Morgunblaðið - 31.08.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.08.1991, Qupperneq 7
., MORGUNBLAÐJP £áPOÁRDAGUR 3i: ÁGÚST iWl'; 7“' Kristín Arnalds Kristín Arn- alds skóla- meistari FB Menntamálaráðherra hefur skipað Kristínu Arnalds í stöðu skólameistara Fjölbrautarskól- ans í Breiðholti frá og með 1. ágúst 1991 að telja. Umsóknarfrestur um starfið rann út þann 1. júlí sl. og auk Krist- ínar sóttu Kristján Thorlacius, framhaldsskólakennari, Sigurður Þór Jónsson, framhaldsskólakenn- ari, og Stefán Andrésson, fram- haldsskólakennari. ♦ ♦ ♦ Selfoss: Grunnskólar- nir fá ný nöfn Selfossi. GRUNNSKÓLARNIR á Selfossi hafa fengið ný nöfn. Barnaskól- inn heitir nú Sandvíkurskóli og gagnfræðaskólinn hefur fengið nafnið Sólvallaskóli. Nöfnin voru ákveðin í skólanefnd og þeim lýst er viðbygging við Gagnfræð- askólann var afhent 30. septem- ber. í Sandvíkurskóla verða nemend- ur 1.-5. bekkjar en í Sólvallaskóla nemendur 6.-10. bekkjar. Sú breyt- ing verður nú að tveir efstu bekkir úr Sandvíkurskóla flytjast yfir í Sólvallaskóla með því að þar er tek- in í notkun nýbygging með 8 al- mennum kennslustofum og þremur sérstofum auk rýmis fyrir sér- kennslu. Nöfn skólanna hafa sínar teng- ingar. Sandvíkurskóli vísar til þess að skólahverfið heitir Sandvíkur- skólahverfi og Sólvallaskóli stendur við götuna Sólvelli. Skólastjóri Sandvíkurskóla er Óskar. Þ Sig- urðsson og Sólvallaskóla stýrir Oli Þ. Guðbjartsson. - Sig. Jóns. ♦ ♦ ♦- Vaknaði við að þjófurinn forðaði sér út ÍBÚI á Bergþórugötu í Reykjavík vaknaði við það árla á fimmtu- dagsmorgunn er innbrotsþjófur forðaði sér út um dyr á heimili hans. Hann hafði þegar samband við lögreglu og gat gefið greinar- góða lýsingu á manninum. Mað- urinn hafði meðal annars á brott með sér fjórar bankabækur auk skilrikja, greiðslukort, áfengi og snyrtivörur. Þjófurinn er ungur maður um 170 cm á hæð, grannvaxinn með drengjakollsklippingu. Hann var í dökkum fötum og með ljósan poka á bakinu. Þjófurinn hafði spennt upp glugga og þannig komist inn í íbúð- ina sem er í kjallara. Fjárhagsöryggi til framtíðar: TAKTU LÍFEYRINN MEÐ í REIKNINGINN! BUSTOLPI HÚSNÆÐISREIKNINGUR BESTU ÁVÖXTUNARKJÖR Húsnæðisreikningur er verðtryggður sparireikningur og ber ávallt hæstu vexti almennra innlánsreikninga bankans hverju sinm. 25% SKATTAFSLATTUR Húsnæðisreikningur Búnaðarbankans veitir rétt til skattafsláttar sem nemur einum íjórða af árlegum innborgunum á reikninginn. Við álagningu skatta kemur afslátturinn til lækkunar á tekju- og eignarskatti eða útsvari álagningarársins. Um skattafsláttinn gilda sömu reglur og um persónuafslátt. Bústólpi, húsnæðisreikningur Búnaðarbankans, er kjörinn fyrir þá sem vilja skapa sér eins konar lífeyrissjóð á auðveldan hátt. Reikningurinn er mjög góður kostur fyrir þá sem vilja safna fyrir eigin húsnæði með lítilli fyrirhöfn. Húsnæðisreikningur Búnaðarbankans veitir rétt til verulegrar lántöku og skatt- afsláttar. SVEIGJANLfGUR BINDITÍMI - EIGIN LIFEYRISSJÓÐUR Binditími húsnæðisreiknings er að lágmarki 3 ár og að hámarki 10 ár. Heimilt er að taka út af húsnæðisreikningi þremur árum eftir að sparnaður hefst ef eigandi reiknings ráðstafar inneigninni til byggingar, kaupa eða verulegra endurbóta á eigin íbúðarhúsnæði. Einstakling- ar sem orðnir eru 67 ára eða eru 75% öryrkjar geta tekið út af reikningnum í heild til frjálsrar ráðstöfúnar eftir 5 ára sparnaðartíma. Eftir 10 ára sparnaðartíma er innstæðan laus til útborg- unar án skilyrða. Þannig nýtist húsnæðisreikn- ingur sem eins konar lífeyrissjóður. Um húsnæðisreikning gilda lög nr. 49/1985. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi Búnaðarbankans. Kynntu þér Bústólpa! DÆMI UM SPARNAÐ OG AVÖXTUN Á HÚSNÆÐISREIKNINGI Forsendur: 1. Lagðar eru inn 10.000 kr. í lok hvers mánaðar. 2. 7% raunvextir sem leggjast við höfuðstól í árslok. 3. Fast verðlag. 4. Skattafsláttur 25% af heildarinnleggi hvers árs. Sparnaöartímabil 3 ár 5 ár 10 ár Samtals innborgað 360.000 600.000 1.200.000 Vextir 38.165 112.228 509.762 Samt. innborgað + vextir 398.165 712.228 1.709.762 Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000 Uppsöfnuð raunávöxtun 22.10% 16.00% 11.00% RETTUR TIL LÁNTÖKU Sparnaðartími Margfeldi af höfuðstól Hámarksupphæð láns 3 ár 2 1.000.000 4 ár 3 1.500.000 5-8 ár 4 2.000.000 CD I —L o 03- 4 2.500.000 Innborgun á hverjum ársfjórðungi er nú að lágmarki kr. 9.949 og að hámarki kr. 99.490. BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.