Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 Oskar Guðmunds- son - Minning Fæddur 7. maí 1901 Dáinn 13. júlí 1991 Ó, dauði, tak vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson) Hann afi, Óskar Guðmundsson, fengið hvíldina. Þó fréttin af láti hans hafí ekki komið á óvart þá er maður aldrei undir slík tíðindi búin. Eftir situr söknuður og minningamar streyma um hugann. Það fyrsta sem kemur í hugann er minningin um afa úti í skúr að smíða eitthvað. Þeir eru ófáir hlutim- ir sem eftir hann liggja enda var hann að smíða á meðan heilsan leyfði. Hann smíðaði allt mögulegt, hús, hurðir, stóla, jólagjafir og af- mælisgjafir. Alltaf máttum við krakkamir koma inn í skúr til hans og finna okkur spýtur. Skúrinn hans afa var svolítið sérstakur, með sag á gólfi, skrýtnum verkfærum og alls kyns spýtum sem hann safnaði að sér því aldrei mátti henda neinu'sem hægt væri að nýta. Alltaf mátti biðja afa um að smíða fyrir sig ef það vantaði dúkkurúm eða bíl. Langafa- börnin voru ekki gömul þegar þau uppgötvuðu hve auðvelt var að fá langafa til að smíða fyrir sig. Þeir hlutir em dýrmætari einmitt vegna þess að langafí smíðaði þá. Afí fæddist 7. maí 1901 að Hraunsmúla f Kolbeinsstaðahrepp. Hann var yngstur sex bama Frið- bjargar Friðriksdóttur og Guðmund- ar Magnússonar og eru þau öll fallin frá. Hann fór ungur að vinna fyrir Fæddur 7. september 1910 Dáinn 16. júlí 1991 í dag, miðvikudaginn 24. júlí, er Benedikt Jónsson fyrrv. verkstjóri kvaddur hinstu kveðju. Síðla á starfsævi sinni réðst Bene- dikt til Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins, Rb, sem ég veitti forstöðu, en kynni okkar þar hvetja þá mig til þess að setja nokkur orð á blað, að aðrir megi vita að störf hans voru þar mikils metim Benedikt var fæddur á Ásgauts- stöðum við Stokkseyri, sonur hjón- anna Kristjönu Benediktsdóttur af Reykjahlíðarætt og Jóns bónda og alþingismanns Jónatanssonar, sem jafnframt var starfsmaður Búnaðar- sambands Suðurlands. Jón var bú- fræðingur frá Ólafsdal og nærtækt er að álykta að sú fræðsla sem hann þar hlaut hafi gengið í arf til sonar- ins. A.m.k. fékk Benedikt „græna fingur" og verkstjóm og hleðslu- tækni voru einnig í gómum hans, en þetta voru áhersluefnin í búfræðsl- unni í Ólafsdal. Þegar Benedikt kom til Rb bjó hann yfir mikilli byggingarreynslu. Hann hafði þá verið verkstjóri við aðallögn Hitaveitu Reykjavíkur frá Reykjum að Öskjuhlíð, við Sogsvirkj- anirnar, Þjórsárvirkjanir við Búrfell og Þórisós, og við hafnarmannvirki í Þorlákshöfn, Keflavík, Húsavík, Siglufirði og víðar, og hann hafði einnig unnið sem sjálfstæður verk- taki. Siík reynsla skapar þekkingu, og hennar naut stofnunin okkar á svo margvíslegan hátt. Benedikt kvongaðist 11. nóv. 1936 Elínu Þorsteinsdóttur og bjuggu þau lengst af í Reykjavík, þótt Benedikt þyrfti starfs síns vegna að fara víða. Þau eignuðust sjö börn sem öll hafa stofnað eigin heimili. Þau eru: Björg, f. 10. júlí 1931, sjúkraliði, gift Har- sér þegar hann, eftir fermingu, varð vinnumaður í Hjörsey á Mýrum. Var honum alla tíð hlýtt til þess heimilis. Hann vann við ýmis störf til sjós og lands en lengst af starfaði hann sem húsasmiður. Hinn 15. júlí 1932 kvæntist afi ömmu, Jófríði Magnúsdóttur, frá Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinsstaða- hrepp en þau eru bræðrabörn. Ámma hefur sagt mér að þegar þau voru 6 og 7 ára, og afí var á Hlíð með mömmu sinni, þá hafi þau trúlofast en hún hafí sagt honum upp. Seinna þegar hún eltist og þroskaðist hafi hún þó séð að sér og tekið upp þráðinn að nýju. Afí og amma hófu búskap að Ystu- Görðum í Kolbeinsstaðahrepp og þar fæddist fyrsta barnið þeirra. Þaðan fluttu þau að Sólheimum í Grímsnesi er afí varð ráðsmaður þar og þar fæddist þeim annað bam. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur bættust þijú börn við. Þau bjuggu á Reykja- víkurvegi 23 í 18 ár og þar ólu þau börnin sín upp. Börn þeirra eru Kristín Hulda, f. 7. mars 1933, gift Bjarna Guðbjöms- syni, Ágústa Eygló, f. 11. ágúst 1934, gift Hauki Ingólfssyni, Sigríð- ur Magnea, f. 6. janúar 1937, gift Erlingi Björnssyni, Friðbjörg, f. 7. september 1941, gift Þorsteini Andr- éssyni og Guðmundur Rafnar, f. 16. júní 1946, kvæntur Alice Björg Árna- dóttur. Barnabömin eru sautján og barnabarnabörin sextán. Afí og amma byggðu sér hús í Melgerði 30 í Kópavogi og fluttu þangað 1955 og hafa búið þar síðan. Afí og amma hafa verið ákaflega samheldin í gegnum tíðina og hafa miðlað þeirri samheldni til afkom- enda sinna. Elsku amma, missir okkar er mik- ill en missir þinn þó mestur. Langri samfylgd, í blíðu og stríðu, er lokið aldi Skjóldal, starfsmanni hjá KEA; Jón, fæddur 7. apríl 1937, fréttamað- ur hjá ríkissjónvarpinu, kvæntur Jón- ínu Jónsdóttur; Áslaug, f. 16. októ- ber 1943, starfsleiðbeinandi, gift Sæmundi Bjarnasyni, starfsmanni hjá Stöð 2; Þór, fæddur 2. janúar 1945, starfsmaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, kvæntur Sólrúnu Guðjóns- dóttur; Kristjana, fædd 9. febrúar 1946, starfsmaður hjá Sundlaugum Reykjavíkur, gift Garðari Ingólfs- syni, starfsmanni SVR; Hafdís, f. 12. júní 1949, húsmóðir, gift Guðmundi Grettissyni, vélstjóra; og Elín, f. 3. júlí 1951, húsmóðir, gift Sævari Ein- arssyni, vélstjóra. Fjölskyldan hefur verið afar sam- heldin og niðjar þeirra Elínar og Benedikts fylla nú hálfan fimmta tug. Áfallalaust varð líf Benedikts ekki. Elín veiktist og varð að búa við mikla lömun síðustu tuttugu ár ævi sinnar. Hún andaðist 22. maí 1984. Sjaldan stendur góður maður hjá og horfír á er kunnur málsháttur. Benedikt lá aldrei á liði sínu. Hann var ávallt reiðubúinn að liðsinna sam- starfsmönnum sínum og verklagni hans var mikil ög ráð góð. Þetta kom þó best í ljós við Rb eftir að við ákváðum þrátt fyrir fjárskort og bann að bæta ímynd stofnunarinnar með því að fegra umhverfi hennar. Þá var hægt að nýta hveija auka stund, hægt var að nota steypusív- alninga í hleðslur í stað þess að kosta fjarlægingu þeirra að loknum próf- unum, og skipulag umhverfisins og jafnvel gróðursetningu tijáplantna var hægt að gera í hjáverkum. Með þessu vannst það að fyrr en varði var kominn fagur stór garður kring- um stofnunina. Þessi viðleitni hafði síðan áhrif út fyrir stofnunina sjálfa á uppgræðsluna á öllu rannsóknar- í bili en minningin um ástvin lifír og vonin um að við öll „hittumst fyrir hinum megin“. Við Simmi og stelp- urnar vottum þér dýpstu samúð okk- ar. Hanna Hann afí minn er dáinn, níræður að aldri. Það er ekki ætlun mín í þessum kveðjuorðum að lýsa ævi- ferli og ætt afa, heldur skrá á blað það sem er mér efst í huga eftir að hafa staðið við dánarbeð hans og kvatt hann í hinsta sinn. Afi hét fullu nafni Ingibjörn Óskar Guðmundsson og var fæddur árið 1901 á Hraunsmúla, Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadalssýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon og Friðbjörg Friðriksdóttir. Þann 15. júlí 1932 kvæntist hann frænku sinni, Jófríði Magnúsdóttur, og vant- aði því aðeins tvo daga upp á að hann lifði 59 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Þau eignuðust 5 börn og eiga nú 17 bamabörn og 16 barnabama- böm. Hann afi lifði tímana tvenna eins og hans kynslóð sem lifað hefur þær mestu breytingar sem orðið hafa í íslensku þjóðlífí frá landnámsöld. svæðinu á Keldnaholti, þar sem nú eru að vaxa upp margir tijálundir, sem minna á þetta framtak sem Benedikt Jónsson átti svo stóran þátt í. Eftir að Benedikt hætti sem fastur starfsmaður Rb hefir hann á hveiju sumri komið og litið til með garð- og umhverfisræktinni. í byijun þessa mánaðar ræddum við áform um nýj- ar hleðslur og lagfæringar. Hann átti þá erfitt um gang en naut þess að geta setið á sláttuvélinni og sleg- ið failega garðinn okkar, sem nú stendur í svo fögrum blóma. Við minntumst á fallvaltleika lífsins því hann vissi svo vel að hveiju stefndi, en hann hélt æðruleysi sínu til hinstu stundar. Starfsfólk á Keldnaholti er þakk- látt fyrir þann gróður seffl nú bætir umhverfið á svæðinu og samstarfs- fólkið á Rb minnist með virðingu mannsins sem með lagni og alúð bjó okkur þetta umhverfi. Blessuð sé minning þessa ágæta manns. Haraldur Ásgeirsson Benedikt Jónsson fyrrverandi verkstjóri og verktaki lést á heimili Hann átti ekki auðvelda æsku, heim- ilið sundrað og foreldrarnir í vinnu- mennsku. Hann sagði mér fyrir stuttu að hann hefði átt 15 heimili fyrir fermingu og alls hefði hann búið á fimmtíu stöðum þar til hann settist að í Kópavogi og byggði hús fyrir fjölskylduna fyrir u.þ.b. 40 árum. Hann sagði mér líka að þrátt fyrir hversu mörg heimilin voru hefði hann alltaf lent hjá góðu fólki. Afí var ávallt maður framtíðarinn- ar og nýjunganna. Eg heyrði hann aldrei rifja upp fortíðina fyrr en síð- ustu vikur ævinnar. Hann vann við margvísleg störf um ævina, t.d. sjó- mennsku, múrverk, bílaviðgerðir og akstur en aðalævistarf hans var tré- smíði og því starfi sinnti hann fram á 89. aldursár. Hann útbjó sér smíða- aðstöðu í skúr við hliðina á húsinu sínu og þar eyddi hann flestum vöku- stundum þar til fyrir tæpu ári. I þessum skúr smíðaði hann margt, bæði stórt og smátt, t.d. sumarhús, bát og allt niður í litlar krúsir. Hann var alltaf að hugsa um hvernig mætti endurbæta hluti, gera þá ein- faldari og þægilegri. Uppgjöf eða setningin „þetta er ekki hægt“ var ekki til í orðabókinni hans. Hann gerði ýmsar tilraunir, t.d. útbjó hann sér gufubað í sturtunni til þess að mýkja upp á sér stirðu hnén. Þessum tilraunum fylgdi oft mikið umstang sem stundum mæltist misvel fyrir af öðrum heimilismeðlimum en hann þurfti alltaf að reyna hugmyndir sín- ar í framkvæmd. Hann afí var mark- aður af mikilli vinnu og misjöfnu atlæti. Hafði grófar vinnulúnar hend- ur og stórskorið andlit sem margt hafði reynt. Hann sagði yfírleitt ekki margt en hugsaði þess meira. Ákveð- inn í skoðunum og stóð fast á sínu. Hafði áhyggjur af ástandinu í heim- inum og þjóðmálunum fram á síð- ustu stund. Aldrei ræddi ég við afa um pólitík en þó heyrði ég í æsku hvíslað „hann afí þinn er kommún- isti“. Við það óx virðing mín fyrir honum því fyrr á árum taldist enginn kommúnisti nema sá sem hafði sjálf- stæðar skoðanir, breitt bak og þor til að synda á móti straumnum, þó það kostaði fjárhagslegar og félags- legar fórnir. Síðustu dagana vildi afí ekki taka lyfín sín því honum fannst sínu, Auðbrekku 23, Kópavogi, að- faranótt þriðjudagsins 16. júlí sl. eft- ir stutta baráttu við erfíðan sjúkdóm. Benedikt fæddist að Ásgautsstöð- um við Stokkseyri en fluttist til Reykjavíkur árið 1916. Foreldrar hans voru Jón Jónatansson alþingis- maður og búfræðiráðunautur á Ás- gautsstöðum í Flóa og k’ona hans, Kristjana Benediktsdóttir ijómabús- stýra. Benedikt varð verkstjóri ungur að árum og starfaði meðal annars við lagningu hitaveituleiðslunnar frá Reykjum í Mosfellssveit að Öskju- hlíð. Einnig við allar virkjanir í Sog- inu, við Búrfellsvirkjun og vatn- smiðlunina við Þórisós. Sömuleiðis starfaði hann við hafnargerð víðs vegar um landið svo sem á Húsavík, Siglufirði, Bakkafírði og víðar og síðast í Þorlákshöfn. Eftir það vann hann um skeið við ýmsar fram- kvæmdir í Reykjavík og stofnaði þá verktakafyrirtæki ásamt fleirum en þegar starfsorka hans byijaði að þverra fékk hann vinnu hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti og starfaði þar í all- mörg ár. Ásamt öðru sá hann þar um fegrun umhverfisins og kom þar upp fallegum garði sem starfsfólk rannsóknastofnunarinnar kann vel að meta. Störf þeirra sem við verklegar framkvæmdir fást eru ekki alltaf mikils metin en þó var það svo að eftir að hafa stjómað gerð hafnar- garðs á Húsavík fékk Benedikt eftirf- arandi kveðju frá þeim sem unnið höfðu hjá honum þar. Góðskáld þeirra Húsvíkinga, Egill Jónasson, gerði vísurnar. Steyp'ukallar piga allir ótal margt að þakka og muna. Vita margt og virða fleiri verkin þín og kynninguna. Þegar framtíð bát í brimi bjargar í skjól við hafnargarðinn þér mun verða þökkuð koman, það er besti minnisvarðinn. Mér er kunnugt um að Benedikt mat þessa kveðju mikils enda var Benedikt Jónsson verkstjóri - Kveðja ;_________________________ 25 nær að gefa fólkinu í írak þau, það þyrfti frekar á þeim að halda. Það var gott að skríða upp í kjölt- una hans afa og kúra þar án þess að nokkuð væri sagt, bæði sem lítil stelpa og fullorðin. Það var fátt sem hann vildi ekki gera fyrir bömin og barnabömin sín. Litlu langafabörnin hans ekki síður verið honum hugfólg- in og flest vom fljót að finna kjölt- una hans afa til að kúra í. Mörg voru þau líka börnin, sem alls óskyld, fengu að eiga hann sem afa. Afi var heilsuhraustur um ævina þrátt fyrir ýmis óhöpp og slys sem hann lenti í. í 89 ár hélt hann ótrú- lega miklu af sínu starfsþreki, alltaf smíðandi fyrir sjálfan sig og aðra. Eftir að sundlaug kom í Kópavog voru sundferðir hluti af daglegu lífi hans. . Hann var ekkert um of trúaður á læknavísindin og vildi sem minnst þurfa á þeim að halda. Hann var vandfýsinn á hveijum hann treysti. En honum varð tíðrætt um blessaðar stúlkurnar sem hugsuðu svo vel um hann á þeim sjúkrahúsum sem hann dvaldi síðasta árið og ekki síst öllum í Heimahlynningunni og heimilisað- stoðinni í Kópavogi sem gerðu honum kleift að vera heima eins lengi og hann gat og vildi. Bestu þakkir til ykkar allra fyrir hann afa minn. Það eru á vissan hátt forréttindi að alast upp í sama húsi og afí og amma. Það hefur gefíð mér virðingu fyrir fullorðnu fólki og þeirri kynslóð sem ruddi okkur braut alsnægtanna. Það hefur gefíð mér innsýn inn í fortíðina, arf kynslóðanna og mófað lífsskoðun rnína. Það hefur gefíð mér tækifæri til að sjá og skilja að lög- mál lífsins er að fæðast, lifa og deyja. Og nú þegar köllunartími afa var kominn þá vildi ég bara þakka honum fyrir samfylgdina, elskuna og allt sem hann gerði fyrir okkur fjölskyld- una hvar og hvenær sem var. Elsku amma, systkinin og fjöl- skyldur, megum við öll öðlast þann styrk sem þarf til að takast á við sorgina og kveðja með þakklæti í huga fyrir að hafa notið samfylgdar hans í öll þessi ár. Fyrir hönd systra minna, Lilja hann mikill ljóðaunnandi og kunni utanað mörg afbragðs ljóð. Kona Benedikts var Elín Þor- steinsdóttir, fædd 19. febrúar 1912 og dáin 22. maí 1984. Þau eignuð- ust 7 börn sem öll eru á lífi og samtals eru afkomendur þeirra Benedikts og Elínar nú orðnir 43. Árið 1961 fékk Elín kona Bene- dikts heilablóðfall og var eftir það hálflömuð og næstum mállaus og þurfti allt til æviloka að vera undir stöðugu lækniseftirliti. Þá vóru 4' yngstu börnin ennþá heima og Benedikt jafnan langdvölum að heiman vegna vinnu sinnar svo miklir erfiðleikar steðjuðu að. Ótrú- lega vel gekk þó að halda heimilinu saman og réð þar mestu samhugur þeirra hjóna og dugnaður Elínar sem þrátt fyirr fötlun sína og veik- indi missti aldrei móðinn. Benedikt var listhneigður og mikill náttúruunnandi. Úr íslensku gijóti bjó hann til ýmis falleg verk og sömuleiðis skar hann út í tré. En best komu frábærar gáfur hans í ljós þegar hann undirbjó verk sem hann átti að stjórna. Að þeim undir- búningi vann hann bæði sem fag- maður og listamaður og oft var það undravert hve fljótur hann var að leysa flókin vandamál og margar lausnir hans voru beinlínis snilldar- legar. Ekki lét hann sér nægja að hugsa um þau verk sem hann átti að stjórna á hveijum tíma heldur hafði hann yndi af að fást við hvers kyns verkfræðileg og tæknileg vandamál og sýndi oft mikla hug- kvæmni við lausn þeirra. Lagni hans í mannlegum sam- skiptum var líka mikil og ekki er mér kunnugt um að nokkurn tíma hafi komið til alvarlegra deiina mílli hans og þeirra manna sem undir lians stjórn unnu. Þvert á móti er ég viss um að mikill fjöldi manna mun minnast hans sem síns besta yfirmanns. Ættingjum Benedikts og afkom- endum öllum votta ég innilega sam- úð mína og bið þá geyma vel rninn- inguna um góðan dreng. Sæmundur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.