Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 15 Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Vestmannaeyjar eru langstærsta verstöð landsins, sem fær á milli 8 og 9% af öllum botnfiski í sinn hlut. Á síðasta ári var hlutur Vest- mannaeyja um 52 þúsund tonn. þegar skaðast af skammsýni þeirri sem ræður hér ríkjum. Við höfum afhent litlum hópi manna okkar fjöregg, sem eru fiskimiðin og afla- heimildir. Þeir hugsa náttúrlega bara um eigin hag, en ekki hag heildarinnar,“ segir Guðmundur. „Manni dettur stundum í hug að hér gæti orðið svipað umhorfs og var í Mið-Evrópu eða Þýskalandi eftir 30 ára stríðin, þegar smákóng- arnir og furstarnir höfðu borist á banaspjótum í langan tíma. Hvort menn vilja opna augu sín fyrir því sem þarf að gera, skal ég ekki spá til um á þessu augnabliki, né hversu langan tíma það tekur,“ segir Guð- mundur. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva og framkvæmdastjóri Samfrosts í Vestmannaeyjum, segir að öll húsin hafi verið byggð með það í huga að geta annað vertíðartoppunum. Á undanförnum árum hafi starfsfólki frystihúsanna fækkað, þannig að miðað við mannahald sé afkastaget- an ekki margföld, en öðru máli gegni hvað varðar húsakost, vélar og tæki. „En þá þyrfti hér eins og annars staðar á landinu að bæta við mannskap og lengja vinnu- tíma,“ segir Árnar. Vinnslustöðin- er stærsta frysti- húsið í Vestmannaeyjum. Hin þijú, þ.e. Hraðfrystistöðin, ísfélagið og Fiskiðjan, eru heldur minni, en þó í stærra lagi á landsvísu. Frostver er enn eitt frystihúsið, sem einkum hefur sérhæft sig í humarvinnslu og er mun minna. Saltfiskverkunar- stöðvar eru nokkrar, þannig að fisk- vinnslufyrirtæki í Eyjum eru níu talsins. Raunar var enn eitt frysti- hús af minni gerðinni í Eyjum, Frystihús FIVE, sem var í eigu tveggja stærri fyrstihúsanna (Vinnslustöðvarinnar og Fiskiðj- unnar). Sú ákvörðun var tekin fyrir fjórum árum að loka því frystihúsi og deila hráefni þess á hin tvö, sem ekki höfðu nægilegt hráefni. Smákóngar og furstar Þegar ég ræddi við forsvarsmenn fyrirtækjanna um samvinnu- og sameiningarmöguleika - lokun eins frystihúss eða tveggja, aukna hag- ræðingar, eignasölu og fleira, kom á daginn að leiðin til aukinnar arð- semi fyrirtækjanna er ekki auðrötuð og víða leynist Þrándur í Götu. Eins furðulegt og það kann að hljóma gætu aðal-Þrándarnir heitið Sæ- greifi, Smákóngur, Eyjajarl og Kvótafursti. Það er vandamál þegar sameiningu fyrirtækjanna ber á góma, hversu svipuð að stærð þau eru. Það liggur ekkert í augum uppi hver eða hveijir ættu að vera við stjórnvölinn á stóru og öflugu sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrir- tæki. Þeir sem stýra nú hveiju fyrir- tæki fyrir sig eru vanir að stjórna og hafa skiljanlega engan áhuga á að eftirláta öðrum stýrimennskuna. Þeir segja jafnframt að óraunhæft sé að ræða um sameiningu fyrir- tækjanna fjögurra í eitt, sem þar með yrði langstærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins. Þeir orða heldur sameiningu og samvinnu á þeim nótum að fjögur fyrirtæki verði þijú. Sjá síðan fyrir sér að þau yrðu hugsanlega einhvern tíma tvö. Vissulega er fleira sem kemur til en vandinn að hætta að vera kóngur. Fyrirtækin eiga hvert um sig mikið húsrými. Við þá eign staldra menn, og segja að við það að rýma húsin, selja einhver tæki og vélar og sameina starfsemi, skapist ekki svo mikil- hagræðing. Húseignirnar séu til staðar. Þær verði vart seldar undir aðra starf- semi og áhöld séu um hversu skyn- samlegt sé að selja hugsanlegum keppinautum í fiskvinnslu húsin. Auk þess verði áfram greidd gjöld af þessum fasteignum, hvort sem arðbær starfsemi fer þar fram eða ekki. Svört skýrsla Hafró Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um ástand fiskistofnanna og horfur og tillögur hennar um aflamagn næsta árs hefur að sjálfsögðu vakið óhug meðal Vestmanneyinga, sem annarra landsmanna sem byggja afkomu sína á fiskveiðum og vinnslu. Raunar má segja að um- ræðan um hagræðingu, endurskipu- lagningu og sameiningu fyrirtækja hefði koðnað niður, ef skýrslan hefði verið björt og tillögurnar gert ráð fyrir auknum afla á næstu árum. Við þær aðstæður hefðu ugg- laust flestir eigendur sjávarútvegs- fyrirtækja treyst sér til þess að bretta upp ermar og hella sér út í framtíðarátök í óbreyttu umhverfi. Auknar arðsemiskröfur Sigurður Einarsson, forstjóri Hraðfrystistövarinnar í Vest- mannaeyjum, segir að í dag séu gerðar þær kröfur til eigenda og stjórnenda fyrirtækja, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum atvinnu- greinum, að fyrirtækin séu betur rekin og skili betri afkomu. Þessar kröfur séu gerðar af starfsfólki og viðkomandi lánastofnunum. „Fyrir- tækin hér í Vestmannaeyjum fengu á sínum tíma lánaðar eitthvað um 900 milljónir úr Atvinnutrygginga- sjóði, á verðlagi þess árs. Lánveit- ingarnar voru meðal annars ætlaðar til þess að fyrirtækin gætu hagrætt í rekstri sínum. Ég fullyrði að þótt það hafi komið fyrirtækjunum vel að fá þessi lán á hagstæðum vöxt- um og geta þar með breytt vanskila- skuldum í lengri tíma lán, þá hag- ræddi ekkert fyrirtækjanna hérna neinu í rekstri sínum að öðru leyti. Ég held því að menn í sjávarútvegs- fyrirtækjunum almennt standi nú frammi fyrir því að arðsemin í rekstrinum er ekki nógu mikil, mið- að við skuldsetningu fyrirtækjanna. Því verða menn einfaldlega að setj- ast niður og skoða á hvaða hátt þeir ætla að ná fram aukinni arð- semi. Það verður ekki gert nema með tvennum hætti - annars vegar með því að sameina fyrirtækin, búa til stærri og hagkvæmari rekstrar- einingar og nýta fasteignir betur og hins vegar með því að sameina veiðiheimildir til þess að geta nýtt fiskiskipin betur og dregið úr kostn- aði við sjósóknina." Ekki lengur stór Sigurður segir að fyrirtækin í Vestmannaeyjum standi nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að þótt þau hafi verið stór og sterk fyrir tíu árum eða svo, sé því ekki lengur til að dreifa. Velta þriggja fyrsti- húsa í Vestmannaeyjum jafnist í dag á við veltu tveggja frystihúsa hjá Granda eða veltu eins frystihúss Utgerðarfélags Akureyrar. „Menn sjá alla þessa hluti og geta viður- kennt þá í orði, en hvað þarf að verða til þess að menn viðurkenni þá á borði, setjist niður og fari að ræða saman, það veit ég ekki,“ segir Sigurður. Sigurður kveðst óttast að slíkar viðræður muni ekki hefjast af neinni alvöru fyrr en reksturinn kreppi svo fjárhagslega að mönnum að þeir neyðist til þess að hefja við- ræður. Hann segir að auðvitað sé skynsamlegra að hefja viðræður áður en aðstæður verði jafndökkar og hann lýsti. „Við sameiningu fyr- irtækja yrði auðvitað breyting á eignarhluta í fyrirtækjunum - þeir sem eru stórir í dag yrðu minni, þeir sem eru stjórnendur í dagyrðu það kannski ekki við sameiningu. Þannig yrði ýmiss konar rask á högum manna, sem þeir kæra sig kannski ekki um að takast á við fyrr en þeir mega til,“ segir Sigurð- ur. Arnar Sigurmundsson segir um skýrslu Hafrannsóknastofnunar: „Það er engin spurning að þessi skýrsla Hafró, hvort sem samdrátt- ur í þorskafla næsta árs verður 50, 60 eða 70 þúsund tonn, hefur gífur- leg áhrif, ekki síst hérna í Vest- mannaeyjum. Þetta kallar á það að menn þurfa að líta á öll hagræðing- armál í öðru ljósi en áður. Það afla- magn sem við höfðum var of lítið, bæði fyrir fiskiskipin og fisk- vinnsluhúsin, þannig að það er ljóst að þessi svarta skýrsla kallar á ný vinnubrögð og ný viðhorf, hvort sem er hér í Vestmannaeyjum eða ann- ars staðar, þar sem svipað er ástatt. Meiri samvinna þarf til að koma, jafnvel samruni og aukin sérhæf- ing.“ Sumt er einfaldara í Eyjum Eitt er það atriði sem ætti að einfalda sameiningu einhverra þess- ara fyrirtækja, þegar aðstæður í Vestmannaeyjum eru bornar saman við aðstæður annarra sjávarútvegs- fyrirtækja sem samskonar umræð- ur fara fram um nú - en það eru helstu þjónustu- og viðskiptaaðilar. Öll fyrirtækin fjögur eru aðilar að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH), öll skipta þau við Eimskipafé- lag íslands og dótturfýrirtæki SH, Jökla, og öll eiga þau hlut í og eru með tryggingar sínar hjá Trygg- ingamiðstöðinni. Kæmi til samein- ingar einhverra fyrirtækjanna þyrfti ekki að koma til neinna sér- stakra átaka á milli ólíkra viðskipta- aðila frystihúsanna, einfaldlega vegna þess að um sama aðila er að ræða í flestum tilvikum. Öðru máli gegnir um frystihúsin þijú á Árborgarsvæðinu og frystihúsin í Grundarfirði. Frystihúsin í Vestmannaeyjum eru nánast einu frystihúsin á öllu landinu sem enn hafa ekki komið sér upp flæðilínum. Nú hyggja eig- endur Eyjahúsanna á slíka tækni- væðingu og þá í hveiju húsi fyrir sig. Utge'rðarfélag Akureyringa setti nýlega upp fjórar flæðilínur og var kostnaðurinn við það um 44 milljónir króna. Áætlað er að setja upp sjö flæðilínur í húsunum í Eyj- um og því ekki óraunhæft að áætla að kostnaðurinn við það nálgist 80 milljónir króna. Svo má hugsa sér hversu margar flæðilínur yrðu nauðsynlegar, ef til sameiningar einhverra eða allra frystihúsanna kæmi. Andstæðingar í leik Eitt og annað kemur skemmti- lega á óvart í Eyjum þegar hugað er að samstarfí og sameiningu ein- hverra fyrirtækja í sjávarútvegi. Sægreifarnir hittast gjarnan í Sundlaug Vestmannaeyja á milli klukkan sjö og átta á morgnana, spjalla saman í heita pottinum og drekka síðan kaffí saman. Svo hverfur hver til sinna bækistöðva og vinnur af elju allan daginn. Á kvöldin getur svo vel verið að þeir hittist á ný í sameiginlegum félaga- samtökum, eða einhveiju slíku. Raunar er þetta í augum gestsins ekki ólíkt því og að fylgjast með mótheijum í knattspyrnu. Andstæð- ingar í leik, en vinir þess á milli - eini munurinn er sá að leikurinn er lífsins alvara hjá sægreifunum. Þótt samkeppnin sé mikil milli fyrirtækjanna fjögurra er líka um- talsverð samvinna þeirra á milli. í sameiningu reka þau Samfrost hf. sem fer með alla launaútreikninga, bónuskerfí og aflastjórnun. Þar að auki hittast stjórnendur og eigendur nokkuð reglulega og ræða mál sem snerta öll fyrirtækin. Enginn vill eiga frumkvæðið Raunar má segja að allir stjórn- endur og eigendur fyrirtækjanna hafí lýst sig reiðubúna til þess að taka þátt í samvinnu- og sameining- arviðræðum við aðra, að Magnúsi Kristinssyni, stjórnarformanni ísfé- lags Vestmannaeýja, undanskild- um. Að vísu virtist áhugi þeirra Bjarna Sighvatssonar og Björns Ulfljótssonar vera takmarkaður, en þeir útilokuðu þó alls ekki viðræð- ur. En það er eins og hver og einn veigri sér við að eiga frumkvæðið að slíkum viðræðum. Þeir virðast í hjarta sínu telja að með því að eiga frumkvæðið tapi viðkomandi ákveðnu forskoti og gefí þar með til kynna, hugsanlega ranglega, að hjá honum sé þörfín brýnni en hjá öðrum. Þau fjögur fyrirtæki sem hér hefur einkum verið fjallað um eru ýmist að öllu leyti eða miklum hluta rótgróin fjölskyldufyrirtæki, sem stjórnað er af eigendum sínum - sem ýmist hafa byggt upp fyrirtæk- in sjálfír eða tekið við þeim af feðr- um sínum og haldið uppbygging- unni áfram. Einmitt vegna þessa fyrirkomulags er það skiljanlega erfitt fyrir eigendurna að sjá fyrir sér eitthvert annað rekstrarmynst- ur framtíðarinnar þar sem þeir sjálfir verði í auka- en ekki aðalhlut- verki. Þótt ekki sé bjart framundan hvað varðar óbreyttan rekstur stóru frystihúsanna í Éyjum, má vel vera að grundvallarskipulagsbreyting, eins og sú að breyta þessum einka- fyrirtækjum í almenningshlutafélög geti skipt sköpum. Ég ætla að láta orð Sigurðar Einarssonar um þann möguleika ljúka þessari umfjöllun: „Það er engin spurning, hvorki hjá mér né öðrum hér í Eyjum - við viljum reka fyrirtækin áfram með sams- konar fyrirkomulagi og nú er. Við viljum vera með okkar eigin báta, okkar eigin frystihús o.s.frv., en getum við gert það nú þegar farið er að harðna á dalnum? Það er spurningin. Nú eru fímm sjávarútvegsfyrir- tæki á landinu orðin almennings- hlutafélög. Ég er sannfærður um að fyrsta fyrirtækið hér í Eyjum sem færi á almennan markað, ætti sér betri lífsmöguleika en hin fyrir- tækin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.