Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 Suður-Afríka: Búist við afsögn þriggja ráðherra Jóhannesarborg. Reuter, The Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku kom saman til fundar á leynilegjim stað í gær til að ræða hvernig bregðast ætti við uppljóstrunum um að stjórn- völd hefðu stutt fjárhagslega við bakið á Inkatha-frelsisflokki Zulu- manna. Kom fjármagnið úr leynilegum sjóði sem í voru 300 milljónir randa, eða um 6,5 milljarðar íslenskra króna. Inkatha hefur átt í blóðug- um átökum við Afríska þjóðarráðið (ANC). Miklar líkur eru taldar á því að Botha en á blaðamannafundi með allt að þrír ráðherrar verði að segja Gareth Evans, utanríkisráðherra af sér vegna málsins. Þar ber fyrst að nefna Adrian Vlok, ráðherra lög- reglumála, en einnig Pik Botha ut- anríkisráðherra og Magnus Malan varnarmálaráðherra. Uppljóstranirn- ar eru sérstaklega óþægilegar fyrir Suður-Afríka: Fjöldi hvítra vill á brott Jóhannesarborg. Reuter. LÍKUR eru á því að allt að 250 þúsund hvitir Suður-Afríkumenn flytji úr landi á næstu fimm árum, samkvæmt könnun markaðsrann- sóknafyrirtækisins Market Rese- arch Africa. Clive Corder, stjórnarformaður markaðsrannsóknafyrirtækisins, segir slæmt efnahagsástand og óljós pólitísk framtíð Suður-Afríku valdi því að svo margir hvítir Suður- Afríkumenn hyggist flytja úr landi. Önnur könnun hafi einnig leitt í ljós að tekjur stórs hluta hvítra manna í Suður-Afríku séu lágar og eignir mjög litlar. Samkvæmt opinberum tölum fluttu 1.135 manns frá Suður-Afríku í fyrra og voru það aðallega hvítir menn. Ástralíu, í síðasta mánuði, vísaði hann fréttum í áströlskum fjölmiðl- um um fjárstuðning við Inkatha á bug. Afríska þjóðarráðið hefur lýst því yfir að því nægi ekki afsögn ein- stakra ráðherra og krefst víðtækrar opinberrar rannsóknar á greiðslum úr leynisjóðum. Er mál þetta talið geta stefnt samningaviðræðum stjórnarinnar og ANC í hættu. Peter Wronsley, ríkisendurskoð- andi Suður-Afríku, greindi á mánu- dag frá því að til að ná fé út úr hin- um leynilega sjóð þyrfti undirskriftir jafnt forseta landsins, F.W. de Klerks, sem og fjármálaráðherrans Barends du Plessis. Aurskriða úrPinatubo Reuter íbúi Santa Rita, þorps á Filippseyjum, reynir að grafa upp vélhjól sitt úr eðju í gær. Allir íbúar þorpsins þurftu að fara þaðan eftir aurskriðu úr eldfjallinu Pinatubo á dögunum. Friðarumleitanir Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum: Ráðgjafí Shamirs segir margt geta hindrað friðarráðstefnu Jerúsalem, Kuala Lumpur. Reuter. YOSSI Ben-Aharon, nánasti ráð- gjafi Yitzhaks Shamirs, forsætis- ráðherra ísraels, gerði í gær lítið Keuter Píslarvættis Husseins minnst Shíti ber sjálfan sig með keðju og hnífi i Nýju Delhí í gær er múslim- ar minntust píslarvættis sonarsonar Múhameðs spámanns, Husseins. úr vangaveltum um að Israelar myndu láta undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og fallast á til- lögu hennar varðandi ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum. Ben-Aharon hefur _ávallt risið öndverður gegn því að ísraelar gefi hernumin svæði sín eftir til að tryggja frið. Hann sagði að Banda- ríkjastjórn hefði ekki enn leyst ýmis vandamál, sem gætu staðið í veginum fýrir friðarráðstefnu. Hún hefði til að mynda ekki veitt svör við því hverjir yrðu fulltrúar Pal- estínumanna á ráðstefnunni. Hann ítrekaði þá afstöðu ísraelsstjórnar að ekki kæmi til greina að ræða við fulltrúa Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO) og íbúa Austur-Jerú- salem, sem ísraelar segja hluta af ísrael. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Pal- estínumenn frá hernumdu svæðun- um og Austur-Jerúsalem í fimmtu friðarför sinni til Mið-Austurlanda, sem lauk á mánudag. Þeir áréttuðu að ekki kæmi til greina að friðarráð- stefna yrði haldin án fulltrúa frá PLO og Austur-Jerúsalem. Ben- Aharon sagði að Bandaríkjamenn væru að íhuga möguleikann á því að Jórdanir og Palestínumenn yrðu með sameiginlega sendinefnd á ráð- stefnunni. Fréttaskýrendur í ísrael telja að erfitt verði iyrir Shamir að hafna friðarráðstefnu og hætta á að skaða mikilvæg tengsl Israela við Banda- ríkjamenn. Búist er við að ísraels- stjóm óski eftir tíu milljarða dala láni frá Bandaríkjamönnum í sept- ember til að standa straum af kostnaði vegna innflutnings sov- éskra gyðinga til landsins. Nokkrir fréttaskýrendur telja að Shamir fallist á ráðstefnu en reyni að tryggja að Israelar þurfi ekki í raun að fallast á neinar tilslakanir. James Baker sagði í gær að ísra- elum hefði ekki verið veittur neinn ákveðinn frestur til að svara tillögu Bandaríkjastjórnar. ísraelar ættu að fallast á friðarráðstefnu sem fyrst og síðar yrði deilan um aðild Palestínumanna leyst í samráði við þá. Rauði herinn í Ungveijalandi: Mikil náttúruspjöll Búdapcst. Reuter. SOVÉSKAR hersveitir ollu mikl- um umhverfisspjöllum í Ungverja- landi á þeim árum sem þær voru þar í landi, að sögn Erno Kiss, sem starfar í umhverfis- og þróunar- málaráðuneyti Ungverjalands. Opinbera. fréttstofan MTI hafði eftir Kiss í gær að á síðustu 35 árum hefðu sovéskar hersveitir mengað 40% af grunnvatni landsins og valdið spjöllum sem metin eru á um 50 milljarða ISK. Síðustu sovésku her- sveitimar fóra frá Ungveijalandi þann 19 júni sl., eftir rúmlega fjög- urra áratuga vera þar. Kiss sagði að eins metra steinolíu- lag flyti ofan á grunnvatni nálægt sovéska herflugvellinum Tokol, og að það myndi menga vatnsbirgðir í Búdapest ef ekki yrði gripið til skjótra aðgerða. Sovésku hersveitirnar skildu einn- ig eftir sig 750.000 rúmmetra af menguðum jarðvegi og 72.000 rúm- metra af byggingarústum og hættu- legum úrgangsefnum sem grafín eru í jörðu. Þýska tímaritið Der Spiegel: Stasi skipulagði fyrirspum- ir á norrænum þjóðþmgum TVEIR fyrruin starfsmenn austur-þýsku öryggislögreglunn- ar Stasi, Giinter Bohnsack og Herbert Brehmer, segja í grein í síðasta hefti þýska tímaritsins fíer Spiegel að Stasi hafi skipu- lagt gagnrýnar fyrirspurnir á danska og norska þinginu til að reyna að reka fleyg milli þessara landa og Bandaríkjanna. Stasi-mennirnir fyrrverandi segja að í gangi hafí verið aðgerð sem bar heitið „Flanke“ og beindist aðallega gegn ríkjum nyrst og syðst á varnarsvæði Atlantshafsbanda- Iagsins (NATO). Hafí oft tekist að fá Iítil NATO-ríki til að rísa upp gegn Bandaríkjunum, t.d. með fyrr- nefndum fyrirspurnum. Þessar aðgerðir Stasi beindust einnig gegn Svíþjóð en þar var í gangi langtímaaðgerð undir nafn- inu „Trójuhesturinn" sem hafði það að markmiði að grafa undan trausti konungsfjölskyldunnar. Var það gert með því að birta upplýsingar um samskipti hennar við stjórn nasista í Þýskalandi á stríðsáran- um. Sá sem skipulagði þá rógsherferð var kommúnisti að nafni Kurt Vie- weg en hann var prófessor í Greifswald í Austur-Þýskalandi. Austur-þýsk tjórnvöld ákváðu að Ieggja „Trójuhestinn" á hilluna um miðjan áttunda áratuginn þar sem konungsfjölskyldan var talin vera orðin nokkuð „framsækin" og menn vildu ekki spilla samskiptum við hana í framtíðinni. Þá kemur m.a. fram í greininnni að Stasi sá um að útvega friðar- hreyfingunni í Belgíu ýmis konar upplýsingar og einnig var á sínum tíma reynt að láta líta út fyrir að tengsl væru á milli vestur-þýsku leyniþjónustunnar BND og herfor- ingjastjórnarinnar í Grikklandi til að koma óorði á vestur-þýsk stjórn- völd. Danmörk: Vilja banna aukastörf með lögum Kaupmannahöfn. Frá NJ.Bruun, fréttariiara Morgunblaðsins. ÞEGAR danska þingið kem- ur saman að nýju ætla jafnað- armenn að leggja til, að bannað verði með lögum að gegna fleiri en einu starfi. Segja þeir, að með því megi draga allnokkuð úr atvinnu- leysinu I Danmörku. Dagblaðið Det fri Aktuelt hefur það eftir Jytte Andersen, talsmanni jafnaðarmanna í málefnum vinnumarkaðarins, að það sé til skammar gagn- vart þeim, sem eru atvinnulaus- ir, þegar kennari eða lögreglu- þjónn svo einhveijir séu nefndir hafa annað starf með höndum í frítímanum, til dæmis leigu- bílaakstur. Vilja jafnaðarmenn setja skorður við þessu og þrengja enn meir að yfirvinn- unni en nú er gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.