Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 29 dóttur Valgerði og öðrum ástvinum vottum við hjónin innilega samúð með þökk fyrir vináttu og tryggð í samfylgd um langan veg. Grímur Grímsson Það er ætíð erfitt að sætta sig við dauðann og þá sérstaklega þeg- ar hann hefur á brott með sér ein- hvern sem manni þykir vænt um. Jafnvel þó að það sé vitað að heim- sókn hans verði ekki umflúin og í raun eingöngu tímaspursmál, er áfallið við komu hans mikið. Þórður Kristjánsson kvaddi þenn- an heim að morgni sunnudagsins 14. júlí og lagði af stað þangað sem þreyttir og þjáðir öðlast eilífan frið. Mér finnst ekki þurfa að tíunda hvaða mann Þórður hafði að geyma. Þeir sem hann þekktu vita innra með sér hve mikill mannkostamað- ur hann var. Sem faðir vinkonu minnar, var hann alltaf sérstaklega hlýr í við- móti við mig og hann var vanur að taka á móti mér með þessum orðum þegar ég kom í heimsókn: „Jóhanna, komdu fagnandi.“ Síðan var spjallað um daginn og veginn og hann leitaði frétta af mínum nánustu og lífinu í kringum mig. Á þennan hátt fylgdist hann með manni gegnum árin. Létt lund og elskulegt viðmót var hans prýði og því tel ég að Þórður vilji láta minnast sín í gleði en ekki sorg. Og þannig man ég hann. Ég man eftir honum sitjandi í rólegheitum í stólnum sínum með ilmandi vindil og bók í hendi eða hlustandi á útvarpið (stundum hvort tveggja). Eg minnist hans þegar hann, þolinmóður að vanda, gerði sitt ýt- rasta til að kenna mér og dóttur sinni almennilega spilamennsku, en við stöllumar voru engir fyrirmynd- arnemendur. Ég kalla fram minn- inguna um Þórð þar sem hann kem- ur úr veiðiferð sæll og glaður, en laxveiðar voru eitt af því sem hann hafði svo gaman af. Já, svona ætla ég að muna Þórð, eins og hann í rauninni alltaf var. Líkaminn var að sönnu þreyttur og honum fjötur um fót í lokin, en sálin sú hin sama. Hafi Þórður þökk fyrir allt og allt. Hans bíður einhver handan móðunnar miklu og tekur á móti honum með hans hlýju orðum: „Komdu fagnandi." Jóhanna Gunnarsdóttir Það eru nú liðin næstum því þijátíu ár síðan kynni okkar Þórðar Kristjánssonar hófust. Á þeim árum var ég yfirverkstjóri við Áhaldahús Reykjavíkurborgar og áttum við þá samskipti á ýmsum sviðum sem leiddu til vaxandi kynni og einlægr- ar vináttu. Þórðu var vissulega vinur vina sinna eins og fram kom þegar ég stóð í erfiðu máli þar sem að mér var sótt úr ýmsum áttum óg síðar í veikindum sem hlutust af slysi sem ég varð fyrir. Enginn stóð þá fastar og betur með mér en Þórður og hann sýndi oft hug sinn í verki með því að leggja á sig ómælt erfiði til að greiða úr margvíslegum úrlausn- arefnum sem hann sinnti og bjarg- •aði við fyrir mína hönd. Þórður var framúrskarandi félagi og glaður og reifur á góðri stund. Margar eru þær minningarnar sem ég á frá veiðiferðum okkar í Hvalsá á Ströndum og víðar þar sem hann jafnan var hrókur alls fagnaðar. Um allmörg ár nú í seinni tíð'tók heilsu hans að hraka og hann þurfti margsinnis að leggjast inn á sjúkra- hús til að gangast undir læknisað- gerðir. Þó gat hann lengst af dval- ist mestmegnis heima þar sem hann hafði ferlivist framundir það síðasta. Hvort sem hann var heima eða á sjúkrahúsi þegar ég heim- sótti hann var hann ávallt hlýr í bragði og miðlaði af vináttu sinni og góðvild þannig að mér fannst ég hveiju sinni fara af fundi hans auðugri en ég kom. Hugheilar samúðarkveðjur flyt ég konu hans, Ásdísi og Valgerði dóttur þeirra með þakklæti fyrir allar ánægjustundirnar sem ég átti á heimili Þórðar og þeirra. Blessuð sé minning Þórðar Kristjánssonar. Reynir Þórðarson í dag kveðjum við Þórð Kristjáns- son kennara, Sporðagrunni 5, Reykjavík. Hann andaðist í Land- spítalanum 14. júlí sl. og fer útför hans fram í dag frá Áskirkju, kirkj- unni sem hann átti svo mikinn þátt í að byggja. Ég veit, að aðrir munu gera þeim þætti skil. Leiðir okkar Þórðar lágu saman í Laugarnesskóla, en þar kenndi hann kristin fræði í nokkur ár. Þórður hafði lagt stund á kristin fræði sem aðalgrein við Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn 1949- 1950. Námstjóri í kristnum fræðum í Reykjavík var hann 1961-1966. Þórður tók saman Biblíusögur fyrir barnaskóla, ásamt Steingrími Bene- diktssyni. Þórður var vinsæll kennari. Hann hafði lag á að gera kennsluna lif- andi og fjölbreytta. Ég minnist þess hve nemendum í Laugamesskóla þótti skemmtilegt í kristinfræði- tímunum hjá Þórði. Fáum hef ég kynnst, sem hafa verið jafn dagfarsprúðir og góðvilj- aðir og Þórður Kristjánsson. Hann lagði jafnan gott til málanna og reyndi að finna friðsamlega lausn á deilumálum. Áhugi hans á félags- málum og almennum þjóðmálum var mikill og þar voru honum falin ýmis trúnaðarstörf. M.a. var hann nær óslitið í stjórn Sambands íslenskra barnakennara frá 1952- 1974 og vann þar af miklum áhuga og einlægni að málefnum stéttar- innar. Þórður hafði ekki þann hátt á að láta mikið á sér bera í ræðu eða riti, enda vinnast mál sjaldan frekar með því móti. Það er hið þögla, hljóðláta starf, sem unnið er í kyrr- þey að tjaldabaki er oft ber mestan árangur. Á þann hátt starfaði Þórð- ur og lagði þannig mörgu góðu máli lið. Eins og áður hefur komið fram- vorum við Þórður um nokkurra ára skeið samkennarar við Laugar- nes- skólann og frá þeim tíma hélst jafn- an okkar vinátta og kunningsskap- ur, þó að við störfuðum ekki á sama vinnustað. En nánust kynni og tengsl tókust með okkur síðustu starfsár Þórðar á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis í Tjarnargötu 20 og Austurstræti 14. Við vorum þar báðir í hlutastarfi. Þegar fræðsluskrifstofu Reykjavíkur var skipt í tvennt 1984, í Skólaskrifstofu Reykjavíkur og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis, þá kom Þórður til starfa á Fræðsluskrifstofunni að Tjarnar- götu 20, þar sem skrifstofan var fyrst til húsa. Þórður hafði þar umsjón með sjúkrakennslu í Borg- inni eins og hann hafði gert í fjölda- mörg ár. Ég tel að það hafi verið lán fyrir Fræðsluskrifstofuna að Þórður skyldi starfa þar eftir skiptinguna. Hann gjörþekkti alla málavexti og var tillögugóður og raunsær. Einnig var hann afar samviskusamur og vandvirkur í öllu sínu starfi. Á Fræðsluskrifstofunni áttum við Þórður margar ógleymanlegar sam- verustundir. Við ræddum af mikilli einlægni og alvöru um vandamál, sem við var að glíma. Báðir höfðum við mikinn áhuga á þjóðmálum og veltum oft vöngum yfir stöðu þeirra. Sjónarmið okkar voru að flestu leyti svipuð. Við vorum ótrú- lega sammála um margt, þó að við skipuðum okkur hvorn í sínn stjórn- málaflokk. Að leiðarlokum þakka ég Þórði fyrir einlæga vináttu og ágætt sam- starf á liðnum árum. Með honum er genginn vandaður, góður dreng- ur. Blessuð sé minning Þórðar Kristjánssonar. Ásdísi, Valgerði, systkinum og öðru venslafólki sendi ég samúðar- kveðjur. Þorsteinn Ólafsson Kveðjuorð: Gísli Sigurðs- son ,Seyðisfirði Fæddur 26. júní 1926 Dáinn 14. júlí 1991 Frétt um andlát Gísla Sigurðs- sonar kom mér á, óvart. Ég hafði brugðið mér úr byggð og las um andlátið í blöðum á útfarardaginn. Með honum er genginn einn af sam- ferðamönnunum, sem skiljaeftirsig spor. Gísli var næmur, þekkti vel umhverfi sitt og fýlgdist náið með hræringum í landsmálum. Þyrftu menn að fræðast um gang atvinnu- lífs og almannahag á Seyðisfirði var óhætt að treysta Gísla. Vegna starfa sinna kynntist hann hvoru tveggja náið. Þar við bættist eðlis- læg góðvild hans og samstaða með þeim sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni. Hann var einlægur sósíalisti og vinstri maður í lífsskoðun. Þeirri sannfæringu fylgdi hann eftir í starfí á félagsvettvangi. Hann tók virkan þátt í starfi Alþýðubanda- lagsins á Seyðisfirði allt frá stofnun þess. I-tvö kjörtímabil, 1966-1974, sat hann í bæjarstjórn Seyðisfjarðar sem fulltrúi Álþýðubandalagsins og varabæjarfulltrúi var hann 1982- 1986. Hann starfaði mikið í nefnd- um á vegum Seyðisfjarðarkaup- staðar og naut almennrar virðingar óháð því hvort menn voru samheij- ar hans eða andstæðingar í stjóm- málum. Þess utan vann Gísli mikið að félagsmálum, m.a. í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Ég kynntist Gísla og konu hans, Guðborgu Sigtryggsdóttur, fljót- lega eftir að ég byrjaði að starfa sem liðsmaður innan Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi. Leiðir okkar lágu saman í heimsóknum mínum til Seyðisfjarðar og á fundum kjör- dæmisráðs, þar sem Gísli var oft fulltrúi. Ég held hann hafi verið hlédrægur að eðlisfari, en þegar hann kvaddi sér hljóðs lögðu menn við hlustir. í fari hans blönduðust saman alvara og græskulaus kímni. Alltaf var gott til hans að leita og á það reyndi oft í störfum mínum sem þingmanns. Áhugi hans og áhyggjur beindustu mjög að at- vinnumálum í heimabyggðinni. Þekking hans á sjávarútvegi var náin, bæði sem sjómanns fyrr á árum og síðar sem bókhaldará með yfirsýn yfír sveiflur í afkomu fólks og fyrirtækja. Gísli sat um árabil í yfírkjörstjórn Austurlandskjördæmis tilnefndur af Alþýðubandalaginu og var end- urkjörinn af Alþingi í það trúnaðar- starf síðastliðið vor. Síðasta samtal okkar tengdist einmitt ósk minni um að hann gegndi því áfram. Með fráfalli Gísla sjáum við félagar hans á bak góðum og ósérhlífnum liðs- manni. Gísli er dæmi um atorkumann sem skilar miklu ævistarfi þrátt fyrir að hann gengi ekki alltaf heill til skógar. Þeim málum flíkaði hann ekki út á við, en eigin þrautseigja og stuðningur konu hans og mann- vænlegs barnahóps þeirra dugðu honum vel til loka. Öllum hans nánustu sendi ég samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson Ferðamála- ráðstefna í Hveragerði 21. ferðamálaráðstefna Ferða- málaráðs verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði, dagana 10. og 11. október nk. Fyrsta ferðamálaráðstefnan var haldin árið eftir stofnun Ferðamála- ráðs 1965 á Þingvöllum. Ferðamála- ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um ferðamál og hefur aðsókn að henni aukist mikið á undanfömum árum samfara miklum vexti ferða- þjónustunnar, segir í frétt frá Ferða- málaráði íslands. Á ferðamálaráðstefnum eru tekin fyrir og rædd þau mál sem efst eru á baugi hveiju sinni í atvinnugrein- inni, auk þess sem ýmis hagsmuna- mál ferðaþjónustu eru til umræðu. Ferðamálaráðstefnan 1991 verður sett af Halldóri Blöndal, samgöngu- ráðherra, kl. 10 fimmtudaginn 10. október og að loknu ávarpi formanns Ferðamálaráðs, Kristínar Halldórs- dóttur, verða flutt 3 framsöguerindi. 1. Ferðaþjónusta og umhverfis- mál: Eiður Guðnason, umhverfisráð- herra. 2. Breytingar í ferðaþjónustu í Evrópu innan EFTA/EB: Dr. Klaus Lukas, ferðamálastjóri Austurríkis. Dr. Lukas hefur tekið mjög virkan þátt í undirbúningi samninga EFTA/EB hvað varðar ferðaþjón- ustu. 3. Ferðaþjónustan utan háanna- tíma: Helgi Jóhannsson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Þessi aðalumræðuefni verða síðan rædd í hópum síðdegis og að morgni 11. október. Að því loknu fara fram almennar umræður um ferðamál og afgreiddar verða ályktanir ferðamálaráðstefn- unnar. (Fréttatilkynning) Dl Dictaphone A Pitney Bowes Company • Gæðatækitil hljóðupptöku, afspilunar og afritunar • Fagleg hönnun • Vandaðar upptökur • val»d Umboft á Íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 CLASSICA Gróðurhús fyrir íslenska veðráttu Níðsterk - formfögur - dönsk hönnun Heildverslunin SmÍðshÚS - E. Sigurjónsdóttir, Smiðshús, 225 Bessastaðahreppur, sími 650800. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijösmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6, síml 691150 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.