson, Hlynur Ómar Björnsson og Hörður Smári Jóhannesson taka sér hvíld frá störfum. RARIK genr átak í skógræktinni A A40 ára afmæli RARIK var ákveðið að gera átak í skóg- ræktinni um allt land. Vetja til þess fé og fyrirhöfn og fá starfsmenn til að taka einnig þátt í þessu fram- taki. Nú er komið að RARIK í Stykkis- hólmi að taka þátt í skógræktar- átakinu. í því tilefni voru gróður- settar um 800 plöntur í reit Stykkis- hólmsbæjar og Skógræktarfélags Stykkishólms, sem girtur hefur ver- ið af í landi Drápuhlíðar, þ.e. fyrir neðan Vatnsdalinn. í þessu fram- taki tóku þátt forstjóri RARIK, Asgeir Þ. Olafsson og félagar og aðstandendur, fríður og föngulegur hópur sem safnaðist til gróðursetn- ingar í blíðskaparveðri og með til- heyrandi verkfæri á fyrrnefndan stað með Sigurð Ágústsson, for- mann Skógræktarfélagsins, til leið- beiningar. Gekk þetta allt ljómandi vel og er ekki vafi á að þessi hópur hefir skorið meira en ánægjuna upp af þessu starfi. Og svo koma fleiri félög á eftir. Lionsklúbburinn var þarna að verki í fyrra og strax má sjá að það starf hefur borið árang- ur. Þetta gengur ekki allt í einu en smá kemur þegar vilji og úthald er með í ferðinni. En munum að í stað þess að slíta upp eina grein, þá sjá menn hversu mikil sú heimska er, í stað þess að planta, það er framtíð- in. Og fer ekki fólki að skiljast það. - Árni Morgunblaðið/Bjarni VINNUSKOLI REYKJAVIKUR Gróðursetning' á Nesjavöllum TÓLF hópar á vegum Vinnu- skóla Reykjavíkur starfa í sumar á svæðum sem Reykjavíkur- borg á í kringum Nesjavelli, Ölfus- vatn og Úlfljótsvatn. Um 150 fimmtán ára gamlir unglingar starfa á þessum svæðum en þetta er þriðja sumarið sem Vinnuskólinn starfar þarna. Unglingarnir vinna á þessum stöðum við að gróðursetja tré og lupínur. Hóparnir vinna einnig við að skera niður rofabörð og sá í þau. Jafnframt starfa vinnuhóparn- ir við að setja upp girðingar til þess að halda sauðkindum frá því að eyðileggja þá uppgræðslu sem þarn'a fer fram. Sauðkindin er þó ekki einni óvinur gróðursins því óttast er að veðurblíðan í sumar komi í veg fyrir að sáningin í rofa- börðin beri árangur en rigning er nauðsynleg til þess að grasið taki við sér. TÓNLIST ÓPERUJASS Stödd er hér á landi bandaríska jasssöngkonan Karen Taborn og skemmtir gestum Café Óperu. Karen segist hafa komið hingað í fullkominni óvissu um hvað væri hér að finna, en ísland og íslending- ar hafi komið henni skemmtilega á óvart. Karen leikur allskyns lög; flest þó kunnugleg, „enda er hlut- verk mitt að leika fyrir fólk eitt- hvað sem því finnst þægilegt að heyra“. Hún leikur einnig minna þekkt lög og eitt eftir hana sjálfa. „Jass og brasilísk tónlist er mitt aðal, og mig dreymir um að geta leikið eingöngu eigin lagasmíðar. Það kemur að því.“ Karen segist hafa samið nokkuð af jasslögum, en tekið sér hlé frá lagasmíðum, til að leggja stund á fræðin. „Til að geta samið eitthvað nýtt í jass, verður þú að skilja hefðina og hafa tök á henni. Ég tók mér því sjö ára hlé til að læra rneira." Karen, sem semur sjálf texta sína, segist einnig hafa fengist við að semja texta við bíboplög og þá aðallega Sonnys Clarkes, „en hann er í miklu uppá- haldi hjá mér. Ég reyni að semja texta sem segir þá sögu sem ég skynja í laginu og ef það er hægt ber ég textann undir lagahöfund- inn.“ Karen segist ekki enn hafa hljóðritað neitt af lagasmíðum sín- um, „en vonandi verður af því sem fyrst“. Karen Taborn verður hér á landi út þessa viku. Karen Taborn við píanóið í Café Óperu. Morgunblaðið/Sverrir Fréttaritari heimsótti Guðbjörgu einn dag- inn að Jörfa. ástæður voru kunnar. Ég byrjaði starf mitt í Fróðárhreppi og var hjá frænku minni, Lilju Kristjáns- dóttur og Ágústi manni hennar til heimilis og Lilja var fyrstá konan sem leitaði til mín og frumraunin varð erfið. Það voru tvíburar sem fæddust. Kalla varð á Halldór Steinsen lækni til aðstoðar. Það tók 3 tíma að ná í hann. Eftir nærri sólarhring fæddist sveinbarn og annað var eftir. Nú verður þú að hjálpa að ná hinu, sagði Halldór, það er dautt og þú lagar hendur að_ höfði og nærð því. Ég gerði eins og ég gat og náði lítilli stúlku, varð stór og dugleg og bjargaði sér vel í heim- inum. Þetta var það erfið- asta sem mætti mér á þessum vettvangi. í Fróðár- hreppi var ég aðeins í tvö ár. Þá flutti ég að Jörfa. Þar var mannsef- nið mitt, Jónas Ólafsson. Ólafur faðir hans bjó á Jörfa og ég flutt- ist inn í fjölskylduna. I Kolbeins- staðahreppi hefi ég átti heima síð- an. Við hjónin eignuðumst 4 börn. Þetta hefir verið farsælt líf. Að geta hjálpað öðrum er mikil ham- ingja og það hef ég reynt og eitt er víst að uppeldi mitt í föður- og móðurhúsum í guðsótta og góðum siðum hefir verið dýrmætasta eign mín. Og trú mín á Drottin hefir “^ki brugðist. Það hefi ég fund- ð best á erfiðum stundum. En eitt er víst, trúin á frelsarann hefir verið mér sá styrkur í starfi að nú þegar ég lít yfir liðinn tíma er ég Drottni þakklát fyrir hversu hann hefir leitt líf mitt. Er nokkuð fegurra en hjálpa væntanlegum borg- urum að sjá lífsins ljós, eign- ast traustan og góðan mann og böm. Það er undirstaða góðs og farsæls lífs. Þetta seg- Guðbjörg og það mættu margir undir það taka. - Árni GUÐBJÖRG Hannesdóttir, Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, ber aldurinn vel. Hún er senn 90 ára. Fædd að Grunnasundsnesi við Stykkishólm sem við seinna kölluð- um Nes og nú er komið undir íbúða- hverfi. Hún er fædd 27. júlí. Þau voru 6 systkinin, börn Einbjargar Þorsteinsdóttur og Hannesar Krýstjánssonar. Ég ólst upp í Nesi. Tvisvar var ég í vist sem kallað var, annað sinn hjá Guðmundi Guðm. lækni í Stykkishólmi og hjá Jóni Magnús- syni, forsætisráðherra. Þetta var góður skóli. Þegar ég var hjá Guð- mundi varð ljósmóðurlaust í Stykk- ishólmi. Það var kveikjan að því að ég varð ljósmóðir. Þegar ég var hjá Jóni Magnússyni varð atvik sem gerði þá löngun mína sterkari. Ég fór og talaði við Guðmund Björns- son landlækni. Þetta var ákveðið. Ég átti að koma um haustið. Þetta var 1923, en samgöngurnar voru ekki betri en það að ég varð 14 dögum á eftir áætlun suður og var næstum búin að tapa af námskeið- inu, en það fór allt vel þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.