Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 21
20 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 JMtognnMititffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Frelsi frá ótta — nið- urlæging eða sjálfs- virðing Hin fullkomna bylting er bylting hugarfarsins, segir frelsishetja Búrma Aung San Suu Ký, í grein sem hún smyglaði úr fangelsi í Rangú þegar hún hlaut Sakharov- verðlaunin fyrir andóf sitt. Hún bætir því við, að það sé ekki nóg að krefjast frelsis, lýðræðis og mannréttinda heldur þurfi að baki slíkri kröfu að búa sameinuð stað- festa að halda út baráttuna og færa fórnir í nafni sann- leikans einsog hún kemst að orði — og þá ekki síst að forð- ast þá spillingu sem hlýst af ágirnd, hatri, fáfræði og ótta. Hún leggur áherslu á að það sé ekki valdið sem spilli, held- ur óttinn. Óttinn við að missa völdin spillir þeim sem með þau fara og óttinn við vald- beitingu spillir þeim sem hún bitnar á, segir frelsishetja Búrma. Og hún heldur áfram í greininni og segir: „Því er oft haldið á loft áð almenn óánægja með efnahagslegt harðrétti hafi verið meginupp- spretta þeirrar baráttu fyrir lýðræði sem hófst í Búrma í kjölfar mótmæla námsmanna 1988. Það má til sanns vegar færa, að nær þriggja áratuga tímabil mótsagnakenndra og ófullnægjandi stjórnar- athafna, óviðráðanleg verð- bólga og sílækkandi þjóðar- tekjur hafi leitt til efnahags- legrar óreiðu í landinu. En það var annað og meira en örðug- leikar almennings við að láta enda ná saman, sem gerði það að verkum að þolinmæðin brast skyndilega hjá friðsamri og gæfulyndri þjóð - það var niðurlægingin sem fólst í mannlífi afskræmdu af spill- ingu og ótta. Námsmennirnir risu ekki aðeins upp til að mótmæla dauða félaga sinna heldur jafnframt þeirri alræð- isstjóm sem svipti þá mann- legri reisn og líf þeirra til- gangi og von. Og þar eð mót- mæli námsmannanna endur- spegla örvæntingu alls al- mennings, leiddi af sjálfu sér að þau breiddust út um allt land. ... Búrmaska . þjóðin hafði gefist upp í tvísýnum kvíða sínum og aðgerðaleysi - þar sem hún var „vatn í kringum lófa“ valdhafanna.“ Aung San Suu Ký minnir á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í lok greinar sinnar, en þar segir að sérhver einstaklingur og sérhver stofnun í samfélagi manna skuli kappkosta að sjá til þess að öllum séu tryggð grundvallarréttindi og frelsi án tillits til kynþáttar, þjóð- ernis eða trúarskoðana. „En svo framarlega sem til eru stjómvöld sem byggja vald sitt á kúgun en ekki á umboði almennings, og til eru þrýsti- hópar sem kjósa fremur skammvinnan hagnað en langtíma frið og velmegun, þá er hætt við að alþjóðleg barátta til að veija og efla mannréttindi í heiminum hrökkvi á stundum skammt,“ segir Aung San Suu Ký og bætur við: „í sumum löndum verða því fórnarlömb kúgunar nær einvörðungu að treystaá sinn eigin innri sty'rk til að veija þau réttindi sem allir menn hafa heimtingu á.“ En Aung San Suu Ký stendur ekki ein gegn ógnar- stjórninni. Samviska heimsins er í fylgd með henni. Hún er í fylg með öllum þeim sem þurfa að kljást við ógnar- og alræðisstjórnir hvort sem þær hafa lagt undir sig Kúbu eða Kína, eitthvert ríki í Afríku eða Asíu. Andófsmenn allra alræðisríkja eru samviska heimsins. Það er ekki síst þess vgna sem alræðisríkjum fækkar nú óðum, bæði í Evr- ópu og annars staðar. Þó eru slík ríki víðar en við vitum. Athygli heimsins hefur ekki beinst að þeim sem skyldi. Eitt slíkt ríki er Búrma undir stjórn einræðissósíalista. Hagræðing í íslensk- um sjávarútvegi eftír Jón Atla Krisijánsson Nauðsyn hagræðingar Aukin hagræðing í sjávarútvegi er markmið sem flestir geta tekið undir. Sá virti fjölmiðill Morgunblað- ið hefur staðið fyrir nauðsynlegum skrifum um sjávarútvegsmálin og tekið aukna hagræðingu fyrir undir kjörorðunum „Fækkun skipa, samr- uni og fækkun fyrirtækja og þ. á m. fækkun frystihúsa". Þessa stefnu segist blaðið hafa boðað við misjafn- ar undirtektir framámanna í sjávar- útvegi. Mikilvægi hagræðingar hefur einnig verið undirstrikað af fræði- mönnum á borð við Þorvald Gylfason og Markús Möller en sá síðarnefndi hefur varpað því fram að hagræðing- amöguleikar í greininni geti skilað 14 milljarða árlegum sparnaði. Þor- steinn Már framkvstj. Samheija hf. á Akureyri sem leiðir eitt framsækn- asta fyrirtæki landsins í sjávarútvegi tekur í sama streng. „Til að standa undir þeim lífskjörum, sem við ósk- um okkur þarf sjávarútveg, sem rek- inn er með hagnaði, en á því hefur orðið verulegur misbrestur.“ Hann telur mikla möguleika vera ti ha- græðingar sem dæmin sanni t.d. Grandi hf. „Bættar samgöngur munu leiða til þess að atvinnusvæðin stækka, sem auðveldar það starf, sem framundan er við fækkun fyrir- tækja.“ Fyrrgreindar tilvitnanir undir- strika mikilvægi hagræðingar og að eftir miklu er að slægjast. Hvað skyldi það vera sem tefur málið og stendur í vegi fyrir þessari mikilvægu þróun. Hafa menn í greininni þá ekkert aðhafst? Hagræðing — framtíðarsýn Glöggir menn sjá fyrir sér að inn- an 5-10 ára muni núverandi fiskveið- istefna leiða til þess að í landinu verði 10-12 sjávarútvegsfyrirtæki flest með nokkuð blandaða starf- semi. Til uppriijunar eru kjördæmin 8. Einkenni þessara fyrirtækja verða: — aflamarkskvóti ekki minni en 15-20 þús. þorskgildis tonn — vinnsla með mjög öðru sniði en í dag — almenningshlutafélög með markaðsskráð hlutabréf — faglega valdir stjórnendur Þessi þróun er þegar byrjuð og hugsandi menn í sjávarútvegi spyija sig, hvar passar mitt fyrirtæki inn í þessa mynd. Gangi þessi spá eftir verður grundvallarbreyting og ha- græðing í greininni. En jafnframt er ljóst að þetta þýðir umfangsm- ikla byggðaröskun. Hagræðing fyrir hvern og kostnaður hennar í allri umræðu um aukna hagræð- ingu eru bara dregnar fram jákvæðu hliðarnar þ.e. gífurlegur sparnaður og myndin mjög einföiduð. Ekkert er minnst á kostnað í þessari umfjöll- un, eða hver skuli greiða hann. Við skulum í upphafi þessarar umfjöllun- ar rifja upp fyrir okkur hvaða hags- munaaðilar það eru sem koma við sögu í svona málum. Þeir helstu eru: — eigendur fyrirtækjanna — starfsfólk þeirra — sveitastjórnir — lánardrottnar — viðskiptaaðilar — stjórnvöld Það þarf varla að ijölyrða um það að þessir aðilar eiga ekki alltaf sam- leið. Hvaða fylkingar ganga í eina sæng fer eftir ýmsu en tökum nokk- ur dæmi um ólíka hagsmuni. — Eigendur fyrirtækjanna eiga sem kapitalistar að hámarka arð hlutafjár síns. Með núverandi sölu- verði á skipum/kvótum er besti kost- urinn fyrir þá að selja skipin til hæstbjóðanda. Sú staðreynd blasir nefnilega við að fórnarkostnaður eig- anda skips við að eiga það er slíkur að það getur enginn réttlætt slíkt fyrir sér með hagrænum rökum. Hvernig má þetta vera? Yfii-verð á skipum í dag er hátt og mótast af jaðarverðmæti annarra útgerða. Enginn sem kaupir siíkt skip getur látið það bera sig eitt og sér með eðlilegri ávöxtun fjármagns. Sé eig- andi skipsins líka fiskverkandi flæ- kist málið lítillega. Við sölu skipsins missir vinnslan hráefni og þá fram- legð er út úr þeirri vinnslu kann aðkoma. Einnig er á það að líta að við sölu skipsins kunna fasteignir og tæki vinnslunnar að verða verð- minni eða óseljanleg. Hafa má um þetta langt mál en niðurstaðan er þessi; hugsi eigendur aðeins um sinn hag selja þeir skipin. Rétt er að benda á að fyrir eigendur mest skuldsettu fyrirtækjanna skiptir þetta ekki máli en væri besti kostur fyrir lánardrottna. — Þijú fyrirtæki í jafnmörgum sveitarfélögum sameinast og mynda eitt. Vegna mikillar vinnslugetu á einum stað flyst öll vinnsla þangað og hættir á hinum tveimur stöðun- um. Vegna legu sveitarfélaganna er lítið mál fyrir starfsfólk að sækja vinnu á milli staða. Sveitarfélögin tvö sjá nú fram á að verða svefnbæ- ir með stórlega skerta atvinnustarf- semi og sérstaklega með stórlega skertar tekjur. Þetta er þróun sem „framsæknir" sveitarstjórnarmenn beijast gegn. — Lánardrottnar eiga í flestum tilfellum veð í fasteignum og búnaði fiskvinnsiunnar. Vegna langvarandi tapreksturs í sjávarútvegi hefur veð- setning eigna aukist. Hagræðing þýðir oft að verðmæti eigna minnkar og verður í sumum tilfellum ekkert. Lánardrottnar eiga að gæta hags- muna sinna og vilja í fyrrgreindu tilfelii fá önnur veð, sem oftast eru ekki til. Vilja þessir aðilar taka á sig skelli til að greiða fyrir hagræðingu? Svarið er nei það vill enginn. Leiða má að því rök, að lánardrottnar ættu að gera það, þar sem þeirra fé er í reynd tapað, og aðeins fyrir þá að horfast í augu við staðreyndir. Sífelld afskipti hins opinbera og stofnana af sjávarútveginum, en stjórnvöld hafa t.d. um langt árabil stýrt afkomu greinarinnar með gengisákvörðunum og millifærslum, gera það að verkum að iánardrottnar vilja ekkert gera af þeirri einföldu ástæðu að flestar „aðgerðir" hafa til þessa verið hálfkák og engu bjarg- að til frambúðar. Hvers vegna skyldi ég og mín stofnun ganga fram fyrir skjöldu þegar svona er málum kom- ið, er ekki óalgeng spurning úr þess- ari átt. Hér hefur verið lýst nokkrum dæmum um nornaketil hagsmun- anna og í honum hræra ýmsir sem ekki hafa sérstaklega verið nefndir til sögunnar. Sameining í sjávarútvegi er aðal- lega á dagskrá þegar illa gengur í greininni. Tvö fyrirtæki eða fleiri sem ganga illa og eru skuldsett eiga að samein- ast. Tveir mínusar verða aðeins plús í stærðfræðinni en ekki í atvinnu- rekstri. Hagræði í rekstri kann að liggja í augum uppi, en fyrirtækin eru oftast svo skuldsett, að rekstur þeirra getur ekki borið sig. Samein- ing slíkra fyrirtækja snýst um að finna nýjan rekstrargrundvöll, og þá er í framhaldinu hægt að reikna út hvað fyrirtækið getur ráðið við að greiða af miklum skuldum. Stöðugar skuldbreytingar og lánalengingar hafa aðeins frestað vanda margra fyrirtækja og tálvonir um betri tíð og blóm í haga hafa ekki ræst. Staðreyndin er að skuldir eru í flestum tilfellum of miklar og hag- ræði sameiningarinnar gerir ekki gæfumuninn. Hvaða aðrar leiðir eru þá fær- ar? 1. gjaldþrot og reisa síðan nýtt fyrirtæki úr öskustónni. Lánardrottnar eru stærstu hagmunaaðilar í gjaldþrota- búi. Þeirra hagsmunir eru þeir að eignir seljist hæst- bjóðanda, og þá eru það ríku aðilarnir sem kaupa skipin. Þetta þýðir stórfellda byggð- aröskun því vandinn í sjávar- útvegi er mjög bundinn ákveðnum svæðum. 2. nauðasamningar í skipta- rétti er ein leið til að ná samningum við lánardrottna og lækka skuldir. Þessi leið er framkvæmanleg en flókin að óbreyttum lögum. Leiðin er „sanngjörn" því eitt geng- ur yfir alla almenna lánar- drottna. Þessi leið krefst hinsvegar nýs utanaðkom- andi fjármagns því lánar- drottnum er boðin greiðsla á hluta krafna sinna gegn niðurfellingu afgangsins. Hver vill hinsvegar leggja fram áhættufé í greiðslu- þrota fyrirtæki? 3. pennastriksaðferðin þ.e. lán- ardrottnar viðurkenni stað- reyndir og striki yfir allar eða liluta skulda sinna þar til viðunandi stöðu er náð. Hér er úr vöndu að ráða. Hver á að byija og sumir fá svo kannski allt sitt af því að þeir voru ósvífnastir. Einnig vakna siðferðilegar spurningar. Geta opinberir aðilar tekið þátt í að gera þetta fyrir skussana, en þeir sem standa sig fái ekkert. Þeir sterku eru meira að segja rændir ánægjunni af að standa yfir höfuðsvörðum hinna. Sameining Meitilsins og Glettings — Reynslusaga Sú tilraun sem nú stendur yfir til að sameina þessi fyrirtæki er ekki sú fyrsta. Umræða um þetta efni hefur skotið upp kollinum um langt skeið. Síðasta alvöru umræðan fór fram 1989, en bar þá ekki árangur. Hvers vegna tókst þetta ekki þá? Einfalt svar: — Slæm fjárhagsstaða fyrirtækj- anna og ósætti um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækjanna. — Flókin hagsmunatengsl, eig- enda, manna og málefna. Tilraunin sem nú er í gangi hófst í sept. 1990. í þeim viðræðum tóku þátt: — Ríkharð Jónsson stjórnarform. Meitilsins — Helgi Þórðarson fyrir Meitilinn og m.a. stjórnarm. í Hlutafjár- sjóði — Jón Sigurðarson stjórnarform. Glettings hf. — Jón Þ. Hiimarsson fyrir Glett- ing, lögg. endurskoðandi — Jón Atli Kristjánsson rekstr- arhagfr. starfsmaður hópsins. Fljótlega formuðust eftirfarandi rök fyrir sameiningunni, en vinnu- heiti hins nýja fyrirtækis varð Árnes hf.: 1. Þrátt fyrir batnandi rekstrar- skilyrði (1990) er taprekstur fyrri ára báðum fyrirtækjum þungur baggi. Ekki verður séð að komist verði hjá eignasölu til að lækka skuldabyrði fyrirtækjanna, burtséð frá sameiningu. Með sameiningu má selja eignir, og lækka þannig skuld- ir, án þess að skerða rekstrarhæfi og yrði nýtt fyrirtæki umfangsminna en bæði fyrirtækin nú. 2. — Færri skip geta náð leyfi- legum afla á hagkvæmari hátt, sér- staklega eftir tilkomu aflamarks. — Skipting vinnslu milli fram- leiðslueininga gefur kost á sérhæf- ingu og sparnaði í rekstri. — Sparnaður næst í yfirstjórn og rekstri stoðdeilda. 3. — Byggja upp fyrirtæki er hefði forsendur, stærð og stöðu til að vera opið almenningshluta- félag og gæti selt hlutabréf á hlutabréfamarkaði. Rétt er að hafa það í huga að þegar þessar viðræður fóru fram höfðu bæði fyrirtækin fengið fyrir- greiðslu Atvinnutryggingasjóðs og Meitillinn fyrirgreiðslu Hlutafjár- sjóðs ásamt umfangsmiklum aðgerð- um eigenda til styrktar fjárhagsstöð- unni. Án þessara aðgerða hefðu bæði fyrirtækin neyðst til að hætta starfsemi eða orðið gjaldþrota en það sama átti við um fjölda fyrirtækja víða um land. Vinna við sameiningu fyrirtækja snýst um það að svara eftirfarandi spurningum fyrir hluthafa og hags- munaaðila: 1. Mat á rekstrarkostum hvors fyrirtækis fyrir sig án samein- ingar 2. Hvaða hagræðing er fólgin-í- sameiningu. Hversu mikil er hún og í hvaða rekstrarþáttum er mestur sparnaður? 3. Mat allra eigna og verðmæta til að finna út eignaraðild að hinu sameinaða fyrirtæki. 4. Rekstrarforsendur hins sam- einaða fyrirtækis, ijárhags- staða þess og skipulag. Vinnuhópurinn vann vel og mark- visst og fljótlega komst nokkuð glögg mynd á málið: — Mikið hagræði væri af samein- ingu sérstaklega í útgerð. Sparnaður á ári gæti verið 150-300 m. kr. — Fyrirtækin ættu að eiga 50/50% í hinu sameinaða fyr- irtæki. — Skuldir væru hættulega miklar og greiðslustaða Árness væri að óbreyttu óviðunandi. Þátttakendur sneru nú heim og sögðu umbjóðendum sínum frá stöð- unni. Hvað skyldi gera næst? Liðu nú nokkrar vikur og vinna hófst á ný. Hvernig var hægt að lækka skuldir og tryggja Árnesi lífdaga varðandi greiðslustöðu þ.e. að fyrir- tækið gæti staðið við greiðslu eðli- Jón Atli Kristjánsson legra lausaskulda. Unnin var áætlun er lækka skyldi skuldir um allt að 700 m. kr. og fól hún m.a. í sér sölu skipa og eigna. Jafnframt var leitað til helstu lánar- drottna um aðstoð þeirra. Viðræður við lánardrottna leiddi í ljós mikinn áhuga á sameiningu fyrirtækjanna en sá áhugi var þegar kunnur og veigamikill hvati að sameiningarvið- ræðunum. Lánastofnanir lofuðu stuðningi við lánalengingar og al- mennar aðgerðir en treystu sér ekki til annarra aðgerða. Þátttaka annarra fyrirtækja í sameiningiinni Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. fékk í ársbyijun 1991 greiðslustöðv- un og ákveðið var í framhaldi af því að leita nauðasamninga við lánar- drottna. Forráðamenn fyrirtækisins nutu við þessa vinnu aðstoðar Garð- ars Garðarssonar lögfræðings, sem er einn af helstu sérfræðingum landsins í þessum efnum. Samningar þessir voru sérstakir að því leyti að þeir voru nauðasamn- ingar í skiptarétti og þannig frá- brugðnir fijálsum nauðasamningum er algengastir eru. Nauðasamningar þessir tókust fyrir ótrúlegan dugnað allra er þátt tóku í þessari vinnu og fyrir skilning lánardrottna. Rekstrarmöguleikar fyrirtækisins breyttust mjög til batn- aðar við þessar aðgerðir. Sameining við önnur fyrirtæki var ekki á dagskrá á meðan á nauða- samningunum stóð til þess að trufla ekki þá vinnu. Framkvæmdastjóri H.S. hafði sýnt sérstakt frumkvæði og áhuga á að skoðuð yrði hag- kvæmni þess að fyrirtækin á svæð- inu rækju sameiginlega útgerð, og sýndi þetta mikla framsýni en út- gerðin var í reynd sá þáttur samein- ingarhugmyndanna er mestu skilaði. Það var einnig öllum ljóst að sérstak- lega mikilli hagræðingu var hægt að ná í útgerð þessara þriggja fyrir- tækja m.a. vegna samsetningar skip- astóls þeirra og ekki síst vegna sér- búinna skipa til flatfiskveiða og reynslu skipshafna þeirra af þessum veiðum. Forstjóri Byggðastofnunar, en stofnunin á um 80% hlutaijár í HS var mikill talsmaður sameiningar á svæðinu. Hann hafði í ljósi reynslu sinnar og atvinnusögu svæðisins séð þörfina fyrir sameiningu fyrirtækj- anna og að sú þróun yrði að vera hafin yfir þrönga sérhagsmuni. Sameiningarfleyið strandar Þegar hér var komið sögu voru samningamenn fyrirtækjanna full- vissir um ágæti sameiningar og að í burðarliðnum væri eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Sérfræðingar höfðu unnið áætlun um tæknilega sameiningu fyrirtækj- anna og sameiningardagur var ákveðinn. Veikleiki áætlunarinnar var hinsvegar greiðslustaða Árness, en unnið var að lausn á því máii. Lagt hafði verið á ráðin um kynn- ingu málsins og lögð áhersla á að kynna það starfsfólki áður en fjölm- iðlar slitu það úr höndum manna. Menn lásu það m.a. með bros á vor í virtum blöðum að ekkert gengi í sameiningarmálum sjávarútvegsins, þar væru menn með hendur í vösum og hefðust ekki að. Fram að þessu höfðu raunveruleg efnisatriði málsins verið á fárra vit- orði annarra en þröngs hóps eig- enda, en nú var komið að endan- legri ákvörðun og málið skyldi lagt fyrir hluthafafundi. Það var á þessu stigi sem sérhagsmunaaðilarnir fóru á kreik. Voru ekki allir að vinna að hagræðingu og góðum málum fyrir eigendur, starfsfólk, landssvæðið. Starfshópurinn taldi sig vera að gera það, en aðrir litu á þetta sem kær- komið tækifæri til að ná í feitan bita. í dag eru viðræður í gangi milli aðila, sem vonandi leiða til jákvæðr- ar niðurstöðu, því verði ekki af sam- einingu fyrirtækjanna verður að líta á það sem meiriháttar slys. Raunveruieiki hagræðingar er þessi, hvað sem stendur á síðum stór- blaðanna. Hagsmunaaðilarnir spyija sig fyrst hverjir eru mínir hagsmunir og þessir hagsmunir eru oft afar þröngir. Þegar mál fara í þennan farveg skipast menn í fylk- ingar sem reyna að tiyggja sínum skoðunum framgang og vinna mót- aðilann á sitt band. Allar umræður verða hinsvegar ruglingslegar því ekki er alltaf ljóst um hvað er deilt og niðurstaðan verður þreyta og síð- an uppgjöf. Þegar hagsmunaaðilarnir eru jafn margir og verða í svona málum eru þau nánast óleysanleg með fijálsum samningum. Viðfangsefnið er ekki eins og mætti halda, hagrænt mat staðreynda, heldur blandast inn í þetta mannlega hliðin þ.e. völd, stær- ilæti, ég sagði einu sinni..., eigin hagsmunir o.s.frv. Lokaorð Það er bæði rétt og sanngjarnt að rifja það upp að gífurleg hagræð- ing hefur þegar farið fram í sjávar- útveginum, bæði rekstrarlega í fyr- irtækjunum sjálfum og eins hafa fyrirtæki verið sameinuð. Sjávarútvegurinn, og stjórnendur hans, hafa á iiðnum árum sýnt ótrú- legan hæfileika til aðlögunar þrátt fyrir sífellda íhlutun í málefni hans. Áframhaldandi hagræðing í grein- inni er hinsvegar nauðsynleg og miklum sparnaði er hægt að ná sérs- taklega á útgerðarsviðinu. Fyrirtækin gengu mörg hver all- vel á si. ári, þó hagnaðartölur séu blekkjandi vegna útreiknings verð- breytingarfærslu. Eins er á það að líta að mótlæti undangenginna ára hefur gert menn lítilþæga. Sagan hefur hinsvegar kennt okkur að mögru árin koma og hver var það sem fann upp regluna um eitt gott ár og síðan þijú mögur. Forráðamenn sjávarútvegsfyrir- tækja ættu að velta því fyrir sér hvort staðan er í reynd eins traust og margir þeirra halda. Aðgerðir sem gripið er til í tíma gefa svigrúm, því sá sem er með höfuðið í snörunni á sjaldnast margra kosta vöi. Rekstrarhagnaður sjávarútvegs- fyrirtækjanna hefur um langt árabil verið hættulega lítill og eru þar fáar undantekningar. Fátt er því tnikil- vægara en að byggja upp eiginfjár- stöðu fyrirtækjanna. Sameiningar eru einn þáttur þess en fráleitt það eina sem gera þarf. Stóra spurnlngin varðandi nauðsynlega hagræðingu er sú, hvort sjávarútvegurinn nær að nýta sér þessa möguleika með fijálsum samningum milli fyrir- tækja, eða hvort sérstakar að- gerðir þurfi til að styðja við þessa þróun. Það er skoðun mín að slikan stuðning þurfi og verulegt áræði að auki. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er einfalt: Stuðla að þróun fjárhagslegra sjálfstæðra opinna fyrii-tækja með arðgefandi alhliða rekstur er afl- að geti nauðsynlegs áhættufjár- magns. Vissuiega má upphugsa íjölda aðgerða til að ná þessum markmið- um og mér er fullljóst að á þeim kunna að vera ýmsir annmarkar. Aðgerðirnar eru ekki hugsaðar sem aðgerðir „að ofan“ heldur tæki til að styðju við hið „fijálsa framtak“ er komi frá fyrirtækjunum. Nokkur atriði er vert að hafa í huga á þessu stigi: — mikið af þeim lánum er nú hvíla á sjávarútvegsfyrirtækj- um verða ekki greidd til baka, að óbreyttum rekstrargrund- velli greinarinnar. Lánar- drottnar eiga því í reynd tvo kosti, að afskrifa þessi lán eða breyta þeim í áhættufé í von íslendingur klífur Matterhorn: Ætla mér að ganga á fleiri fjöU á þessum slóðum - segir Trausti Már Ingason TRAUSTI Már Ingason, 23 ára Reykvíkingur, kleif tindinn Matt- erhorn í Alpafjölluni síðastliðinn föstudag. Hann segir að ferðin hafi gengið vel, veður verið gott og allar aðstæður hinar ákjósan- legustu, en hann hafði áður þurft að snúa frá fjallinu vegna veðurs. Trausti segist hafa hug á að klífa fleiri fjöll á þessum slóðum síðar, enda hafi þetta verið stórkostleg lífreynsla. Trausti segist einu sinni áður hafa komið til Sviss til að klífa Matterhorn, en þá hafi hann þurft að snúa frá. Þegar hann hafi komið að fjallinu nú hafi hann upphafiega ætlað sér að klífa það á miðvikudag, en einn- ig þurft að hætta við vegna verð- urs. Á fimmtudagskvöld hafi hann hins vegar farið upp í um 2.500 metra hæð með kláf og gengið upp í skála nokkru ofar, þar sem hann hafi dvalið um nóttina. Það hafi svo verið um klukkan Ijögur aðfaranótt föstu- dags að hann hafi lagt til atlögu við tindinn. Trausti náði tindi fjallsins í 4.478 metra hæð um klukkan hálf ellefu á föstudagsmorgun eftir að hafa gengið í sex og hálfan tíma. „Fjallið var nokkuð erfitt uppgöngu,“ segir hann. „Það má segja að ég hafi þurft að klóra mig áfram á nöglunum því það var svo bratt á köflum. Það var hins vegar mun erfiðara að fara niður aftur, enda var ég orðinn þreyttur og þurfti að gæta mín í hveiju spori. Veðrið var hins vegar gott, það var hvorki of kalt né heitt og alveg heiðskírt þannig að það var gott útsýni til allra átta.“ Trausti segist hafa stundað fjallgöngur af kappi í ljögur til fimm ár heima á íslandi, þar til hann fluttist til Svíþjóðar fyrir um það bil ári. Þar hefur hann verið búsettur í Gautaborg og starfað hjá Volvo-verksmiðjun- um. Á þeim tíma hafi hann lítið stundað íþrótt sína, enda séu Trausti Már Ingason. aðstæður til þess ekki góðar á þeim slóðum. „Maður mun lifa lengi á þess- ari ferð, enda var þetta búið að vera draumurinn lengi,“ segir Trausti að lokum. „En ég hef mikinn áhuga að fara aftur á þessar slóðir og skoða fleiri fjöll þar.“ um betri tíma. — vítahringur peningaleysis og þvingaðra greiðslna í ailar átt- ir, gerir það að verkum að fyr- irtækin eru ekki fjárráða og stjórnun þeirra á ekkert skylt við það sem við lærum í fræði- bókum um fyrirtækjarekstur. Hugmyndir mínar um aðgerðir eru þessar, en hér verða aðeins fáar þeirra útfærðar að þessu sinni: 1. lánum ýmissa lánasjóða t.d. Atvinnutryggingasjóðs verði breytt í hlutafé, eða þau hrein- lega afskrifuð 2. úreldingarsjóði fasteigna og véla í sjávarútvegi verði komið á fót 3. afgreiðslu laga um gjaldþrot (nauðasamningar) verði flýtt en nauðasamningar geta verið það form á skuldalækkun er mörg fyrirtæki þurfa að nýta sér. Atvinnutryggingarsjóður Á síðustu dögum vetrarþingsins var lögum um Byggðastofnun breytt þannig að stjórn hefur nú heimild til að breyta lánum sjóðsins í hlut- afé, sem lið í fjárhagslegri endur- skiplagningu fyrirtækja. Það er skoðun mín að breyta eigi sjóðnum sem stjórntæki til hagræðingar í sjávarútveginum enda kallar tilurð sjóðsiiis beinlínis á þessa meðferð á fé hans. Það er vert að minna á það að ef sjóðurinn breytti öllum lánum sínum í hlutafé eignaðist hann vænt- anlega stóran hluta sjávarútvegsfyr- irtækjanna. Mikilvægt er að finna leiðir til að svo verði ekki. Úreldingarsj ó ður fiskvinnslunnar Megin tilgangur með sameiningu fyrirtækja er að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri m.a. með betri hýtingu fasteigna og véla. Við sam- eininguna er staðan venjulega sú, að umframfjárfesting er mikil bæði i húseignum og vélum. Eignir þessar eru í flestum tilfellum óseljanlegar. Ekki þarf að kalla þetta fjárfesting- amistök, því hér er á ferðinni eðlileg þróun að breyttum aðstæðum. Af- koma fyrirtækjanna hefur hinsvegar verið þannig að þessar eignir eru toppveðsettar. Til þess að sameining fyrirtækja takist, þarf að finna leiðir til að losa þau við eignir. Inn í þá mynd þurfa lánardrottnar að koma og fjármagn frá greininni sjálfri því allir munu í reynd njóta góðs af hagræðingunni. Það er tímabært að þeir sem áhuga hafa á þessum málúm láti í sér heyra. Markmiðin eru göfug og ulnræðan ætti að mínu mati að snú- ast um sem sanngjarnastar leiðir. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og starfandi rekstrarráðgjafi. Y firverkfræðing- ur Hitaveitunnar: Uppsögnin tekin aftur Sagði starfinu jafnframt lausu UPPSÖGN Árna Gunnarssonar yfirverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið dregin til baka. Árni liefur jafnframt sagt starfi sínu lausu sem yfirverk- fræðingur. í svari Jóns G. Tómassonar borg- arritara, á fundi borgarráðs í gær, við fyrirspurn frá Árna Sigfússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem óskaði er skýringa á fyrir- varalausri uppsögn Árna, segir orð- rétt: „Eftir samtöl mín við hitaveitu- stjóra og Árna Gunnarsson yfirverk- fræðing, hefur orðið að ráði að hita- veitustjóri hefur afturkallað uppsögn dagsetta 15. þessa mánaðar en Árni Gunnarsson hefur kosið að segja upp starfi yfirverkfræðings. Starfslok Árna eru eingöngu vegna erfiðleika í samstarfi þeirra í milli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.