Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 13

Morgunblaðið - 31.08.1991, Page 13
nauðsynlegt til að geta staðið straum af kostnaði við öll þau áreiti sem áður var getið. Og um leið er allur samanburður við liðna tíð út í hött. Þegar við Guðrún Kvaran og Þór Whitehead komum til háskóla- náms höfðum við hlotið uppeldi kynslóðar sem tók virkan þátt í þjóðemisbaráttunni, þeirri sem leiddi til lýðveldisstofnunar 1944. Það er áreiðanlega komið úr drus- lusafni blaðamanns þegar Bimi skólameistara Teitssyni er lagður í munn orðaleppurinn að „enskan sæki á“. Björn veit miklu betur en svo. Honum er fullljóst að enska er ekki sjálfstæður innrásaraðili í íslenskt málsamfélag. Hins vegar veit hann að íslenska þjóðin hefur á síðustu árum, eins og allar grannþjóðir hennar, lagst hundflöt fyrir engilsaxneskum menningar- áhrifum og mænir skilmálalaust upp á allt sem enskt er. Skýrt dæmi kemur fram í frétt Morgun- blaðsins 29. ágúst um skiptinema. Af 120 íslenskum ungmennum sem stefna til útlanda ætla rösklega 100 til Ameríku. Þetta er ekki séríslenskt fyrir- bæri. Á málnefndarþinginu, sem fyrr er getið, kom fram að hér eiga allir Norðurlandamenn óskipt- an vanda og rótanna er ekki að leita í móðurmálskennslu skólanna. Þær liggja miklu fremur hjá þeim uppalendum sem ekki gera sér ljóst hvert grundvallaratriði það er fyrir hvern einstakling að eiga traustar rætur í móðurtungu sinni. Danskir foreldrar segja til að mynda sem svo að dönsku sé náttúrlega óþarft að kenna fólki, það sé enska sem verði hagnýtt tungumál í Evrópu- sajnfélaginu. Ef menn taka ekki þessa breytu með í dæmið verður allur samanburður við liðna tíð út í hött. Hér hafa verið nefnd nokkur atriði sem gerbreyta sjónarsviðinu. Það er sorglegt að göfgasta menntastofnun þjóðarinnar skuli ekki hafa betri rök fyrir málflutn- ingi sínum en fréttirnar benda til. Það er sorglegt að hið ágætasta vísindafólk skuli láta teygjast til að búa til falska greiningu á við- fangsefni og kasta fram tilgang- slitlum yfirlýsingum. Og sorgleg- ast er að þetta gerist einmitt þeg- ar öll rök hníga til þess að segja að nú verðum við að hugsa okkar gang, verðum að sameinast til greiningar á vanda sem getur kost- að okkur íslenskt þjóðerni og menningu, verðum að beita bestu þekkingu sem völ er á til að leita leiða út úr vandanum. Yfirborðsleg greining og aðdróttanir vísa ekki á þær leiðir. Höfundur er óvirkur móðurmálskennnri og formaður Bandalags háskólamanna. fagott en svítan sem við leikum eftir hann er af mörgum talið eitt besta verk sem samið hefur verið fyrir fagott á seinni tímum.“ Síðasta verkið á efnisskránni er eftir Helmut Neumann, Austurrík- ismann, sem lék m.a. með Sinfóníu- hljómsveit íslands á 7. áratugnum. Neumann er búsettur í Vínarborg og Björn segir að hann hafi reynst íslenskum tónlistarmönnum sem þar hafi dvalist afskaplega vel. „Þegar ég var í Vínarborg komum við reglulega saman á heimili Neu- manns og héldum stundum „hús- konserta“, og það var við eitt slíkt tækifæri að sú hugmynd fæddist að Neumann skrifaði verk fyrir fag- ott og píanó. Hann lauk við verkið 1980 og var svo vinsamlegur að tileinka mér verkið en þetta er samt í fyrsta skipti sem ég leik verkið hér heima á íslandi." Aðspurður hvort eitthvert verkanna á efnis- skránni hafi áður verið flutt hér- lendis gerir hann lítið. úr því en segist þó ekki vita til þess; það verða því frumflutt fimm verk í Siguijónssafni á þessum tónleikum þó langt sé um liðið síðan blekið þornaði á nótnapappír tónskáld- anna. Sýningar á Light Nights í tilefni af komu víkingaskipa FERÐALEIKHÚSINU hefur verið boðið að vera með sýningar á Light Nights í Boston í Bandaríkjunum um miðjan september næst- komandi. Sýningarnar eru liður í hátíðarhöldum þar vestra í tilefni af komu víkingaskipanna þriggja, Gaiu, Saga Sigler og Osebergskips- ins sem eru á siglingu vestur um haf til minningar um Vínlandsfund Leifs Eiríkssonar. Að sögn Kristínar G. Magnús, eins af aðstandendum Ferðaleik- hússins, er sérstök uppfærsla á Light Nights_ í undirbúningi vegna ferðarinnar. í henni verða aðallega sýndir kaflar frá landnámi íslands og tímum víkinga. Alls eru fjórtán atriði á efnisskrá og má þar nefna sviðsett atriði úr Egilssögu, frá kristnitökunni árið 1000 og skyggn- usýningu af Sæmundi fróða. Einnig verður sýnd glíma að hætti forn- manna. Atriðin á sýningunni eru ýmist leikin eða sýnd með fjölmynd- atækni þar sem skyggnur af landi og þjóð, ásamt teikningum eftir þekkta listamenn, eru sýndar en samhliða er leikin tónlist eftir þekkt íslensk tónskáld. Kristín G. Magnús og Árni Blandon eru sögumenn á sýningum Ferða- leikhússins á Light Nights. Að baki þeim er leiksviðsmynd Bjarna Jónssonar listmálara en þar sést Freydís, hálfsystir Leifs Eiríksson- ar, beijast við skrælingja. Boston: MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 —; ív'A.ir ru u >i’i/ ,ru u ur»i7rn~rrrTTr ówinliildurl. Bjamason Asta Lára Jánsdóttir ÓskarG. Sigurðsson Pétur Hjaltested Guðrún Ó. Hjaltested jarþrúður Maack Hjálinar Hafliðason Elisabet Ohl Helgi Hallgríimson Ragnheiður Guðmundsdóttir Ólöf Sigurjónsdótlir Sjöfh Kolbeins Áslattg Ámadóttir Franz Kristimson Elís Adolphsson Kristjón ísaksson Björ$ ísaksdóttir Einar Magmis Maguússoit MYNDVERKASÝNING FÉLAGSMANNA V.R. í LISTASAFNIALÞÝÐU, GRENSASVEGI 16A, 31. ÁGÚST TIL 15. SEPTEMBER 1991 í tilefni 100 ára afmælis Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sýna 30 félagar V.R. verk sín, en þeir vinna allir aá myndlist í tómstundum sínum. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22 ALUR VELKOMNIR - ÓKEYPIS AÐGANGUR f - 18 9 1-19 9 1 Verzlunarmannafélag Reykjavikur 1991 HS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.