Morgunblaðið - 25.08.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.08.1991, Qupperneq 22
22 •MORtft'NBLAÐIi) Sl’NNUDAGUR 2B. ÁGÚST, 1991 eftir Brago Ásgeirsson HÖFÚÐSTAÐUR Ka- talóníu, Barcelona, er kannski hámark sjón- rænna upplifana í skrautlegri borgaflóru Spánar. Söfnin eru mörg og margbreyti- leg, byggingalistin í miklum blóma og list- og iðnhönnun sömuleið- is. Yfirleitt blómstra allar listir í Barcelona og borgin er vel skipu- lögð og innan hennar opin og fögur svæði, prýdd listaverkum, svo og yndisfagrir garðar. Þá er mannfólkið blóð- heitt og svipmikið, en yfirleitt vinsamlegt og alúðlegt í umgengni. Turnar Gaudi-kirkjunnar teygja sig upp til himins eins og fingur undirheima. 1957, og þá gaf meistarinn Barcel- onaborg þá mikilfenglegu gjöf sem ber heitið stofnun Joan Miró. Aðeins þrem árum seinna veitti Evrópuráðið Miró-stofnuninni sér- stök safnaverðlaun, eins konar al- þjóðlega viðurkenningu á stór- brotnu æviverki meistarans. Miró sagði: „Það sem mér liggur á hjarta, er Katalónía og mannleg reisn.“ Innan dyra eru ekki aðeins verk eftir Miró, heldur eru jafnan sér sýningar heimslistarinnar í einni álmunni og á efri hæðinni er m.a. safn mynda ýmissa annarra nú- listamanna aldarinnar. Mjög eftir- minnileg sýning á ljósmyndum hinnar nafnkenndu Lee Miller frá 1929-1964 var í sýningarsölum safnsins, en hún var um árabil nemandi og aðstoðarmaður Man Ray í París, auk viðamikillar sýn- ingar á verkum rýmislistamannsins Sergei Aguilar. Þetta mikla safn gerði Barcel- onaborg í einu vetfangi að einni af miðstöðvum núlista í Evrópu. Á jarðhæð er sölubúð og þar má auk bóka og viðamikilla sýn- ingarskráa kaupa margs konar hluti, sem eru með kennimarki meistarans, m.a. boli og skyrtur. Þar er og viðkunnanleg veitingabúð þar sem menn geta verið einir með hugleiðingar sínar, eða rabbað við félaga sína á milli þess sem safnið er skoðað. Ég talaði við ritara blaðafulitrúa safnsins, sem var fjarverandi og hún bað mig að skilnaði sérstak- lega, eftir að hafa gefið mér sand upplýsingarita um stofnunina, að birta ekki myndir af listaverkum Mirós með grein um hann, nema að fengnu leyfi. Þess má og geta, að flugvélin sem við flugum með frá Palma til London var merkt með máluðum táknum Mirós og allt var í anda listamannsins, jafnt sætaáklæðið, sem umbúðir utan um andlitsþurrk- ur, pipar og salt! Þannig er allt gert til að styrkja ímyndina í kringum þennan mikla listamann og um leið vernda höf- undarréttinn. Það var fyrst og fremst til að skoða þessi tvö söfn, sem ég hélt til Barcelona, en borgin sjálf skyldi einnig skoðuð í leiðinni og þá sér í lagi verk húsameistarans nafn- Picasso var einungis níu ára þegar hann teiknaði þessa mynd, en hér má segja, að snemma beygist krókurinn, því að myndin og myndefnið ber kennimark meistarans. út á við þrátt fyrir efnahagslegan samruna og stóraukna stjórnmála- lega samvinnu. Sólin skein hátt á lofti, er við fjórmenningarnir svo að segja dutt- um innfyrir dyr Berenguer de Agu- ilar byggingarinnar, þar sem Pic- asso-safnið er til húsa. Byggingin er höfðingjasetur frá fjórtándu öld og er aðdáunarvert, hve vel hefur tekist að innrétta þar nútímasafn, og myndirnar njóta sín mjög vel á veggjunum, þannig að það er nautn að ganga um sali. Hér er samræmi í öllu og hönnunin frábær og ekki skyggir á að safnið er í sjálfu sér mjög eftirminnilegt. Eftirminnilegt fyrir þá sök öðru fremur hve lærdómsríkt það er, en hér er samankomið mikið safn æskuverka listamannsins, m.a. teikning frá níunda ári hans. Hér kemur fram, að strax á tólfta ári má merkja þroskaðan málara af hárri gráðu í smágerðum verkum sem sum virðast jafnvel útfærð á vindlakassalok, eða lok á tréöskj- um, en eru þó fullgild myndverk, og fimmtán ára býr hin unga list- aspíra yfir meistaratöktum. Það sem maður tekur strax eft- ir, er að Picasso hafði fljótlega til- hneigingu til að fara svolítið út fyrir hin sígildu efnistök, svo að bersýnilega var það honum með- fætt að kanna ný svið. Það rennir stoðum undir fræg og að margra dómi tvíeggjuð ummæli hans löngu seinna: „Ég leita ekki, ég finn.“ Það er líkast sem að þekking hans á grunnformum og hvernig vinna skuli út frá þeim hafi verið meðfædd, því að teikningarnar eru svo sláandi einfaldar, en þó rökrétt- ar og áhrifamiklar, að því er við- brugðið. Það voru miklu fleiri undrandi og hrifnir en ég, því að yfirleitt skoðaðið fólk myndirnar lengi og gaumgæfilega og mikið aðstreymi víða að úr heiminum er á safnið alla daga, og unga fólkið, svo til jafnaldrar meistarans er hann gerði sínar fyrstu myndir, skoðaði safnið af sömu áfergju og hinir eldri. Á safninu eru myndir frá árum hans í Coruna og verk frá hinum tveim Barcelona-tímabilum, 1895- 1897 og 1901-1904. Auk mjög merkilegra tímamótaverka frá bláa tímabilinu og kúbíska tímabilinu. Þá ber að geta teikninga, sem hann gerði í Cannes 1957 og 1958, teikn- ingar sem meistarinn gaf safninu 1968 og af þeim eru 44 tilbrigði við hið fræga málverk Velasques „Las Meninas“ í Prado-safninu í Madrid. Kaffistofan á jarðhæð er einstaklega fögur og þar má fá góðar veitingar, en mikið truflar þó eldrauður gossjálfsali sjóntaug- arnar, sem á ekki heima í þessari undursamlegu blöndu fortíðar og nútímans og er sem ljótur fleinn í holdi. Miró-safnið á Montjuich-hæðum er allt annars eðlis. Nóg opið rými er kringum það og húsið hið nú- tímalegasta enda teiknað af arki- tektinum nafntogaða Jose Luis Sert. Safnið var opnað 10. júní ig hafði langað aftur í þetta umhverfi frá því ég tyllti þar tá hluta úr degi fyrir hartnær fjórum áratugum, og oft verið á leiðinni þangað og á fleiri staði á Spáni, en örlögin gripið í taumana. Augu alls heimsins beinast nú að Barcelona og Sevilla vegna Olympíuleikanna og Heimssýning- arinnar á næsta ári og sælir munu þeir sem ná að sækja þá viðburði heim. Burtséð frá Ólympíuleikunum verður Barcelona alveg ný borg að heita má í þann mund er leikarnir hefjast, því ða þá verður lokið við ótal endurbætur á húsum, minnis- merkjum, söfnum og umferðaræð- um. Ætli þeir hafi ekki farið eins að í Sevilla, en þangað hef ég aldr- ei komið og átti þess ekki kost að þessu sinni. Á einum litlum áratug hefur uppgangurinn í listum verið svo mikill á Spáni, að það er ævintýri líkast, en slík þróun er ekki mikið í almennum fréttum, og hafði jafn- vel að mestu farið framhjá mér, þar til ég las merkilega grein í þýska listtímaritinu „art“ á síðasta ári. Þar var sagt frá því, að verk núlifandi spænskra myndlistar- manna væru með þeim verðmæt- ustu á heimsmarkaðinum, og flest- ir þeirra lifa og starfa í heimalandi sínu. Hins vegar er mér ókunnugt um það hve vel þeir fara að eldri bygg- ingum og hve mikið hið opinbera lyftir undir myndlist. Myndverk nafnkenndra myndlistarmenna skreyta torg hvarvetna í Palma og Barcelona og nútímalistasöfn rísa upp í hverri borginni á fætur ann- arri. Risin er t.d. mikil menningar- höll í Madrid, kennd við Soffíu drottningu. Þetta er þjóð, sem er á fullri ferð út í markaðsbúskap en hún varpar þó ekki listum fyrir róða, því að svo jarðtengdar eru listir öllu mannlífí í landinu. Eykur stuðninginn öllu heldur svo að um munar, og fer þá einnig að dæmi forystuþjóða heimsins í þeim efn- um. Annað þýðir líka naumast ætli þjóðimar að standast innbyrðis samkeppni og halda andliti sínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.