Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 16
16 IJm. >£ 'AL t>ACiI J»IV<.öM aiQAJai/rUOSOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚEÍ1991 Fundur í Ölfusinu um réttargeðdeild: Uppbygging er dýr og þarf að gerast í áföngum Fag-legur ágreiningur um það hvernig staðið er að málum Selfossi. Sogn í Ölfusi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. OPINN fundur um réttargeð- deild að Sogni var haldinn í sam- komuhúsinu Básnum á Efsta- landi s.l. mánudagskvöld. AIls voru á fundinum um 60 manns, þar af 25 Ölfusingar. Megin- markmið fundarins var að upp- lýsa heimamenn um rekstur rétt- argeðdeildar á Sogni. Á fundin- um skerptust línur á milli Láru Höllu Maack réttargeðlænis og ráðuneytismanna í heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti. Greini- legt er að ágreiningur þeirra snýst um faglega þætti uppbygg- ingar þessarar þjónustu heil- brigðiskerfisins. Það var hreppsnefnd Ölfus- hrepps sem gekkst fyrir fundinum eftir að ósk þar um barst henni frá íbúum úr næsta nágrenni Sogns. Þeir lýstu á fundinum áhyggjum vegna hugsanlegs verðfalls á eign- um og ótta vegna mögulegra brot- alama í öryggisgæslu hættulegra afbrotamanna sem vistaðir yrðu á Sogni. Varast ber þó að alhæfa út frá orðum þeirra sem tóku til máls því vissa er fyrir að margir íbúa í Ólfusinu og í næsta nágrenni Sogns hafa ekki áhyggjur af þessari breytingu á starfseminni. Illa búið að afbrotamönnum Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðþerra mætti á fundinn ásamt Olafi Ólafs- syni landlækni og ráðuneytismönn- um. Hann sagði að afbrotamenn hefðu lengi verið homrekur í þjóð- félaginu og allur aðbúnaður þeirra algjörlega ófullnægjandi. Það hefði lítið orðið úr framkvæmdum fag- urra orða einkum vegna kostnaðar. Hann gat þess að þær áætlanir sem til væru sýndu að það væri um- fangsmikið verk að útbúa full- komna vistun fyrir geðsjúka afbrot- amenn. í því efni mætti nefna 300 milljónir til framkvæmda og árleg- ur rekstrarkostnaður gæti numið 150 milljónum. „Við höfum vanrækt að veita geðsjúku afbrotafólki tækifæri til þess að ná heilsu á ný og verða nýtir þjóðfélagsþegnar,“ sagði Sig- hvatur. Hann sagði að með þeirri ákvörðun að geðsjúkir afbrota- menn heyrðu undir heilbrigðisráðu- neytið en ekki dómsmálaráðuneytið þá þýddi það að þeir yrðu með- höndlaðir sem sjúklingar. „Við núverandi aðstæður verð- um við að leysa úr þessum málum miðað við það svigrúm sem er til lausna og verðum að sníða okkur stakk eftir vexti,“ sagði ráðherra. Hann sagði að fyrsta skrefið væri að útbúa vistunardeild fyrir ósak- hæfa afbrotamenn sem ekki væru- hættulegir umhverfí sínu miðað við þá meðferð sem hentaði þeim. Hann sagði að Sogn hefði orðið fyrir valinu vegna þess að í ná- grenni þess væru sjúkrastofnanir sem gætu veitt réttargeðdeild þjón- ustu. Mögulegt væri að vista þar 7 einstaklinga sem ekki þyrftu ströngustu öryggisgæslu. Myndaður hefur verið starfshóp- ur um málið og hefur ráðherra boðið hreppsnefnd að eiga þar full- trúa. Hann kvaðst tilbúinn að gefa út reglugerð sem gæfí yfírlækni deildarinnar fulla heimild til að ákveða hveijir yrðu vistaðir þar. Þær ráðstafanir sem fyrirhugaðar eru á Sogni gera ráð fyrir meira öryggi en er í öllum fangelsum á landinu að einangrunarfangelsinu í Síðumúla undanskildu. Húsnæðið gert manneskjulegt Gestur Ólafsson arkitekt hefur unnið að breytingum á húsnæðinu. Hann sagðist vera sannfærður um að þessi starfsemi gæti farið fram í húsinu. Breytingarnar á því yrðu fyrst og fremst manneskjulegar en fyllsta öryggis yrði gætt. Gert væri ráð fyrir vistun á annarri hæð en á neðri hæðinni yrði þjónustu- rými ýmis konar. Hann kvaðst von- ast til þess að sem fyrst yrði ráðinn forstöðumaður fyrir starfsemina svo hann gæti farið yfir teikning- arnar í smáatriðum svo laga mætti hlutina sem best að starfsháttum fagfólksins við meðferð vistmanna. Öryggi gagnvart umhverfinu Þorsteinn A. Jónsson frá dóms- málaráðuneytinu sagði að frá 1970 hefðu 17 einstaklingar verið dæmd- ir í öryggisgæslu. Hann sagði að það væri mjög mismunandi mat á því hversu hættulegir afbrotamenn væru. Þeir dæmdu hefðu yfírleitt AF INNLENDUM VETTVANGI HJÁLMAR JÓNSSON Breyttur grunnur lánskjaravísitölu; Stj órnmálamenn töldu viðmiðun við launavísitölu nauðsynlega LÁNSKJARAVÍSITALAN hefur verið rót mikilla deilna í íslensku þjóðlífi allt frá því hún var tekin upp árið 1979 í kjölfar mikillar og stöðugar verðbólgu allan áttunda áratuginn. Verðbólgan olli gífur- legri tilfærslu eigna í íslensku þjóðfélagi frá sparifjáreigendum til lántakenda. Með lögunum sem voru nr. 13/1979 var heimilt að verð- tryggja sparifé með lánskjaravísitölu, sem sett var saman úr fram- færsluvísitölu að % og byggingarvísitölu að Vá. Það olli því hins vegar að misgengi varð á milli launa og lánslyaravísitölu þegar verðtrygging launa var tekin úr sambandi vegna efnahagserfiðleika á árunum 1983-85. Lánin hækkuðu miðað við lánskjaravísitölu í verðbólgunni en launin sátu eftir. Þetta varð til þess að fjöldi fólks lenti í greiðsluerfiðleikum og átti í vandræðum með að standa í skilum með verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa. Það er með þennan bakgrunn í huga sem skoða ber aðdraganda þess að launavísitala var tekin inn í grunn lánskjaravísitölu i upphafí árs 1989. Hún vó lh á móti bygging- arvísitölu og framfærsluvísitölu sem einnig vógu % hvor. Þá var efnahagslægð á nýjan leik fram- undan eftir uppgangsárin 1986-87 og í stjórnarsáttmála ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar, sem tók við völdum haustið 1988, er kveðið á um að launavísitala skuli vega helming í lánskjaravísitölu og að stefnt skuli að afnámi hennar þegar verðbólga hefur verið undir 10% á sex mánaða tímabili. Raunar hafði tillaga um að launavísitala skyldi tekin inn í lánskjaravísitölu og vega '/3 verið flutt af Þorsteini Pálssyni á síðustu dögum ríkis- stjómar hans 12. september. Það gerði hann vegna ítrekaðra krafna Framsóknarflokksins. „Varðandi þessa breytingu er rétt að ég lagði hana til í síðustu ríkisstjóm og þá sem málamiðlunartillögu og svar við kröfum Framsóknarflokksins. Ég taldi á þeim tíma að veijandi væri og réttlætanlegt að leggja hana fram sem málamiðlun þótt efnislega leysti hún ekki nein vand- arnál," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í ársbyijun 1989 eft- ir að þessi breyting á lánskjaravísi- tölunni hafði verið gerð. Seðlabanki íslands brást heldur treglega við boðuðum breytingum á lánskjaravísitölunni í ríkisstjóm- arsáttmálanum og taldi öll tormerki á að þessar breytingar væru fram- kvæmanlegar. Hann leitaði meðal annars til Úrskurðarnefndar um verðtryggingu en nefndinni ber samkvæmt lögunum að úrskurða um ágreining sem kann að rísa um útreikning eða gmndvöll verðtrygg- ingar. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að að ný vísitala verði ekki að óbreyttum lögum tengd eldri lánskjaravísitölu og geti því ekki gilt gagnvart fjárskuldbindingum sem stofnað hafí verið til fyrir gildistöku hennar. í greinargerð bankans til ríkisstjómarinnar segir síðan orðrétt: „Á gmndvelli álits hennar og skoðana sérfræðinga bankans sjálfs á máli þessu telur bankastjóm Seðlabankans með öllu óráðlegt að breyta lánskjaravísi- tölunni með þeim hætti sem lagt hefur verið til og reyna að láta slíka breytingu gilda um eldri lánssamn- inga.“ Samtök sparifjáreigenda vom stofnuð um þetta leyti. Á framhalds stofnfundi í október 1988 var skor- að eindregið á ríkisstjómina að hætta við fyrirhugaðar breytingar á lánskjaravísitölu ogtalað um hmn peningalegs spamaðar að öðmm kosti. Reglugerðin um nýju lánskjara- vísitöluna var sett 23. janúar og tók vísitalan með nýja gmnninum, þar sem launavísitala vó ‘A, gildi frá 1. febrúar. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, sagði á blaðamann- afundi þar sem breytingin var kynnt að hún væri hugsuð til þess að sætta sjónarmið í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir misgengi launa og lánskjara. Fullt samkmomulag væri í ríkisstjórninni um þessa nið- urstöðu. Nýi grundvöllurinn væri vægari skuldurum þegar verr áraði og öfugt í góðæri en þegar til lengri tíma væri litið jafnaði þetta sig út. Hann benti á að aðdragandinn væri í sjálfu sér langur. Þessi umræða hefði komið upp þegar misgengið varð á árunum 1983-84 og þá ekki tekist samstaða um aðgerðir. Hins vegar hefðu þá verið sett lög utn greiðslujöfnun húsnæðislána til að létta greiðslubyrðina. Jón Sigurðsson sagði að þessi breyting hefði ekki verið borin und- ir launþegasamtökin, en rætt hefði verið við einstaka forystumenn í verkalýðshreyfíngunni. Aðspurður sagði hann tilganginn ekki þann að setja launþegahreyfínguna í spennitreyju varðandi launakröfur. Síðan segir orðrétt: „Hins vegar sé ekki óeðlilegt að menn líti til þess hvað geti fylgt í kjölfar samninga. Hann bindi vonir við að forystu- menn í verkalýðshreyfingunni hafí í huga að peningaleg hækkun væri ekki best til þess fallin að tryggja betri lífskjör umbjóðenda þeirra." Viðbrögð forystumanna verka- lýðshreyfíngarinnar við þessari breytingu voru neikvæð. Þeir eru andvígir því að tengja laun lánskjör- um með þessum hætti. Laun séu í lágmarki og hljóti að hækka og þá muni greiðslubyrði lána aukast. Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, sagði: „Það er alveg ljóst að þessi breyting mun torvelda kjarasamninga. Annars vegar mun launafólk horfa til þess með angist að launahækkun skrúf- ar upp lánskjaravísitöluna í enn meira mæli en nú er. Hins vegar munu atvinnurekendur bregðast harkalega við þegar þeir sjá fram á að launahækkunin veldur jafn- framt snöggri hækkun á fjármagns- kostnaði.“ Sömu atriði koma fram í ályktun miðstjórnar ASÍ daginn eftir setn- ingu reglugerðarinnar. Þar segir að þessi breyting muni auka greiðslubyrði lántakenda til lengri tíma. Orðrétt segir: „Tvöfaldað vægi launa í lánskjaravísitölu setur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.