Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 165. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins króatískur Glundroði á Madagaskar: Neyðarástandi lýst yfír í Antananarivo Antananarivo. Reuter. DIDIER Ratsiraka, forseti Afríkuríkisins Madagaskar, lýsti í gær yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins, Antananarivo, eftir að stjórnarandstæðingar höfðu lýst yfir myndun nýrrar stjórnar í óþökk hans og náð nokkrum opinberum byggingum á sitt vald. Leiðtogi stjórnarandstæðinganna, Jean Rakotoharison hershöfðingi, sem þeir hafa tilnefnt sem forseta, komst inn í fjármálaráðuneytið og öryggis- sveitir reyndu ekki að stöðva hann. Um 300.000 manns söfnuðust saman í miðborginni til að krefjast þess að Ratsiraka segði tafarlaust af sér og að sett yrði lýðræðisleg stjórnarskrá. Herforingjastjórn hef- ur farið með völdin í landinu frá árinu 1972 og Ratsiraka hefur ver- ið leiðtogi hennar frá 1975. Hann féll frá kommúnisma fyrir nokkrum Noregur: Álítur EB upphafið að heimsenda Ósló. Frá Jan-Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. UMRÆÐAN um Evrópu- bandalagið (EB) er nú komin á æðra plan í Noregi. Dóms- dagspredikarinn Aril Ed- vardsen hélt því fram á vakn- ingarsamkomu á sunnudag að bandalagið væri upphafið að heimsenda. „Guð notfærir sér pólitíska viðburði til að ná fyrirætlunum sínum fram. EB er undanfari nýja stórveldisins sem sam- kvæmt Biblíunni á eftir að drottna yfir löndum Miðjarðar- hafsins. Þannig verður Róm- verska keisaradæmið endurreist, sem síðasta ríki heims fyrir þús- undáraríkið," þrumaði prédikar- inn. Um 4.000 fylgjendur hans hlýddu á ræðuna í grafarþögn. „I þessu stórveldi rís síðan upp einræðisherra, Anti-Kristur, sem breytir því í helvíti áður en Jesús kemur,“ hélt predikarinn áfram. Edvardsen segir að augljóst samband sé á milli Evrópu- bandalagsins og dýrsins (nýja keisaradæmisins) f Opinberun Jóhannesar. árum, tók upp markaðshyggju og kom á lýðræðislegum umbótum. Stjómarandstæðingar saka hins vegar stjórnvöld um að hafa tryggt kjör hans sem forseta með stór- felldu kosningamisferli árið 1989. Látlaus fjöldamótmæli hafa verið í höfuðborginni í sex vikur og alls- heijarverkfall hefur staðið frá 8. júlí. Mótmælin höfðu farið friðsam- lega fram þar til í gær er til átaka kom milli hermanna og hóps mót- mælenda við útvarpshúsið í borg- inni. Stjórnarandstæðingar lýstu því yfir á dögunum að þeir hefðu mynd- að nýja stjórn og réðust í gær á nokkur ráðuneyti til að „ráðherr- arnir“ gætu tekið við embættum sínum. „Forseti" þeirra og leiðtogi, Rakotoharison hershöfðingi, komst inn í fjármálaráðuneytið án þess að öryggissveitir hefðust nokkuð að. Þvert á móti tóku liðsmenn þeirra sér réttstöðu er hann gekk inn í bygginguna. Sveitimar hafa þó heitið Ratsiraka forseta hollustu. Júgóslavía: Reuter Skop íMoskvu Sovéskur myndlistarmaður leggur síðustu hönd á skopteikningar af George Bush Bandaríkjaforseta, Borís Jeltsín, forseta Rússlands, John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, og fleirum á Arbat-götu í Moskvu í gær. Bush og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti efna til fundar í borginni í lok mánaðarins og undirrita þá sögulegan samning um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna. Serbar og Króatar ásaka hvorir aðra hatrammlega Forsetar Júgóslavíu og Króatíu segja borgarastyrjöld yfirvofandi Ohrid, Vín, Haag, Vitikovci. Reuter. FORSÆTISRAÐ Júgóslavíu kom saman í Ohrid á mánudag en fund- ur þess leystist upp án þess að lausn á málefnum landsins væri í augsýn. Króatar og Serbar ásaka hvorir aðra um að eiga sök á bar- dögunum í landinu. Stipe Mesic, Gorbatsjov gagnrýn- ir tilskipun Jeltsíns Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétforseti telur að bann Boris Jeltsíns, for- seta Rússlands, við stjórnmálastarfsemi í fyrirtækjum og stofnunum auki spennu í Sovétríkjunum, að sögn Vítalý's ígnatenkós, talsmanns Gorbatsjovs, á fundi með fréttamönnum í gær. Ignatenkó gaf einnig í skyn að bannið gæti verið ólöglegt auk þess sem það væri ótímabært. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því að tilskipun sem þessi muni auka spennu og óeiningu í landinu. Marg- ir hafa að sjálfsögðu dregið lögmæti þessarar tilskipunar í efa og velt því fyrir sér hvort ekki liggi pólitísk hentistefna að baki henni," sagði ígnatenkó. Með gagnrýni sinni á tilskipunina, sem bannar starfsemi flokksdeilda í fyrirtækjum og stofnunum, skipar Gorbatsjov sér á bekk með harðlínu- kommúnistum tveimur dögum fyrir fund miðstjórnar kommúnistaflokks- ins þar sem ræða á nýja stefnuskrá flokksins. Dagblaðið Sovjetskaja Rossíja birti í gær yfirlýsingu 12 harðlínu- manna í kommúnistaflokknum þar sem sagði m.a. að aðeins herinn gæti komið í veg fyrir óreiðu og upplausn í Sovétríkjunum og hörð gagnrýni kom fram á tillögur þær, sem á mánudag voru kynntar sem hugmyndir Gorbatsjovs um nýja stefnu flokksins. forseti Júgóslavíu, ásakaði Serba um að kynda undir ofbeldi í Kró- atíu í pólitískum tilgangi. I yfirlýs- ingu eftir fundinn bað forsætis- ráðið Evrópubandalagið (EB) um að sjá um að vopnahléinu yrði framfylgt í Króatíu en að sögn ' talsmanns hollenska utanríkis- ráðuneytisins eru engin slík áform uppi innan EB. Tveir króatískir þjóðvarðliðar féllu í gær og marg- ir særðust í átökum við serbneska skæruliða. Eftir fundinn á mánudag gáfu leið- togar lýðveldanna út yfirlýsingu þar sem segir m.a.: „Eijur milli þjóðar- brota og bardagar milli lýðvelda ógna öllum íbúum landsins og gætu leitt til borgarastyijaldar sem hefði hörmulegar afleiðingar í för með sér.“ Franjo Tudjman, forseti Króatíu, rauk út af fundinum eftir að honum var ljóst að herinn myndi ekki halda til búða sinna eins og hann hafði farið fram á. Hann ásakaði serbn- eska foringja í sambandshernum um að ala á ofbeldi í Króatíu með því að styðja serbneska skæruliða og hvatti hann Króata til að búa sig undir yfirvofandi styijöld sem gæti hafist á næstu dögum. Stipe Mesic, sem er Króati, tók í sama steng og Tudjman og sakaði Serba um að eiga sök á ástandinu. leitar skjóls á bak við tré í miðbæ Vinkovci meðan á árás serbn- eskra skæruliða stóð á mánudag. Hann sagði að Serbar útveguðu serbneskum skæruliðum í Króatíu vopn og styddu ofbeldið í Króatíu í pólitískum tilgangi. „Serbía er að reyna að innlima hluta Króatíu. Það geta þeir ekki nema stofna til mannskæðs stríðs,“ sagði hann við blaðamenn eftir fundinn. En leiðtogar Serba ásaka Króata einnig um að eiga sök á ástandinu. Borislav Jovic, fulltrúi Serba í for- sætisráðinu, sagði eftir fundinn að Króatar hefðu komið í veg fyrir að samningar um frið tækjust þar með því að setja það skilyrði að hersveit- irnar sem staddar eru í Króatíu hyrfu til búða sinna. „Ef herinn dregur sig til baka mun það hugsanlega leiða til borgarastyijaldar þar sem blóð mun renna í stríðum straumum,“ sagði Jovic. Forsætisráð Júgóslavíu æskti þess eftir fundinn á mánudag að friðar- gæslusveit á vegum Evrópubanda- lagsins yrði send til Króatíu, en slík sveit var send til Slóveníu fyrir rúmri viku. Talsmaður hollenska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að það væri ekki á döfinni. Þeir Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Francois Mitterrand, forseti Frakk- lands, sögðu í gær að ekki væri unnt að halda Júgóslavíu saman með valdi. Embættismenn í Beigrad, höfuð- borg Júgóslavíu, sögðu í gær að sá hvassi tónn sem kominn væri í sam- skipti Króata og Serba minnti á hatrömm viðskipti þeirra áður fyrr. Einn þeirra sagð.i að það væri engu líkara en að lýðveldin hefðu „aldrei ætlað sér að ná samkomulagi. Serbar ásaka Króata og öfugt á meðan allt stefnir í hrun Júgóslavíu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.