Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 31

Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 31
ið óvenju góð þótt ólík væru. Einar og Berta höfu þá nýlega látið byggja fyrir sig íbúð vestast á Lækjarhvammstúninu og þar bjuggu þau þegar Berta dó. Einar bjó þama áfram, stundum einn en oftast var eitthvert bamabarnanna hjá honum. Þegar þessu tímabili lauk fluttist hann austur á Selfoss til dóttur sinnar. Einar eltist vel, klæddist á hverjum degi og settist í sæti sitt við borðið. Hann hélt sínu góða minni til hins síðasta, en sjón- in var farin að daprast. Þegar nú faðirinn, tengdafaðir- inn, afínn og Íangafínn er kvaddur hinstu kveðju er tvennt sem fyllir hugann, hryggðin og þakklætið. Jón Guðbrandsson Löngum og óvenjudijúgum ferli eins af forvígismönnum íslenzkrar bændastéttar lauk við fráfall Einars í Lækjarhvammi nú að áliðnum sólmánuði. Hann var einn af vor- mönnum íslands og af þeirri kyn- slóð, sem kennd hefur verið við aldamótin síðustu. Það var gæfa manns af hans gerð, sem ætlaði sér að verða bóndi, að vaxa úr grasi inn í tuttugustu öldina, þegar þjóð- in var að stíga skrefin til fullveldis og atorkusamir skapfestumenn kepptu að því að verða bjargálna. Bjartsýni hins unga manns fylgdi raunsæi, sem entist honum alla tíð. Hann vissi, að gæði lands og sjávar geta bmgðizt á stundum og því betra að vera fyrirhyggjusamur. Ég minnist þess, að í fagnaði, sem bændasamtökin og Hótel Saga héldu Einari á stórafmæli hans, flutti hann þakkarræðu. í henni kom fram, að ungur að árum þurfti hann um tíma að stjóma útiverkum á búi foreldra sinna í Flekkudal í Kjós. Hafði þá yngri systkinum hans fundizt hann nokkuð strangur húsbóndi. Hefur hann þó vafalaust verið harðastur við sjálfan sig. Síðar hafði hann búskap á nábýlisjörðinni Bæ í Kjós ásamt aðalbúi þeirra . hjóna í Lækjarhvammi, elzta nýbýli í Reykjavík. Hef ég fyrir satt, að hann hafi verið hjúasæll og þrátt fyrir heyannir hafí heimilisfólkið oft ■ farið í reiðtúra á sunnudögum um Kjósina og nágrenni sér til upplyft- ingar. Einar í Lækjárhvammi var fé- lagslyndur að eðlisfari og var for- maður Ungmennafélagsins Drengs í Kjós um skeið, síðar Jarðræktarfé- lags Reykjavíkur, en upp úr því gerist það, að hann verður forvígis- maður bænda í Kjalamesþingi á tvennum vígstöðvum. Annars vegar var það í mjólkursölumálum, þar sem rákust á hagsmunir mjólkur- framleiðenda vestan I'jalls og aust- an. Þau mál voru flókin. Eru þau rakin í ævisögu Einars: Af Halamið- um á Hagatorg. Sáttum var komið á með stofnun Mjólkursamsölunnar í reykjavík. Áfram hefur þó verið erfitt fyrir stjórnarfulltrúana vestan Hellisheiðar að halda hlut sínum fyrir þeim framsæknu og harðsn- únu stjórnarmönnum, sem austan- menn höfðu á að skipa. Ekki er ólíklegt, að persónuleg kynni og gagnkvæm virðing þessara stór- brotnu manna hafi greitt fyrir lausn mála í mörgum tilvikum. í fram- haldi af þessum störfum eykst svo hlutdeild Einars í verðlagsmálum landbúnaðarins, eftir að Stéttar- samband bænda er stofnað, en hann MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 31 Kveðjuorð: Guðmundur Halldórs■ son — Bergsstöðum var í stjórn þess og framkvæmda- nefnd Framleiðsluráðs landbúnað- arins fyrstu áratugina svo og í stjórnum skyldra sölufyrirtækja. Sá, sem þetta skrifar, er lítt kunn- ugur þessum þætti í störfum Ein- ars, en víst er, að hann hafði mik- inn áhuga á þeim málum og naut trausts á þeim vettvangi sem öðr- um. Hinn þátturinn í félagsmálastarfí bænda, sem Einar átti hlutdeild að, voru framfaramál íslenzks landbún- aðar, ekki sízt á jarðræktarsviðinu. Getið hefur verið formennsku hans í Jarðræktarfélagi Reykjavíkur, en umsvif í garðrækt og jarðrækt al- mennt voru þar mikil um skeið, enda áhugahópurinn stór. Með stofnun’ ræktunarsambanda í lok síðari heimsstyijaldar hófst bylting í framræslu og jarðvinnslu, og var Jarðræktarfélgaið eitt þeirra bún- aðarfélaga, sem stofnuðu Ræktun- arsamband Kjalarnesþings 1945, og var Einar í stjóm þess frá upp- hafi. Eftir sviplegt fráfall formanns þess þremur árum síðar var Einari falin formennska þessa bráðnauð- synlega fyrirtækis, sem hafði mikil umsvif næstu áratugina. Um það leyti, sem afskipti Ein- ars af mjólkursölumálum voru mjög að aukast, var hann kosinn á Bún- aðarþing sem annar fulltrúi Búnað- arsambands Kjalarnesþings. Var það árið 1942. Þar með var hann kominn í 25 manna ráð, sem þá eins og nú er æðsta stjórn Búnaðar- félags íslands. Fyrir utan ráðu- nautaþjónustu hefur félagið verið í forsvari fyrir bændur í hverju því máli, sem til framfara horfír í íslenzkum landbúnaði á hverjum tíma. Á Búnaðarþingi átti Einar sæti í 36 ár og í stjóm Búnaðarfélagsins frá 1968-79. Þótt ég hefði um ára- bil þekkt Einar Ólafsson þá var það eftir að hann tók að starfa fyrir Búnaðarfélagið, að ég kynntist hon- um betur. Vil ég nefna tvennt til. Lengi hafði verið deilt um innflutn- ing holdanauta á Búnaðarþingi, og voru fulltrúar Búnaðarsambands Kjalarnesþings lengst af í flokki hörðustu andstæðinga innflutnings- ins. Þó var málum þann veg komið árið 1960, að Búnaðarþing kaus nefnd búnaðarþingsmanna til að gera áætlanir um arðsemi holda- nauta. Tók ég að mér fyrir nefndina að sjá um skipulagningu ferðar hennar um Bretland og vera farar- stjóri og túlkur. Einar í Lækjar- hvammi var einn nefndarmanna. Var lagt upp í ferðina 2. júlí og reyndar farið fyrst til Norges. Tíðarfar hafði verið þannig, að aust- an lands og norðan höfðu verið ágætir þurrkar, en sífelld úrkoma hér syðra. Einn nefndarmanna kom sólbrúnn frá því að vera langt kom- inn með heyskapinn, því að vel hafði vorað. Einar hafði hins vegar ekki hafíð slátt, en var eigi að síður hinn hressasti að fara frá óslegnum túnum. Rök hans fyrir því vom þau, að ef áfram rigndi, gerði hann ekkert hvort eða væri, en kæmi þurrkur, þá mundi heimafólkið geta snúið sér að heyskapnum og það kæmi að notum! Ég hafði áður oft heyrt Einar leika sér að tölum í ræðum. í þessari ferð var annar töluglöggur maður, sem skrifaði hjá sér þunga gripa og hvað eina, sem markvert var. Einar skrifaði aldrei neitt, en nokkrum árum síðar barst þessi ferð í tal okkar á milli. Kom þá í ljós, að hann mundi enn þær tölur, sem hann hafði sett á sig, og mundi greinilega eftir einstökum gripum. Sá ég þá, að hann hafði glöggt auga fyrir búfé. I samstarfi kynntist ég Einari bezt í stjórn Bændahallarinnar, en við vorum kosnir í fyrstu stjórn hennar (og þar með Hótels Sögu) snemma árs 1964, en til þess tíma hafði byggingarnefnd verið starf- andi. Það samstarf hélzt til ársins 1981, er hann óskaði eftir því að draga sig í hlé. Fyrst í stað voru stjórnarfundir haldnir í gamla Bún- aðarfélagshúsinu við Lækjargötu, því að Bændasamtökin voru þá enn til húsa í miðbænum. Þótti sumum hart, að ekki var einu sinni mola- kaffi að fá á fundum, þótt fyrirtæk- ið hefði á hendi veitingarekstur, þar sem Hótel Saga var. Ef til vilí má rekja til þessa gamansöguna um það, þegar í ljós kom fyrir ein ára- mót, að nokkuð vantaði upp á, að velta hótelsins næði hundrað millj- ónum króna eða hvað það nú var á þeim tíma. Úrræði Einars til að ná því marki var að leggja til, að stjórnin héldi veglega veizlu! Kímni Einars var oftar af svipuðum toga. Sem ungur maður fylgdi Einar Ólafsson Skúla Thoroddsen og land- varnarmönnum í stjómmálum, eins og fram kemur í ævisögu Einars. Því réð sjálfstæðismálið, sem jafn- framt kom fram sem ákveðin and- staða gegn Dönum. Engum þarf að koma á óvart, að maður með lífsviðhorf Einars skipaði sér síðar á bekk með sjálfstæðismönnum í stjórnmálum. Hann var varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur á stríðsárunum og sótti þar nokkra fundi. Ekki var hann þó áberandi stjórnmálamaður, en hefur senni- lega unnið meir sem ráðgefandi stuðningsmaður. Mun svo hafa ver- ið í ráðherratíð Ingólfs Jónssonar, sem var landbúnaðarráðherra um 12 ára skeið. Fyrir aldarfjórðungi var byggðin í Reykjavík farin að þrengja svo að jörðinni Lækjarhvammi og öðr- um ítökum hjónanna í því sveitarfé- lagi, að ókleift var að halda áfram búskap þar. Fluttu þau sig þá um set og bjuggu í íbúð í jaðri hins „gamla“ nýbýlis. Áfram var þó stundaður sauðfjárbúskapur í Bæ, sem krafðist ekki sömu nákvæmni og mjólkurkýrnar, og mun Einar hafa ekið á milli að vetrarlagi til umhirðu og eftirlits. Því var ekki skorið svo snögglega á þann streng, sem knýtti þau hjón sveitalífinu. Um þetta leyti óskaði fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins þess við Einar, að hann tæki að sér sérstakt verkefni fyrir ráðið, sem hann gerði. Sú stofnun flutti eins og Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda þriðju hæð Bændahallarinnar haustið 1964. Tók Einar við fullu starfí hjá Framleiðsluráði tveim árum síðar, enda þaulkunnugur starfsemi allra þriggja stofnan- anna, sem til húsa voru á hæðinni, og einnig því fólki, sem þar starf- aði. Þar vann Einar í hópi vina og kunningja, unz hann stóð á níræðu og fluttist til dóttur sinnar á Sel- fossi. Það urðu því yfírtveir áratug- ir, sem Einar vann í Bændahöll- inni. Á svo löngum tíma verða ýmsar mannabreytingar, og starfs- fólki fjölgaði. Það eru þó margir þar enn, sem muna hann koma til vinnu að morgni hröðum skrefum eftir ganginum, stundum með hatt, en oft berhöfðaðan, og ég hygg, að telja hefði mátt á fíngrum ann- arrar handar þá daga vetrarins, sem hann kom í yfírhöfn. Einari var margvíslegur sómi sýndur fyrir félagsmálastörf sín. Hann var riddari af Fálkaorðunni og heiðursfélagi Ungmennafélags- ins Drengs, Búnaðarfélags íslands, Mjólkursamlags Kjalarnesþings og Jarðræktarfélags Reykjavíkur. Á kvennadaginn 19. júní 1925 gengu þau í hjónaband Berta Ágústa Sveinsdóttir frá Hvassa- hrauni í Gullbringusýslu og Einar. Þau voru því bæði úr Kjalarnes- þingi. Höfðu foreldrar Bertu keypt nýbýlið Lækarhvamm 1916, áratug áður en Einar og Berta hófu þar búskap. Beta var einstaklega aðlaðandi kona, sem lýsti af, eins og kona mín komst að orði. Það segir sig sjálft, að mikið hefur reynt á Bertu að sjá um dagleg störf á stóru kúa- búi, þegar Einar sat á fundum fyr- ir stétt sína fram eftir kvöldum. Þau hjónin eignuðust kjördóttur, Þórunni, sem kom til þeirra ný- fædd. Hún er gift Jóni, dýralækni, Guðbrandssyni á Selfossi. Einari var búið gott ævikvöld hjá þeim hjónum í návist hinna mörgu af- komenda þeirra. Einar hélt andlegri heilsu til æviloka, en sjón mun hafa verið farin að daprast. Einar var efasemdarmaður á • annað líf, a.m.k. lengi ævinnar, en hitt er víst, að hann átti enga ósk heitari en endurfundi við Bertu. Megi sú ósk hans hafa rætzt. Við Þórunn sendum einkadóttur Einars og fjölskyldu hennar allri hlýjar kveðjur. Ólafur E. Stefánsson Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinimir gömlu heima. Þótt leið þín sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin, sem kærust þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki í sumar. (Þorsteinn Valdimarsson) Að kvöldi hins 16. apríl sl. hringdi síminn. Ég þekkti óðara rödd vinar míns, Guðmundar Halldórssonar rithöfundar frá Bergsstöðum. Ég spurði hann fyrst almæltra tíðinda að heiman og vék síðan að því, hvernig honum liði. Þar átti ég ekki við líkamlega líðan því ég vissi ekki betur en hann væri við þolanlega heilsu. „Ekki sem best,“ var svarið. Það undraðist ég ekki. Guðmundur fylgdist flestum mönnum betur með öllum meiri háttar atburðum, utan- lands sem innan og maður, með jafn ríka réttlætiskennd og hann, hlaut að taka ýmsa þeirra nærri sér. En hér var fleira í efni. „Ég hef verið hálf slappur í vetur,“ sagði hann, „bölvaður í baki og hef nú verið hér syðra til þess að láta lækna líta á mig.“ „Skýstu ekki til mín áður en þú ferð heim?“ „Ekki hefði ég nú á móti því en eins og sakir standa er best að lofa engu.“ Og Guðmundur kom ekki. Og hann kemur ekki framar. Læknar komust að þeirri niðurstöðu, að hann væri haldinn sjúkdómi, sem ekki yrði unninn bugur á. Mátti jafnvel búast við að skammt yrði að bíða endalok- anna. Með þann úrskurð hélt Guð- mundur heim. Örfáum vikum síðar var hann allur. Guðmundur fæddist á Skotta- stöðum í Svartárdal, Austur-Húna- vatnssýslu 24. febrúar 1926. Voru foreldrar hans Halldór Jóhannsson og Guðrún Guðmundsdóttir, sem þar bjuggu um skeið en lengst af á því forna prestsetri og kirkjustað Bergsstöðum í Svartárdal og kenndi Guðmundur sig jafnan við þann bæ, sem honum var einkar kær og í rauninni átti hann aidrei annars- staðar heima. Framan af árum dvaldi Guðmundur á Bergsstöðum utan einn vetur, er hann var við nám í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafírði. Vann hann að búi for- eldra sinna uns þau fluttust til Blönduóss á efri árum. Eftir það stundaði hann ýmis störf, vann m.a. með stórvirkum vinnuvélum, sem þá voru komnar til sögunnar, uns hann fluttist til Sauðárkróks með konu sinni, Þórönnu Kristjáns- dóttur, þar sem var heimili hans upp frá því. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Sigrúnu, sem jafnan hefur búið hjá foreldrum sinum. Eftir að til Sauðárkróks kom sinnti Guðmundur til að byija með almennri verkamannavinnu. Við, sem þekktum Guðmund, vissum, að erfiðisvinna hentaði honum ekki. Hann virti þá menn, er slík störf unnu, jafnvel öðrum mönnum frem- ur, en sjálfur var hann naumast búinn þeirri heilsu né gæddur því líkamsþreki, er þau störf oft og ein- att útheimta. Vinir Guðmundar á Sauðárkróki tóku því að velta fyrir sér möguleikum á nýjum starfsvett- vangi, er hentaði Guðmundi betur, Formaður stjórnar sjúkrahússins á Sauðárkróki, Jóhann Salberg Guð- mundsson, sýslumaður og bæjar- fógeti, og Sæmundur Á. Hermanns- son, ráðsmaður sjúkrahússins, höfðu áhuga á að koma upp bóka- safni við húsið og ráða til þess sér- stakan bókavörð. Þeir vissu, að við Guðmundur höfðum verið góðvinir til margra ára og spurðu hvernig mér litist á að hann yrði ráðinn til starfsins. Ég varð sannast sagna himinlifandi. Tæpast gat nokkurt starf hentað Guðmundi betur en þetta, manni, sem hvergi undi hag sínum betur en innan um bækur. Er skemmst af því að segja að þessu starfi gegndi Guðmundur af ár- verkni, ósérplægni og samvisku- semi svo lengi, sem heilsan leyfði. Munu þeir, sem nutu þessarar þjón- ustu og enn eru lífs nú sakna vinar í stað. Snemma beygist krókurinn. Löngun til ritstarfa gerði snemma vart við sig hjá Guðmundi. Barn að aldri byijaði hann að setja sam- an sögur. „Én þær gistu allar glat- kistuna," sagði hann. „Þetta voru bara æfíngar og gildi þeirra í því einu fólgið.“ Sóknarprestur hans og kær vinur, séra Gunnar Árnason á Æsustöðum, komst á snoðir um þessar æfíngar og hvatti Guðmund til að halda þeim áfram. Guðmund- ur þekkti óbrigðulan bókmennta- smekk séra Gunnars og vissi, að ráðleggingum hans mátti treysta í þessum efnum sem öðrum. Og það sagði Guðmundur mér síðar að hvatningarorð séra Gunnars hefðu þama riðið baggamuninn. Fyrsta bók Guðmundar, smá- sagnasafnið „Hugsað heim um nótt“, kom svo út árið 1966. Fékk bókin hinar ágætustu viðtökur og fór ekki á milli mála, að þar hefði nýr höfundur kvatt sér hljóðs, með eftirtektarverðum hætti. Næst kom skáldsagan „Undir ljásins egg“, en alls voru bækur Guðinundar orðnar sjö, er hann féll frá. Eru það bæði smásagnasöfn og lengri skáldsögur. Kom sú síðasta út, skáldsagan „í afskekktinni", sl. haust. Og að því er ég best veit'hafði hann gengið frá smásagnasafni er hann lést. Er þess að vænta, að það komi út á þessu ári. Þannig var svo sannar- lega staðið á teignum meðan stætt var. Styrkur Guðmundar sem rithöf- undar lá öðrum þræði í því, hversu gott vald hann hafði á íslensku máli og að hinu leytinu hætti hann sér aldrei út á önnur mið en þau sem hann gjörþekkti. Hann var umfram allt skáld íslenskra sveita og sveitalífs, íslenskra dalabyggða. Hann var óvenjunæmur á marg- vísleg litbrigði hins daglega lífs, átti auðvelt með að gæða hina hversdagslegustu viðburði listræn- um þokka. Honum sást aldrei yfír smáatriðin. Guðmundur hafði frá unga aldri brennandi áhuga á mannfélagsmál- um og tók virkan þátt í marg- víslegri menningar- og félagsmála- starfsemi framan af árum og raun- ar með ýmsum hætti alla stund. Hann var ávallt reiðubúinn til lið- sinnis þegar veija þurfti „hinn lægri garð“. Vildi ávallt leggja fram hjálpandi hönd „þar sem lítið laut- arbóm langar til að gróa“. Hann var vinmargur en jafnframt vina- vandur. Hann gaf ekki annan kyrt- ilinn heldur báða. Þótt Guðmundur byggi á Sauðár- króki mörg hin síðari ár, þar sem kona hans og dóttir bjuggu honum hugþekkt heimili, sem einkenndist af hlýju, gestrisni og glaðværð, þá leitaði hann ávallt á æskustöðvam- ar hvenær sem því varð komið við. Og nú er hann endanlega kominn heim í dalinn sinn. Magnús H. Gislason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.