Morgunblaðið - 25.08.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.08.1991, Qupperneq 32
FORGANGSPOSTUR UPPL ÝSINEASÍMI 63 71 90 N • A - JVI • A • N Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLADW, ADALSTRÆTl 6. 101 KEYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811. PÓSTHÓLF 1555 / AKllREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 25. AGUST 1991 VERÐ í LÁUSASÖLU 100 KR. Þorlákshöfn: V erksmiðj uhús Mátveggja eyði- lagðist af eldi Selfossi. TUGMILLJÓNATJÓN varð í Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags þegar Mátveggir, verksmiðjuhús Framleiðslufélagsins hf., brann. Verksmiðjan sem framleiddi meðal annars milliveggjaeiningar er mjög illa farin ef ekki ónýt eftir brunann. Slökkvilið Þorláks- hafnar fékk aðstoð frá Selfossi og Hveragerði við slökkvistarfið. Það var sjómaður sem tilkynnti um eldinn um klukkan 3.15 um nóttina. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í öðrum enda hússins og iogaði út um glugga þess. Slökkvistarfið gekk greiðlega og lauk um sexleytið um morguninn. Eldsupptök eru ókunn en ljóst er að eldurinn kom upp í norðausturenda hússins. Verksmiðjuhúsið, sem er stái- grindarhús og einn geimur, er mjög illa farið. Stálgrindin í þak- inu hefur greinilega gefið sig og ljóst er að vélarnar sem margar eru sérhæfðar eru ónýtar. Slökkviliðsmönnum tókst að af- stýra því að eldur kæmist í lakk- klefa í enda hússins og áfasta skrifstofubyggingu en skemmdir urðu þar af reyk og vatni. í verk- smiðjunni unnu 12 menn við fram- leiðslu svonefndra máteininga auk annarrar trésmíðavinnu. Verkefni voru næg, meðal þeirra fram- leiðsla fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Aðaleigendur verksmiðjunnar eru Húsasmiðjan hf. í Reykjavík og Hannes Gunnarsson sem er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Það er rosalegt að missa þetta,“ sagði Óskar Jónsson starfsmaður í verk- smiðjunni en starfsmenn þar eru frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Slökkviliðsmenn voru að slökkva síðustu neistana í'verk- smiðjuhúsi Mátveggja í gær- morgun. Á innfelldu myndinni sést húsið eftir brunann. Umferðarslys í Skagafirði: Þrennt á sjúkrahús Sauðárkróki. ALVARLEGT umferðarslys varð í Skagafirði í gærmorgun er fólksbíll af Toyota-gerð endastakkst út af veginum á Hegranesi. Þrír voru í bílnum og voru allir fluttir á sjúkra- húsið á Sauðárkróki, og annar farþeginn var síðan fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar enda meiðsli hans talin alvar- leg. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki barst tilkynning um slysið, sem varð skammt austan við bæ- inn Utanverðunes, klukkan 8.30 um morguninn. Bíllinn mun hafa endastungist og hafnaði hann gjörónýtur á annað hundra metra frá veginum. BB Ríkisstjórnin fjallar um tekjuhlið fjárlaga: Rætt um breíkkun skattstofna og lækkun sjómannaafsláttar Ríkisstjórnin gengur út frá óbreyttu launastigi á næsta ári AÐ ÓBREYTTU stefnir í að tekjur ríkissjóðs muni dragast saman á næsta ári um einn til tvo milljarða króna vegna áhrifa af samdrætti í þjóðartekjum og vegna þess að jöfnunargjald fellur niður um næstu áramót. Auk 14 milljarða niðurskurðar- og sparnaðaraðgerða ríkis- stjórnarinnar er nú einnig farið að huga að aðgerðum á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins til að mæta þessum samdrætti. Að sögn Frið- riks Sophussonar fjármálaráðherra er það ákveðin stefna ríkisstjórn- arinnar að hækka ekki skatta á næsta ári og því komi m.a. til athug- unar að breikka skattstofna og draga úr víðtækum undanþágum í virðisauka- og tekjuskattskerfunum. „Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þessa veru,“ segir Friðrik. Við fjárlagagerðina sem nú stendur sem hæst miðar ríkisstjórn- in við að launastig haldist óbreytt á næsta ári. Fjármálaráðherra seg- ir að samdráttur í fiskveiðum á næsta ári geri það að verkum, að kaupmáttur muni rýrna. „Því má búast við, að við leggjum upp með að verkalýðshreyfingin og opinberir starfsmenn hafí þann skilning, að engar hækkanir verði á launum ai- mennt. Verði um innbyrðis launa- 1 breytingar að ræða þurfa því sumir að taka á sig lækkun ef aðrir fá launahækkanir," sagði hann. Að sögn Jóns Baldvins Hanni- balssonar úPánríkisráðherra blasir við að enn muni síga á ógæfuhliðina í efnahagslífinu og til að ná mark- miðum ríkisstjórnarinnar þurfi enn > að taka til hendinni. Tillögur ráðuneytanna um niður- skurð og sparnað til að iækka ríkisútgjöld um 14 milljarða eru nú nánast fullmótaðar en þó mun enn vanta um einn milljarð kr. uppá að markmiðið náist. Þingflokkur AI- þýðuflokksins hefur afgreitt allar tillögur ráðherranna efnislega og þrátt fyrir að innan flokksins sé hörð andstaða við tillögur um innrit- unargjöld á sjúkrahúsum og skóla- gjöld eru þær enn á borði ráðherr- anna. Þingmenn Sjáifstæðisflokks- ins hafa ekki fengið tillögurnar til skoðunar en boðaður hefur vérið þingflokksfundur á þriðjudag. Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins hefur ekkert verið til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundum og engin af- staða því verið tekin til einstakra þátta en farið er að íhuga hugmynd- ir um að taka upp virðisaukaskatt á vöru og þjónustu sem nú er und- anþegin skattinum og minnka skattáfslátt sjómanna. Þá er mikill áhugi á því innan Alþýðuflokksins að tekinn verði upp skattur á fjár- magnstekjur. Össur Skarphéðins- son, þingflokksformaður Alþýðu- flokks, minnir á að í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna í vor hafi verið skýrt tekið fram að slíkum skatti yrði komið á og Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra segist ekki sjá réttlæti í því að fólk sem hafí tekjur sínar af eignum greiði ekki skatt af þeim. Sjá „Heilagar kýr undir hnífinn" á bls. 10 og 12. Arnarstofninn: 17 ungar að verða fleygir UM þessar mundir eru 17 arnarungar að verða fleyg- ir úr 15 hreiðrum, en auk þess er vitað um 21 par sem tekið hefur sér óðal en varp misfarist hjá. Að sögn Björns Guðbrandssonar læknis, formanns Fugla- verndunarfélags íslands, eru þetta ívið færri ungar en komist hafa upp undan- farin ár. Björn sagði að þegar stofn- inn væri jafn lítill og hann nú er, þá pari ernirnir sig jafnvel með ókynþroska maka. Þá geti liðið nokkur ár þar til varp hjá þeim heppnist, en fuglarnir verða kynþroska 5-7 ára gamlir. Hann sagði að ern- irnir héldu sig á hefðbundnum slóðum á Vestfjörðum og við Breiðafjörð og Faxaflóa, en í sumar hefðu að auki sést tveir ernir við Hjörleifshöfða. Utanríkisráðherrar Eystrasaltslanda koma í dag: Stj ómmálasambandi lýst yf- ir á Þingvöllum eða í Höfða UTANRÍKISRÁÐHERRAR Eystrasaltslandanna þriggja koma til ís- lands síðdegis í dag, sunnudag, og skrifa ásamt Jóni Baldvin Hannibals- syni undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband við ísland. Jón Baldvin kvaðst í gær gera ráð fyrir að fundur þeirra yrði annaðhvort á Þing- völlum eða í Höfða. Þeir Lennart Meri frá Eistlandi og Algirdas Saudargas frá Litháen koma hingað til lands með Flug- leiðavél frá Stokkhólmi. Á hádegi í gær var enn óljóst hvenær dags lettneski ráðeherrann, Janis Jurk- ans, kæmi. Gert er ráð fyrir að ráðherrarnir haldi heim á þriðjudag, nema Jurkans- sem flýgur væntan- lega til fundar við bandaríska ráða- menn á morgun. Jón Baldvin segir fyrirhugað að áður en yfirlýsing um stjórnmála- samband verði undirrituð muni hann ræða við starfsbræður sína um viðskiptasamninga, menning- arsamskipti, tilnefningu á sendi- herrum og annað fyrirkomulag samskipta landanna. Hann hefur óskað eftir því að utanríkismála- nefnd Alþingis verði viðstödd undir- ritunina auk formanna stjórnmála- flokkanna til að leggja áherslu á samstöðu þjóðar og þings um málið. Eyjólfur Konráð Jónsson formað- ur utanríkismálanefndar segir að nefndin hafí í gærmorgun sam- þykkt ályktun þar sem fagnað er yfirlýsingum Eystrasaltsríkjanna um sjálfstæði, fyrri yfirlýsingar Alþingis áréttaðar og einróma stuðningi lýst við stjórnmálasam- bandið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.