Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991
Þórður Krístjánsson
kennari - Minning
Fæddur 12. nóvember 1915
Dáinn 14. júlí 1991
Nítján hundruð fjörutíu og tvö.
Síðsumarsdagur. Eða var það öllu
heldur einn af fyrstu dögum hausts-
ins? Á Skólavörðuholtinu mætti ég
ungum manni sem víkur sér að
mér. Kem honum í fyrstu varla
fyrir mig uns það rifjast upp að um
vetrarpart hafði hann setið með
mér í Kennaraskólanum en sökum
veikinda orðið að fresta námi.
„Ég var að frétta að þú ætlar
að kenna í þorpinu mínu, Suðureyri
við Súgandafjörð, í vetur,“ segir
hann, „mig langaði bara til að óska
þér góðs gengis.“
Ekki man ég hvað eða hvort við
spjölluðum meira saman þessu sinni
áður en við kvöddumst. Þórður
Kristjánsson, hugsaði ég með mér,
prúður maður, kemur vel fyrir, hlýr.
Notalegt af honum að óska mér,
óreyndum kennara og nýskriðnum
úr skólanum, velfarnaðar. Gott að
hitta góða menn á förnum vegi, þó
að eins líklegt megi telja að sjaldan
eða aldrei muni fundum bera saman
aftur. Að því er okkur Þórð Krist-
jánsson snerti átti það þó eftir að
^ara á annan veg.
Haustið 1944 kvæntist ég
Þórdísi, systur Þórðar, og tókust
þá nánari kynni með okkur mágum.
Það var farið að styttast í að sam-
skipti okkar hefðu næstum óslitið
varað um hálfrar aldar skeið nú
þegar hann var burt kvaddur.
Þórður ólst upp á Suðureyri við
Súgandafjörð hjá foreldrum sínum,
Kristjáni Albert, kaupmanni, Krist-
jánssyni, útvegsbónda og kaup-
manns á Suðureyri, Albertssonar,
' bónda á Gilsbrekku, Jónssonar og
konu hans Sigríði H. Jóhannesdótt-
ur, hreppstjóra í Botni í Súganda-
firði, Hannessonar, prófasts á Stað
í Grunnavík. En faðir Hannesar var
Arnór Jónsson, sálmaskáld og pró-
fastur í Vatnsfírði.
Þau Kristján Albert og Sigríður
eignuðust níu böm og var Þórður
sá fjórði í röð þeirra sjö barna sem
upp komust svo hann átti sér jafn-
mörg systkini sem eldri voru og
yngri en hann. Eftir því sem mér
hefur verið sagt var hann fjörugur
og ærslafenginn strákur, enda ekki
skortur á leikfélögum heima né
heiman. En á unga aldri varð hann
fyrir veikindum sem hann náði sér
- aldrei fullkomlega af og hefur þá
líklega, hvort sem honum líkaði
betur eða verr, mátt festa sér í
minni varnaðarorð séra Hailgríms
að: best er að hætta hverjum leik
þá hæst hann fer. Þó að heilsa
hans væri að jafnaði sæmileg gekk
hann aldrei með öllu heill til skógar.
Áður var að því vikið að Þórður
varð af heilsufarsástæðum að gera
hlé á námi sínu í Kennaraskólanum.
Kennarapróf tók hann 1946 og
réðst þá sem kennari að barnaskól-
anum á Hellissandi þar sem ég var
þá skólastjóri og var á heimili okk-
ar Þórdísar, systur hans, þau þijú
ár sem hann var þar kennari. Það
kom strax í ljós að Þórður hafði
valið sér starf sem hæfileikar hans
stóðu til, gagnkvæmur góðvilji ríkti
milli hans og nemendanna. Sem
allt veltur á í kennslustarfi. Þórður
kenndi kristinfræði frá upphafí
kennaraferils síns og iagði fljótt
mikinn hug á þá námsgrein. Hann
ákvað að afla sér framhaldsmennt-
unar og innritaðist haustið 1949 í
Kaupmannahafnarháskóla þar sem
hann lagði aðallega stund á kristin-
fræði og barnasálarfræði. í fram-
haldi af því var hann í námsdvöl í
Noregi áður en hann gerðist kenn-
r ,iri við Laugarnesskólann haustið
1950. Þar helgaði hann sig aðallega
kennslu í kristnum fræðum og náði
bæði að dómi samkennara og
margra nemenda, sem nú eru orðn-
ir mektarmenn í þjóðfélaginu, frá-
bærum árangri. En Þórður vildi enn
víkka sjónarsvið sitt og skólaárið
1960-1961 fékk hann orlof til
námsdvalar í Bretlandi. Haustið
1957 varð hann starfsmaður á
fræðsluskrifstofu Reykjavíkur,
fyrstu árin jafnhliða nokkurri
kennslu við Laugarnesskólann. Á
fræðsluskrifstofunni hafði hann
m.a. á hendi námstjórn í kristnum
fræðum um nokkurt skeið.
Það segir sig næstum því sjálft
um jafn félagslyndan mann og
Þórður var að hann varð virkur í
margskonar félags- og nefndar-
starfi, mörgu sem ég kann ekki
skil á, en nefna vil ég þó stjórn
Stéttarfélags barnakennara í
Reykjavík, stjórn Sambands
íslenskra barnakennara og
Ríkisútgáfu námsbóka. Að
ógleymdu starfí hans við byggingu
Áskirkju sem hann átti dijúgan hlut
að.
Þremur árum eftir að Þórður var
kennari hjá mér á Hellissandi flutt:
ist ég til Reykjavíkur og endurnýj-
uðust þá fljótlega samskipti okkar.
Sumarið 1955, hvílíkt rigningar-
sumar með blauta mold og blautt
timbur, reistum við mágarnir tví-
býlishús í Sporðagrunni 5 og unnum
sjálfir við byggingu þess hörðum
höndum einsog þá var títt — og er
máski ennþá? Þórður var þá
ókvæntur og barnlaus svo að hans
þátttaka hefur fremur helgast af
framkvæmdagleði en brýnni þörf.
Mér hafði stundum fundist það ljóð-
ur á ráði Þórðar, mágs míns, að
hann, svo ljúfur maður sem hann
var og kjörinn til að verða góður
heimilisfaðir, skyldi ekki fastna sér
konu.
Á árinu 1963 kvæntist Þórður
Ásdísi, dóttur Vilhelms Erlendsson-
ar og konu hans Hallfríðar Pálma-
dóttur sem bjuggu á Hofsósi og
síðar Blönduósi. Foreldrum Ásdísar
kynntist ég nokkuð þegar þau á
elliárum bjuggu hjá dóttur sinni og
tengdasyni. Féll vel við þau bæði.
Vilhelm, hógvær maður, hlédrægur
en hlýr sem lítt bar gáfur sínar á
torg, en hafði þó ekki tekist að
dylja þær svo að hann kæmist hjá
því að verða valinn til forystu af
samferðamönnum. Hallfríður,
sterkur persónuleiki, og sagði á
hveiju einu, sem hún á annað borð
lét sig máli skipta, bæði kost og löst.
Ásdís líktist um margt foreidrum
sínum. Þar fékk vinur minn og
mágur góða konu. Saman og sam-
hent byggðu þau upp notalegt
heimili þar sem alltaf var gott að
líta inn.
Á vordögum 1964 fæddist þeim
dóttir sem hlaut nafnið Valgerður,
sólargeisli í Iífi þeirra beggja.
Einkabarn. Hún gegnir nú starfi
hjá Iðnlánasjóði. Fátækleg er sam-
úðarkveðja mín til þeirra mæðgna
Ásdísar og Valgerðar. Ekki síst
þegar ég finn til þess sjálfur hversu
mjög ég sakna Þórðar vinar míns
og get því betur skilið hversu mik-
ils þær hafa misst.
Éinsog áður segir vorum við
Þórður sambýlismenn frá því að við
stóðum saman að húsbyggingu en
samstarfsmenn á starfsvettvangi
höfðum við ekki verið síðan hann
kenndi á Hellissandi og þar tii ég
hóf starf á fræðsiuskrifstofu
Reykjavíkur 1973, þar sem hann
hafði unnið mörg ár. Við urðum þá
aftur samstarfsmenn.
í gömlu orðtaki segir að köld sé
mága ástin. Það sannaðist ekki á
okkur Þórði. Þrátt fyrir þá stað-
reynd úr reynslu sálfræðinnar að
langvarandi og einhæf samskipti
manna í starfi og sambýli geti leitt
til samskiptavanda var skapgerð
Þórðar slík að aldrei man ég til að
hann mælti til mín styggðarorð
þótt áreiðanlega hafi ég oftsinnis
til þess unnið. Raunar var það þann-
ig að þó að hann vissulega hefði
sínar skoðanir á mönnum og mál-
efnum var hann alltaf hófsamur í
dómum. Og rægði engan á bak.
Nú hefur hann kvatt. Á sinn
hljóðláta hátt. Morgunverkunum á
sjúkrahúsinu var lokið. Um sjúkl-
ingana sinnt og um þá búið. Andar-
taki síðar þegar að var komið var
hann dáinn.
Það vinnur enginn sitt dauðastríð
og stundum getur það orðið mikið
þolinmæðisverk að deyja. Mörg ár
eru nú liðin síðan Þórður kenndi
þess sjúkdóms sem dró hann til
dauða. Ár vonar og vonbrigða. En
þótt oft væri hann þreyttur og sjúk-
ur heyrði ég hann aldrei mæla
æðruorð. Hann bjó yfir andlegum
styrk til að taka því sem á hann
var lagt og studdist þar áreiðanlega
við trúarasannfæringu sína. Þórður
naut þeirrar hamingju að vera trú-
maður. Ég segi hamingju því hversu
ólík sem afstaða manna til trúarinn-
ar er, allt frá því að líta á hana sem
æðstu sannindi eða óphum fyrir
fólkið, munu þó flestir verða að við-
urkenna að trúmaðurinn er að jafn-
aði öðrum sáttari við lífíð og dauð-
ann.
Þórður Kristjánsson var sáttur
við lífið og dó sáttur við Guð og
menn.
Kristján J. Gunnarsson
í dag er til moldar borinn Þórður
Kristjánsson, kennari. Mér er það
bæði ljúft og skylt að minnast góðs
vinar, en kynni okkar hófust fyrir
um 10 árum þegar ég kom til starfa
í sóknarnefnd Áskirkju. Þórður var
þá sóknamefndarformaður og hafði
verið um langan tíma. Ég held að
ég halli ekki á neinn þegar ég full-
yrði að sóknarbörn Ásprestakalls
megi þakka honum öðrum fremur
fyrir hina glæsilegu kirkju safnað-
arins. Fórnfúst starf hans í þágu
kirkju sinnar og safnaðar verður
seint fullþakkað. Hann vakti yfir
framkvæmdum á öllum byggingar-
stigum kirkjunnar svo og að útvega
fjármagn til framkvæmdanna. Það
var gert með ýmsu móti og oft tíma-
frekum fjáröflunarleiðum.
Að leiða söfnuð án kirkju er
miklu meira starf en nokkum grun-
ar. Sóknarprestur og sóknarnefnd
þurfa því að vinna mjög náið saman
við uppbyggingu safnaðarstarfs.
Þórði var það einkar vel lagið að
sameina krafta allra þeirra sem þar
áttu hlut að máli. Honum var mjög
annt um það að sem flestir væm
virkir þátttakendur í safnaðarstarf-
inu og störfuðu þar af alúð. Þegar
ég kom til starfa með Þórði var að
hefjast síðasti áfangi kirkjubygg-
ingarinnar og urðum vð að velja á
milli kirkjuskipsins eða safnaðar-
heimilis. Sú ákvörðun var tekin að
ljúka fyrst við kirkjuskipið og láta
tímann svo ráða um safnaðarheimil-
ið. Ég dáist að því mikla starfi sem
Þórður lagði af mörkum við að ljúka
við kirkjuskipið svo hægt væri að
vígja kirkjuna. Ég hugsa að fáir
dagar í lífi Þórðar hafí verið honum
eins hugleiknir og sunnudagurinn
11. desember 1983, vígsludagur
Áskirkju.
Þórður annaðist starf meðhjálp-
ara eins lengi og heilsan leyfði, en
hann átti við vanheilsu að stríða
hin síðustu ár.
Um leið og ég votta frú Ásdísi,
Valgerði og öðrum ættingjum inni-
Iegustu samúð, óska ég vini mínum
Þorði fararheilla og góðrar heim-
komu til landsins ókunna. Guð
blessi góðan dreng.
F.h. sóknarnefndar Áskirkju,
Björn Kristmundsson
Lífið er svo skrítið. Einn daginn
er það og næsta dag er það horfið.
Nú er Dúddi frændi dáinn. Það
mátti sjá að hveiju stefndi en ein-
hvern veginn leiddum við það hjá
okkur. Dúddi hlaut að hressast.
Hann gekk um við stafinn sinn
hægt og varlega, hann var búinn
að vera veikur, hann var veikur,
en hann virtist óumbreytanlegur.
Hann brosti til okkar. Hann talaði
við okkur. Hann hlaut að ná sér.
En svo, allt í einu er hann horfinn.
Dúddi er búinn að vera til frá
því er við munum eftir okkur. Pipar-
sveinninn í fjölskyldu móður okkar
þegar við vorum krakkar. Það
fannst okkur merkilegt. Pipar-
sveinn var svo skrítið og óskiljan-
legt orð. Einhvers staðar bjó hann
í herbergi úti í bæ sem hafði á sér
dularblæ. Hann lét þvo skyrturnar
sínar í þvottahúsi. Allt voru þetta
undur sem bamssálir okkar furðuðu
sig á.
Dúddi var tíður gestur á æsku-
heimili okkar og kom oft færandi
hendi með bækur í jólagjöf og af-
mælisgjöf og hversdags kom hann
með bros og einlægan áhuga á því
sem við vorum að fást við og gera.
Hann spjallaði við pabba um stjórn-
mál og oft sátu þeir lengi saman
og rýndu í menn og málefni líðandi
stundar. Við mömmu ræddi hann
um fjölskylduna og hitt og þetta
milli himins og jarðar og við okkur
krakkana glettist hann og gantaðist
og gaf okkur af hlýjunni og gæsk-
unni sem stafaði frá honum. Dúddi
var vinur okkar.
Stundum var rætt um það innan
fjölskyldunnar bæði í gamni og al-
vöm að Dúddi þyrfti nú að fara að
kvongast. Okkur krökkunum fannst
nú reyndar lítil ástæða til þess,
enda vorum við örlítið smeyk um
að missa hlut af honum ef hann
færi að eignast konu. En enginn
fær umflúið örlögin. Ekki vitum við
hvort sú saga var sönn eða login
sem gekk um það hvernig Dúddi
fann konuefnið en eitt er víst að
okkur fannst hún skemmtileg og
sérstaklega fyndið hvernig Dúddi
hefði snúið á umhverfið við það
tækifæri. Þannig var að vinir og
vandamenn áttu að hafa boðið til
veislu þar sem Dúdda var stefnt
og einnig annarri konu sem menn
töldu álitlegan kvenkost fyrir hann.
Dúddi hafði bara ekkert auga fyrir
þeirri konu en í sömu veislunni sá
hann aðra sem hann hreifst svo af
og hún af honum að hjónaband
varð. Eftir þetta flutti hann ásamt
Ásdísi, eiginkonu sinni, í íbúð sína
á hæðinni fyrir neðan okkur í
Sporðagrunni 5. Eiginkonan, hún
Ásís, reyndist yndislegasta mann-
eskja og Dúddi færðist nær okkur
en verið hafði. Þarna eignuðust þau
dóttur sína, Valgerði, og íjölskyld-
urnar tvær, uppi og niðri, lifðu í
sátt og samlyndi.
Eftir að við systkinin fórum að
flytjast að heiman og sum til
langdvalar í framandi löndum
minnkuðu tengslin við Dúdda en
tilfinningin um hlýju og væntum-
þykju var eftir og endurnýjaðist á
stuttum og því miður alltof fáum
fundum.
Núna er ekkert eftir nema að
óska Dúddagóðrar ferðar yfír móð-
una miklu. Asdís og Valgerður, við
getum aðeins vottað ykkur samúð,
en við vitum að minningin lifir ofar
öllu.
Guðrún, Sigurður, Hörður,
Elín og Ásdís.
Ég var nýkominn heim úr safnað-
arferð Ásprestakalls að kveldi
sunnudagsins 14. þ.m., þegar mér
barst fregn um andlát vinar míns,
Þórðar Kristjánssonar frá Suðureyri
við Súgandafjörð. Að hann væri
þegar látinn kom mér ekki svo mjög
á óvart, því að svo lengi hafði hann
verið sjúkur og seinast þegar ég
vissi, legið þungt haldinn á hjarta-
deild Landspítalans, svo langt leidd-
ur að brugðið get til beggja vona.
Rúm 68 ár eru nú liðin frá því
að fundum okkar Þórðar bar fyrst
saman uin hádegisbil í maí-mánuði
1923 á Suðureyri, í eldhúsinu heima
hjá foreldrum hans, Sigríði Jóhann-
esdóttur og Kristjáni Albert Krist-
jánssyni kaupmanni. Þórður var þá
á 8. ári og ég nýorðinn 11 ára. Var
þetta fyrsta för mín að heiman,
þegar ég hlaut að gera mér ljóst
að ég var einn í óræðum heimi,
varð að treysta á sjálfan mig og
gott fólk, sem ráðinn vikapiltur að
Stað í Súgandafirði.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
bernsku- og æskuheimili Þórðar og
gleymi ég aldrei þeirri elsku og
hlýju, sem ég mætti þama í áfanga-
stað minnar fyrstu reisu, öllum
ókunnugur, lítill snáði, vafalaust
með smákökk í hálsi, sem þá þegar
hlaut að hverfa sem dögg fyrir sólu.
í þijú sumur var þetta heimili
griðastaður minn í sendiferðum
mínum frá Stað inn að Suðureyri.
Og svo líða árin mörg og misjöfn
eins og gengur. En minningin um
þetta heimili hefur ávallt verið mér
ljóslifandi allt fram til þessa, því
að börn eru langminnug á atlæti
það, sem þau mæta, ekki síst þar
sem þau fara ein hálf-munaðarlaus
á vit hins ókunna.
Löngu síðar, 1964, gjörðist ég
sóknarprestur í nýju prestakalli hér
í Reykjavík, Ásprestakalli, þar sem
allt þurfti að byggja upp og aðstæð-
ur voru vægast talað hinar erfíð-
ustu, jafnframt því að eiga við að
stríða vissa tregðu og framtaksleysi
hinna bestu manna framan af árum.
Þá urðu mér og söfnuðinum þau
heill að Þórður Kristjánsson og
fleiri ágætismenn komu til sögunn-
af, gáfu þeir kost á sér í safnaðar-
stjórn og byggingarnefnd kirkju.
Var Þórður um árabil formaður
sóknarnefndar og safnaðarfulltrúi..
Með mestu virðingu fyrir þeim, sem
á undan fóru, verð ég að segja, að
þá hafí orðið hér algjör straum-
hvörf í safnaðarlífi og framkvæmd-
um öllum, og átti raunar annað
ágætis fólk hlut að. Kirkjusmíðin
var þá hafín fyrir nokkrum árum,
en hlaut að fara hægt vegna fjár-
skorts, sjóðir misdigrir og oftast
tómir, mikil þörf varfærni og hóf-
legrar dirfsku. Og þegar ég lét af
prestþjónustu í Ásprestakalli árið
1981, stóð Áskirkja uppsteypt, fok-
held og nær skuldlaus við Vestur-
brún. Og enn um skeið naut kirkjan
forustu Þórðar. Nú er kirkjusmíði
fyrir löngu lokið, og öll stjórn þar
og forusta í höndum hinna ágæt-
ustu manna. En forusta Þórðar var
þar ómetanleg á sínum tíma og
verður aldrei fullþökkuð.
Þórður var sérstaklega ljúfur
maður og með afbriðgum traustur.
Allt dagfar hans bar vott dreng-
skaparmanninum góða og skyldu-
rækna, mannsbarninu sem gerir sér
grein fyrir sjálfu sér og er þess
fyllilega meðvitandi að þótt hver
sái með gaumgæfni í akurrein sína
og vökvi, þá er það Guð einn sem
vöxtinn gefur á degi uppskerunnar.
Þótt hann gengi hægt um heiminn
var hann alltaf sjálfum sér samur
og fylginn sér þegar málsatvik
kröfðust. Reglusamur var hann í
hvívetna, hversdagslega glaður og
reifur og örlátur á hjarta sitt, og
man ég ekki að hann segðist vera
svo önnum kafinn að hann hefði
ekki tíma til að sinna þeim erindum,
sem ég átti við hann um árabil.
Þórður bar svipmót síns heima
alla tíð. Hann hlaut snemma góðan
félagslegan þroska í umhverfi sam-
hentra sveitunga, öndvegisfólks á
Suðureyri, í skjóli hinna mætustu
foreldra, sem með gestrisni sinni
og höfðingskap settu mjög svip sinn
á mannlífið þar.
Þórður var ógleymanlegur ár-
maður safnaðar Áskirkju, vinur
minn til heilla og blessunar. Ég
sakna hans sérlega þegar hann nú
hlýtur að hverfa oss inná þær
grænu grundir, sem oss eru öllum
búnar af föðurnum - þar sem
hvíldin er oss kærkomin að kveldi
dags.
Og nú á þessum tímamótum
megun við, sem eftir lifum, minnast
þessara orða góða hirðisins, frelsar-
ans Jesú Krists: „Sjá ég er með
yður alla daga allt til enda veraldar-
innar.“
Þannig getur fögnuður verið í
samfylgd sárrar sorgar og hins
mesta trega.
Eiginkonu Þórðar, Ásdísi, einka-