Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 --------------------------------:-!--- 9. Hjartans þakkir sendi ég Jjölskyldu minni, œttingjum, vinum og félagasamtokum fyrir heimsóknir, skeyti, blóm og gjafir á 70 ára afmœli mínu. Alla þá vináttu og hlýhug, sem ég varð aðnjótandi, er ekki hœgt að þakka sem skildi. En góðar óskir sendi ég ykkur öllum og bið ykkur guðsblessunar. Áslaug Friðriksdóttir, Brúnalandi 21. Nú eru raunvextir á spariskírteinum ríkissjóðs í askrift 8,1%. Pantaðu áskrift núna og þá færðu þessa háu vexti, á þeim skírteinum sem þú kaupir til áramóta, þótt vextir lækki aftur síðar á árinu. Hringdu eða komdu í Seðlabanka íslands eða Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91-699600 Kringlunni, sími 91- 689797 N I Hvatning til frekari dáða í forystugrein Aftenposten síðastliðinn laugardag er fjallað um START-sam- komulagið svokallaða sem ætlunin er að leiðtogar risaveldanna, George Bush og Míkhaíl Gorbatsjov, undirriti í Moskvu um næstkomandi mánaðamót. Enn eigi þó eftir að ganga frá ýmsum atriðum sam- komulagsins og fá það samþykkt heima fyrir. START-samn- ingnum verði fylgt eftir I forystugrein norska dagblaðsins Aftenposten 20. júli síðastliðinn er fjallað um START- afvopnunarsamkomulag- ið sem George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, munu undirrita á fundi sínum í Moskvu um næstkom- andi mánaðamót. Þar segir meðal annars: „í gleðinni yfir þessari þróun er samt ástæða til að viðhafa aðvörunarorð. I fyrsta lagi hefur ekki verið gert út um öll atr- iði samkomulagsins og þess vegna vinna sér- fræðingar nú myrkranna á milli við að fullgera þetta 800 síðna plagg. En þar sem forsetamir hresstu upp á samninga- menn shia á leiðtoga- fundinum í London fyrir skömmu má örygglega treysta þvi að allt verði fallið í skorður áður en Bush kemur til Moskvu 30. júli. Næsta hindrun sem þarf að yfirvhma er að fá samkomulagið stað- fest. Bush mun tæplega mæta mikilli fyrirstöðu í öldungadeildinni sem stöðvaði SALT II-sam- komulagið. Gorbatsjov á hins vegar erfiða glímu fyrir höndum við ýmis öfl innan hersins og harðlínumenn í flokkn- um, sem gagnrýnt hafa umbótastefnu hans og samvinnu við Vesturlönd hástöfum. En fram að þessu hefur forsetinn farið með sigur af hólmi í valdataflinu heima fyrir og líklegt er einnig að hann komi START-sam- komulaginu í höfn. Engin leið er að segja til um hvemig samkomu- lagið muni snerta norð- ursvæði okkar. En það hlýtur að mega gera ráð fyrir að dregið verði úr hinni gífurlegu hernað- aruppbyggingu á Kóla- skaga. A hhm bóginn getur það orðið Noregi í óhag að tiltölulega fleiri lgamavopn fái samastað á og í liöfunum. Hvað sem því líötir má alls ekki láta staðar num- ið við undirskrift þessa samkomulags. Þó að samningsaðilamir dragi úr kjaraorkuvopnaeign sinni um þriðjung munu þeir engu að síður eiga yfrið nóg eftir — miklu meira en þeir þurfa á að halda til að viðhalda fæl- ingarrnætti sínum. Þró- unin í átt til afvopnunar og slökunar verður því að halda áfram. START- samkomulagið ætti að vera hvatning til frekari dáða.“ Aðgerðir gegn Suður-Afríku í forystugrein danska dagblaðsins Jyllands Posten 22. júlí síðastlið- inn er fjallað um stefnu Dana í málefnum Suður- Afríku. Þar segir meðal amtars: „Stefna Dana í málum Suður-Afríku er eins og samlagsgildi þar sem nokkrir gestanna lýsa andúð sinni á þeim mat sem aðrir ltafa haft með sér. Uffe Eliemann-Jensen utanríkisráðherra hefur kynnt áætlun sína um að aflétta refsiaðgerðum gagnvart Suður-Afríku. Þar var um að ræða danska útgáfu af sameig- inlegu frumkvæði Evr- ópubandalagsins og evr- ópsku svari við þeirri já- kvæðu þróun sem orðið hefur í Suður-Afriku og stefnir í þá átt að kyn- þáttamisrétti verði end- anlega afnumið. Líta má á þessa áætlun sem viður- kenningu á að misKunn- arlaus valdbeithig hefur orðið að láta undan síga í Suður-Afríku fyrir við- ræðum, frelsi og maim- réttindum. Þar hefur óumdeilanlega verið tek- ið skref í áttina til lýð- ræðis þar sem svartir og hvítir njóta sömu rétt- inda. En sem radikalinn Jorgen Estrup var sestur tíl borðs í hinu danska samlagsgildi utanríkis- stjórnmálanna (les: á fundi í viðskiptanefnd Þjóðþingsins) fitjaði hann upp á nefíð. Hann neitaði að leggja sér ríkisstjómarréttinn til munns, og þegar fulltrú- ar Jafnaðarmanna- flokksins og Sósíalska þjóðarflokksins fundu ógleði radikalans neituðu þeir einnig að matast. Það var ekki vegna þess að fulltrúar flokk- aima tveggja væru þegar mettir, heldur vegna óstjórnlegrar löngunar þeirra til að stríða ríkis- stjórninni á matargerð- arlist hennar í utanrikis- málum. Asamt Jorgen Estrup lýstu þeir yfir að enn vantaði á að allir fangar í Suður-Afríku hefðu hlotið frelsi og enn bólaði ekkert á nýrri stjóraar- skrá landsins. Þeir vildu ekki kyngja framlagi ríkisstjóraar- innar til að afnema við- skiptabann fyrr en þessi skilyrði hefðu verið upp- fyllt. Og nú byijaði ballið fyrir alvöru. Eins og gestgjafa sæmdi reyndi utanrikisráðherrann að leysa málið. Hami sló í glasið og bauð þessum þremur aðilum að hafa allt eins og þá lysti. Nú standa þeir fyrir framan hlaðborðið og hafa ótakmarkað frelsi til að stjórna áframliald- andi refsiaðgerðum gagnvart Suður-Afríku." Samræmt Evrópuveður I einni af forystugrein- um Svenska Dagbladet sunnudaginn 21. júli er vikið að veðrinu: „Á meðan hvertúrhell- ið tekur við af öðru i Svíþjóð og lægðimar virðast engan endi ætla að hafa þjáist suðurhluti Evrópu vegna ofgnóttar af hita. Berast fregnir af lífshættulegum hita frá Madrid, höfuðborg Spánar. Dauðsföllum m.a. vegna hjarta- og æðasjúkdóma hefur fjölgað verulega í rúm- lega 40 stiga hita. Einnig hefur ofbeldisverkum fjölgað þar sem ekkert kælir tilfinningarnar. Það þarf svo sannar- lega að samræma veðrið í Evrópu. Hvað gerir eig- inlega Evrópubandaiagið vegna þessa mikilvæga þj óðfélagsvandamáls sem myndar veðurgildr- ur jafnt í norðri sem suðri?“ HLUTABRÉFAKAUP Ekkierráð nema í tíma sé tekið Ávöxtun hlutabréfa hefur verið mjög góð það sem af - er árinu. Kaup á hlutabréfum geta þar að auki nýst einstaklingum til lækkunar á tekjuskatti. Framboð á hlutabréfum er nú meira en oft áður, bæði í einstökum félögum og hlutabréfasjóðum. Það er því ástæða til að huga strax að hlutabréfakaupum í stað þess að bíða til áramóta, en þá hafa oft myndast langar biðraðir hjá verðbréfafyrirtækjum. Ráðgjafar VIB veita nánari upplýsingar um skattafslátt og aðstoða við val á hlutabréfum. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Árniúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 6816 25,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.